Morgunblaðið - 07.02.1986, Page 45

Morgunblaðið - 07.02.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1986 45 -— VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Nokkrar spurningar varð- andi Lánasjóð námsmanna TU Velvakanda. Mikið er nú rætt og ritað um starfsemi Lánasjóðs náms- manna, og ekki eru allir sam- mála og kemur reyndar fram í umræðum almennings, að svo virðist vera að enginn viti raun- verulega hvemig þessi viðskipti farafram. Þar eð hér er um vaxandi fúlgu fjár að ræða, sem rikissjóð- ur leggur árlega fram til fram- færslu námsfólks, sem að fjölda til er orðinn meiri en íbúar fimmta stærsta bæjar landsins, er orðin nauðsyn á því, að skatt- borgarar, sem inna féð að hendi fái nokkra vitneskju um gang mála. Er óskað eftir því með þessum 'lfnum að ráðamenn Lánasjóðsins svari eftirfarandi spumingum, og birti niðurstöður á síðum Velvakanda Morgun- blaðsins. 1. Hvaða ár var Lánasjóður (slenskra námsmanna stofnaður, og hvað hefur ríkissjóður lagt árstekjum sínum, hver borgar farandi dæmi, sem undirritaður mikið fé í sjóðinn frá upphafi til þá það sem eftir kann að verða hefur samið. Ónýt spil til spila- safnara Kæri Velvakandi. Við erum hér nokkrir krakkar sem söfnum spilum. Öll spil eru vel þegin, notuð sem ný, jókerar, stök spil eða heilir stokkar. Hendið ekki spilum, gefið þau frekar söfnurum. Ef þið sem lesið þetta viljið gefa spil þá sendið þau til: Guðrúnar Þórhildar Emilsdóttur, Uppsalavegi 16, Húsavik. Svör við nokkrum spurningum um LIN 1. Lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna voru fyrst sett árið 1961. Fyrr á öldinni var stúdent- um úthlutað styrkjum sam- kvæmt fjárlögum hvers árs. Árið 1952 voru sett lög um Lánasjóð stúdenta við Háskóla íslands og árið 1960 lög um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna erlendis. Lánasjóður íslenskra náms- manna tekur árið 1961 við verk- efnum þessara tveggja sjóða. Þessum lögum var svo breytt árin 1967, 1968, 1972, 1976 og nú síðast árið 1982. Framlög úr ríkissjóði hafa numið um 6,9 milljörðum króna frá árinu 1971 til og með ársins 1986 miðað við verðlag á árinu 1985 (meðal- framfærsluvísitölu). Þá eru ótal- in langtímalán sem sjóðurinn skuldar eða um 1,7 milljarðar á sama tíma samkvæmt bráða- birgðauppgjöri sjóðsins pr. 31/ 12 1985 og áætluðum lántökum áárinu 1986. 2. Já, námsmenn í Stýrimannaskól- anum og Vélskólanum eiga rétt á aðstoð úr sjóðnum samkvæmt þeim reglum, sem nú er unnið eftir. 3. Já, einn ábyrgðarmann þarf til tiyggingar greiðslu verðtryggð- ar upphæðar. Um verðtrygging- una segir svo í núgildandi lögum um lánasjóðinn (72/1982) 7. gr. „Reiknast verðtryggingin frá fyrsta degi næsta mánaðar eftir að lán er tekið eða einstakir hlutar þess greiddir út til fyrsta dags þess mánaðar er greiðsla fer fram.“ „Lán“ þessi bera ekki vexti. 4. Greiðsla afborgana hefst þrem árum eftir námslok. Afborganir greiðast í 40 ár eftir að endur- greiðslur heljast. 5. I 9. gr. núgildandi laga segir: „Endurgreiðslur, sem falla í gjalddaga eftir að lánþegi and- ast, falla sjálfkrafa niður." 6. EndurgTeiðslan miðast annað hvort við fasta krónutölu árlega eða ákveðið hlutfall af útsvars- stofni næsta árs á undan endur- greiðsluári. Endurgreiðslan verður aldrei hærri en 3,75% af útsvarsstofninum að frádreginni föstu upphæðinni. Nái náms- maður ekki að greiða til baka á 40 árum þá upphæð sem honum var úthlutuð eru eftirstöðvamar óafturkræfar. Slíkar upphæðir greiðir þá ríkissjóður fyrir hönd skattgreiðenda í landinu. 7. Já, eftirstöðvar fymast að lokn- um 40 ára endurgreiðslutíma. 8. Heildaraðstoð til einstaklinga er ekki takmörkuð nema af náms- lengd, framfærslumati Qöl- skyldu viðkomandi námsmanns að frádregnu tekjutillitinu (þá er miðað við að námsframvinda sé í samræmi við reglur sjóðs- ins). Samkvæmt núgildandi reglugerð (B. 578/1982) 20. gr. getur enginn námsmaður fengið aðstoð úr sjóðnum til náms á háskólastigi lengur en í 12 að- stoðarár alls. 9. í grundvallaratriðum er tekið tillit til tekna námsmanna og maka þeirra annars vegar og hinsvegar til framfærslu fjöl- skyldu þeirra og búskaparhátta við úthlutun. 10. Svar við þessari spurningu birtist síðar. Árdís Þórðardóttir, formaður stjómar LÍN Þessir hringdu . . Farandi á bjórhátíðina Lisa Weishappel hjá ferðaskrif- stofunni Farandi hafði samband við Velvakanda, vildi benda Kristni Sigurðssyni á að ferða- skrifstofan byði upp á ferðir á bjórhátíðina miklu í MUnchen. Honum þótti ferðaskrifstofur hér sofandi og ekki bjóða upp á fjöl- breyttar ferðir, sem dæmi neftidi hann bjórhátíðina í Munchen og ferðir á frjálsíþróttamót. Skrautdúfum stolið Berglind hríngdi: Um fimmleytið síðastliðinn mánudag urðum við ljölskyldan vör við að brotist hafði verið inn í læstan dúfnakofa, sem níu ára sonur minn á, og stolið þaðan 10 skrautdúfum, einni villidúfu og einu eggi. Nú höfum við leitað eins og okkur er unnt í nágrenninu en ekkert fundið. Ef einhveijir foreldrar verða varir við að bömin þeirra séu með skrautdúfur bið ég þá vinsamlega að hafa samband við okkur í síma 53342. 1800 lírur og 240 krónur Reykvíkingur hringdi: „Ég kaupi oft ítalskt tímarit sem heitir ÖGGI. Á titilsíðu þess stendur, að blaðið kosti 1800 ít- alskar Jírur í lausasölu — sem eru um 47 íslenskar krónur. Hér kostar blaðið hins vegar 240 krón- ur. Mig langar gjaman að fá einhver haldbær svör við því, hvemig standi á þessum gífurlega mun. Ég les einnig annað tímarit sem er íslenskt og nefnist „Dynskóg- ar“. Þegar eru tvö tölublöð komin út en mig er farið að lengja eftir því þriðja. Ég hef reynt að hafa upp á forsvarsmönnum blaðsins en það hefur ekki tekist. Þess vegna langar mig að spyrja hvort og hvenær sé von á næsta tölu- blaði. Sitja ekki allir við sama borð? Arni Jóhannsson starfsmaður hjá Áburðarverksmiðjunni hringdi: „Mig langar að beina þeirri spumingu til fjármálaráðherra, Þorsteins Pálssonar, hvort ekki sitji allir ríkisstarfsmenn við sama borð? Við erum tólf starfsmennimir, sem vinnum í vetnissai verksmiðj- unnar, og í þau 21 ár sem ég hef unnið hér hefur okkur aldrei verið boðið að snæða með öðmm starfs- mönnum fyrirtækisins. Nýlega var reist 2-300 manna salur við skrifstofuna en þangað fáum við ekki að koma nema með miklum fortölum. Markús Öm Antonsson úvarpsstjóri skoðaði verksmiðjuna árið 1982 er hann var borgarfull- trúi og sagði hann þá hvergi annars staðar hjá ríkisfyrirtæki hafa séð að starfsmenn neyttu matar síns úr skrínu í kjöltu sér. Aldrei hefur fyrirtækið boðið upp á svo mikið sem svart og sykurlaust á stórhátíðum, svo sem jólum eða við önnur tækifæri. Nú þegar líður að samningavið- ræðum fínnst mér að foringjar verkalýðsins ættu að gæta þess vel að allir félagar þeirri sitji við sama borð. Til að slá botninn í þetta langar mig einnig að vita hvað viðbyggingin kostaði. Ég held að starfsmenn verksmiðjunn- ar«igi fullan rétt á að vita það. Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Einkaumboð á íslandi. Atlas hf Borgartún 24, sími 26755. Pósthólf 493 — Reykjavík. Háþrýstislöngur og tengi. Atlas hf Borgartún 24, sími 26755. Pósthólf 493 — Reykjavík. WAliNER- sjálfstýringar qhr" Wagner-sjálfstýringar, komplett meö dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskaö er, fyrir allar stæröir fiskiskipa og allt niður í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auðveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stæröir vökvastýrisvéla. Hagstætt verö og greiösluskilmálar. Atlas hf Borgartún 24 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík STEYPIBAÐ Þú stillir vatnshitann með einu handtaki á hitastýrða baðblöndunartækinu frá Danfoss, og nýtur síðan steypibaðsins vel og lengi. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2.SÍMI 24260 Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjáifstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 8. febrúar veröa til viðtals Ingibjörg J. Rafnar formaður félagsmálaráðs og hafnarstjómar og Þórunn Gestsdóttir ■ stjóm Reykjavikurviku, æskutýðsraðs og bama- 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.