Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1986 27 „Grundvallarmunur hvort Gæslufokkerinn er leigð- ur innan lands eða utan“ í UMRÆÐUNUM á Alþingi sl. þriðjudag um væntanlega leigu á Fokker Landhelgisgæslunnar til Flugleiða gagnrýndu ýmsir þingmenn það að leigja ætti Gæslufokkerinn til flugs milli Islands, Færeyja og Skotlands. Nú hafa Flugleiðir sent frá sér tilkynningu þess efnis að það hafi ekki staðið til að láta Fokker Gæslunnar í millilandaflug held- ur ætti hún að sinna innanlands- flugi og vera þannig til taks fyrir Landhelgisgæsluna með stuttum fyrirvara ef slík staða kæmi upp. Arni Johnsen alþingismaður sagði í gær, að þessi misskilning- ur hefði komið fram í fréttum og dómsmálaráðherra hefði ekki leiðrétt hann á Alþingi og því hefðu umræðuraar snúist á þann veg, sem varð. „Það er grundvallarmunur á því,“ sagði Arni, „hvort vélin er leigð til flugs innanlands eða milli landa. Það hefur lengi verið mitt sjónarmið Leiðrétting í MORGUNBLAÐINU í gær var sagt frá frumsýningu á kvikmynd- inni „Veiðihár og baunir" en meðal leikenda þar er Lena Nyman sem kom hingað í tilefni sýningarinnar. Myndin var frumsýnd í gærkvöldi í Regnboganum en ekki Háskólab- íói eins og stóð í fréttinni. að flugfloti Gæslunnar, sérstaklega þyrlur, eigi að afla meiri tekna fyrir Landhelgisgæzluna en verið hefur. Þegar heimild var veitt fyrir skömmu til kaupa á nýrri þyrlu af minni gerð var það skilyrt að Gæslan gæti aflað tekna til að brúa þar bilið. Það er ætlað að gera með þessum leigusamningi. Nú hefur það verið staðfest að Gæsluvélinni er ætlað að fljúga innanlands. Fréttir um annað reynast rangar og þar með er unnt með tiltölulega stuttum fyrirvara að grípa til vélar- innar ef með þarf, því það tekur vart meira en liðlega klukkustund að setja í hana þau tæki sem eru fjarlægð vegna sætaraða í far- þegaflugi. Þetta fyrirkomulag getur því bæði nýst Flugleiðum og Land- helgisgæslunni, en stóri kosturinn við Gæslufokkerinn sem neyðar- og öryggisflugvél er sá að vélin hefur mikið flugþol, 10 tíma, mikið burð- arþol, unnt er að koma frá henni björgunarbátum á flugi og öðrum björgunarbúnaði og vélin er eina innanlandsflugvélin sem getur haft samband bæði við skip og flugvélar og önnur íslenskra flugvélin sem getur miðað út gúmmíbjörgunar- báta. Hún getur þannig verið björg- unarstjómstöð í lofti. Þess vegna þarf að vera tryggt að mínu mati að unnt sé að grípa til vélarinnar með stuttum fyrirvara, en á hinn bóginn er full ástæða til þess að reyna að ná inn tekjum á vélakost Gæslunnar." Stuðmenn i góðu formi. Myndin er tekin áður en Sigmar slóst í hópinn. Stuðmenn og Sigmar í Sigtúni HLJÓMSVEITIN Stuðmenn munu skemmta í veitingahúsinu Sigtúni nú um helgina og hefur af því tilefni verið smíðað vandað og vel vaxið svið í húsinu, að því er segir í fréttatilkynningu frá Stuðmönnum og Sigmari í Sigtúni. Aðstaðan verður vígð nú um helgina, 7. og 8. febrúar, þar sem Stuðmenn munu leika og syngja og Sigmar Pétursson sjá um allar framkvæmdir utan sviðs og neðan. Hefur samkomunni verið valið nafnið „Stuðmenn og Sigmar í Sigtúni". í fréttatilkynningunni segir meðal annars að aðstandendur vonist til að þessi framkvæmd, það er hönnun sviðsins, megi verða lif- andi tónlist í höfuðborginni lyfti- stöng en það hafi háð mjög bítla- hljómsveitinni Stuðmönnum hversu fá frambærileg svið hafi verið til reiðu í veitingahúsum borgarinnar. Fjögur þorrakvöld í Tónabæ „FEBRÚARKVÖLD" er yfir- skrift skemmtikvölda fyrir ungl- inga í Tónabæ nú á þorranum. Unglingar í Reykjavík hafa að öllu jöfnu ekki aðgang að þorra- blótum sem haldin eru fyrir full- orðna. Þess vegna heldur ungt fólk á aldrinum 13—16 ára sér- stök skemmtikvöld í febrúar- mánuði þar sem mikið er lagt í dagskrá með bæði heimatilbúnu og aðkeyptu efni, segir í frétta- tilkynningu. Á fyrsta febrúarkvöldinu í kvöld, 7. febr., verða gestir m.a. hljóm- sveitin Grafík, sem kemur nú fram í fyrsta skipti eftir langt hlé, dans- hópurinn „Screaming People", og Abdou frá Kramhúsinu sem skemmtir með dansi og bongó- trommuleik. Febrúarkvöldin eru haldin 4 föstudaga í febrúar og verður unglingum úr einum skóla boðið sérstaklega sem heiðursgestum hvers kvölds. Febrúarkvöldin he§- ast stundvíslega kl. 20.30 og standa til 00.30. Prófkjör Alþýðuflokksins: Stjórn fulltrúaráðs þingar um helgina „ÞAÐ verður fundur í stjóra fulltrúaráðsins um helgina. Ég hef ekkert um málið að segja fyrr en eftir þann fund.“ Svo mælti Björgvin Guðmunds- son, formaður fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík, er Morgunblaðið innti hann eftir því hvemig fulltrúaráðið hyggðist bregðast við beiðni Sigurðar E. Guðmundssonar, borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, um rannsókn á því hvort Bryndís Schram og Bjami P. Magnússon hefðu brotið grund- vallarreglur um einstaklingsbundið prófkjör. látum 3 bakkar ó verði tveggja! ÍÞú tekur þér 3 bakka, en borgar bara 2 þeirra) Opiö til kl. 20:00 í kvöld og kl. 10:00 til 16:00 ó morgun, laugardag. Armúla og Eiðistorgi ■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.