Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 19
'MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 19 Röng skráning gengis og fjármagnskostnaður eru stærstu vandamálin — segja Guðlaugur Bergmann í Karnabæ og Karl Friðrik Kristjánsson í Ultíma um stöðuna í fataiðnaði hérlendis ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja niður fataverksmiðjuna Heklu sem Samband íslenskra samvinnufélaga rekur á Akureyri, frá og með 1. aprU nk. eins og frá hefur verið greint i Morgunblaðinu. Ástæðurn- ar eru rekstrarörðugleikar og erfið samkeppnisaðstaða að sögn forráðamanna verksmiðjunnar. Morgunblaðið hafði samband við Karl Friðrik Kristjánsson, framkvæmdastjóra Últíma og Guðlaug Bergmann, forstjóra Karnabæjar hf., og spurði um álit þeirra á stöðu íslenska fataiðnaðarins. Guðlaugur Bergmann forstjóri Kamabæjar sagði að sitt stærsta vandamál væri og hefði verið í mörg ár að fá fólk til vinnu. „Það hefur enginn viljað hlusta á það í þessu þjóðfélagi þegar bent er á að enginn vilji vinna við framleiðslu- iðnaðinn," sagði Guðlaugur. „Laun- in em lág í þessari iðngrein en ég státa mig af því að borga hæsta bónustaxta, sem um getur í fataiðn- aði. Samt sem áður lendi ég í vand- ræðum með framleiðsluna vegna manneklu," sagði Guðlaugur. „Það er staðreynd að fataiðnað- urinn stendur ekki vel í dag,“ sagði Karl Friðrik Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Últíma. „Gjaldeyrir er á útsölu og er búinn að vera það lengi. Útlitið í iðngreininni er því ekki glæsilegt á meðan gengið er svo vitlaust að það er ódýrara að flytja inn föt en að framleiða þau hér. Innflutt föt er hægt að selja með ágætri álagningu og eru þau oft ódýrari en kostnaðarverð við saumaskap og kaup á efni hér heima." Karl sagði að ástandið hefði farið versnandi á síðustu tveimur árum og ætti ekki eingöngu við um karl- mannafatnað heldur allan innflutt- an fatnað, hvort heldur sem hann er fluttur inn á Efta-skilríkjum eða ekki. „Við kröfsum í bakkann og vonandi kemur ekki til þess að við þurfum að loka. Það sem bjargar okkur eru föstu viðskiptavinimir sem þurfa sérsaumuð föt, passa ekki í venjulegar stærðir og svo saumum við einkennisbúninga fyrir lögreglu, slökkvilið, vagnstjóra og fleiri. Þetta er sú framleiðsla sem heldur lífínu í okkur," sagði Karl. Guðlaugur Bergmann og Karl voru sammála um að röng gengis- skráning og mikill fjármagnskostn- aður væru stærstu vandamálin, sem steðjuðu að þessari iðngrein. „En ekki má gleyma innflutningi á fatn- aði frá ríkjum þriðja heimsins þar sem laun eru mun lægri en við þekkjum hér,“ sagði Guðlaugur. í öllum löndum nema íslandi, sem era aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu, er í gildi kvóti á innflutn- ingi frá þriðja heims ríkjum og honum fylgt fast eftir. „í tískufatn- aði, sem ég framleiði, gildir það eitt að vera fyrstur með vörana og fylgjast vel með nýjungum. Hugs- anlega hefur þeim hjá Heklu ekki tekist að ráða við þá samkeppni sem er á innflutningi á venjulegum fatn- aði ef svo má að orði komast. Sér- staklega með það í huga að Aust- ur-Evrópuþjóðimar eiga það til að selja sína fataframleiðslu langt undir kostnaðarverði þegar þá skortir erlendan gjaldmiðil. Ég get ekki sagt annað en að mér þyki leiðinlegt að heyra hvemig komið er fyrir Heklu því ég hef alltaf borið virðingu fyrir framtakssemi þeirra sambandsmanna í iðnaði á Akur- eyri.“ Kartöfluverksmiðjurnar á Svalbarðs- eyri og í Þykkvabæ; Sækja um niðurgreiðslu á hráefni til verksmiðjanna Akurcyri 5. febrúar. Kartöfluverksmiðju Kaupfé- lags Svalbarðseyrar, þar sem framleiddar eru Fransman kart- öflur, verður lokað eftir helgina. Er KEA tók rekstur Kaupfélags- ins á Svalbarðseyri um helgina var lokað fyrir kartöflumóttöku. Unnið verður úr því efni sem til er en starfsemi síðan hætt. „Við treystum okkur ekki til að reka þetta með tapi eins og gert hefur verið undanfarið. Tapið hefur skipt milljónum króna á ári undan- farið," sagði Bjami Hafþór Helga- son, sem hefur yfírumsjón með starfseminni á Svalbarðseyri fyrir hönd KEA, í samtali við Morgun- blaðið í dag. Hafþór sagði ástæðuna fyrir tapinu þá að hráefni til verksmiðj- unnar væri allt of dýrt. „Stjómvöld hafa leyft innflutning á tilbúnum frönskum kartöflum en ekki á hrá- vöra. Ég trúi ekki öðra en að stjórn- völd skilji vanda kartöfluverksmiðj- anna. Vandinn er mikill en stjórn- völd geta leyst hann, sagði hann. Kartöfluverksmiðjumar á Sval- barðseyri og í Þykkvabæ hafa sótt um það til stjómvalda að ríkið nið- urgreiði hráefni, íslenskar kartöfl- ur, til verksmiðjanna. „Ríkið greiðir hráefni í ullariðnaði og mjólkurduft og súkkulaði til sælgætisfram- leiðslu niður í heimsmarkaðsverð. Við eram að sækja um þetta sama — að hráefnið til okkar verði greitt niður í heimsmarkaðsverð, “ sagði Karl Gunnlaugsson, kaupfélags- stjóri á Svalbarðseyri, í samtali við Morgunblaðið í dag. Bjarni Hafþór Helgason sagði það markmið KEA að halda uppi starfsemi á fullum krafti á Sval- barðseyri og vonaðist hann því til að stjómvöld leystu vanda kartöflu- verksmiðjunnar. „Það ríkir óvissa á svæðinu — bæði hjá starfsmönnum kaupfélagsins og viðskiptavinum þess. Þessari óvissu er nauðsynlegt að eyða,“ sagði Hafþór. Ráðstefna um mann- fjölgunarmál ALÞINGISMENNIRNIR Árni Johnsen, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir og Steingrímur Sigfússon fara í næstu viku til Haag í Hollandi þar sem þau sitja ráðstefnu um mannfjölgunar- vandamálið og stöðu barna og kvenna. Það eru samtök Evr- ópuþingmanna, sem standa fyrir þessari ráðstefnu. Síðastliðið haust gengust Sameinuðu þjóð- irnar fyrir ráðstefnu um þetta mál i Kaupmannahöfn og sóttu hana þau Arni Johnsen og Krist- ín Halldórsdóttir. Reiknað er með að 120 þingmenn sæki þing- ið i Haag. Við bjóðum Bollurnar strax í dag. .00 Pr- stk. AÐEINS AtjRjóLboHur — Púnsbollur Glænýjar og Krembollur gríðarlega freistandi Beikon pörulaust Feitt kjöt, magurt kjöt, kjöt eins og þú vilt % hafa það — þú velur, við gerum eins og þú vilt. Saitað spekk i Nýtt spekk I Reyktspekk Laukur Hvítlaukur Rauðlaukur Perlulaukur Gular baunir Gulrætur Gulrófur Hvítkál Fyrir Sprengidag: Bæjarins besta saltki" Kynnum í Mjóddinni: Uppskrift fylgir Kindabjúgu 1 7SS Fjölskyldupakkning ^ <“7 M / m. J Gæði nr.l orramatur • Lundabaggar • Hrútspungar • Bringur • Magáli • Hvalur • Nýreyktur rauömagi • Harófiskur i úrvali • Rófustappa • Vestfirskur gæóahákarl • Nýttslátur Blóðmör Lifrarpylsa • Kartöflusalat • Flatkökur • Rúgbrauö • Ný svióasulta • Súr sviöasulta Ooið til kl. 20 í Mióddinni - entiiki. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.