Morgunblaðið - 07.02.1986, Page 44

Morgunblaðið - 07.02.1986, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 ^Sjabu -fcily -é^ sagð>i þér að pafc>bi vaeri baro. má> heilahrisiing." «1981 Univrtol Syndicol. Ekki mmnimáttarkennd heldur hugarburður, sem á upptök sín þarna uppi í litla heilanum. IANK Vva« au Blessaður hringdu eftir bíl HÖGNI HREKKVlSI KLAKK! KL/K/Cf P/N6JkLAKLk!KL/KK!&/N&-.- Léleg póstþjónusta á ísafirði Ég má til með að skrifa í Velvak- anda, því að mér finnst póstþjónust- an héma á ísafírði vera fyrir neðan allar hellur. Þann 9. desember 1985 barst mér pakki frá Blönduósi, vel merkt- ur þess efnis að innihaidið væri brothætt. Af vissum ástæðum opn- aði ég hann ekki fyrr en þann 16. desember og kom þá í ljós að í pakkanum voru 6 drykkjarkönnur og var þeim vel pakkað inn í svamp auk þess sem þær voru auðvitað í pappakassa. En þrátt fyrir það voru tvær þeirra brotnar. Eg fór strax í pósthúsið til að sýna þeim, hvemig komið væri og spyrja hvort ég fengi þetta ekki bætt. Starfsstúlkumar sögðust ætla að athuga hvað hægt væri að gera. Þær spurðu mig hvort greitt hefði verið undir pakkann sem brothætta sendingu, ég kvað svo vera, því sendandinn hefði kvitt- un upp á það. Síðan var mér sagt að ég yrði látinn vita þegar búið væri að athuga málið. Síðan liðu nokkrir dagar og ég heyrði ekkert frá þeim á pósthúsinu. Ég fór frá fsafírði og kom ekki aftur þangað fyrr en eftir áramót. Þá fór ég til að vitja pakkans en einu svörin sem ég fékk vom þau, að sú sem átti að sjá um þetta hefði bara stein- gleymt þessu. 23. janúar var mér farið að leiðast biðin enda pakkinn búinn að vera fímm vikur í „at- hugun". Ég fór eina ferðina enn til að athuga hvemig málin stæðu í þeirri von að einhver lausn væri fundin. Svörin sem ég fékk þá vom aðeins þau, að það hefði ekki verið neinn tími til að athuga þetta. Það hlýtur að vera afskaplega mikið að gera þama á pósthúsinu á ísafírði, sennilega meira en annars staðar. En fyrst svona mikið er að gera, hvers vegna er þá ekki bætt við fólki? Það er kannski ekki svo skrýtið að pakkar fari illa í sendingu, því meðferðin á póstpokunum er ferleg. Ég var eitt sinn stödd á flugvellin- um á ísafírði þegar verið var að setja póstpokana inn í bíl. Það var eins og þeir sem þama vom að störfum væra að reyna krafta sína með því að grýta pokunum sem lengst inn í bílinn. Þóra Björg Guðjónsdóttír Hafið bifreiðina í lagi Okumenn: Hafið bifreið yðar ávallt í fullkomnu lagi. Dimmviðri og slæm færð krefst aukinnar aðgæslu og minni hraða. Metið aðstæður hverju sinni og munið, að endurkast ljósanna af blautum götunum minnkar skyggni og krefst meiri varkámi. Víkverji skrifar Frétt í Morgunblaðinu í gær um kaupfélagið á Fáskrúðs- firði varð til þess að rifja upp annað atvik, sem snerti þetta sama kaupfélag. í fréttinni í gær var frá því sagt, að formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar hefði verið rek- inn úr kaupfélaginu vegna þess, að hann hefði sett upp verzlun á vegum verkalýðsfélagsins til þess að veita kaupfélaginu að- hald og samkeppni. Fyrir 19 árum eða í maí 1967 gerðist sá atburður á Fáskrúðs- fírði, að hópur ungs fólks hugðist stofna félag ungra sjálfstæðis- manna á staðnum. Þá brá svo við, að þeim úr þessum hópi, sem voru starfsmenn kaupfélagsins var hótað brottrekstri, ef þeir tækju þátt í þessari félagsstofn- un. í viðtali við Morgunblaðið á þessum tíma sagði kaupfélags- stjórinn m.a.: „En mín skoðun er sú, að það sé ekki hægt að vera starfsmaður í kaupfélagi og agitator fyrir Sjálfstæðis- flokkinn ... ef á að nota kaup- félagið, sem áróðursstöð fyrir íhaldið þá er mér að mæta. Ef á að fara að reka áróður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kaupfélag- inu og ala þar upp eitthvert póli- tískt hreiður, hvað á ég þá að gera við fólkið? Ef á að rækta upp Sjálfstæðisflokkinn af starfsliðinu hjá mér, þá rek ég það eða fer sjálfur." Sú spuming vaknar óneitanlega þegar þetta er rifjað upp, hvort ekkert hafí breyzt í kaupfélaginu á Fá- skrúðsfírði á tveimur áratugum. xxx Bandarískur lögfræðingur, sem hér var á dögunum hafði orð á því við viðmælanda sinn, að það væri ótrúlega mikill munur að koma til Islands nú miðað við það, sem verið hefði í nóvembermánuði sl., þegar hann var hér síðast á ferð. Hann kvaðst þá hafa kynnzt mikilli svartsýni um framtíðina en nú væru viðhorf breytt og bjartsýni einkenndi þá, sem hann ætti tal við hér. Erlendur bankamaður, sem hér var á ferð fyrir nokkrum dögum og hafði einnig komið hér um síðustu áramót, spurði gestgjafa sína hvað hefði eigin- lega gerzt á Islandi á nokkrum vikum. Þá hefði bölsýni einkennt samtöl hans við fólk en nú mikil bjartsýni. Þessi bankamaður sagði raunar, að hann teldi þessa bjartsýni alltof mikla. Hætta væri á að íslendingar settust niður og biðu eftir betri tíð án þess að gera nokkuð til þess að hún gengi í garð eða til þess að hagnýta sér þau tækifæri, sem fyrir hendi væru. Þessar athugasemdir erlendra manna, sem hingað hafa komið á nokkrum síðustu mánuðum, segja töluverða sögu. Engin spuming er um það, að gjör- breyting hefur orðið á öllum viðhorfum í landinu á skömmum tíma. Því veldur olíuverðslækk- un, fískverðshækkun og aukinn afli. En ummæli hins erlenda bankamanns ættu að minna okkur á að ganga hægt um gleðinnar dyr. XXX Veitingahúsum hefur íjölgað mjög í höfuðborginni á nokkrum árum. Raunar svo mjög, að mörgum hefur þótt nóg um. Einn viðmælenda Víkveija komst þó að annarri niðurstöðu í fyrradag er hann reyndi að fá borð á veitingahúsum borgarinn- ar fyrir erlenda gesti sína. Eftir að hafa hringt í fímm veitinga- hús og alls staðar fengið þau svör, að allt væri upppantað og það á miðvikudagskvöldi, tókst þó að lokum að fá borð á því sjötta. Astæðan var sú, að verzl- unarskólanemar héldu hátíð þennan dag og það þurfti ekki meira til að fylla öll veitingahús borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.