Morgunblaðið - 07.02.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.02.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 íslenskum rithöfundi vísað úr landi á Italíu — í kjölfar hertra öryggisreglna um dvalarleyf i útlendinga AUÐI Haralds, rithöfundi, hefur verið vísað úr landi á Italíu í kjölfar hertra reglna um dvalar- leyfi útlendinga þar í landi. Hass 1 „nesti“ í veiðiferð TVEIR skipverjar á togara voru reknir á þriðjudags- kvöldið eftir að hass fannst í fórum þeirra. Lögreglumenn fíkniefnadeildar lögreglunnar leituðu að fíkniefnum í togar- anum skömmu áður en hann lagði upp í veiðiferð úr Hafn- arfjarðarhöfn. Á skipveijun- um fundust liðlega 30 grömm af hassi, sem þeir höfðu ætlað að hafa með sér sem „nesti“. Á þriðjudagskvöldið voru fertug kona og 25 ára gamall maður handtekin á Keflavíkur- flugvelli. í vösum konunnar fundust 160 grömm af hassi. Þau voru handtekin. Maðurinn átti fíkniefnin og hafði konan tekið að sér að koma þeim inn í landið. Þeim hefur verið sleppt úr haldi. Auður hefur dvalið við ritstörf á Ítalíu í hálft annað ár og hefur fram til þessa fengið dvalarleyfi sitt framlengt án athugasemda italskra yfirvalda. Auður mun upphaflega hafa farið fram á að fá vegabréfsáritun til Ítalíu, en var þá sagt að þess þyrfti ekki. Hún fór því til landsins með ferðamannavegabréf og hefur með reglulegu millíbilí fengið dvalarleyfl sínu framlengt. Að sögn aðalræðis- manns íslands í Róm, Dr. Lorenzo LaRocca, hefur eftirlit með útlend- ingum á Ítalíu verið mjög hert í kjölfar hermdarverka líbanskra hryðjuverkamanna á flugvellinum í Róm um síðustu jól og verða menn nú að hafa sérstaka vegabréfsárit- un til að dvelja lengur í landinu en þijá mánuði í senn. Ekki reyndist unnt að ná síma- sambandi við Auði Haralds í gær en systir hennar, Elly Palmara, sem býr í Róm, sagði í samtali við Morgunblaðið að íslensk yfírvöld ynnu nú að því að útvega Auði vegabréfsáritun og væru þær systur ekki úrkula vonar um að úr rættist þannig að Auður gæti dvalið áfram í landinu. Skúlagötuskipulagið samþykkt í borgarstjórn Á borgarstjómarfundi í gær- kvöldi var felld tillaga frá minni- hlutanum þess efnis, að borgar- stjórí hafi ekki haft heimild til þess að tilnefna alla fuUtrúa borgarinnar í stjóm Granda hf. heldur hafi borgarstjóm átt að kjósa þá í lýðræðislegrí hlut- bundinni kosningu. Minnihlutinn hafði áður kært málið tU félags- málaráðuneytisins, sem visaði málinu frá þar sem það hafði ekki faríð fyrir borgarstjóm. nota ráðuneytið í pólitískum til- gangi, sagði borgarstjór að lokum. Umsögn Borgarskipulags um athugasemdir, sem gerðar hafa verið við skipulag Skúlagötusvæðis- ins, voru hins vegar samþykktar á borgarstjómarfundinum eftir mikl- ar umræður. Verður málinu því vís- að til Skipulagsstjómar ríkisins til staðfestingar. Morgunblaðið/Júllus Við bensinstöð Skeljungs í Skógarhlíð. Lögreglan hefur stöðv- að útsöluna. Á innfelldu myndinni sést að það fór ekki á miUi mála. Bensínið var á „lága verðinu“. Sjáifsali Skeljungs seldi ódýrt: Nær 2.000 bensínlítrar fóru á verði dísilolíu ÞEIR kættust heldur bíleigend- ur sem keyptu bensín á vildar- kjörum úr sjálfsala Skeljungs við Skógarhlíð í fyrrakvöld. Sjálfsalinn seldi þeim bensín- lítrann á sama verði og disilol- íulitrann, 12.90 kr. í stað 34 kr. sem er skráð verð bensíns. Örlæti sjálfsalans virðist hafa spurst út fljótlega eftir lokun stöðvarinnar kl. 21.15. því brátt myndaðist löng biðröð og höfðu margir brúsa meðferðis undir bensín. Slökkviliðsmenn á vakt í Slökkvistöðinni undmðust fjöl- mennið og höfðu samband við lögregluna upp úr miðnætti. Hún kom bráðlega á vettvang og stöðvaði söluna. Einhverjir urðu frá að hverfa bensínlausir og svo fór það í skapið á einum þeirra að hann rak hnefann f glerhjálm bensíndælunnar og braut hann. Maðurinn var handtekinn um- svifalaust. Menn frá Skeljungi komu síðan um kl. 2.30 um nótttina og tóku sjálfsalann úr sambandi. Magnús Kristjánsson stöðvar- stjóri í Skógarhlíð taldi koma til greina að vitlaust verð hafl verið skráð inn í tölvuna sem stjómar sjálfsalanum. Upp undir tvö þús- und lftra mun hafa farið á „lága verðinu". Tjón Skeljungs mun þá vera í námunda við 30.000 kr. Ríkisviðskiptabankarnir: Að sögn Siguijóns Péturssonar (Abl) þá verður málið nú kært til félagsmálaráðuneytisins að nýju. Hann sagði að nú væri búið að leggja málið fyrir borgarstjóm og því ætti ráðuneytið að vera í stakk búið til að fella efnisúrskurð um málið. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði hins vegar í viðtali við Morgun- blaðið, að hér væri um pólitískan hráskinnaleik að ræða. Hann sagði að farið hefði verið eftir lögum í öllum efnum enda lægi fyrir úr- skurður frá ráðuneytinu er styddi þá niðurstöðu. Eg harma að minni- hlutinn skuli í kosningaham mis- Fimmtungur skuldbindinga lánþegunum ÞÆR skuldbindingar sem ríkis- viðskiptabankamir hafa tekið á sig vegna fimm stærstu við- skiptaaðila sinna er um 20% af heildarfyrirgreiðslum þeirra. Hjá Landsbankanum var þetta hlutfall 19% þann 30. nóvember síðastliðinn og 18% hjá Búnaðar- bankanum og þann 30. júní var hlutfallið 23% hjá Útvegsbankan- um. Þegar listi yfír fimm stærstu lánþega ríkisviðskiptabankanna kom fram í svari viðskiptaráðherra við fyrirspum á Alþingi og var birtur í Morgunblaðinu vakti at- hygli hvað þessir aðilar eru með miklar fyrirgreiðslur hjá bönkun- um miðað við eigið fé þeirra. Þegar litið er á fyrirgreiðslur til fímm stærstu viðskiptamannanna hjá hveijilm banka fyrir sig kemur svo í ljós að þau eru með um fímmtung af allri veittri fyrirgreiðslu þessara banka. Með fyrirgreiðslu eða skuid- bindingum bankanna er átt við Brottreksturinn á Fáskrúðsfirði: útlán þeirra, endurlánað erlent lánsfé og veittar ábyrgðir, innlend- ar sem erlendar. Utlán Lands- bankans voru 30. nóvember 16.755 milljónir króna, endurlánað erlent lánsfé 8.934 milljónir og ábyrgðir 3.440 milljónir, samtals 29.129 milljónir króna. Af þessu vom fímm aðilar með 5.522 milljónir, eða tæp 19%. Stærsti lánþeginn var með 1.500 milljónir króna, eða rúm 5% af heildarskuldbindingum Landsbankans. Oeðlilegt að samkeppms- aðili sé í kaupfélaginu — segir Gísli Jónatansson, kaupf élagsstj óri á Fáskrúðsfirði „STJÓRN kaupfélagsins hefur sýnt mikla þolinmæði í þessu máli, en á annað ár er liðið síðan verslun Verkalýðsfélags Fá- skrúðsfjarðar var sett á Iaggimar. Sá, sem er í beinni samkeppni við kaupfélag, getur ekki verið félagi, því hann er í aðstöðu til að hafa áhrif á gjörðir þess,“ sagði Gísli Jónatansson, kaupfélags- stjórí á Fáskrúðsfirði í samtali við Morgunblaðið vegna fréttar þess efnis, að Eiríkur Stefánsson, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Fáskrúðsfjarðar, hefði verið rekinn úr kaupfélaginu fyrir að stofna verslun á þorpinu í samræmi við samþykkt félags- fundar verkalýðsfélagsins á sínum tíma. „Maðurinn var rekinn með vís- an til laga kaupfélagsins. Úr kaupfélagi má vísa hveijum þeim, sem þar er að yfirvarpi og vinnur gegn hagsmunum þess. Eiríkur Stefánsson hefur starfað innan kaupfélagsins og hefur hug á að gera það áfram, þó hann sé í beinni samkeppni við það. Það er langur vegur frá, að við viljum stuðla að einokun í verslun á Fáskrúðsfírði. Raunar viljum við, að verslun í þorpinu sé ekki á einni hendi. En við treystum því, að þeir sem eru í samkeppni við kaupfélög séu í öðrum samtök- um en okkar. Samkeppnisaðilar okkar í verslun hafa gengið úr samtökum okkar, eins og eðlilegt hlýtur að teljast. Ég býst við að það myndi teljast óeðlilegt ef kaupfélagsmenn væru félagar í samtökum samkeppnisaðila. Raunar tel ég vafasamt, að heimilt sé að nota íjármuni úr orlofs- og sjúkrasjóðum verka- lýðsfélagsins í stofnkostnað versl- unar, en formaður Verkalýðs- og Sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar hefur sagt að svo sé. Benda má á, að þessi gjöld eru að langmestu leyti frá kaupfélaginu," sagði Gísli. - Margir félagar í verkalýðsfélag- inu eru einnig í kaupfélaginu og verslun verkalýðsfélagsins var stofnuð á grundvelli samþykktar félagsfundar. Hefur komið til tals að reka þá líka? „Nei,“ sagði Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri. Hjá Búnaðarbankanum leit dæmið þannig út þann 30. nóvem- ber að útlán voru 6.563 milljónir króna, endurlánað erlent lánsfé 542 milljónir og veittar ábyrgðir 411 milljónir, samtals 7.516 millj- ónir kr. Ifyrirgreiðsla við fímm stærstu viðskiptavinina var 1.372 milljónir, eða rúm 18% af heildinni. Ffyrirgreiðsla Búnaðarbankans við stærsta viðskiptavininn nam 426 milljónum króna, eða rúm 5 >/2% af heildar skuldbindingum bank- ans. Þann 30. júní sl. voru útlán Útvegsbankans 4.159 milljónir króna, endurlánað erlent lánsfé 3.242 milljónir og ábyrgðir 985 milljónir, samtals 8.386 milljónir króna. Fyrirgreiðsla við fímm þurftafrekustu viðskiptavinina nam 1.946 milljónum, eða rúmlega 23% af heildinni. Fyrirgreiðsla Útvegsbankans við stærsta við- skiptavininn nam 719 milljónum króna, eða um 8 °/i% af heildar- skuldbindingum bankans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.