Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 31

Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 31' St)örnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Vatnsberi (21. jan. — 19. feb.) ogNaut (20. apríl — 20. maí). Hér á eftir er einungis fjallað um hið dæmigerða fyrir merk- in. Þegar þú, lesandi góður, ert að athuga hvort lýsingin á merkinu eigi við þig eða vin þinn, verður þú að hafa í huga að þið eruð samsett úr mörgum merkjum. Fasteignasali og UeknifrœÖingur Vatnsberi og naut eru í grunnatriðum ólík merki og þeim lyndir yfirleitt ekki. Áður en öll hjón í Nauti og Vatns- bera tjúka upp til handa og fóta og sækja um skilnað vil ég benda á það að þessi merki geta átt ágætt ástalíf ef aðrir þættir eiga vel saman. Auk þess má segja að ólíkir ein- staklingar geti myndað sam- starf sem styrkir báða aðila. Styrkur annars er veikleiki hins. StöÖuglynt fólk Orðalagið hér að framan, það að rjúka upp til handa og fóta, á í raun ekki við um þessi merki. Hvorugt þeirra rýkur út í eitt eða neitt. Nautið er eitt þijóskasta og stöðugasta fyrir- bæri hér á jarðarkringlunni. Aldan er þung og hæg í Naut- inu, það er lengi að taka ákvörðun og lengi að skipta um skoðun. Nautið er tvö ár að ákveða hvort það sé hrifið af Vatnsberanum og tuttugu ár að viðurkenna ósamlyndið (ef slíkt er fyrir hendi). Og þó illa gangi, hnyklar það brýmar, keyrir herðamar saman og segin „Það skal vist ganga." Vatnsberinn er einnig fastur fyrir. Hann myndi í þessu dæmi seijast niður og hugleiða málið vel og vandlega, án alls asa og óðagots. Það eru Hrútamir og Bogmenn sem fá skyndi- hugmyndir og ijúka upp. Að vísu vilja þeir Hrútar sem undirritaður þekkir ekki viður- kenna á sig fljótfæmi, en það er nú eins og það er. Mismunurinn Helsti munurinn á Nauti og Vatnsbera er sá að Nautið er jarðbundið og þungt, en Vatns- berinn loftkenndur og svífandi. Nautið lifir fyrir áþreifaniegar og hagnýtar framkvæmdir, einnig líkamann og jarðneskar nautnir. Vatnsberinn lifir fyrir það að hugsa málin, ræða við fólk og láta sig dreyma um betri og réttlátari heim. Þegar Vatnsberinn vill sitja við hring- borð og ræða heimsmálin yfir kaffibolla, vill Nautið fara á veitingahús, panta safaríka stórsteik og fyrsta flokks rauð- vín, eftirrétt og írskt kaffi. Að sjálfsögðu getur Nautið haldið uppi andríkum samræðum, en þá helst um vinnuna og matinn. Hugsun — framkvcemd Framangreint dæmi er kannski eitthvað ýkt. Aðalatriðið er að hér er annars vegar maður sem lifir í hugarheimi og hins vegar maður sem lifír í jarðneskum heimi þess áþreifanlega og „hagnýta". Þeir geta lært tölu- vert hvor af öðrum. Hinn dæmigerði Vatnsberi er hug- myndaríkur og víðsýnn, hann er einnig frjálslyndur og sjálf- stæður. Hann getur hrist upp í Nautinu og gefið þvl siðferði- legt aðhald. Nautið fram- kvæmir og kemur hlutum í verk, en það skortir oft yfirsýn og sjón á tilgang verka sinna og það hefur oft óljósa sið- ferðiskennd. Nautið getur aft- ur á móti dregið Vatnsberann niður á jörðina og hvatt hann til að koma hugmyndum sínum í verk. X-9 l/4/Y£M/#£fí/// £RU /fí/fí <i,0- 'ÞJTT/I £R AWf/A y '&UB/SSA, SKOT • FR/H£HDAMtx ás£T/ //R/T H//R/P ♦ts*9 © 198S King Features Syndicale. Inc World nghls reserved :::: : ::::::: ::::::: : : :::: ::: • ' DYRAGLENS ...... TOMMI OG JENNI FERDINAND SMÁFÓLK IM HERE,MAAM..I DONT KNOU) IF l'M FACIN6 THE RIGHTUIAV, BUT l'MHERE! Ég er héma, kennari ... ég veit ekki hvort ég sný rétt, en ég er hérna! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Vestur spilar hlutlaust út trompi gegn sjö spöðum suðurs: Norður ♦ KD108 VÁK74 ♦ 92 ♦ Á54 Suður ♦ ÁG94 ¥ 108 ♦ ÁD ♦ KD872 Ef laufið fellur 3—2 og tromp- ið ekki verr en 4—1 er spilið auðunnið. Tromp er tekið þrisvar — og ef spaðinn er 4—1 eru tveir efstu í hjarta teknir og hjarta stungið. Síðan er farið inn á laufás, síðasta trompið tekið og tíguldrottningunni kastað heima. Þannig fást fimm slagir á tromp, tveir á hjarta, einn á tigul og fimm á lauf. En hvað ef laufið er 4—1? Þá er auðvitað hægt að trompa eitt í blindum og reyna við 13. slag- inn með þvl að svína í tígli. En svíningar eru ekki vinsælar í alslemmu, a.m.k. ekki ef betri leiðir eru færar. Norður ♦ KD108 ¥ ÁK74 ♦ 92 ♦ Á54 Vestur ♦ 76 ¥D652 ♦ KG10 ♦ G1093 Austur ♦ 532 ¥G93 ♦ 876543 ♦ 6 Suður ♦ ÁG94 ¥108 ♦ ÁD ♦ KD872 Áttan í blindum á fyrsta slag- inn. Sfðan er ÁK í hjarta teknir og hjarta trompað með ás. Þá er laufi spilað á ás blinds og síðasta hjartað trompað. Nú er tímabært að taka tvisvar spaða og henda tiguldrottningunni heima: Sagnhafi þolir nú að laufið sé 4—1. Hann getur trompað flórða laufið og á inn- komu heima á tigulás til að taka það fimmta. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu skákmóti i V-Berlin í sumar kom þessi staða upp i skák Viktors Korchnoi, sem haföi hvitt og átti leik, og heimamannsins Lieb. - ...» mm. ^ 'wm 8\kW m*m Ww, -4 m&m m. m Wm wmm " ■ Hal 25. Bxf7+! og svartur gafst upp. Eftir 25. - Hxf7, 26. Rxf7 hefur hann tapað skiptamun og peði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.