Morgunblaðið - 22.02.1986, Síða 29

Morgunblaðið - 22.02.1986, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 Þrír alþingismenn Vesturlandskjördæmis mættu á fundinn. Hér má sjá Friðjón Þórðarson meðal snæ- fellskra bænda. kött ofan í á Mýrunum," sagði Haukur. Haukur minntist á þau áhrif sem fækkun bænda gæti haft á þorp eins og t.d. Borgames. Hann tók dæmi af bónda sem hafði fengið góðan heyfeng í haust og setti á samkvæmt því. Á miðjum vetri þurfti hann að farga 4 kúm sam- kvæmt fullvirðisbúmarki sínu. Ef þetta hefði verið gert strax í haust hefði hann fengið vexti af innistæðu fyrir kýmar og hefði ekki eytt fóðr- inu í þær. í sumar þarf hann síðan að hella mjólkinni niður. Þarf að hjálpa þeim sem illa standa „Við getum ekki framleitt mjólk sem ekki er hægt að selja," sagði Njáll Gunnarsson, Bár. „Okkur var sagt í fyrra haust að draga þyrfti úr framleiðslunni. Ætluðust menn til að skerðingin lenti ekki á þeim sjálfum, heldur einhveijum öðmm?“ Hann sagði að ef skrúfað hefði verið fyrir Stofnlánadeild um leið og framleiðslu bænda hefði verið öðmvísi umhorfs í dag. Menn sem fengu leyfl til að byggja eða stækka tóku frá þeim sem fyrir vom. „En þetta slys er orðið og það verður að hjálpa þeim mönnum sem standa höllum fæti. Margir þeirra hófu framleiðslu vegna þrýstings," sagði Njáll. Jónas Jónasson, Neðra-Hól, gagmýndi harðlega að reiknireglur vom ekki sendar bændum. Menn vom beðnir að athuga hvort út- reikningar væm réttir en höfðu engar forsendur til þess. Margir höfðu dregið saman framleiðslu vegna þrýstings. Nú fyrst höfðu þeir tækifæri til að leiðrétta stöðu sína, en geta það ekki. „Aðalvand- ræðin hlutust af því hve reglugerðin kom seint. Margir em búnir með fullvirðisrétt sinn og aðrir klára hann á næstunni. Hvaða áhrif hefur það á markaðinn þegar allir em búnir með réttinn og þurfa að fara að hella niður mjólkinni í sumar?" sagði Jónas. Hann sagði að ekki mætti gleyma að hver bóndi skapaði 2-3 ársverk úti íþjóðfélaginu. Þórður G. Sigurjónsson ráðu- nautur í Stykkishólmi sagði að nú væri verið að skerða framleiðslu bænda einmitt þegar flestir væm tekjulitlir, eða tekjulausir. Hann spurði hvort þeir í Bændahöllinni sæju fyrir einhveija lausn fyrir frumbýlinga. Sumir bændur hefðu skriflegt loforð frá búmarksnefnd um að þeir þurfi einungis að láta vita hvenær þeir þyrftu búmark. Nú fái þessir menn nánast ekkert. Þórður sagði að vandi þessara bænda yrði ekki leystur innan hér- aðsins. Sigurður Helgason, Hraunholt- um, taldi fjármagni betur varið í að auglýsa mjólkurvömr en að byggja hailir í Reykjavík. Hann sagðist hafa sótt um lán til að byggja fjárhús og fengið synjun í þrjú ár, nema hann notaði hluta hússins undir fjós. Eftir þessi þrjú ár ákvað hann að taka lánið með þessum skilyrðum og hóf byggingu. Nú væri honum gert að framleiða 950 lítra á bás en þyrfti 3500-4000 lítra til að standa undir láninu. Sigurður hvatti menn til að krefjast aukinna niðurgreiðslna. Hann sagði að það eina sem bændur gætu gert væri að standa saman. Gefa kúnum fóður- bæti á sumrin Svanur Guðmundsson í Dals- mynni bar saman kúabúskap á Snæfellsnesi við Eyjafjörð og Suð- urland. Hann sagðist hafa heyrt að bændur þar gæfu kúnum fóðurbæti á sumrin. „Þessi mikli munur milli þessara héraða stafar aðallega af veðurfari. Bændur á Suðurlandi og í Eyjafírði geta haldið tekjum sínum óskertum aðeins með þvi að hætta að gefa kúnum fóðurbæti.“ I máli alþingismannanna þriggja, Priðjóns Þórðarsonar, Davíðs Aðal- steinssonar og Skúla Alexanders- sonar, kom fram að þeir teldu mikilvægt að heyra viðhorf bænda til þessara mála frá fyrstu hendi. Friðjón sagði að það væri ljóst að mjólkurframleiðendur fengju meira högg en þeir bjuggust við og þetta kæmi misjafnlega illa við menn. Hann sagði að greinilega þyrfti að gera eitthvað fyrir þá sem verst hafa orðið úti. Davíð sagði að á þeim fundum sem hann hefði sótt hefðu bændur ekki haft stór orð um lögin sjálf. Þau væru sá rammi sem ætti að vera hægt að starfa innan. Hann hvatti bændur til að draga ekkert undan upplýsingum um hagi þeirra svo hægt væri að gera sér sem besta grein fyrir hvert vandamálið væri í raun. Skúli sagði að bændur hefðu í fyrravor lagt til að beðið yrði með að samþykkja lögin fram á haust svo hægt væri að skoða málið vel, en ekki var farið eftir þessari ósk. Hann sagði að mikilvægt væri að bændur legðu áherslu á að fá reglu- gerðina fyrir næsta ár nógu snemma. Einnig að fá auknar niður- greiðslur og frestun á minnkun út- flutningsbóta. Hann sagði að það færi saman minnkandi greiðslur til bænda og minni kaupgeta. Guðbjartur Gunnarsson formað- ur Búnaðarsambandsins sagði að með þessari reglugerð væri verið að gera búmörkin misgóð milli hér- aða. Hann sagði að þeim sem út- hluta þyrftu búmarki innan héraðs- ins væri vandi á höndum, þar sem ekki gæfíst mikið svigrúm. Guð- bjartur minntist á vanda unga fólks- ins. Hann hvatti þá sem helst þurftu að sækja um viðbót að gera það, m.a. til þess að sýna fram á þörfína. „Nú er illa komið fyrir sumum bændum, sérstaklega þeim sem enga sök eiga á offramleiðslunni," sagði Guðbjartur meðal annars. Guðmundur Stefánsson svaraði nokkrum athugasemdum sem komu fram á fundinum. Hann sagði að ekki færi hjá því að einhveijir yrðu útundan og aðrir fengju e.t.v. of mikið. Hann sagði að ekki væri hægt að taka sjónarmið hvers og eins til greina. Vegna þessa væri erfítt að taka mið af mannlega þættinum við útreikningana. Um ríkisbúin sagði Guðmundur að þar sem tilraunastarfsemi færi fram þyrfti oft að vera ákveðinn fjöldi skepna. Hann taldi umdeilt hvort það leysti vanda stéttarinnar í heild ef framleiðsla búanna væri minnk- uð. * Alyktun í lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt: „1. Fundurinn vítir harðlega þann seinagang sem varð á því að bændur fengju að vita um sinn fullvirðisrétt og kom þá í ljós að sumir bændur voru búnir með hann þegar þeir fengu bréfíð. Auk þess bendir fundurinn á að þegar jarðir fá svo lítinn fullvirðisrétt þá verða þær verðlausar svo þetta nálgast mjög eignaupptöku. 2. Fundurinn gagnrýnir harðlega þá aðferð sem notuð er við að reikna fullvirðismark héraðsins, þar sem óraunhæf framleiðsluviðmiðun vegna veðurfarsáhrifa skerðir þann rétt. 3. Fundurinn bendir á að bú séu yfirleitt lítil á svæðinu og þola þau enga skerðingu. 4. Fjárfesting hefur verið mikil síðustu árin þar sem um er að ræða endurbyggingu á býlum en gömlu ijósin voru þannig að ekki var heim- ilt að selja úr þeim mjólk. 5. Á Snæfellsnesi hefur verið mjög mikil uppbygging síðustu 3-6 árin og eru margir sem eru fyrst nú að framleiða mjólk af hveijum bás, en fá ekki nema lítinn fullvirð- isrétt. Þessir bændur standa nú með öll leyfí fyrir sinni framkvæmd og miklar skuldir. Hver er þeirra kostur? Krefst fundurinn þess að stjórnvöld leysi vanda þessara bænda því hann verður ekki leystur með þvf sem til skipta er innan svæðisins. 6. Einnig krefst fundurinn þess að stjómvöld auki niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum til hagsbóta bæði fyrir neytendur og framleið- endur. Þá mótmælir fundurinn fijálsri álagningu á landbúnaðaraf- urðir þar sem sýnt er að það hækkar stórlega smásöluverðið. Takmarkanir á mjólkurframleiðslu: Svæðabúmarkið er hug- mynd sjálfstæðismanna — sagði Egill Jónsson alþingismaður EGILL Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, minnti á það við umræður um tak- mörkun á mjólkurfram- leiðslu á Alþingi á þriðjudag, að fyrstu hugmyndir um svæðabúmark mætti rekja til þingsályktunartillögu, sem hann flutti ásamt 19 þing- mönnum Sjálfstæðisflokks- ins árið 1980. Enn fremur hefðu fyrstu hugmyndir um sérstakan ríkistryggðan aairniing um búvörufram- leiðslu komið fram í tillögu, sem 14 þingmenn flokksins fluttu á Alþingi árið 1979. Egill sagði, að vandalítið væri að flytja mál sitt með þeim hætti sem Alþýðubandalagsmenn kysu að gera. En ástæða væri til að spyija þá, hvort þeir teldu eðlilegt að heimila bændum að notfæra sér allan þann mjólkurframleiðslurétt, sem þeir hafa samkvæmt kvóta- kerfínu? Ef svarið væri neitandi, þá væri eðlilegt að Alþýðubanda- lagsmenn svöruðu því hvaða að- ferðum þeir vildu beita til að færa framleiðsluréttinn niður. Egill sagði, að það væri mikið vandaverk að skipta framleiðslunni og kvað það bagalegt að þær þijár stóru ákvarðanir sem löggjöfín byggir á í þessu efni, þ.e. samning- urinn, svæðabúmarkið og stað- greiðslan, skyldu ekki birast sam- tímist. „En það eru jafnverðmætar ákvarðanir fyrir því,“ sagði hann. Egill kvað umræðuna um vanda landbúnaðarframleiðslunnar af hinu góða. Það þyrfti enginn að halda að hægt væri að takast á við þennan vanda öðruvísi en að stór hluti bændastéttarinnar fyndi Egill Jónsson alþingismaður. fyrir honum með einum eða öðrum hætti. „En bændastéttin á nægan styrk til að mæta þessu með þeim hætti að það verði hvergi nein slys af þessu ástandi," sagði hann. 29 Málþing um menntamál: Háskólinn og samfélagið í DAG laugardaginn 22. febrúar, kl. 13.30—16.00 verður haldið málþing um menntamál; „Há- skólinn og samfélagið“ í Odda hugvísindahúsi v/Suðurgötu. Á málþinginu verða flutt ijögur framsöguerindi að þeim' loknum verða pallborðsumræður og fyrir- spurnum úr sal svarað. Ætlun stúd- enta með málþinginu er að fá fram skýra drætti í hugmyndum nokk- urra háskólamanna um stöðu og ímynd Háskóla íslands í dag og mótun menntastefnu hans. Erindi flytja: — Guðný Guðbjömsdóttir, lektor í uppeldisfrasði: „Háskólamenntun og frelsisbarátta kvenna“. — Eyjólfur Kjalar Emilsson, stunda- kennari í heimspeki: „Hagnýt menntun og eftirsóknarverð mennt- un“. — Halldór Guðjónsson, kennslu- stjóri Háskólans: „Skipulag Há- skóla — ímynd háskóla". — Helgi Valdimarsson, prófessor í læknadeild: „Þekkingarsköpun og þjóðfrelsi". Eftir kaffíhlé verða pallborðsum- ræður með þátttöku frummælenda auk þeirra Sigmundar Guðbjamar- sonar háskólarektors, Sveinbjöms Bjömssonar formanns vísinda- nefndar og Þórólfs Þórlindssonar deildarforseta félagsvísindadeildar. Þetta málþing er hugsað sem kveikja að frekara ráðstefnuhaldi á hausti komanda. Úrfréttatilkynningu jm V estmannaeyjar: Framboðs- listi Alþýðu- flokksins V estmannaeyj um 21. febrúar. ALÞÝÐUFLOKKURINN í Vest- mannaeyjum hefur ákveðið framboðslista sinn fyrir bæjar- stjómarkosningamar 31. maí næstkomandi. I efstu sæti listans var valið með prófkjöri innan fulltrúaráðs og flokksstjómar. Listinn er þannig skipaður: 1. Guðmundur Þ. B. Olafsson, tóm- stunda- og íþróttafulltrúi, 2. Þor- bjöm Pálsson, kennari, 3. Sólveig Adólfsdóttir, verkakona, 4. Ágúst Bergsson, skipstjóri, 5. Kristjana Þorfínnsdóttir, húsmóðir, 6. Berg- vin Oddsson, skipstjóri, 7. Bigir Guðjónsson, netagerðarmaður, 8. Stefán Jónsson, jámsmiður, 9. Eygló Ingólfsdóttir, verkakona, 10. Ágústína Jónsdóttir, bankamaður, 11. Heimir Hallgrímsson, nemi, 12. Vilhjálmur Vilhjálmsson, netagerð- armaður, 13. Ebeneser Guðmunds- son, stýrimaður, 14. Guðný Ragn- arsdóttir, starfsstúlka, 15. Ævar Þórisson, vélvikri, 16. Jóhann Ólafs- son, verkstjóri, 17. Tryggvi Jónas- son, rennismiður, 18. Magnús H. Magnússon, stöðvarstjóri Pósts og síma. Norröna sigl- ir í sumar AÐ gefnu tilefni vill Ferðaskrif- stofa ríkisins, sem hefur aðalum- boð fyrir Smyril Line á íslandi, koma eftirf arandi á framfæri: Skip Smyril Line, m/f Norröna, mun á komandi sumri sigla sömu áætlun og undanfarin tvö sumur. Þ.e. frá Seyðisfirði á fímmtudögum mánuðina júnf, júlí og ágúst, til Færeyja, Danmerkur, Hjaltlands- eyjaogNoregs. Það eru engar áætlanir uppi um að m/f Smyril, skip Strandfaraskipa landsins í Færeyjum, taki upp far- þegaflutninga til íslands, hvorki til Þorlákshafnar, Vestmannaeyja, né annarra íslenskra hafna. Er þessu hér með komið á fram- færi til þess að forðast frekari misskilning sem hlotist hefur af röngum fréttaflutningi nýverið. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.