Morgunblaðið - 09.03.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.03.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ1986 23 .i'.A'.WÍhlhy/r, Uhl.Mi-U-t.íU'JUbi mikið til í þeirri gömlu speki að á ferðalagi verði maður að bíða eftir sálinni. Um sálina tekur maður við lærdómi og innbyrðir reynslu. Manneskjan verður að fá að ná áttum, segir hún. I gamla veiði- mannaþjóðfélaginu var ekkert áfengi. Þó eru til sagnir um að menn hafi fundið á sér af úldnu kjöti. En nú er áfengisvandamálið gífurlegt. Verst að það kemur niður á hrottalegri meðferð á konum og bömum. Kvennaathvarf er hér rekið og mikil þörf fyrir það. Aðrir fræða okkur á því að sjálfsvíg séu tvisvar sinnum algengari í Græn- landi en í Danmörku, og morð ekki ótíð, 14 talsins í hitteðfyrra. Stór- fjölskyldumar hafa sem annars staðar leystst upp, en margt ungt fólk verður þó að byrja búskap heima vegna húsnæðisskortsins og þegar svo drykkjuskapur bætist við þrengslin, þá verða vandræðin enn meiri. Ekki hafa breytingarnar orðið minnstar fyrir konurnar. „Fram að 1956 voru flestar konur á heimilun- -um. I gamla veiðimannaþjóðfélag- inu fóru mennimir á veiðar, en þegar þeir komu heim tóku konum- ar við veiðinni og unnu hana, verk- úðu skinnin, saumuðu úr þeim, unnu kjötið til geymslu og spikið í lampakveiki. Nú vinna flestar kon- umar úti, í frystihúsunum, við mötuneyti, í heilbrigðiskerfinu o.fl. og þær hafa tvöfalda vinnu. 600 böm em á biðlistum á bamaheimil- um hér í bænum og mikið er um einstæðar mæður. Verður aftur að fara í herferð um íjölskylduáætlan- ir,“ segir Guldborg Chemnitz. Annars em vandamál kvenna svip- Fyrír nokkrum árum fundust „múmíur" af nokkrum konum og börnum, sem haldist höfðu óskemmdar i 500 ár. uð og annars staðar. En konur em að verða meðvitaðri um getu sína og taka þátt í skipan samfélagsins. Ein kona er í landstjóminni og 3 em bæjarstjórar. Rækja í stað þorsksins sem hvarf Atvinnuleysi er nokkurt í Nuuk, 600—800 á atvinnuleysisskrá um þessar mundir, enda ekki vinnsla í frystihúsunum. Grænlendingar höfðu eins og íslendingar veðjað á þorskinn og byggt upp frystihús í byggðum á ströndinni. En svo hvarf þorskurinn að mestu eftir að kólnaði í sjónum við Grænland á áttunda áratugnum. Hver hálf gráða í kóln- Nuuk hefur á fáum áruin vaxið úr þúsund manna bæ í 12 þúsund manna höfuðborg. Þar hefur verið byggt gífurlega mikið, en samt er húsnæðisvandinn enn eitt helsta vandamálið. Á markaðinum voru menn að kaupa sér selkjöt, sem þeir steikja, en borða lifrina hráa. Einn kaupandinn með selshreifa i hendinni. inn þótt aðeins sé drepið niður fæti hjá þeim. Ekki em nema sex ár síðan þeir byijuðu að taka við stjómun ýmissa mála. Kannski er það lán lítillar veiðimannaþjóðar í stóru og erfiðu landi að það em Danir sem þeir eiga undir að sækja afkomu sína, a.m.k. yfir breytinga- skeiðið til nútímalifnaðarhátta með öllum sínum kostnaði. Danir leggja til um helming af útgjöldunum við þá málaflokka sem landstjórnin stýrir, hinn helmingurinn kemur af tollum á áfengi, tóbaki o.fl. og sköttum. Landstjórnarmennimir sem fréttamaður ræddi um þetta við, útskýrðu að í samningum við Dani væri ákvæði um að hvomgur aðilinn mætti hagnast á því að málin færðust úr höndum danskra stjómvalda til grænlenskra. Þannig ættu þeir rétt á framlagi í samræmi við það sem útgjöldin vom áður en þeir tóku við. Þeir samningar væm til þriggja ára, og þeir væm nú aðeins á fyrsta árinu, eins og Jona- than Motzfeld útskýrði. Og eftir þijú ár mundu verða teknar upp viðræður og nýir samningar. Danir sjá alfarið um utanríkismál og öryggismál, auk heilbrigðismálanna sem fyrr er sagt og vinnsla jarðefna og olíu skiptist á báða aðila. „Við munum gera allt til að geta í fram- tíðinni staðið á eigin fótum og tekið smám saman öll mál í okkar hend- ur“, sagði Moses Olsen sem fór með fjármálin í landstjóminni þar til nú nýlega er hann tók við fiskimálun- um. En til þess verðum við að auka framleiðsluna. Það er eina leiðin til að verða sjálfstæður." Hér hafa verið tindir til ófull- komnir molar úr örstuttri ferð til Grænlands. Vonandi er þó einhver örlítið fróðari um þennan nágranna okkar. En úr vanþekkingu á þeirra högum ætti að verða auðveldara að bæta á næstunni, þar sem teknar eru upp reglulegar flugferðir og auðveldara að sækja þá heim. Til Nuuk mun Grönlandsfly fljúga einu sinni í viku frá Reykjavík og þá líka frá Nuuk til Reykjavíkur. Og í vor munu Flugleiðir hefja flugferðir til Narssarssuaq, sunnarlega á Vestur- ströndinni þaðan sem Grönlandsfly hefur ferðir áfram til Nuuk og því opnast möguleikar á að fara á báða staði í sömu ferðinni. Einil Bösen safnvörður ( Nuuk með grænlenska grímu, sem safninu hefur nýlega áskotnast. Guldborg Chemnitz, aðstoðar- borgarstjóri í Nuuk, fer með fé- lagsmálin. un á sjónum munar miklu. En rannsóknir á ískjömum sýna að alltaf hafa orðið slíkar sveiflur á hitastiginu. Um það leyti sem þorskurinn var að hverfa af miðun- um, hófust í Grænlandi rækjuveiðar og nú hefur Grænlandsrækjan komið í stað þorsksins og veitir vinnu. En breytingamar taka tíma. „Sjálfir veiðum við nú aðeins 6 þúsund tonn af þorski, en tökum af rækju um 30 þúsund tonn. Og hana veiða ekki aðrir en við sjálfir," sagði Jonathan Motzfeldt, formaður landstjómarinnar í samtali við fréttamann. Og þegar talið barst að því hvort þeir væru ekki hræddir við að láta lönd Efnahagsbandalag- ið fá veiðiheimildir í minnkandi fiskgengd, brosti hann við og sagði. „Við höfum aðeins samninga við þá til 5 ára. Þeir mega veiða tíu þúsund tonn af þorski. En það er enginn þorskafli. Þeir borga fyrir hann samt. Eftir fimm ár tökum við málið til endurskoðunar. Það getur ekki verið svo óhagkvæmt." Og Moses Olsen, sem fer með físki- mál í landstjóminni sagði um þetta: „A meðan þorskurinn er okkur svona erfiður, veiðum við sjálfir karfa, flatfísk og rækju. Við höfum fimm ára fískveiðiáætlun. Og þorskurinn kemur alltaf aftur. Það hefur hann alltaf gert “ Heimastjórnin tekur við Það er margt í deiglunni hjá Grænlendingum. Það finnur gestur- Texti og myndir: Elín Pálmadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.