Morgunblaðið - 09.03.1986, Síða 31

Morgunblaðið - 09.03.1986, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ 1986 31 í unglingaleikritinu eru krakk- arnir á aldrinumn 14—23 ára. Þessi hópur stendur að fyrstu leiksýningu Unglingaleikhúss, sem verður um miðjan mars. í hópnum er leikstjórinn, Pétur Einarsson. magnaðar af skólunum og skóla- stjómin hefur því hönd í bagga. En við viljum ráða okkur sjálf. í skólaleikhúsinu skiptir heldur ekki megin máli hvort sýningin gengur eða fellur en hjá okkur er um líf eða dauða að tefla. Við teljum okkur líka hafa úr betri efnivið að spila á þennan hátt auk þess sem hópurinn starfar á mun breiðari gmndvelli." Fara unglingar mikið i leikhús? „Mjög takmarkað," segir Þór- unn, þeir eiga ekki peninga fyrir því.“ „Ég átti heima í Svíþjóð þar sem unglingar gátu farið í leikhús ókeypis en samt nennti enginn að fara, það voru þó einkum böm há- menntaðra foreldra sem sóttu leik- húsin," segir Inga Björk. „í Versló þar sem ég er í skóla, — segir Felix, er fólk fremur duglegt við að fara í leikhús. En krakkar á okkar aldri sækja mun meira kvik- myndahús.“ En hvað vilja unglingar sjá í leik- húsunum? „Ekki þung verk, sem kosta miklar pælingar. Unglingar líta á leikhúsið sem algjöra dægrastytt- ingu og vilja sjá þar gaman og stuð,“ segir Inga Björk. „Þau vilja líka hafa hraða og spennu. Svo er líka ákveðinn hópur, sem hefur gaman af því að fara á létta söngleiki." Eruð þið að höfða til unglinga með vali ykkar á þessu sakamála- leikriti?' „Nei, það er ekkert frekar fyrir unglinga. Við viljum helst að sem flestir komi, hver einasta hræða," segir Felix. Hafíð þið í hyggju að semja sjálf fyrir leikhúsið ykkar. „í hópnum er fólk, sem á þann draum að skrifa fyrir svið. Hvort það gerist meðan þau em í hópnum er ekki gott að segja. En eitt stærsta metnaðarmálið er að setja upp leikrit eftir æskumann," segir Felix. í lokin spyijum við hvort þau hafl áhuga á að gera leiklistina að framtíðarstarfí? — Það gæti svosem komið til greina. En það versta væri hve erfltt það reyndist að fá vinnu. „En þá er bara að vera nógu góður," segja þau. Já, það er víst heila málið. Texti: Hildur Einarsdóttir spjaldskrá þar sem er að fínna upplýsingar og ljósmynd af hveijum einstökum. Ætlunin er að láta prenta þessar upplýsingar og senda fyrirtækjum, stofnunum og auglýs- ingastoflim, sem kynnu að hafa áhuga á að nýta krafta okkar." Auðvitað eru peningar helsta vandamálið í þessu leikhúsi sem öðrum. „Við fjármögnum starfsemina með félagsgjöldunum. Þá höfum við verið með kökubasar og flóamarkað niðri í bæ, þar sem við vorum með tískusýningu á fötunum sem við höfðum á boðstólum. Við seldum líka jólakort, sem við föndruðum sjálf,“ segjaþau. „Svo stefnum við að því að sýn- ingin standi undir sér, það er auðvit- að bijálæðisleg stefna, til þess þurfum við að hafa 20 sýningar fyrir fullu húsi,“ segir Inga Björk Hjaltadóttir. Hún sér um „proppsið" þ.e. að útvega þá hluti sem þarf inn í leikmyndina. „Við erum núna að slá okkur víxil, til að standa straum af kostn- aði við uppsetninguna. Við höfum staðið við okkar skuldbindingar eins og greiðslu á leiguhúsnæði og laun- agreiðslur til leikstjóra en um leið og við hættum að geta staðið við Felix Bjarnason okkar er eins gott að leggja upp laupana", segir Vilhjálmur. Þessar umræður, sem hér hafa verið raktar fara einmitt fram í húsnæði unglingaleikhússins að Hafnarstræti 9. Þar upp á efsta lofti hafa þau komið sér fyrir á 80 fermetrum. Þetta er þeirra leikhús. Ætlunin er að koma þama fyrir leiksviði og áhorfendabekkjum fyrir 50 manns. Það gefur því auga leið að nálægðin við áhorfenduma verð- ur mikil, það reynir því enn meira á leikarana. — Það hlýtur líka að fara mikill tími í þetta starf, spyijum við, þar sem við sitjum í miðri leikmyndinni? „Allur okkar tími, sem við eigum aflögu, fer í þessa starfsemi og það er enginn sem getur gert sér grein fyrir hve mikil vinna liggur þama að baki. Við vomm til dæmis að prófa fólk í hlutverk í miðjum próf- um nú fyrir jólin. í janúar vomm * Morgunblaðið/Ámi Sœberg við svo farin að æfa en það verður að vera góð keyrsla á þessu, því fmmsýningin er um miðjan mars,“ segir Vilhjálmur. Hvað segja foreldramir? „Þeir em ekki allt of ánægðir," segir Felix og hlær. „Hvorki þeir né skólayfirvöld skilja að bókalestur er ekki allt og að í þessari ítroðslu þeirra felst lít- ill þroski. Þegar við emm til dæmis að gera ritgerð kemst aldrei nein fijáls hugsun að. Okkur er sagt um hvað við eigum að skrifa, hvaða heimildir við eigum að nota og á hvaða blaðsíðu þær em. Jafnframt er tekið fram hvað eigi að koma fram í ritgerðinni," bætir Vilhjálm- ur við. „Og svo þegar verið er að mynda hópa um ákveðin verkefni þá sitja krakkamir bara og segja: „Hvað eigum við að gera?!“ „í þessu starfi læmm við hins vegar að nota okkar eigin dóm- greind.“ — Nú setja flestir framhalds- skólanna upp að minnsta kosti eina leiksýningu á vetri, fullnægir þessi vettvangur ykkur ekki? „Æ, það er oft svo mikill klíku- skapur í kringum þær,“ segir Felix. „Slíkar leiksýningar em líka fjár- Sinfóníuhljómsveit íslands HELGARTÓNLEIKAR í Háskólabíói LAUGARDAGINN 15. MARS 1986 KL. 17.00 RÚSSNESK TÓNLIST Stjórnandi: KarolosTrikolidis. Einieikari: Dimitri Sgouros 16 ára gamall píanóleikari frá Grikklandi. „Hann er besti píanóleikari sem ég hef heyrt í, að mér meðtöldum." Arthur Rubinstein. Sjostakovits: Polki úr „Gullöldinni". Tjaikovsky: Píanókonsert nr. 1 íb-moll. Katsjaturian: Þættir úr ballettinum „Gajaneh". Tjaikovsky: „1812“, hátíðaríorleikur. MIÐASALA í BÓKAVERSLUNUM EYMUNDSSONAR, LÁRUSAR BLÖNDAL OG í ÍSTÓNI Tóniistarfélagið. Tónleikar fimmtudaginn 13. mars kl. 20.30 í Austurbæjarbíói DIMITRISGOUROS — 16 ára grískur píanósnillingur — Dimitri Sgouros LAUSAMIÐAR TIL SÖLU HJÁ EYMUNDSON, LÁRUSI BLÖNDAL OG í ÍSTÓNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.