Morgunblaðið - 09.03.1986, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 09.03.1986, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ1986 (Œ (•t xítam e.wvxhnuwwv*. ma* tr ngri« „Yngri kennarar færast undan lestrarkénnslu" mátti lesa í fyrir- sögn hér í blaðinu. Ummæli höfð eftir leiðbeinanda á sérstöku nám- skeiði um lestrarkennslu fyrir kennara. Margt er kynlegt í ker- aldinu. Hvemig á að kenna allt hitt, ef útlærðir kennarar með bráðum lögboðin réttindi og skyldur telja sig vanbúna til að kenna undirstöðuna? Eða er það ekki undirstaðan að geta lesið, til að geta aflað þekkingar á öllu hinu? Einkum var þetta sláandi fyrir það að fréttin birtist í sama blaði og frétt um opnun nýs borgar- bókasafns í Gerðubergi, þar sem sérstaklega er lögð áhersla á að þjóna bömum á öllum aldri í þessu nýja hverfi, og veita þeim aðstöðu svo að þau laðist að og kynnist bókum. Séraðstaða fyrir þau yngstu sem eru að byija að feta sig áfram til að afla sér þekkingar og ánægju gegnum bækur. Það er hlutverk sem Borgarbókasafnið í Reylqavík hefur frá upphafi rækt og verið vel þegið. Fyrsta útibú safnsins skömmu eftir að það hóf starfsemi sína 1923 var í raun bamalesstofa, fyrst í gamla Franska spítalanum við Lindar- götu og síðan flutt upp í Austur- bæjarskóla. I fjöldamörg undanfarin ár hefur einmitt verið stór liður í starfsemi Borgarbókasafns að laða bömin að bókum með sögu- stundum í öllum útibúunum í viku hverri. Bömin streyma að til að hlusta og fá þá áhuga á bókum og að stauta sig fram úr þeim. Einnig hefur verið tekin upp í öllum söfnunum kynning fyrir niu ára skólakrakka, til þess að þau kynnist næsta bókasafni og viti hvað það hefur að geyma og að þau hafa þar aðgang að lestrar- efninu. Koma kennaramir með bekknum sínum til að leiða þau í þennan fjársjóð sem þau eiga kost á, en bókasafnsfólk tekur á móti þeim. Er þegar farið að spyijast fyrir um slíka kynning- artíma í nýja safninu í Gerðubergi, sem erfitt verður raunar að sinna nú alveg í byijun meðan almenn aðsókn er svona mikil til að kynn- ast safninu. En þar tóku krakk- amir stax með ákafa við sér um leið og opnað var, ekki síður en fullorðnir. Hefur raunar alla vik- una verið sérstakt átak til að draga að og kynna nýja safnið og það sem það hefur að bjóða með dagskrám fyrir mismundandi aldursflokka og mismunandi áhugahópa. Varð svo fullt á bamadagskránni með brúðuleik- húsi fyrir þau yngstu að flytja varð hópinn inn í samkomusalinn í Gerðubergi. Og svo koma Skott- umar í heimsókn í dag kl. 2 að kíkja í bækur safnsins, og leiða krakkana í sannleika um skottur og móra og freista þeirra til að lesa þjóðsögumar, auk annars. Að laða krakkana að bókakosti og lestri er ekki síður verkefni nú en áður var og ekki síður vel metið af þeim. Væri dapurlegt ef áhugi eða fæmi til að kenna þeim að lesa væri að dofna. Lofsvert að bmgðist er við því snarlega með námskeiði, úr því þörf er á. Hlustunarskermurinn sem keyptur hefur verið í Gerðubergs- safnið, sem er alger nýjung hér, er liður í þessari viðleitni. Hann er eins og fljúgandi diskur sem hangir yfir borði, þar sem krakk- amir geta geta setið í kring og hlustað á sögur eða lög af hljóm- plötum, en hljóðið berst nær ekkert út fyrir hringinn. Ekki svo að skilja að borgar- bókasafnið nýja í Gerðubergi sé fyrir bömin ein. Þar em 40 þús- und bindi af bókum fyrir alla. Kynningardagskrár hafa verið fyrir unglinga, bókmenntadag- skrá í gær fyrir fullorðna og kl. 4 í dag endurtekin tónlistardag- skrá. Enda er fyrsta sérstaka listadeildin í þessu safni. Ekki til útlána heldur til hlustunar á staðnum. Meira að segja em til ópemverk sem lesa má um leið af nótum. Stundum er verið að segja að bækur eigi undir högg að sækja nú á öld nýrrar tækni og mynd- máls. Þessu slegið fram, af því menn telja að svo hljóti að vera. Kannski ekki óeðlilegt. Við sem fylgjumst með áhuganum á lestri bóka í bókasöfnunum í Reykjavík (Gámhöfundur er stjómarformað- ur Borgarbókasafns) emm í raun- inni undrandi á að svo skuli ekki vera. Kemur aðeins slaki á bóka- útlán meðan einhver nýjungagim- in gengur yfír, svo sem sjónvarp, myndbönd o.s.frv., en réttist svo af aftur. Það er ekki lítið magn af lesefni sem borgarbúar inn- byrða á ári hveiju, þótt aðeins sé tekið mið af bókum úr Borgar- bókasafni. 800 þúsund sinnum á ári tekur einhver borgarbúi bók úr hillu í Borgarbókasafni og fer með heim til sín til að lesa hana. Það er ekki lítil nýting á bókakostin- um. Og nú bætist við, hreinar og fínar bækur sem unun er að horfa á í hillunum. En því miður vill brenna við að meðferðin á láns- bókunum sé ekki alltaf til fyrir- myndar, settir í þær matarblettir, hundbit á homin o.fl. svo að iðu- lega verður að taka þær úr umferð áður en þær em slitnar. Dapur- legt, því þá getur næsti maður ekki notið þeirrar bókar. Ættu notendur í nýja útibúinu að taka höndum saman um að halda því sem lengpt svona hreinu og fal- legu og kenna krökkunum að fara vel með bækumar. Ekki virðast Breiðholtsbúar ætla að láta sitt eftir liggja um bókalestur. Hafa beðið óþreyju- fullir eftir opnun safnsins. A fyrstu 2 klukkutímunum, sem opið var til útlána, vom lánaðar út 500 bækur, og er þó útlán takmarkað þar fyrst um sinn við hámark 4 bækur á mann. Þótt þetta væri að kvöldi hafa krakkar líklega verið um helmingur gesta. Og daginn eftir vom fengnar að láni 1500 bækur. Ætli þetta sýni ekki að við getum enn með sóma kallað okkur bókaþjóð. Slegið því fostu að enn sé ekki lát á lestri á Islandi. Guð forði okkur frá einnar bók- ar manninum, sagði spakur maður endur fyrir löngu. Líklega er ekki mikið um þá einstrenginga á ís- landi sem betur fer. Það er víst með þekkingarleitinni - á seinni öldum af bókum - að við eram komin af apastiginu. Líklega engin hætta á að við hröpum niður á það aftur meðan bókalestur er eins almennur og bömum er kennt að lesa í skólum, svo þau megi ganga í ijársjóð inn í undralandi bókanna. Myndmál getur aldrei komið í stað bókar, svo ágæt viðbót sem það er. Eða eins og rithöfundurinn og blaðamaðurinn kunni Francis Fitzgerald orðaði það í umræðum um blöð og sjónvarp: „Sjónvarp er ljómandi gott til að flytja manni áhrif, en síður gott til að flytja staðreyndir og upplýsingar. Vissulega má búast við að fólk sem er alið upp við sjónvarp lesi minna, en það er lesturinn um- fram allt sem hvetur til gagn- rýninnar hugsunar." Og svo má ekki minna vera en að fljóti með visa um „Góða bók“. Auðvitað á hið hnittna hirðskáld þessara dálka vísu við hæfi, í ís- lenskum búningi Helga Hálf- danarsonar. Undirtitillinn: „Til athugunar fyrir bókaflóðið": Viturleg bók er bezt að fái svo berleg spjöll af heimsku, að einnig heimskir sjái að hún er snjöll. kr. 1.490.00 Litir: Appelsínugult, gult, blátt, svart, hvitt, grænt og bleikir. St. 36-41. la us sla ufa fylgir Póstsendum. TÖPg ÍJVE 21212 SKÚRINN VELTUSUND11 kr. 1.290.00 Litir: blátt, gult, dökkbleikt og föl- grænt.St. 36-41. Ásamt ótalfleiri gerðum. HOTEL HVOLSVÖLLUR Hlíðaruegi 7, 860 Hvolsuelli símar (99) 8187 & 8351 ff Hótel Hvolsvöllur hefur ákveðið að efna til sérstakrar nýbreytni um páskahelgina. Boðið verður í dagsferð í Þórsmörk. Þetta er tilvalin ferð fyrir þá sem vilja fyrirhafnarlítið ferðalag á þennan einn fegursta sælureit landsins. DÆMI UM VERÐ: Gistlng í tvær nætur f 2ja m. herbergi með morgunmat, ásamt Þórsmerkurferð með leiðsögn og nesti: Kr. 2.250- Hótel Hvolsvöllur er nýlegt vistlegt hótel, sem býður allar veitingar, gufubað, heita nuddpotta o.fl. Við viljum benda á áætlunarferðir Austurleiðar frá BSl, en tæplega 2ja klst. akstur er frá Reykjavík til Hvolsvallar. Leitið upplýsinga og pantið í símum 99-8187 og 99-8351.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.