Morgunblaðið - 09.03.1986, Page 48
MORGUNBLÁÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MARZ1986 '
48
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
■$
■%
%
*
■vá'
é
Afgreiðslustörf
Sláturfélag Suðurlands vill ráða nú þegar
duglegt og reglusamt starfsfólk til af-
greiðslustarfa í SS - búðunum.
Allar nánari upplýsingar veitir starfsmanna-
stjóri á skrifstofu félagsins, Frakkastíg 1.
Sláturfélag Suðurlands, starfsmannahald.
Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins,
Sæbraut 1-2, Seltjarnarnesi
Laus staða
Deildarstjóri óskast á dagdeild frá 1. apríl
nk. Viðkomandi þarf að hafa uppeldisfræði-
lega menntun auk sérþekkingar og reynslu
í starfi með fötluð börn.
Umsóknir berist til forstöðumanns fyrir 15.
mars nk.
6
Frá Kópavogs-
kaupstað
1. Ritara vantar strax á aðalskrifstofu (hálft
starf).
2. Röskan starfsmann vantar á aðalskrif-
stofu til afleysinga (ótímabundið), þarf að
geta byrjað sem fyrst, hér er um fullt starf
að ræða.
Bæjarritari.
Fulltrúi
framkvæmdastjóra
Ört vaxandi þjónustufyrirtæki óskar að ráða
starfsmann, fulltrúa framkvæmdastjóra, til
að annast tilboðsgerð, skipulagningu verk-
efna og yfirumsjón með framkvæmd þeirra.
Haldgóð undirstöðumenntun í stærðfræði
og efnafræði skilyrði. Stúdentsprófs er kraf-
ist sem lágmarks menntunar.
Meðallar upplýsingar verður farið sem trún-
aðarmál. Umsóknum skal skilað inn á auglýs-
ingadeild Morgunblaðsins fyrir miðvikudag-
inn 12. mars, merkt: „Fulltrúi — 3353“.
Umbúðaframleiðsla
— f ramtíðarstörf
Kassagerð Reykjavíkur hf. óskar eftir 3-4
starfsmönnum til sérhæfðra starfa við um-
búðaframleiðslu.
Við leitum að traustum mönnum sem vilja
ráða sig í framtíðarstörf hjá góðu og traustu
fyrirtæki.
Gott mötuneyti er á staðnum.
Þeir sem áhuga hafa á störfum þessum hafi
samband við Stefán Aðalsteinsson í síma
38383.
KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR HF
KLEPPSVEGI 33 -105 PF.YKJAVIK SÍMI 38383
is — starfsfólk
Starfsfólk óskast til ýmissa starfa við pökkun
og meðhöndlun á matjurtum.
Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 681605
eða á staðnum í Síðumúla 34.
Dreifingarmiðstöð matjurta
Forritari óskast
Vegna aukinna verkefna vantar okkur forrit-
ara. Viðkomandi þarf að hafa góð tök á
FORTRAN eða sambærilegu máli.
Umsókn sem tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf sendist til Tölvumiðlunar hf., pósthólf
8425, 128, Reykjavík fyrir föstudaginn 14.
mars.
Fyrirspurnum er ekki svarað í síma.
TÖLVUmiÐLUil Hr.
Hugbúnaðarþjónusta
Laus staða
Verðlagsstofnun óskar eftir að ráða fulltrúa
til eftirlitsstarfa í verðgæsludeild. Æskilegt
er að umsækjandi hafi verslunarpróf eða
sambærilega þekkingu.
Umsækjandi þarf að hafa bifreið til umráða.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist Verðlagsstofn-
un, Borgartúni 7, 105 Reykjavík fyrir 14.
mars nk.
Uppl. um störfin eru veittar í síma 27422.
Verðlagsstofnun.
Sjávarútvegur
hagræðing — hönnun
Framleiðni sf. er rekstrar- og tækniráðgjaf-
arfyrirtæki innan sjávarútvegssviðs Sam-
bands ísl. samvinnufélaga.
Við leitum að vél/rekstrar-tæknifræðingi eða
véla/rekstrar-verkfræðingi til starfa sem allra
fyrst.
Viðkomandi þarf að vera hugmyndaríkur,
sjálfstæður og góður í mannlegum samskipt-
um. Starfið mun mótast að mjög miklu leyti
af viðkomandi manni.
Allir áhugasamir eru hvattir til að senda inn
umsókn fyrir 15. mars nk. til Framleiðni sf.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Framleiðni sf.
Rekstrar- og tækniráðgjöf.
Suðurlandsbraut 32.
Garðprófastar
Félagsstofnun stúdenta auglýsir lausar stöð-
ur Garðprófasta á Gamla Garði frá 1. sept.
nk. og á Nýja Garði frá 1. júní nk. Um er að
ræða ólaunuð störf, en þeim fylgir frítt hús-
næði og sími. Nánari starfslýsing fæst á
skrifstofu F.S. við Hringbraut.
Umsóknum sé skilað til skrifstofu Félags-
stofnunar stúdenta fyrir 1. apríl nk.
STÚDENTAHEIMILINU V/HRINGBRAUT
PÓSTHÓLF 21 - 121 REYKJAVÍK
1648*-NAFNNR. 2308-7081
Lögfræðingur —
fulltrúastarf
Lögfræðingur óskast til fulltrúastarfa á lög-
mannsskrifstofu. Þyrfti að geta hafið störf
sem fyrst. Umsóknir eða fyrirspurnir óskast
lagðar inn á auglýsingadeild Morgunblaðsins
fyrir 15. mars nk. merktar: „L — 3352“.
Framtíðarstörf
Óskum eftir að ráða:
1. Saumakonur.
2. Sníðafólk.
Vinnutími kl. 08.00-16.00.
Upplýsingar gefur Martha Jensdóttir í símum
16638 og 18840.
Fataverksmiðjan Gefjun,
Snorrabraut 56, Reykjavik.
Fulltrúi
Útflutningsfyrirtæki í örum vexti óskar eftir
að ráða fulltrúa. Starfið er mjög fjölbreytt
og krefst þess að viðkomandi hafi frumkvæði
og geti unnið sjálfstætt. Meðal þeirra verk-
sviða sem starfið nær yfir eru:
Umsjón með bókhaldi.
Gjaldkerastörf
Við leitum að manni eða konu sem er tilbúinn
til að axla ábyrgð og vinna mikið ef þörf
krefur. Viðkomandi þarf að vera opinn fyrir
nýjungum og eiga auðvelt með að tileinka
sér nýja starfshætti. Fyrir réttan aðila er hér
um að ræða starf sem býður upp á mikla
framtíðar möguleika. Umsóknir sendist vin-
samlegast augl.deild merktar: „B — 0267“
fyrir 15. mars nk.
Rekstrarstjóri/
vélvirki
Sjávarútvegsfyrirtæki á Austfjörðum leitar
að rekstrarstjóra til að sjá um rekstur neta-
og vélaverkstæðis sem þjónar útgerð og
fiskvinnslu. Kjörið starf fyrir útgerðartækni-
eða vélfræðing.
Sama fyrirtæki óskar eftir vélvirkja eða plötu-
smið til starfa á vélaverkstæði sínu.
Skriflegar umsóknir sendist Framleiðni sf.
Framleiðni s.f.
Rekstrar- og tækniráðgjöf.
Suðurlandsbraut 32.
Verkstjóri
Vestfirðir
Frystihús á Vestfjörðum, vill ráða verk-
stjóra til starfa, fljótlega.
Viðkomandi þarf að hafa stundað nám í Fisk-
vinnsluskólanum eða hafa full matsréttindi.
Æskilegur aldur 28-35 ára.
Miklir tekjumöguleikar. Tilvalið tækifæri
fyrir fjölskyldu sem vill búa á landsbyggðinni
í nokkur ár.
Umsóknir er tilgreini aldur og starfsreynslu
sendist skrifstofu okkar fyrir 21. mars nk.
GupniTónsson
RAÐCJOF & RAÐN l N CARÞJON USTA
TÚMGÖTCT 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI621322