Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR16. MARZ1986 „Mun betri vertíð en á síðasta ári“ — Sigurður Georgsson o g áhöfn hans á Suðurey komin með 630 tonn „ÉG ER ánægður með gang mála á vertíðinni nema veðrið, það hefur verið rosalegt siðustu 10 daga. Við erum komnir með 630 tonn, þar af um 400 af þorski. Þetta gengur þvi mun betur en í fyrra og meira er af þorski, við þyrftum bara að fá meira fyrir þessi kvikindi," sagði Sigurður Georgsson, skipstjóri á Suðurey VE, í samtali við Morgunblaðið. Sjálfboðaliðar við vinnu i Reykjadal í gærmorgun, á _ minni myndinni sést hvemig umhorfs var í eldhúsinu. Unnið að viðgerðum í Reykjadal Sigurður Georgsson, og áhöfn hans, var aflakóngur á síðustu vertíð með rúm 1.600 tonn. Þegar Morgunblaðið náði talstöðvarsam- bandi við hann á föstudag, var hann að berjast í brælu út af Vík í Mýr- dal og var með um 3 tonn í fýrstu trossunni. Sigurður sagði, að hann stefndi ekkert frekar á titilinn í ár, það yrði bara að koma í ljós, þegar upp væri staðið hver yrði handhafi hans. Hins vegar væri þessi vertíð mun betri en í fyrra og mestu munaði hve mikið væri af þorski um allan sjó. í janúar í fyrra hefði aflinn verið 70 tonn en í sama mánuði nú 160. Verkfallið í febrúar í fyrra skekkti samanburð en aflinn í þeim mánuði nú hefði orðið 300 tonn. Þetta hefði verið jafnt og gott núna, en tveir róðrar skæru sig úr með Sigríður Oddsdóttir Konu leitað LÖGREGLAN í Kópavogi lýsir eftir 60 ára gamalli konu, Sigríði Oddsdóttur, Álfhólsvegi 12, Kópavogi. Sigríður er um 170 sentimetrar á hæð, þybbin, gráhærð og klædd í grá-drapplitaðan rykfrakka, grátt pils og í ljósum skóm og var með stóra svarta handtösku. Hún fór að heiman um klukkan 10.30 á föstudagsmorgun, en síðdegis þann dag varð hennar vart á Lækjartorgi. Þeir, sem hafa orðið Sigríðar varir eftir þann tima, eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Kópavogi. Afmæli í dag, 16. mars, verður 75 ára Friðrik Baldvinsson frá Grenjum. Hann verður að heiman. 33 og 34 tonn. Sigurður sagði að þeir hefðu 822 tonna þorskígilda- kvóta á skipið og sér virtist að tími væri kominn til að endurskoða kvót- ann; svo mikið væri af þorskinum nú, að til þess væri fyllsta ástæða. „Það er ábyggilega mun meira af honum en menn halda," sagði Sig- urður. „Við erum nú að nálgast 500 tonnin, en þetta hefur verið lítið af undanfömu. Ufsakvótinn er bú- inn og lítið af þorski. Við viljum ekki „breyta" ufsa í þorsk og förum okkur því hægt, enda mikið um brælur upp á síðkastið," sagði Sig- urður Bjamason, skipstjóri á Friðrik Sigurðssyni ÁR. Sigurður sagði, að þeir hefðu 350 tonna ufsakvóta og 600 af þorski. Mun meira hefði nú verið af ufsa á vertíðinni en síðustu ár, en að sama skapi lítið af þorski. Því væri ufsakvótinn búinn. Það gengi engan veginn upp nú að „breyta" ufsanum í þorsk eins og leyfilegt er, þar sem verð fyrir hann hefði lækkað og ekki gengi lengur að flaka hann og salta vegna þess hve horaður hann væri orðinn. BANKASTJÓRN Seðlabanka ís- lands hefur fallizt á, að bankinn greiði útflytjendum, sem orðið hafi fyrir gengistapi, 70 milljónir króna. Tap þetta er komið til vegna misgengis afurðalána í SDR og afurðaverðs í dölum á síðasta ári. FuUtrúar fiskvinnsl- unnar telja tap sitt af þessum sökum mun meira eða allt að 400 milljónum. Einstök fyrirtæki hafa tapað 10 tíl 15 miUjónum á síðasta ári vegna misgengis þessa. Undirbúningi vegna endur- greiðslunnar er lokið af hálfu bank- ans og er fyrirhugað að auglýsa í vikulokin eftir umsóknum útflytj- enda, sem orðið hafa fyrir nefndu tapi. Fulltrúar fískvinnslunnar em óánægðir með það hve Iítil endur- greiðsla þessi er og telja auk þess, að ekki hafí verið staðið við yfírlýs- ingar stjómvalda. í svömm þeirra í Reykjadal í Mosfellssveit er Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra með sumardvalarheimili fyrir fötluð böm. Mikið tjón varð þar í janúar síðastliðnum þegar vatnsleiðsla sprakk. í gær unnu foreldrar og aðstand- endur bama, sem dvelja á sumrin til fískvinnslunnar við nauðsynleg- um úrbótum frá því í febrúar hafi komið fram, að endurgreiða ætti fískframleiðendum einum þessar 70 milljónir, enda væri í fylgiskjölum með umræddum svömm tap ftyst- ingar einnar af þessum sökum metið á 70 til 100 milljónir. Knútur Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Sambands físk- vinnslustöðvanna, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þó þetta væri mun lægri upphæð en menn teldu sig hafa tapað, væri ekki við Seðla- bankann að sakast, þar sem afurða- lánin væm komin yfír til viðskipta- bankanna. í þessu sambandi mætti benda á það, að SDR hefði á síðasta ári hækkað um 15,97% gagnvart krónunni en dalur um 3,74 og væra allt að 80% afurða frystingarinnar seldar í dölum. Þó hann teldi að fískvinnslunni hefði verið lofað umræddum 70 milljónum væri hann engan veginn á móti því, að öðmm í Reykjadal, ásamt starfsfólki og velunnuram að því að rífa gólf, loft og eldhúsinnréttingu úr húsinu. Að sögn Andreu Þórðardóttur for- stöðumanns er ætlunin að ljúka viðgerð á nýrri álmu hússins fyrir 1. júní, en þá koma fyrstu bömin útflutningsgreinum svo sem ullar- iðnaði væri endurgreitt tap af þess- um sökum. Það ætti einfaldlega ekki að skerða áðumefnda upphæð, sem lofuð hefði verið fískvinnslunni. Menn spyrðu sig einnig þeirrar spumingar, fyrst þeir hefðu tapað af þessum sökum, hvort einhverjir hefðu ekki hagnazt á móti. Aðspurður hvort það væri ekki til bóta fyrir fiskvinnsluna, að frá ALÞÝÐUFLOKKURINN minnist 70 ára afmælisins með hátíðar- samkomu á Hótel Sögu í dag og í kvöld verður sameiginlegur kvöldverður og dansleikur í til- efni afmælisins. Hátíðarfundurinn verður settur kl. 14 af Jóhönnu Sigurðardóttur, varaformanni Alþýðuflokksins, að loknum leik Lúðrasveitar verkalýðs- ins. Á dagskrá verður m.a. ávarp Jóns Baldvins Hannibalssonar, for- manns flokksins, og ávörp erlendra Athugasemd í GREIN í Morgunblaðinu 14. marz og áður í DV er fullyrt að undirrit- aður muni senn gerast fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins. Þessar fréttir em með öllu úr lausu lofti gripnar. Slíkt hefur ekki verið rætt og er ekki til umræðu af minni hálfu. Með þökk fyrir birtinguna. Kristján Benediktsson. til sumardvalar. Eldri álmunni verð- ur lokað vegna þess hve illa farin hún er. Eldhús og borðstofu verður komið fyrir í nýbyggingu sem átti að vera leikskáli með aðstöðu fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun. því í haust hefði verið leyfllegt að breyta afurðalánum úr SDR í aðrar myntir, sagði Knútur, að af því hefði í upphafi verið blendinn hag- ur. Viðskiptabankamir hefðu krafíð framleiðendur um vemlegar fjár- hæðir sem gjaldtöku við slfkar breytingar. Gjaldtakan hefði falizt í því, að bankamir hefðu krafízt helmings á mismun kaup- og sölu- gengis SDR og hinnar nýju myntar. gesta, og tónlistarflutningur, m.a. syngur Kristinn Sigmundsson ópemsöngvari við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. í kvöld er sam- eiginlegur kvöldverður og skemmti- atriði, Haukur Mortens og Laddi skemmta matargestum og hljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar leik- urfyrirdansi. Sjá á bls. 56-58: „Lífs- skoðun jafnaðarmanna". Sunnudags- hugvekja í BLAÐINU í dag hefst að nýju birting kristilegrar hugvekju á sunnudegi, en hlé hefur orðið á því frá ára- mótum. Óskar Jónsson brigader hjá Hjálpræðishemum og Einar J. Gíslason forstöðumaður Ffla- delfíu munu skiptast á um að skrifa þessar hugvekjur næstu mánuðina. Þrennir tónleikar á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavík ÞRENNIR tónleikar verða á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík dagana 17., 18. og 19. marsnk. Mánudaginn 17. mars kl. 20.30 verða haldnir á Kjarvalsstöðum tónleikar tónfræðadeildar Tónlist- arskólans. Fmmflutt verða verk eftir 9 nemendur skólans. Þetta er 4. árið í röð sem slíkir tónleikar em haldnir. Höfundar verkanna em nemendur Atla Heimis Sveins- sonar og Þorkels Sigurbjömsson- ar. Þriðjudaginn 18. og miðviku- daginn 19. mars verða nemenda- tónleikar Tónlistarskólans haldnir á Kjarvalsstöðum og heíjast þeir bæði kvöldin kl. 20.30. Þar munu nemendur skólans flytja verk eftir hina ýmsu höfunda og er efnis- skráin afar fjölbreytt. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og öllum heimill. Útflytjendum greiddar 70 milljónir vegna gengistaps — tap einstakra frystihúsa af þessum sökum 10 til 15 milljónir á síðasta ári Sjötíu ára afmæli Alþýðuflokksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.