Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR16. MARZ1986 gæta gagnvart Kasparov, og gegn hinu sósíalíska föðurlandi. í stað ánægjulegs einvígis milli tveggja kommúnista, óskakeppni áróðurs- manna, voru horfur á einvígi við landflótta mann og því myndi fylgja allt það illa umtal, sem reyndar væri þegar hafið, sem rýrði álit skákarinnar og íþróttalífs í Sovét- ríkjunum (með Ólympíuleikana á næstu grösum). Aliev reiddist og trúiega hefur hann haft samband við félaga sína í hugmyndafræði- deildinni. Hann kallaði varafor- mann íþróttanefndarinnar og helzta sökunaut Karpovs á sinn fund, en sá hinn sami stóð fyrir lyktum Pasadena-málsins. Þetta var Victor Ivonin og honum var skipað að snúa við blaðinu og bæta úr mis- gjörðum sínum. Þegar þessi aumi mútuþegi hafði heyrt röddina af Ólympushæðum varð hann að gjalti. Um sama leyti var sendiráðum Sovétríkjanna skip- að að þvinga skáksamböndin í lönd- um þeirra til að styðja einvígi milli Kasparovs og Korchnois, en nýtt einvígi þurfti til vegna þess að Kasparov hafði tapað hinu fyrra með því að mæta ekki til leiks. Kasparov fékk og vann síðara ein- vígið og eftir að hafa sigrað í áskor- endaeinvíginu varð hann áskorandi á heimsmeistarann. Þegar hér var komið sögu voru hundruð manna að vinna fyrir hann, á sama hátt og hjá Karpov; stunda rannsóknir á ákveðnum byijunum í skák eftir tilmælum nánustu aðstoðarmanna Gary — en mörgum þeirra og einnig ýmsum minniháttar meisturum var Kasparov ekki kunnugur persónu- lega. í rauninni var Kasparov nú orðinn forstjóri f stóru fyrirtæki, jafnvel fjölþjóðafyrirtæki, því að erlendir sérfræðingar, eins og til dæmis ungverski stórmeistarinn í fremstu röð, Andras Adoijan, voru famir að vinna fyrir hann. Fyrsta einvígið Fyrsta einvígið um heimsmeist- aratitilinn í skák milli þeirra Karpovs og Kasparovs hófst í sept- ember 1984 í Moskvu. Til að sigra í einvíginu þurfti keppandi að fá sex vinninga, en jafntefli giltu ekki. Færi svo að Karpov tapaði einvíginu og titlinum skyldi hann hafa rétt til annars einvígis eftir eitt ár. Sem skákmenn voru báðir álíka sterkir, en þeir áttu sterkar og veikar hliðar hvor með sínum hætti. Frábært minni Kasparovs tryggði honum nokkra yfirburði í að tefla byijanir sem aðstoðarmenn höfðu rannsakað ofan í kjölinn áður en einvígið hófst. Aðstoðarmenn Karpovs voru fullt eins góðir, en minni hans rúmaði ekki jafn miklar upplýsingar og minni Kasparovs. Kasparov stóð einnig betur að vígi að því leyti, að hann var við betri heilsu en Karpov. Á hinn bóginn var Karpov harðskeyttur baráttu- maður, með mikinn viljastyrk, frá- bæran skilning á rökfræði bar- áttunnar og taugar í ágætu lagi. Hann var sömuleiðis betri sálfræð- ingur en Kasparov og hafði safnað í vopnabúr sitt margvíslegum brögðum til að beita gegn taugum andstæðingsins. Eftir níu skákir hafði Karpov forystuna með 4 vinninga og 5 jafntefli: tveir vinningar í viðbót tryggðu að hann héldi titlinum, hataður andstæðingur hans yrði auðmýktur og niðurbrotinn and- lega, væntanlega um alla framtíð. í þessum kafla einvígisins sýndi Karpov allar sínar beztu hliðar, en veikleikar Gary urðu augljósir. Karpov byijaði að jafnaði vel, en Gary þurfti tíma til að sigrast á glímuskjálfta sínum. Skynsamleg- ast fyrir Kasparov var að tefla til jafnteflis í upphafí einvígisins til þess að róa sig niður. En Gary varð fómarlamb eigin áróðursvélar og þeirra, sem skjölluðu hann, og sungu í síbylju að undrabamið frá Baku væri endurfæddur Paul Morp- hy, bandaríski skákjöfurinn á nítj- ándu öld, og að hann ætti að gjör- sigra Karpov með beinum árásum í Morphy-stíl. Því var það að Kasparov tefldi eins og Morphy, eða eins og Kasp- arov, og lagði út í flækjur þar sem hann var talinn hafa yfirburði, en þetta voru alvarleg mistök, því að flókið, hvasst og óljóst tafl krefst góðra tauga og meiri baráttuvilja, en í þessu öllu var Karpov betri. Gary varð að þola auðmýkjandi ósigra „á heimavelli", ef svo mætti að orði komast. Karpov fylgdi sigr- um sínum eftir og hugðist ganga á milli bols og höfuðs á Gaiy. Allt leit út fyrir að stutt væri í lok einvígisins. Þegar hér var komið sögu kom til skjalanna lærimeistari Gary, hinn 72ja ára gamli Mikhail Bo- tvinnik, fyrrum heimsmeistari, og veitti honum þessi ráð, að heita má í heyranda hljóði: „Gerðu tutt- ugu jafntefli í röð, og heilsa Karpovs bilar. Eftir það vinnur þú hann berhentur." Þetta fór svo að segja alveg eftir. Eftir sautján jafn- tefli f röð sigraði Karpov í 27. skák- inni, en þá var hann orðinn úrvinda og jafnvel þótt hann fengi örvunar- lyf í stómm skömmtum dugði það honum skammt. Gary bar hærri hlut í 34. skákinni — en síðan gerði hann 14 jafntefli til viðbótar, því að hann kærði sig ekki um að taka neina áhættu. Þegar kom fram í fímmta mánuð einvígisins og skák- imar vom komnar á fimmta tuginn, höfðu Moskóvítar það í flimtingum, að Karpov liti jafnvel verr út en aðalritarinn, Chemenko, sem þá var kominn að fótum fram. í 47. og 48. skákinni, sem Karpov tapaði, tefldi hann vel fyrir neðan styrk- leika meistara. Kasparov var enn undir með 3 gegn 5, en sigur hans virtist óumflýjanlegur. * Ovænt endalok En nú leitaði Karpov enn til vina sinna. Sovézka skáksambandið fór þess á leit við FIDE, að keppendur fengju þriggja mánaða hvíld vegna þess að „báðir keppendur em örmagna og allir aðrir, sem koma nálægt þessu maraþoneinvígi". Florencio Campomanes, forseti FIDE, frestaði einvíginu, en almenn reiði um heim allan gaf bandamönn- um Karpovs í FIDE ekki kost á því að veita sínum manni hvíldina og geta svo byijað aftur með 5 vinninga gegn þremur. í þess stað skyldi nýtt einvígi heflast með hreint borð þann 2. september 1985 ogtefldar 24 skákir. Einvígið í Moskvu og dæmalaus frestun þess sýndi heiminum óhreina tauið í sovézkri skák — og miklu meira. í ritstjómargrein í The New York Times vom þessi að- vömnarorð: „Það skiptir máli þegar ríki, sem sakað er um að hafa ekki staðið við samninga um vopnabún- að, er með gildum rökum sakað um að bijóta jafnvel hinar ským reglur um alþjóðlega skák." En Karpov hrósaði sigri skamma stund eins og í Pasadena-málinu. Leiðtogar Sovétríkjanna em ekkert hrifnir af því að lesa ummæli eins og þau að ofan í „mikilsmetnum" blöðum, sem yfírleitt em fylgjandi viðræðum og samningum við Sovét- menn um afvopnun. Þeir leituðu að einhveijum sem sakfelldur yrði og refsa bæri, en að sjálfsögðu var Gary ekki seinn á sér að benda velgerðarmanni sínum Aliev á, að ekki þyrfti að leita langt. Enn einu sinni hefðu makalaus eigingimi og græðgi Karpovs valdið landi hans miklum skaða. Á gmndvelli þessara staðreynda og ýmissa upplýsinga frá vinum mínum í Rússlandi spáði ég því — fyrst í skákdálki mínum í New York City Tribune og síðar í tímaritinu Chess Life: „Það kemur fyllilega til greina, að Karpov verði skipað að tapa næsta einvígi við Kasparov." Nú er síðara einvíginu lokið. Vissulega bar Kasparov sigur úr býtum og á mjög gmnsamlegan hátt. Á yfirborðinu var einvígið átakamikið, en sumar skákimar hafa á sér mjög sterkan gervibrag. Jafnvel gætnir og traustir vestrænir blaðamenn, sem fylgdust með ein- víginu, þeirra á meðal Jon Tisdall fyrir Reuter, létu í veðri vaka gmn- semdir um að maðkur væri í mys- unni. Nú er nýtt einvígi fyrirhugað í sumar og í haust. Líklegt má telja að sovézk yfírvöld telji að Karpov hafí hlotið næga refsingu, og ef svo er, fer einvígið fram, og sjálfúr veðja ég á að Karpov sigri. Ef svo færi, á hinn bóginn, að hætt yrði við einvígið, fengizt þar með 99% fullvissa fyrir því, að úrslit síðasta einvígisins hafi verið ráðin fyrir- fram. Margt bendir til þess að staða Karpovs hjá yfírvöldunum sé miklu lakari en staða Kasparovs. Bezta sönnunin fyrir þessu er sú staðreynd, að aðstoðarmenn Karpovs hafa verið að yfirgefa hann eins og rottur sökkvandi skip. Ein lítil ábending til viðbótar. — Ámm saman hékk uppi mynd í Skákfélagi Moskvu sem sýnd var með stolti: Brezhnev faðmar Karpov að sér. Nýlega hvarf þessi mynd og var erlendum blaðamönn- um sagt að það ætti að gera við hana. Kasparov og tengslin við Gorbacnev Dominic Lawson skrifaði í brezka blaðið Financial Times: „Það kann að vera að um leið og Gorbachev skapar nýtt forystumynstur — skýr- leika í framsetningu, fágaða fram- komu, einbeitni — sé ungi maðurinn frá Baku ákveðinn í að verða hluti af þeirri ímynd sem Sovétríkin sjálf leitast við að sýna heiminum utan þeirra." Ekkert bendir til þess að Gorbac- hev hafí nokkm sinni hitt Gary Kasparov eða lýst neinum áhuga á honum; en engu að síður fellur ungi meistarinn mjög vel að hug- myndum Gorbachevs um „Sovétríki nútímans." Berið bara saman hvemig báðum þessum mönnum hefur verið lýst, til dæmis í Time (Gorbachev) og í Der Spiegel (Kasparov). Þeir em: ungir, vel menntaðir, kraftmiklir, með opinn huga, vestrænir í sér, en sannir kommúnistar í átrúnaði, og að sjálfsögðu, svo vitnað sé til orða frú Thatchers, okkur líkar öllum vel við þá og getum — og það sem meira er, eigum — haft samskipti við þá. Þó má minna á, að í Sovétríkjunum er vinsælt mál- tæki: „Það er ekki hægt að vera félagi í flokknum, gáfaður og heið- arlegur í sömu andrá. Tvennt af þessu getur farið saman, já, en aldrei allt þrennt, óhugsandi!" Við hveiju má búast af Kasp- arov? Ég spái því að nú hefjist ný og vel skipulögð áróðursherferð í stíl Gorbachevs, en efnislega verði engar breytingar. Sovétrikin stunda enn þrælahald og hinn nýi drottnari er jafn stað- ráðinn í því og fyrirrennarar hans að veikja og um síðir knésetja „erki- óvininn", Bandarfkin, til þess að geta viðhaldið og stækkað þessa risastóm plantekm þrælahalds. Þessu fær hann ekki komið fram nema með vestrænni aðstoð, án þess reipis sem Lenin talaði um: og til þess að ná þvi þurfa Sovétrík- in yfirskin og Gary Kasparov ekki síður en Bolshoi-ballettinn bjóða fúslega slíkt yfírskin. Friðarsóknin siglir fullum segl- um. 1| W“4 HÚSIMÆÐIS REIKNINGUR ! LANDSBANKÁNSl Húsnæðisreikningur Landsbankans byggir á lögum um húsnæóissparnaðar- reikninga: Með því að leggja ársfjórðungslega ínn á slikan reikning öðiast menn rétl til skattafsláttar sem nemur fjórðungi árlegs innleggs. Upphæð innleggs í hverjum ársfjórðungi skal vera á bilinu 4.089 - 40.890 krónur. Húsnæðisreikningur Landsbankans er verðtryggður samkvæmt iánskjaravisitölu og að auki er ávöxtunin ársfjórðungslega borin saman við kjör annarra almennra inniánsforma bankans. Þannig erávallt tryggð hámarks ávöxtun. Húsnæðisreikningur Landsbankans veitir rétt til lántöku að sparnaðartima loknum. Lánsupphæð getur numið allt að fjórföldum höfuðstólnum og endurgreiðist á helmingi lengri tíma en sparnaðurinn stóð. Innlegg vegna 1. ársfjórðungs verða að berast fyrir 31. mars. / Landsbanki M / íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.