Morgunblaðið - 16.03.1986, Side 33

Morgunblaðið - 16.03.1986, Side 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR16. MARZ1986 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Siðareglur blaðamanna Aaðalfundi Blaðamannafé- lags íslands hinn 15. júní síðastliðinn voru samþykktar nýjar siðareglur blaðamanna. Þær voru síðan rækilega kynnt- ar almenningi með auglýsingum í blöðum. Þessar reglur eru skýrar og einfaldar. Þar segir meðal annars í 3. grein: „Blaða- maður vandar upplýsingaöflun sína svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." I 5. grein segin „Blaðamaður varast að lenda í hagsmuna- ágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hagsmuna- samtökum þar sem hann á sjálf- ur aðild. Hann skal fyrst og síð- ast gæta hagsmuna lesenda og sóma blaðamannastéttarinnar í hveiju því, sem hann tekur sér fyrir hendur í nafni starfs síns. Blaðamaður hefur í skrifum sín- um sannfæringu sína að leiðar- ljósi. Hann gætir þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni, sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslugildi, og auglýsingum í myndum og/eða máli.“ Til þess að framfylgja þessum reglum er starfandi siðanefnd á vegum Blaðamannafélagsins. Getur hver sá, sem telur, að blaðamaður hafí brotið siðaregl- umar kært ætlað brot til nefnd- arinnar og skal hún kveða upp rökstuddan úrskurð svo fljótt sem kostur er, að lokinni könn- un og gagnasöfnun. Greinir nefndin brot í fiokka eftir eðli þeirra: a) óverulegt; b) ámælis- vert; c) alvarlegt; d) mjög alvar- legt. Úrskurði neftidarinnar verður ekki áfrýjað. Hann er birtur í heild í félagstíðindum Blaðamannafélagsins. Sé brot talið alvarlegt eða mjög alvar- legt skal viðkomandi fyölmiðill birta úrskurðinn. í þeirri reglu að birta úrskurði siðanefndar opinberlega felst meginbreyt- ingin á þessum reglum frá því sem áður gilti. Fram til þess tíma, að aðalfundur Blaða- mannafélagsins samþykkti reglumar 15. júní sl. var farið með úrskurði siðanefndar á þann veg, að almenningi var ekki birt niðurstaðan. Hin nýja skipan breytir því ekki, að rit- stjórar taka endanlega ákvörð- un um birtingu efnis í því blaði, sem þeir stjóma. Þessi breyting á meðferð úr- skurða siðanefndar átti sér nokkum aðdraganda. Blaða- menn höfðu sjálfír verið tregir til þess, að þeir yrðu birtir opin- berlega. Sú afstaða þeirra sætti vaxandi gagnrýni meðal annars hjá lögfræðingum, sem töldu almenning hafa litía möguleika til að veita blaðamönnum nægi- legt aðhald, jafnvel minni hér á landi en víða annars staðar. Við þessu ámæli bmgðust blaða- menn á réttan hátt með því að hverfa frá leyndinni, sem hvíldi yfír úrskurðum siðanefndarinn- ar. Hin síðari ár sýna blöð fjár- málum og starfsemi fyrirtækja meiri áhuga en áður. Fjármála- og viðskiptalíf hér og annars staðar er opnara en það hefur verið nokkm sinni fyrr. Hér á landi hafa þó ekki verið stigin nærri því öll skref í þá átt, þegar tekið er mið af þeim löndum, þar sem hlutabréf í fyrirtækjum ganga kaupum og sölum á opnum markaði. Til þess að þau viðskipti séu stunduð á jafn- réttisgmndvelli er nauðsynlegt að upplýsingar um verð og skráningu hlutabréfa séu ná- kvæmar og greint sé hlutlægt frá afkomu fyrirtækja og allri aðstöðu þeirra. Athyglisvert er, að tvö síðustu málin, sem siða- nefnd Blaðamannafélagsins hefur fengið til úrskurðaTj snerta einmitt viðskiptalífíð. I báðum tilvikum annars vegar vegna fréttar sjónvarpsins af Amarflugi og hins vegar vegna fréttar Þjóðviljans af tengslum Guðmundar G. Þórarinssonar við Þýsk-íslenska verslunarfé- lagið hefur siðanefndin komist að þeirri niðurstöðu, að blaða- menn hafí brotið gegn siðaregl- unum. Ástæðulaust er að efast um, að þessir úrskurðir hafí áhrif á störf blaðamanna. Þeir átta sig á því eins og aðrir, að störf siðanefndarinnar hafa fengið aukinn þunga með hinni nýju skipan, aðhaldið er meira en áður. Úrskurðimir eiga vafa- laust eftir að auðvelda blaða- mönnum að feta hinn gullna meðalveg í auknum skrifum um viðskiptalífíð og þær sviptingar, sem setja svip á það hér eins og annars staðar. Siðanefndin fellir ekki úr- skurði um brot annarra en fé- laga í Blaðamannafélaginu. Á hinn bóginn þurfa fleiri en þeir að hafa það hugfast, sem í siða- reglunum segir. Þeir, sem telja sig hafa hag af því, fjárhagsleg- an eða annan, sem í blöðum birtist, þurfa einnig að kynna sér efni siðareglnanna. Sú spuming hlýtur að vakna hvort blaðamenn eigi að þegja yfír því þegar leynt eða ljóst er leit- ast við að fá þá til að birta efni í búningi frétta, en að baki býr annað en að skýra satt og rétt frá staðreyndum. Að gæta hagsmuna lesenda og sóma blaðamannastéttarinnar felst ekki síst í því að veijast ágengni afþessu tagi. Haustið 1915 sam- þykktu fímm verka- lýðsfélög í Reykjavík að tilnefna tvo menn hvert til þess að und- irbúa stofnun lands- samtaka verkalýðs- félaga. Þessi félög vóru Verkamannafélag- ið Dagsbrún, Hásetafélag Reykjavíkur, Verkakvennafélagið Framsókn, Bókbands- sveinafélagið og Hið íslenzka prentarafé- lag. Á öðrum fundi nefndar þessarar var Jónasi Jónssyni frá Hriflu, sem var annar tveggja fulltrúa Hásetafélags Reykjavíkur í nefndinni, falið að semja uppkast að lögum væntanlegs Verkamannasambands Islands. Til stofnunar sambandsins var síðan efnt 12. marz 1916. Síðan hefur margt breytzt í íslenzku þjóðfélagi, flest til hins betra. Að hluta til eru þeir ávinning- ar, sem unnizt hafa í tímans rás, ávextir samtaka í landinu, faglegra og stjóm- málalegra. Framfarir og hagsæld, sem við njotum í dag, eiga þó fyrst og fremst rætur í aukinni menntun og þekkingu þjóð- arinnar, eða með öðrum orðum í tækni- framförum og vélvæðingu atvinnuveg- anna, sem margfaldaði þjóðarauðinn, það sem til skiptanna hefur verið. Alþýðusamband íslands 70ára Hinn 12. marz síðastliðinn vóru 70 ár liðin frá því heildarsamtök verkalýðsfé- laga, sem nú heita Alþýðusamband ís- lands, vóru stofnuð. Það vekur athygli, þegar gluggað er í heimildir um aðdrag- anda að stofnun Alþýðusambandsins, að Jónas Jónsson frá Hriflu, sem síðar varð formaður Framsóknarflokksins, átti dijúg- an hlut að stofnun Alþýðusambandsins og þar með Alþýðuflokksins, sem ekki vóru aðskildar stofnanir í upphafí. Það var hinsvegar samstarfsnefnd fímm laun- þegafélaga í Reykjavík, sem starfaði frá haustnóttum 1915 til febrúarloka 1916, sem hannaði Alþýðusambandið, ef svo má að orði komast; lagði þá homsteina, sem íslenzk verkalýðshreyfíng hefur síðan byggt á. Enginn vafí er á því að íslenzk verka- lýðshreyfíng hefur, á heildina litið, áorkað miklu til að rétta hluta þeirra, sem höllum fæti stóðu í þjóðfélaginu, þótt sitt hvað í starfí hennar hafí verið og sé umdeilanlegt. Enginn annar tími í sögu þjóðarinnar hefur skilað henni lengra áleiðis til velmegunar en þessi sjötíu ár. Það er hinsvegar umdeil- anlegt hvar rætur framvindunnar og fram- faranna liggja. Þar kemur fíölmargt til sögunnar: fullveldi 1918, lýðveldi 1944, sjálfstæði þjóðarinnar til að verða eigin gæfu smiður. Flestra mál mun þó að stór- aukin almenn og sérhæfð menntun þjóðar- innar eigi þar stærstan hlut að máli, með og ásamt fíölþjóðlegum vísindalegum af- rekum, sem við þekkjum í örri tæknifram- vindu, m.a. í atvinnuvegum okkar. Tækni- væðing íslenzkra atvinnuvega hefur marg- faldað verðmætasköpun í þjóðarbúskapn- um, skiptahlutinn á þjóðarskútunni, og skipað okkur á bekk með bezt settu vel- megunarþjóðum heims. Þetta þýðir hvorki, að ekkert sé að í íslenzku þjóðfélagi - þar má margt betur fara - né að velmegun sú, sem víðast blasir við, sé viðvarandi, framtíðartryggð. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og afkomuöryggi fólks er ekki gefínn hlutur, heldur verður að vinnast á hverri tíð. Við höfum aðeins betri vopn í höndum í lífs- baráttunni en fólkið sem stóð að stofnun Alþýðusambandsins fyrir 70 árum. Kjara- sáttmáli, sem nýlega var gerður, ber þess vott, að þjóðin ætlar sér ekki að glutra velmegun sinni niður fyrir sakir ótíma- bærrar sundrungar og átaka. Lífskjör hér á landi eru lakari en þar sem þau bezt gerast í veröldinni. Vinnu- dagur er hér og almennt lengri en þar. Og þrátt fyrir margslungna samhjálp, sem byggð hefur verið upp, fyrirfínnst enn afmarkað - og sem betur fer takmarkað - þjóðfélagslegt óréttlæti. Þetta þarf allt að lagfæra, m.a. með atbeina launþega- samtaka. Þessi markmið nást þó fyrr og betur ef þjóðin getur sameinast um að styrkja atvinnuvegi sína, sem fyrir eru, slq'óta nýjum stoðun undir verðmætasköp- un í landinu, auka framleiðni ogþjóðartekj- ur, eða með öðrum orðum verða sér úti um verðmæti, sem rísa undir hliðstæðum lífsmáta og beztur þykir í iðnvæddum ríkj- um V-Evrópu og N-Ámeríku. Alþýðuflokkurinn 70 ára Alþýðuflokkurinn er jafnaldri Alþýðu- sambandsins, enda flokkurinn og sam- bandið eitt og sama fyrirbærið í upphafí. Ein og sama stjórnin var yfír sambandinu og flokknum. Fyrsti forseti sambandsins og formaður flokksins var Ottó N. Þorláks- son og síðan Jón Baldvinsson, sem lengi leiddi Alþýðuflokkinn. Emil Jónsson, lengi formaður flokksins, komst svo að orði er flokkurinn var fímm- tugur: „Barátta Alþýðuflokksins fyrstu árin mótaðist auðvitað fyrst og fremst af því að fá nokkrar umbætur á því ástandi, sem íslenzk alþýða átti við að búa.“ Hann nefnir „togaravökulögin", er lögfest vóru 1928, endurbætur á fátækralöggjöfínni 1934 og síðar lögin um verkamannabú- staði, sem dæmi um stefnumál og sigra í starfí flokksins á fyrstu áratugum hans. Árið 1940 var skilið á milli Alþýðuflokks og Alþýðusambands, enda fór sú krafa vaxandi innan verkalýðshreyfíngarinnar að aðskilja faglega baráttu launafólks og stjómmálastarf. Launamenn höfðu mis- munandi afstöðu til sveitarstjómar- og þjóðmála þó samleið ættu í sama stéttarfé- lagi. Alþýðuflokkurinn hefur jafnað haldið fast við sjónarmið lýðræðisjafnaðarstefnu. Ymsum ölfum, sam aðhylltust kommún- isma og/eða róttækan (öfgafullan) sósíal- isma, varð fljótlega órótt innan flokksins. Fyrsta vemlega áfallið - en að sumra áliti hið gagnstæða - fyrir Alþýðuflokkinn var þegar öfl yzt til vinstri í flokknum klufu sig út úr honumj 1930, og stofnuðu Kommúnistaflokk Islands, sem var aðili að Komintem, alþjóðasambandi kommún- ista, er stofnað var 1919 og hafði höfuð- stöðvar í Sovétríkjunum. Hlutverk þess var að vinna að heimsbyltingu. Öfl yzt til vinstri í Alþýðuflokknum hafa þrisvar sinnum klofíð sig frá honum. Fyrst með stofnun Kommúnistaflokksins, í annað sinn við stofnun Sósíalistaflokksins (1938), en hann var arftaki Kommúnista- flokksins, og loks er Alþýðubandalagið varð til (1956). Ýmsir, sem gengu úr Alþýðuflokknum í tvö hin síðari klofnings- skiptin, hafa þó snúið aftur til heimahúsa, eftir reynslu af samstarfí við hópa yzt til vinstri. Alþýðubandalagið og forverar þess, Kommúnistaflokkur og Sósíalistaflokkur, hafa allar götur lagt Alþýðuflokkinn í einelti. Þannig komst Benedikt Gröndal, þá formaður Alþýðuflokksins, að orði í afmælisgrein á sextíu ára afmæli flokks- ins: „Það vakti athygli, þótt ekki kæmi það jafnaðarmönnum á óvart, að formaður Alþýðubandalagsins sagði í ræðu, að það væri takmark bandalagsins að þurrka Alþýðuflokkinn út og taka við hlutverki hans í íslenzkum stjómmálum." Það er síðan saga út af fyrir sig að Alþýðuflokkurinn, sem Aiþýðubandalagið hugðist sporðrenna, stendur tillögulega vel, bæði um samheldni innanflokks og fylgi í skoðanakönnunum, sem að vísu hefur allar götur verið háð miklum sveifl- um, en Alþýðubandalagið logar í innbyrðis átökum og hríðhorast að fylgi. Það hafa verið skiptar skoðanir um Alþýðuflokkinn sem aðra stjómmála- flokka. Um hitt eru flestir sammála að lýðræðissinnaður jafnaðarflokkur er val- kostur sem þarf að vera til í lýðfrjálsu ríki. Ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks 1959-1971 er og farsælasta ríkisstjóm okkar í sögu lýðveldisins. Af- staða Alþýðuflokksins til vestræns vamar- samstarfs hefur og lengi verið ábyrg í reynd, þó innan flokksins hafí á stundum verið skiptar skoðanir um þann málaflokk. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR16. MARZ 1986 --------I—i fiUÖAÖUMfc'Ja ,'S!Í A.Ja'/Uö'íTðM ! REYKJAVÍKURBRÉF j Laugardagur 15. mars Samninganefnd ASÍ á fundi með formönnum stjómarflokkanna Heildarhyggja: „yfirgripsmikil hugmyndafræði“ Dr. Svanur Kristjánsson, dósent í stjóm- málafræðum við Háskóla Islands, ritar grein í tímaritið Þjóðlíf, sem að efni til er tvíþætt, þó tilgangur hennar kunni að vera einn og hinn sami. Annarsvegar fjall- ar greinin um Sjálfstæðisflokkinn og Reykjavíkurborg, hinsvegar um flokkinn og verkalýðshreyfínguna. Ljóst er að til- gangur greinarinnar er að skapa neikvæða mynd af Sjálfstæðisflokknum í huga les- andans. Engu að síður varpar greinin ljósi á athyglisverð efni og sitt hvað má lesa á milli lína. Dósentinn segir m.a. orðrétt: „Meirihluti sjálfstæðismanna í borginni heftir ekki lifað allan þennan tíma sem liðinn er án þess að taka mið af nýjum kringumstæðum. í dag er svo komið, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sennilega meiri ítök í verkalýðsfélögum í Reykjavík en nokkur annar flokkur; meðal annars er Magnús L. Sveinsson, formaður í stærsta verkalýðsfélagi landsins, Verzlun- armannafélagi Reykjavíkur, jafnframt forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og verður í öðru sæti á framboðslista flokksins í komandi borgarstjómarkosningum..." Síðar í greininni segir: „Bjami Benediktsson var fyrsti formað- ur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem hafði virkan áhuga á verkalýðsmálum. Hann var til dæmis mjög fylgjandi stofnun sérstaks félags sjálfstæðisverkamanna snemma árs 1938. Félagðið var nefnt ÓÐINN og starfar enn í dag, en fyrsti formaður þess var Sigurður Halldórsson, framfærslufulltrúi í Reykjavík... Sjálfstæðisflokkurinn aðhylltist frá upphafí hugmyndafræði heildarhyggju, að allar stéttir ættu að vinna saman. Á fyrstu árum flokksins var hins vegar lítið gert til þess að útfæra þessa almennu hugmynd, þannig að hún höfðaði sérstaklega til íaunafólks. Af hveiju átti til dæmis verka- maður samleið með hinum efnameiri í þjóð- félaginu? Bjami Benediktsson átti dijúgan þátt í því að svara þessari og skyldum spumingum, þannig að fljótlega varð til mjög yfirgripsmikil hugmyndafræði sjálf- stæðismanna í verkalýðsstétt. Kjami henn- ar var, „að því aðeins getur verkamannin- um vegnað vel að atvinnuvegunum vegni vel.“ Hér víkur dr. Svanur að kjamaatriði. Starfsstéttir íslenzks samfélags eiga mun meira sameiginlegt, ef grannt er gáð, en hitt sem sundur skilur. Við emm aðeins fjórðungur úr milljón talsins og þar af helmingur vinnandi. Okkur er því meiri vandi á höndum en ýmsum fjölmennari þjóðum, sem telja máski tugi milljóna, að halda uppi þjóðfélagi sem svarar nútíma- kröfum um lífshætti, aðbúð og öiyggi. Auk þess byggjum við stórt og stijálbýlt land, sem dýrara er í vegagerð, dreifíkerfí raf- magns og síma, og allri annarri þjónustu á landsmælikvarða, en landlítil ríki með margfalda íbúatölu, eins og t.d. Danmörk. Við höfum því allt að vinna með samheldni og samátaki. Sundruð og innbyrðis stríð- andi getum við hinsvegar glatað því sem áunnizt hefur, bæði í mannréttindum og efnahagslegu tilliti. Þess vegna á hið gamla kjörorð Sjálf- stæðisflokksins, stétt með stétt, enn erindi til okkar. Þetta þýðir ekki að hagsmuna- átök verði sniðgengin né kjarabarátta heft. Heildarhyggjan verður hinsvegar að vísa veginn í hugskoti þjóðarinnar. Mergurinn málsins er að stórauka þann skiptahlut, sem til fellur á þjóðarskútunni, með auk- inni almennri og sérhæfðri menntun, vaxandi þekkingu, tæknivæðingu hefð- bundinna og nýrra atvinnugreina, meiri framleiðni og hagvexti. Kostnaðarleg undirstaða lífskjara í landinu, félagslegrar þjónustu hvers konar, sem og annarra lífs- kjaraþátta, er alfarið sótt til þeirra verð- mæta sem til verða í þjóðarbúskapnum og þeirra viðskiptakjara sem okkur bjóðast við umheiminn. Slagorð duga skammt, öfgar alls ekki, en fyrirhyggja og sam- heldni geta leitt okkur til betri og mann- eskulegri framtíðar. Umhverfi okkar Það er að sjálfsögðu ótalmargt sem hefur áhrif á daglegt líf okkar, líðan og heill. Eitt af því er umhverfí okkar: næsta nágrenni, heimili og vinnustaður. Vitund fólks um þýðingu þess umhverfis, sem í vissum skilningi er ramminn um líf þess, er vaknandi. Þetta sést í mörgu. í viðleitni sveitarstjóma til að skapa þegnum sínum hreint og aðlaðandi byggðarlag. í framtaki fyrirtækja, sem ganga í takt við tímann um góða vinnuaðstöðu, vitandi það, að ánægt starfsfólk skilar að jafnaði meiri og betri vinnu. f almennu framtaki fólks á eigin heimilum, lendum og lóðum. Víst er hægt að benda á ótalmörg dæmi um hið gagnstæða. Til eru sveitarstjómir, sem mættu taka sjálfri sér tak í þessum efnum. í sumum tilfellum kann og að þurfa nýja menn með ný viðhorf til að færa þennan þátt í stjómun sveitarfélags til betri vegar. Til þess em tækifærin, ekki langt framundan. Til em fyrirtæki, sem að þessu leyti horfa um öxl en ekki fram á við og em stöðnuð í eldri viðhorfum. Það má jafnvel líta stöku sveitabæi í fögm umhverfí þar sem flest í umhverfí húsa mætti betur fara. Og sjálfsagt getum við flest betur gert, ef vel er gáð. Mergurinn málsins er þó sá, sem betur fer, að í þessu efni hafa orðið stórstígar framfarir undan- farið. Reykjavíkurborg hefur að þessu leyti, sem ýmsu öðra, sýnt framtak, sem vera má öðram til eftirbreytni, þó efalítið megi enn betur gera. Ár frá ári hefur borgin breytzt, ekki aðeins með nýjum íbúða- hverfum, heldur framtaki, sem gerir umhverfíð manneskjulegra. Nefna má sem dæmi vist- eða göngugötur í gömlum hverfum og grænar lendur og tijágróður víða. Það þarf heldur ekki að leita langt yfír skammt að fögmm útivistarsvæðum, sem því miður em hvergi nærri nægilega nýtt af borgarbúum, svo sem í Laugardaln- um og við Tjömina (Hljómskálagarðurinn). Þá er ekki amalegt að ganga um Elliðaár- dalinn á fögmm sumardegi eða sækja heim eitthvert skíðalandanna í nágrenni borgarinnar á vetmm, en þar ber hæst framtak sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu í Bláfjöllum. Við þurfum ekki aðeins að bæta umhverfí okkar, ár frá ári, heldur einnig að læra að njóta þess. Alltof margir fara yfír lækinn til að sækja vatnið. Ná- grennið gefur okkur yndi, ekki síður en staðir handan fjalla og heimshafa, ef við viljum þiggja. Þegar rætt er um umhverfíð, rammann um daglegt líf okkar, og áhrif þess á líðan okkar, má ekki gleyma þýðingarmiklum þætti sem á máli fagmanna heitir öryggi á vinnustöðum. Lög um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum vóm samþykkt á Alþingi vorið 1980, en tóku gildi í ársbyijun 1981. Með hinum nýju iögum var Vinnueftirlit ríkisins sett á laggir og tók það við starfsemi Öiyggiseft- irlits ríkisins. Endurskoðun þessarar lög- gjafar hefur staðið yfír undanfarið — og stjómarfmmvarp um þetta eftii hefur verið lagt fram. Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, mælti fyrir því á Alþingi 19. febrúar sl. Vinnueftirlitið er ekki einvörðungu eftir- litsstofnun. Því ber jafnframt að annast umfangsmikið fræðslu- og leiðbeiningar- starf. Nýlega gaf stofnunin út 130 bls. bók um hávaðavamir til að auðvelda fyrir- tækjum úrbætur á því sviði. Þetta er aðeins nefnt sem dæmi um starfsþátt stofnunarinnar. Vinnueftirlitið annast ýmiss konar bráðnauðsynlegt tæknilegt eftirlit í nútímaþjóðfélagi, svo sem með tækjum, sem sprengihætta stafar af, svo sem gufukötlum, loftþjöppubúnaði og þiýstihylkjum, lyftubúnaði, fólkslyftum, skíðalyftum, farandvinnuvélum, sprengju- hættu við losun og lestun olíuskipa og vinnu við eldsneytistanka, innflutning og framleiðslu hættulegra véla og margt fleira. Vinnueftirlitið hefur náið samstarf við Hollustuvemd ríkisins og heilbrigðis- ráðuneytið. Eftirlit af þessu tagi er ekki ævinlega vel séð. Það er hinsvegar nauðsynlegt og tengist gmndvallarréttindum vinnandi manna. Löggjöf um þetta efni er og í samræmi við viðhorf, sem hlotið hafa alþjóðlega viðurkenningu, meðal annars í samþykktum ILO. Markmiðið er að sinna fyrirbyggjandi vömum til að forða slysum og sjúkdómum sem tengjast vem og vinnu fólks á vinnustað. Sjálfsagt er að gera sanngjamar kröfur um almennt umhverfi okkar, ekki sízt til þeirra, sem tekið hafa að sér að sinna sameiginlegum málum okkar, löggjafar- þingsins og sveitaretjóma, sem og stjóm- enda vinnustaða. í raun emm við þó öll þátttakendur í hönnun og tilurð eigin umhverfis, ekki sízt í þéttbýli. Það getur því verið hollt á stundum að líta í eigin barm. „Efnahag-slegt sjálfstæði þjóðar- innar og afkomu- öryggú fólks er ekki gefinn hlut- ur, heldur verður að vinnast á hverri tíð. Við höfum hinsvegar betri vopn í lífs- baráttunni en fólkið sem stóð að stofnun Alþýðu- sambands Islands fyrir 70 árum. Kjarasáttmáli, sem nýlega var gerður, ber þess vottinn, að þjóðin ætlar sér ekki að glutra vehnegun sinni niður fyrir sakir ótímabærr- ar sundrungar og átaka.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.