Morgunblaðið - 16.03.1986, Side 60

Morgunblaðið - 16.03.1986, Side 60
m------------ Eftir C.D.B. Bryan C.D.B. Bryan, sem MORGUffBLADIÐ, SUNNUDAGUR 16.MARZ 1986 Fyrir sjö árum fékk lítill drengur bréfkom frá Ellison Onizuna, ofursta, sem fórst með Challenger, bréfkom um geimferðir, tækni og ævintýr. Á dögunum fór Derek til Flórída til loft ásamt stjúpföður sínum, rithöfundinum skrifaði þessa grein í New York Times Magazine. Bryan er 'höfundur bókanna „Friendly Fire“ og „Beautiful Women; Ugly Scenes.“ g kynntist Ellison Onizuka í San Francisco í nóv- ember 1979. Þá var hann ungur höfuðsmaður í flugher Banda- ríkjanna á kynningarferðalagi á vegum Geimvísindastofnunar Bandarikjanna. Við áttum að koma fram í sama útvarpsþætti. Ég sá að hann átti bágt með að svara spumingu sem hann hlaut að hafa ^verið spurður ótal sinnum áður: „Onizuka höfuðsmaður, hvemig til- fínning er það að vera japansk- amerískur geimfari?" Þegar þættinum var lokið tókum við Ellison saman leigubíl að gisti- húsinu. Hann hafði af því áhyggjur að hafa ekki staðið sig nógu vel i viðtalinu af því að hann væri aldrei viss hvemig hann ætti að svara spumingum um það hvemig væri að vera japanskur Ameríkani. Átti japönskum Ameríkana að líða eitt- hvað öðm vísi en hinni tegundinni? „ v Við fengum okkur drykk áður en hann átti að vera kominn um borð í flugvél og fara aftur til Houston. Hann sagði mér frá því að hann hefði viljað verða geimfari allt frá þeirri stund er hann fylgdist með viðvaningslegum leiðöngmm sem vom liður í Mercury-geimferðaáætl- að fylgjast með því er Challenger var skotið á ^ DEREK SIMONDS MEÐ KÖTTINN JONAH i HERBERGINU SÍNU. ISNERTINGU VIÐ HARMLEIK uninni rétt eftir 1960 þegar hann var unglingur á Hawaii. Við rædd- um um fjölskyldur okkar og ég minnist þess að hann varð dálítið vandræðalegur þegar ég sagði hon- um að stjúpsonur minn, Derek, sem þá var sjö ára, yrði dolfallinn þegar hann frétti að ég hefði kynnzt alvöru geimfara. Onizuka spurði hvort ég kæmi við í Houston til að kynna bókina mína og ég kvaðst mundu koma þangað eftir sex daga. „Hringdu í mig,“ sagði hann, „mig langar til að fá þig heim til mín til að sjá fjölskylduna og borða með okkur kvöldmat." Ég kom ekki til Houston fyrr en eftir kvöldmat en um tíuleytið hitt- umst við í gistihúsinu mínu. Ég sagði honum frá Derek sem var á því þroskastigi að vísindaleg til- raunafíkn hans var óslökkvandi og meðferð hans á kettinum Jonah sem er biksvartur. Derek lokaði Jonah inni í skáp í þeim tilgangi að athuga viðbrögð katta við dimmu og luktu rými. Hann lét Jonah detta úr mis- munandi hæð til að kanna hversu fljótir kettir væru að ná jafnvægi. Hann lét matarskálina hans í sífellt meiri hæð yfír gólfi til að ganga úr skugga um viðbrögð katta við þyngdarlögmálinu og þeytti honum í kringum sig til að kanna hversu mikið þol kettir hefðu gagnvart miðflóttaaflinu. Við móðir hans sögðum við hann í gamni þegar við fórum inn í herbergi til að gá að honum á kvöldin að hann væri víst ekki jarðarbúi þegar ekki var annað að sjá en dæld í rúminu hans og undarlegt blátt fosfórskin. Við sögð- umst vita að í rauninni væri hann Kered höfuðsmaður í geimeftirliti Xeron og Jonah væri dulbúinn njósnari frá Xeron sem hefði brugðið sér í kattarlíki til að vekja ekki grunsemdir j arðarbúa. „Heldurðu að Derek hefði áhuga á fræðsluefni frá NASA varðandi geimskutluna?" spurði Onizuka. „Áreiðanlega,“ sagði ég, „en ég held hann hefði jafnvel enn meira gaman af því að fá eiginhandarárit- un þína.“ „Onizuka náði í nokkrar arkir af bréfsefni gistihússins. Ég sá að hann hafði gaman af þessu því að hann skrifaði hvetja síðuna af ann- arri með snyrtilegri rithönd og hló við. Eftir tíu mínútur rétti hann mér bréf sem stílað var á Derek Royal Simonds höfuðsmann í geim- eftirliti Xeron. „Leyfíst, mér að kynna mig,“ hafði hann skrifað. „Ég er Ellison Onizuka höfuðsmaður og geimfari hjá NASA. í síðasta leið- angri mínum kom ég til Xeron og það kom mér á óvart að aðrir jarðar- búar hefðu áður komið þangað. Um þessar mundir eru yfírvofandi vand- ræði á Xeron og æðsti yfírmaður geimeftirlits Xerons hefur falið mér að koma á framfæri eftirfarandi skilaboðum (dulmálslykill XIB).“ Síðan kom langt og stórskemmti- legt lesmál, kryddað slanguryrðum sem þekkt eru úr hemum þar sem Derek fékk fyrirmæli um að „búa sig tafarlaust undir að hlíta „rauðu aðvöruninni" um að taka sér stöðu á Xeron og „endumýja birgðir allra sjúkragagna og eyðileggja allar heimildir um ófreska hæfni", um leið og tekið var fram að nafn Dereks „væri á skrá hjá geimeftirliti Xerons" og að hann ætti að „gefa sig fram hjá NASA til að tengja sendibúnað og undirbúa geimleið- angur á milli vetrarbrauta". Oniz- uka skrifaði líka að Derek „ætti að gera útsendaranum Jonah viðvart um fyrirmælin í dulmálslyklinum" og að „fleiri orðsendinga væri að vænta sem staðfesta mundu umboð hans sem geimfara til að gefa slík fyrirmæli varðandi Xeros-leiðangur- inn“. „Einbeitni er þörf," sagði Oniz- uka í niðurlagi bréfsins. „Treystu engum — sízt stjúpföður þínum — og vertu góður við alla svarta ketti. Hitti þig fyrir geislasendingu í brott- fararstöð geimferða." Hann skrifaði undir: „E1 Onizuka, höfuðsmaður USAF, NASA-geimfari." Ég afhenti Derek bréfíð og tjáði honum að það væri frá alvöru geim- fara. „Góðurþessi," sagði Derek. Derek trúði mér ekki fyrr en stórt umslag barst frá NASA tveimur vikum síðar, troðfullt af ljósmyndum og fræðsluefni um skutluna, þar á meðal stór mynd af Ellison Onizuka, árituð: „Til Dereks með beztu óskum — gangi þér vel með Xeron-geimeft- irlitið." Árin liðu og hverri skutlunni af annarri var skotið á loft. Við Derek fylgdumst grannt með fréttum og lásum alla áhafnalista af gaum- gæfni til að gá hvort Ellison Onizuka væri um borð. í janúar 1984 kom svo loks að því að hann var skráður sem sérfræðingur í leiðangri í fyrstu skutluferðinni sem skráð var algjör- lega á ábyrgð bandaríska vamar- málaráðuneytisins. Derek verður 14 ára í maí. Ég ætla ekki að halda því fram að samband okkar hafí á stundum verið líkast ótryggu vopnahléi, rétt eins og samband hans við köttinn Jonah. Við höfum fengið okkar skerf af bræði og afbrýðisemi. Við öðru er ekki að búast því að svo vill til að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.