Morgunblaðið - 22.03.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 22.03.1986, Síða 1
64 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 67. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 22. MARZ1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sljórnarkreppa á Haiti: Danmörk: Fjórir ráðherrar Efnahags- ráðstafanir hafa sagt af sér Port-au-Prince, Haiti, 21. mara. AP. ÞRIR meðlimir bráðabirgðastjórnarinnar á Haiti sögðu af sér embættum í kvöld. í stjórninni, sem er samsteypustjórn hers og borgara, eru þvi einungis eftir þrír, tveir hermenn og einn borgari. Meðal þeirra er Henry Namphy, forseti bráða- birgðastjórnarinnar. Daginn áður hafði dómsmála- ráðherrann, Gerard Gourgue, sagt af sér, en nýr maður hafði verið tilnefndur í hans stað í morgun. Tilkynningin um afsagnimar kom í kjölfar þess að hundruð nemenda höfðu umkringt þinghúsið og verkfall flutningaverkamanna og leigubifreiðastjóra hafði lamað nær allar samgöngur í höfuð- borginni. Þetta eru fyrstu fjölda- mótmælaaðgerðimar, sem komið hefur til í landinu síðan einræðis- herrann Jean-Claude Duvalier flúði frá Haiti hinn 7. febrúar síð- astliðinn. Mótmælin hófust eftir að hermenn höfðu skotið á mann- ijölda með þeim afleiðingum að Qórir létu lífið. Síðustu fregnir hermdu að herinn myndi taka yfír bráða- birgðastjómina alfarið. OPEC þrýstir á um minnkun olíuvinnslu Genf, 21. marz AP. OPEC, samtök 13 olíuútflutn- ingsríkja, leggja nú æ harðar að finun olíuframleiðsluríkjum utan samtakanna, að minnka olíuvinnslu sína, svo olíuverðið hækki á nýjan leik í heiminum. „Viðræðumar eru á hættulegu stigi og jafnvel fastar í kviksandi," sagði Subroto, olíumálaráðherra Indónesíu, í dag. Talið er, að OPEC vilji fá hin ríkin fímm til þess að minnka framleiðslu sína um 500.000 tunnur á dag, en það er um þriðjungur af heildarfram- leiðslu þeirra. Öll löndin 18 eru sammála um, að verulegur samdráttur í olíu- framleiðslu þeirra allra í heild - Morðið á Palme: t.d. um 3 millj. tunnur á dag - sé nauðsynlegur til þess að olíuverðið hækki að marki á ný og haldist þar. Fundahöldum var hætt um miðjan dag í dag, en átti að halda áfram í kvöld. Nordfoto/Símamynd Eldur í Kaupmannahöfn Þannig var umliorfs á brautarstöðinni í Kaupmannahöfn þegar slökkviliðið hafði ráðið niðurlögum elds, sem kviknaði skömmu fyrir hádegi i gœr. Slökkvistarfið gekk greiðlega og sakaði engan. Sjánánar bls. 19. samþykktar Kaupmannahöfn, 21. mars. AP. Neyðarráðstafanir dönsku ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum, sem eru til þess hugsað- ar að rétta við viðskiptahallann og minnka einkaneyslu, voru samþykktar í dag í danska þinginu með tveggja atkvæða mun. Róttæki frjálslyndi flokkurinn studdi frumvarp minnihlutastjómar Pauls Schluter, sem íhaldsflokkur- inn leiðir og fengust þær því sam- þykktar. Ráðstöfununum er ætlað að afla ríkissjóði tekna upp á 10,3 milljarða danskra króna, um 50 milljarða íslenskra króna, einkum með auknum álögum á bensín, olíu- vörur, tóbak, áfengi, ferðir með ferðaskrifstofum og ýmsar munað- Ráðstafanimar vom samþykktar eftir þriggja daga snarpar umræður í danska þinginu. Jafnaðarmanna- flokkurinn og þrír minni stjómar- andstöðuflokkar gagnrýndu ráð- stafanimar harðlega. Þetta em þriðju neyðarráðstafanimar, sem ríkisstjómin gerir á síðustu 12 mánuðum og hafa þær valdið mót- mælaöldu innan verkalýðshreyfíng- arinnar og kennarar fóm í verkfall fyrr í þessari viku vegna þeirra. Reagan um málefni Nicaragua: „Unni mér ekki hvíldar fyri en frelsið fær að njóta sín“ Ortega lítt hrifinn af úrslitum atkvæðagreiðslu fulltrúadeildarinna Rannsókn miðar lítt áfram Stokkhólmi, 21. mars. AP. LEITINNI að morðingja Olofs Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, miðar lítt áfram að sögn Hans Holmer, lögreglu- stjóra, sem yfirumsjón hefur með rannsókninni. Hann segir þó að lögreglunni hafi borist nýjar vís- bendingar, sem nú sé verið að athuga. Vitni bera að þau hafi séð mann með vasatalstöð um 50 metra frá morðstaðnum og em taldar líkur á að sá maður hafí aðstoðað morð- ingjann á flóttanum eftir morðið. Sagði Holmer að lögreglunni hefðu borist 14 þúsund vísbendingar frá því morðið var framið og 300 lög- reglumenn leggi nótt við dag að skoða þær út í hörgul. Sænsk fréttastofa segir að lög- reglan telji að morðingja Palmes sé að finna meðal hægri sinnaðra öfgamanna í Svíþjóð, en Holmer bar þær fregnir til baka. Washington og Managua, 21. mars. AP. „VIÐ getum ekki gefist upp. Við munum aldrei gefast upp,“ sagði Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna, er hann hitti þijá leið- toga Contra-skæruliðahreyfing- arinnar, sem berst gegn stjórn- völdum í Nicaragua, að máli i Hvíta húsinu í kvöld. Eins og kunnugt er felldi fulltrúadeild bandaríska þingsins naumlega tillögu forsetans um 100 milljón dala aðstoð við skæruliða í gær og var gert ráð fyrir að um 70% upphæðarinnar færi til hernað- ar. Reagan berst nú fyrir því að tillagan fái samþykki öldunga- deildarinnar, en deildin mun hefja umræður um hana í næstu viku. Reagan hitti þá Adolfo Calero, Arturo Cruz og Alfonso Robelo að máli í austursal Hvíta hússins, en þar voru auk þeirra um 200 stuðn- ingsmenn hemaðaraðstoðarinnar. „Við erum í þessu saman. Þið emð framttð Mið-Ameríku og í dag gef ég ykkur heit mitt. Ég unni mér ekki hvíldar fyrr en frelsið fær að njóta sín í Nicaragua," sagði Reag- an ennfremur við þetta tækifæri. Daniel Ortega, forseti Nicaragua, lét ekki í ljós neina hrifningu yfír úrslitum atkvæðagreiðslu fulltrúa- deildarinnar. Sagði hann að úrslitin myndu ekki breyta neinu um barátt- una í Mið-Ameríku, hún héldi áfram. „Úrslit atkvæðagreiðslunn- ar merkja ekki að stríðið sé á enda,“ sagði Ortega og bætti við: „Okkur er ógnað. Reagan hefur rætt um að láta uppreisnarmönnum hemað- arráðgjafa í té. Það yrði upphafíð að annarri Víetnamstyijöld." Ortega sagði deilumar í banda- ; iska þinginu um aðstoðina vera bæði ólöglegar og ósiðlegar. Þær væm brot á alþjóðalögum oggengju gegn almenningsálitinu í heiminum. Hann endurtók að ekki kæmi til greina að hann ætti fund með Contra-skæruliðum, en sagðist hins vegar vera tilbúinn til viðræðna við „foringja Contra - Ronald Reagan". Fréttastofan Tass í Moskvu sagði í dag að úrslit atkvæðagreiðslunnar jafngiltu vantrausti á stefnu Reag- ans í Mið-Ameríku. Kallaði Tass stefnu Reagans „skipulögð hryðju- verk, gegn fullvalda ríki“. Frétta- stofan Novost! sagði að þetta hefði verið dimmur dagur fyrir Haukana í Washington. „En fyrir veröldina var þetta sigur skynseminnar á Capitol-hæð.“ Forseti Guatemala, Vinicio Cerezo, sagði að ríki Mið-Ameríku hefðu verið hlutlaus hvað atkvæða- greiðsluna um aðstoð við skæmlið- ana snerti, þrátt fyrir fregnir um hið gagnstæða. Sagði hann að Philip Habib, sérlegur sáttasemjari Ronalds Reagans í Mið-Ameríku, væri sekur um klaufaskap, er hann lét hafa eftir sér að þijú riki Mið- Ameríku styddu að skæruliðum væri veitt hemaðaraðstoð. AP/Símamynd Richard Lugar, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinn- ar, til vinstri og Robert Dole, leiðtogi meirililutans í öldungadeild- inni, til hægri, ræða við fréttamenn eftir atkvæðagreiðsluna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.