Morgunblaðið - 22.03.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 22.03.1986, Síða 3
3 Spánarhúsin: Þrír aðilar fengið leyfi LEYFI hefur verið veitt til kaupa á þremur orlofshúsum á Spáni frá því að viðskiptaráðherra ákvað að heimila gjaldeyrisyfir- færslu til slíkra kaupa í janúar sl. „Satt að segja voru fyrirspumir um húsakaupin tölvert meiri áður en leyfí fékkst til gjaldeyrisjrfir- færslu - síðan leyfíð fékkst er eins og menn hafi misst áhugann. Þrír aðilar hafa þó sótt um og fengið leyfi og tvær umsóknir í viðbót liggja fyrir," sagði Sigurður Jó- hannesson hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1986 Einn símastaurinn rifnaði niður að jörð eftir að eldingunni hafði lostið í simalinuna. Öræfi: Elding tætti símastaur Morgunblaðið/Sigurdur Gunnarsson ELDINGU sló niður í símalínu á milli Hnappavalla og Kvískerja í Oræfum í liðinni viku. Nokkrir staurar brotnuðu, en alls skemmdust 10 til 12 staurar. Einn stauranna rifnaði hreinlega niður að jörð. Einnig brunnu kaplar og tengingar á Hnappa- völlum og Kvískeijum. Á síðar- nefnda staðnum var bjalla uppi á vegg og brotnaði stórt stykki úr veggnum þar sem hún var. Oræfasveit var að mestu sima- sambandslaus i nokkra daga vegna bilinar á fjölsímakerfi til Hafnar í Hornafirði. Fiskmarkaður í Bandaríkjunum: 5 senta hækkun áfiskflökum — í 5 og 10 punda pakkningum COLDWATER, dótturfyrir- tæki Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í Bandaríkjun- um, hefur hækkað fiskflök í fimm og tíu punda pakkning- um um fimm sent pundið. Lítið af þeirri hækkun skilar sér þó til framieiðenda hér heima, að sögn Magnúsar Gústafssonar for- stjóra Coldwater, því megnið af fimm punda pakkningunum er keypt af veitingastaðakeðjunni Long John Silver’s, sem fyrir löngu hefur samið um fast verð. Auk þess hefur lækkun Bandaríkjadals hér áhrif. Magnús Gústafsson sagði að verð á matvöru í Bandaríkjunum stæði í stað eða lækkaði jafnvel örlítið og því ættu viðskiptavinir fyrirtækisins erfitt með að skilja hvers vegna fiskur þyrfti endilega að hækka núna. „Vísir menn spá að matvara muni lækka að meðal- tali um eitt prósent hér í landi á þessu ári,“ sagði hann. „Það er því ekki hægt að misbjóða við- skiptavininum - og sumir þeirra hafa reyndar bent á, þegar við berum fyrir okkur lækkun dollar- ans, að við bjóðum ekki verðlækk- un þegar dollarinn hækkar.“ Bakarasveinar boða verkfall Bakarasveinar hafa boð- að verkfall í brauðgerðar- húsum landsins frá 1. apríl næstkomandi hafi ekki tek- ist samningar í deilu þeirra við bakarameistara fyrir þann tíma. Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila á fund á mánudaginn kl. 16. að sögn talsmanns Vinnuveit- endasambands íslands. Hjá ríkissáttasemjara verður og fundur á mánudagsmorguninn í deilu Félags starfsfólks í veitinga- húsum og vinnuveitenda og þar verður sömuleiðis fljótlega haldinn fundur í deilu Bifreiðastjórafé- lagsins Sleipnis og Félags sérleyf- ishafa. Meginkrafa Bakarasveinafé- lagsins er að félagsmenn þess, alls um 100, fái greitt vaktaálag fyrir þann tíma, sem þeir vinna eftir að hafa skilað átta stunda vinnudegi. Samningur ASÍ og vinnuveitenda var felldur á félags- fundi Bakarasveinafélagsins með 23 atkvæðum gegn þremur í fyrri viku. Ekki hafa enn tekist samningar í deilu verkalýðsfélaganna í álver- inu í Straumsvík og stjórnar fyrir- tækisins. Samningafundur, sem hófst um hádegi á fímmtudag, stóð til kl. rúmlega 16 í gær og var þá frestað til mánudags. Nokkuð miðaði í samkomulagsátt, INNLENT Vinsældalistí rásar 2: Gaggó Vest stigahæsta lagið frá upphafi LAG Gunnars Þórðarssonar, Gaggó Vest, sungið af Eiríki Haukssyni, er nú stigahæsta lag vinsældalista hlustenda rásar 2 frá upphafi. Næst stigahæst er lagið „A view to a kill“ flutt af hljómsveitinni Duran Duran. Lagið Gaggó Vest hefur verið 17 vikur á vinsældalistanum-og or enn í íjórða sæti. Að sögn Gunnlaugs Helgasonar fór lagið rólega á toppinn, fór úr 29. sæti í 12. sæti og hefur síðan verið meðal 10 efstu laganna á listanum, og enn er ekki séð fyrir endann á vinsældum þess. Allir gæðabílarnir frá Daihatsu. Daihatsuumboðið s. 685870 — 681733 DAIHATSU sýning Frá kl. 1-5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.