Morgunblaðið - 22.03.1986, Page 64

Morgunblaðið - 22.03.1986, Page 64
LAUGARDAGUR 22. MARZ 1986 VERÐ f LAUSASÖLU 40 KR. Tveggja er saknað eftir að trilla fórst undan Skerjafirði FJÖGURRA tonna trilla, Signrður Þórðarson GK 91, fórst á Faxaflóa aðfaranótt föstudagsins. Tveir menn voru um borð í trillunni og er þeirra saknað. Annar mannanna hafði nýlega keypt bátinn og voru þeir að flylja hann frá Reykja- vík til Njarðvíkur. Leiðindaveður var um nóttina, suð-vestan átt og gekk á með hvössum éljum. Talið er að trillunni hafi hlekkst á fyrir mynni Skeijafjarðar. Að sögn Jóhannesar Briem hjá Slysavamafélagi íslands barst til- kynning um að báturinn væri að leggja af stað frá Reykjavík um kiukkan 20.00 á fímmtudagskvöld- ið. Það var svo seinni hluta nætur sem farið var að óttast um afdrif hans. Maður nokkur hringdi til Slysavamafélags íslands um klukk- an 4.30 aðfaranótt föstudagsins og spurðist fyrir um ferðir trillunnar. Sex ung- menni í gæslu- varðhald SEX ungmenni voru í gær úr- skurðuð í gæsluvarðhald að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkis- ins vegna gruns um aðild að innbrotum og skemmdarverkum þeim tengdum á höfuðborgar- svæðinu að undanförnu. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur að undanfömu haft til meðferðar nokkuð mörg innbrot, sem framin hafa verið með skipulögðum hætti á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Halivarðs Einvarðssonar, rann- sóknarlögreglustjóra, hefur rann- sókn miðað vel og mál þessi verið að upplýsast eitt af öðm og í fram- haldi af því þótti ástæða til að krefjast gæsluvarðhaidsúrskurðar yfír ungmennunum sex. Verðmæti þess, sem stolið hefur verið í inn- brotum þessum er talið nema rösk- lega einni milljón króna auk þess sem mikil skemmdarverk hafa verið unnin í tengslum við þessi innbrot. í hópi hinna grunuðu eru tvær stúlkur. Þrennt var úrskurðað í gæslu- varðhald til 27. mars nk. og þrennt til 2. apríl nk. Hann lagði á áður en náðist að spyija hann um nafn og símanúmer. Var þá strax hafín eftirgrennslan. Báturinn hafði verið seldur tvisvar á árinu og tók langan tíma að fá upplýsingar hveijir væru eigendur hans. Hringt var á allar hafnir og lögregla fengin til að athuga hvort hann hefði komið fram. Um klukkan 8.00 á föstudags- morguninn hafði tekist að afla upplýsinga um bátinn og mennina og var þá haft samband við Land- helgisgæsluna og kaliað út til báta á Faxaflóa auk björgunarsveitanna Fiskakletts í Hafnarfírði og Alberts á Seltjamamesi og leit hófst. Um klukkan 12.30 í gærdag var ljóst að báturinn hafði farist, en þá fann Aðalbjörg II hluta af stýrishúsi hans með einkennisstöfum bátsins þar sem hún var stödd um 6 sjómíl- ur norð-vestur af Gróttu. Leitað var fram í myrkur og verður leit haldið áfram í dag. Enginn björgunarbátur var um borð í trillunni, en mest allur búnaður bátsins var í Grindavík. Mennimir höfðu tekið með sér tvö björgunar- vesti og talstöð. Tilkynningaskyldunni barst til- kynning um klukkan 22.00 á fímmtudagskvöldið um að neyðar- blys hefði sést norð-vestan við Akurey. Hafnsögumenn og björg- unarbáturinn Gísli J. Johnsen fóru á vettvang og einnig var talað við skipveija á erlendu olíuskipi sem lá úti fyrir höfninni, en þeir höfðu ekki orðið varir við neitt. Jóhannes Briem sagði að neyðarblysið hafí sést í allt annarri átt en brakið fannst síðar svo ekki væri hægt að tengja þetta saman. Reyndar sáust einnig blys yfír bænum í fyrrakvöld. Ekki er unnt að birta nöfn mannanna að svo stöddu. Morgunblaðid/RAX Brak fannst úr trillunni í gærdag. Skipveijar á Aðalbjörgu fundu hluta af stýrishúsi með merki bátsins og félagar úr björgunarsveitum fundu brak rekið á fjörur. Mjólkurfræðingar í verkfall annað kvöld: Útlit fyrir mjólkur- skort á miðvikudag ALLT útlit er fyrir að verkfall Mjólkurfræðingafélags íslands skelli á á miðnætti á sunnudag. Mjólkurskortur gæti þvi farið að gera vart við sig um miðja næstu viku, takist ekki samn- ingar fyrir þann tíma, að því er Vilhelm Andersen, skrif- stofustjóri Mjólkursamsölunn- ar í Reykjavík, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Fundur í deilunni stóð í um Alkalískemmdir alvarlegra vandamál en áður álitið: Hætta á aðsvalir húsa í Breiðholtinu hrynji Frágangur nýrra timburhúsa er víða ábótavant Aikalískemmdir í stein- húsum eru enn alvarlegra vandamál en hingað til hefur verið talið. Rífa þarf nokkur steinhús vegna alkalí- skemmda. Einnig þarf að endursteypa svalir á meiri- hluta steinhúsa í nýrri hverf- um borgarinnar af sömu ástæðu, ekki síst í Breiðholts- hverfi. Þetta kom m.a. fram i erindi Ríkharðs Kristjáns- sonar verkfræðings á ráð- stefnunni Viðhald stein- steyptra mannvirkja - fram- tíðarsýn, í gær. Einnig kom fram í erindi Rík- harðs að endurvinna þurfí mikið af viðgerðum á alkalískemmdum á húsum, þ.e. klæðningum, vegna fúa sem kemur fram í gluggum og timburgrindum. Ríkharður sagði að enginn vafí væri á að mikið viðhald og við- gerðir verði á timburhúsum og væru viðgerðir þegar byijaðar. Nokkur munu fara illa í vindi og þá hefjast styrkingar í stórum stfl. Einnig eftir ábendingar frá jarðskjálftafræðingum um að stíf- ingu vanti alfarið í þök sumra þeirra. Þá yrði mikið um fúa- skemmdir í vissum þröngum þökum vegna þess að rangar ályktanir hafa verið dregnar af hegðun eldri húsa og ekki reiknað með að þurfi að lofta þök á ís- landi. Ríkharður sagði að sum timburhús myndu fjúka ef þau héngju ekki saman á innveggjun- um. fjóra tima í gær. Unnið verður í mjólkurbúunum alla helgina og ættu þvi að vera til 2-3 daga birgðir á mánudaginn. Mjólkurfræðingar, sem eru um 100, felldu nýgerðan kjarasamning ASÍ og vinnuveitenda í siðustu viku með 28 atkvæðum gegn fímm. Með verkfallinu vilja þeir leggja áherslu á sérkröfur sinar, sem eru m.a. um fjölgun launaflokka, stjómunarálag og greiðslu á ferða- og fæðiskostnaði. Af hálfu VSÍ og mjólkurbúanna hefur kröfum þeirra verið hafnað því að öðrum kosti „fengju þeir hækkun, sem væri verulega umfram aðra,“ eins og Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, orðaði það í viðtali í Morgunblaðinu fyrr í þess- ari viku. Mjólkurfræðingar stjóma allri innvigtun og vinnslu í mjólkur- búunum og leggst því öll fram- leiðsla niður um leið og þeirra nýt- ur ekki við. Talið er að daglega gefí mjólkurkýr landsins af sér 600-700 þúsund lítra af mjólk, þar. af berast um 120 þúsund lítrar til Mjólkurbús Flóamanna á degi hveijum. Má búast við að bændur fari að hella niður mjólk sinni fljót- lega eftir helgina sjái þá ekki fyrir endannádeilunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.