Morgunblaðið - 05.04.1986, Page 2

Morgunblaðið - 05.04.1986, Page 2
MQRGjJNBLAÐÍÐ, lyVUQARQAGUfi 5.APplL19,86 Góð veiði hjá Faxavík Morgunblaðið/Sigurður Stoinar VARÐSKIPSMENN komu að togfoátnum Faxavík GK 727 þar sem hann var á veiðum undan Krísu- víkurbergi. Farið var um borð til að kanna afla, veiðarfæri og annan búnað, eins og varðskips- menn gera annað slagið. Reyndist allt vera til fyrirmyndar í bátnum. Báturinn veiddi vel, var með 7—9 tonn af góðum fiski eftir daginn. Útvarpsráð gagn- rýnir fréttir af fundi her- námsandstæðinga Á FUNDI útvarpsráðs í gær óskaði Magnús Erlendsson fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í ráðinu að eftirfarandi bókun yrði gerð vegna frétta- flutnings af fundum hernámsandstæðinga á laugardaginn. Meirihluti útvarpsráðs lýsti sig samþykkan bókuninni. Icelandic Freezingplants í Grimsbyt Helmingi meiri sala en á sama tíma 1985 HEILDARSALA Icelandic Freezing Plants Itd. í Grimsby, dótturfyrir- tækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, fyrsta fjórðung þessa árs varð helmingi meiri en á sama tímabili í fyrra í Bretlandi, en auk þess selur fyrirtækið fiskafurðir til nokkurra annarra Evrópulanda. Olafur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að skortur á ýmsum fisktegundum hefði komið í veg fyrir enn meiri söluaukningu. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var heildarsalan 7.098.000 sterlings- pund (433 milljónir króna) en á sama tíma í fyn-a 3.561.000 pund (217,2 milljónir króna). Söluand- virði verksmiðjuframleiddrar vöru nú var 2.116.000 pund (129 milljón- ir) en í fyrra 1.348.000 pund eða 82,2 milljónir króna. Aukningin milli áranna er 57%. Sala flaka þetta tímabil nú nam 4.982.000 pundum (304 milljónum króna) en á síðasta ári 2.213.500 pundum eða 135 milljónum króna. Aukningin er 125%. Heildarsalan í marz- mánuði nú var 46% meiri en í sama mánuði í fyrra. Ólafur Guðmundsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessi Helgi Ólafs- son einn í efsta sæti HELGI Ólafsson stórmeistari er einn efstur á opna alþjóðlega skákmótinu í New York, með fimm vinninga eftir sex umferð- ir. Helgi tefldi við Bandaríkja- manninn Bonin í sjöttu umferð og vann skákina i 52 leikjum eftir sex tíma setu. Helgi er sjö- undi stigahæsti maðurinn í mót- inu. Níu skákmenn koma næstir Helga með 4 'h vinning, en þeir Margeir Pétursson og Jón L. Áma- son eru í hópi 18 manna með 4 vinninga. Margeir gerði jafntefli við stórmeistarann Abramovic frá Júgóslavíu, en Jón L. vann Garcia frá Kólombíu. Karl Þorsteins vann einnig sinn andstæðing, Banda- ríkjamanninn Sapiro, og hefur hlot- ið 3 lh vinning. Sjötta umferðin var telfd fimmtu- daginn, en frí var í gær. í kvöld á Helgi að tefla við þriðja stigahæsta mann mótsins, alþjóðlega meistar- ann Benjamin frá Bandaríkjunum, Margeir við samlanda hans Kogan, Jón L. við Frias frá Chile og Karl við Bandaríkjmanninn Schroer.. aukning væri vissulega ánægjuleg, en því miður hefði skortur á ýmsum fisktegundum að heiman svo sem þorski, ýsu og flatfíski dregið úr mögulegri sölu. Ennfremur hefði fiskskortur hamlað sölu til annarra Evrópulanda, en fyrir þau vantaði aðallega karfa, grálúðu og ufsa. Ólafur sagði helztu skýringar á þessari miklu aukningu þær, að febrúarmánuður hefði verið meira en tvöfalt betri en sami mánuður í fyrra. Markaðsaðstæður í Bretlandi væru mjög góðar, eftirspum mikil og verð hagstætt. Þá hefði styrk staða pundsins gagnvart öðrum gjaldmiðlum orðið til að beina meiri framleiðslu á Bretlandsmarkaðinn. Mikill þorskafli hefði verið heima að undanfömu og skortur á starfs- fólki hefði meðal annars komið fram í því, að aukin áherzla væri lögð á vinnu í fljótunnar pakkningar fyrir Bretland. Loks mætti geta þess, að engin birgðasöfnun væri nú heima, allt færi nánast beint út. Rekstur fyrirtækisins væri vegna þessa hagstæður og útlitið framundan gott. Bókun Magnúsar Erlendssonar er svohljóðandi: Ég lejrfi mér að gagnrýna vinnu- brögð fréttastofu hljóðvarps vegna kynningar á svokölluðum „Samtök- um hemámsandstæðinga" laugar- daginn 29. mars sl. I aðalfréttatíma í hádegi þann dag var greint ítarlega frá væntan- legum fundi þessara samtaka síðla sama dag. Engin önnur félög eða félagasamtök er boðuðu fundi á þessum tiltekna degi, fengu slíka kynningu í fréttum. í aðalfréttatíma hljóðvarpsins að kvöldi sama dags var síðan ítarleg frásögn af fundi þessum, og loks til að kóróna verkið var fréttaauki með löngu viðtali við formann áður- nefndra samtaka. Upplýsti formað- urinn þar m.a. að Sjálfstæðisflokk- urinn og reyndar einnig Framsókn- arflokkurinn væru hvorki meira né minna en boðberar vígbúnaðar- kapphlaupsins á Islandi. Hér var um gróflega misnotkun á þessum ríkisfjölmiðli að ræða og ábyrgð lýst á hendur þeim frétta- mönnum sem að þessum kynning- umstóðu. { framhaldi af ofanskráðu er ósk- að skriflegra upplýsinga frá frétta- stofu hljóðvarpsins um hvaða reglur gilda á fréttastofunni varðandi kynningar á mannfundum í frétt- um. Svör óskast á næsta fundi út- varpsráðs. Enn einu sinni hafa fámenn samtök sérhyggjufólks náð að mis- nota hljóðvarpið. Slíkt ber að for- dæma harðlega. Nýr samn- ingnr við sjúkra- hússlækna UNDIRRITAÐUR hefur verið nýr kjarasamningur milli Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur, fyrir hönd sjúkrahússlækna, og ríkissjóðs og Reykjavíkur- borgar. Samningurinn er eins og aðrir samningar, sem gerðir hafa verið að undan- förnu á vegum BSRB og BHM, að sögn Páls Þórðar- sonar, lögfræðings læknafé- laganna. Samningurinn tekur til um fjögur hundruð lækna. Hann gildir frá 1. mars, eins og ný- gerður samningur BHM og rík- isins, enda eru læknamir allir félagar í BHM þótt þeir séu ekki allir formlega ríkisstarfs- menn. Læknar munu greiða atkvæði um samninginn síðdegis á mánudag. Nói-Síríus lækkar verð á súkkulaðikexi um 8% NÓI og Síríus hefur ákveðið að lækka verð á súkkulaðikexi frá og með næsta mánudegi. Þetta þýðir að þessar vörur lækka um 8,04% út úr búð að sögn Kristins Björnssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Kristinn sagði að ytri aðstæður ásamt nýlegri skipulagsbreytingu í kexdeildinni gerðu Nóa-Síríusi kleift að lækka verðið. Eftir að vextir lækkuðu, voru greiðsluáætl- anir endurskoðaðar. Vegna lækk- andi vaxta og lækkandi heimsmark- aðsverðs á hráefni töldu forráða- menn fyrirtækisins kleift að lækka verðið. Þá er einnig reiknað með að gengi verði nær óbreytt á þessu ári, eins og ríkisstjómin stefnir að. Félag íslenskra iðnrekenda hefur skorað á aðildarfyrirtæki sín að halda óbreyttu verði og helst lækka verð á framleiðsluvörum. Kristinn sagði að þessi áskomn hefði ekki síður ráðið ákvörðun um verðlækk- un, en hagstæðar ytri aðstæður. Hann sagði einnig að verið væri að athuga möguleika á því að lækka verð á öðmm vömm, svo sem á Tópastöflum. Mótefni alnæmisveirunnar hefur greinst í 5 eiturlyfjaneytendum Fjöldi smitaðra einstaklinga vex stöðugt STÖÐUGT finnast fleiri íslendingar sem bera þess merki að hafa smitaðst af alnæmisveirunni, HTLV-III. Mótefni gegn veir- unni hefur mælst i 23 einstaklingum, þar af eru tveir sem fengið hafa alnæmi á efsta stigi. Annar þeirra lést fyrir nokkru, en sjúk- dómurinn greindist i hinum nýlega. Átta manns eru með forstigs- einkenni alnæmis, en 13 eru einkennalausir. Sautján af þessum 23 eru hommar, en 5 eru eiturlyfjaneytendur, sem hafa líklega smitast af því að sprauta sig í æð. í hópi eiturlyfjaneytendanna er ein kona, sú eina sem enn hefur greinst með mótefni veirunnar í blóði sínu. Enginn íslenskur dreyrarsjúklingur hefur greinst með merki smits. forstigseinkenni og 50-100 með merki smits en einkennalausir. í frétt frá landlæknisembættinu segir að íslendingar séu að nálg- ast þessar tölur hvað varðar hlut- fallið milli þeirra sem hafa alnæmi og forstigseinkenni þess, en hins vegar séu tölur um smitaða en einkennalausa einstaklinga mun lægri hér en búast má við sam- kvæmt bandaríska líkaninu. „Það Tölur frá því í febrúar sýna 20.193 skráð tilfelli alnæmissjúkl- inga í heiminum öllum, langflest þeirra eru í Bandaríkjunum, eða 17.001. í Evrópu er vitað um 1.748 tilfelli, hlutfallslega flest í Frakklandi, Belgíu, Danmörku og Sviss. í Bandaríkjunum er miðað við að á móti hveijum einum sjúklingi með alnæmi séu 5-10 manns með er því ástæða til að óttast, að ekki hafi náðst til 100-200 smit- aðra, en einkennalausra einstakl- inga,“ segir í fréttinni. Á fundi hjá landlækni með helstu smitsjúkdómasérfræðing- um landsins í gær, kom fram að einstaklingar úr áhættuhópum sýna alnæmi nú minni áhuga en áður. Færri koma af sjálfsdáðum til mótefnamælinga og stórlega hefur dregið úr notkun símaþjón- ustu samstarfsnefndar Borgar- spítalans og Landspítalans. Höfðu læknamir af þessu nokkrar áhyggjur, því áhugaleysið er í engu samræmi við þá staðreynd að ljöldi smitaðra einstaklinga vex jafnt og þétt með sama hraða og áður. Þær fréttir berast þó frá Bandaríkjunum að á sums staðar hafi dregið tölvert úr útbreiðslu- hraða sjúkdómsins, einkum á þeim stöðum þar sem alnæmi hefur verið hvað útbreiddast, eins og í New York og San Francisco. Dr. Haraldur Briem upplýsti að svo virtist sem nokkur mettun hefði orðið í áhættuhópum á þess- um stöðum, og tvöföldunarhrað- inn væri nú 13 mánuðir þar í stað 6-8 mánaða áður. í Evrópu hefur hins vegar ekkert lát verið á út- breiðslunni. Að sögn sérfræðinganna hefur lítið miðað í átt að lækningu á alnæmi. Þeir Sigurður Guðmunds- son og Kristján Erlendsson sögðu að bóluefni væri fjarlægur draum- ur. Veiran væri síbreytileg og því illmögulegt að finna nothæft mótefni, og jafnvel þótt það fynd- ist væri vafasamt að það virkaði vemdandi. Helsta vonin um árangursríka meðferð væri að dugandi lyf uppgötvaðist. Slíkt lyf er þó ekki í sjónmáli, þrátt fyrir miklar rannsóknir og viðleitni víða um heim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.