Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 48
heim Sbókhauj® semþarf LAUGARDAGUR 5. APRÍL 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Bensínlítr- inn lækkar um 4 krónur t&r hefur þá lækkað um 20% á árinu VERÐLAGSRÁÐ ákvað i gær að lækka útsöiuverð bensíns um 4 krónur lítrann. Bensínlítrinn lækkar um 2 krónur i dag og 2 krónur til viðbótar 1. mai, ef gengisforsendur breytast ekki verulega. Frá og með deginum í dag kostar hver bensínlítri þvi 30 krónur og 28 krónur eftir 1. mai. Þegar lækkunin verður öll komin til framkvæmda hefur bensínlítrinn lækkað um 7 krónur það sem af er árinu, eða um 20%. Georg Ólafs- •~«jon verðlagsstjóri sagði að inn- kaupajöfnunarreikningur bensíns væri nú neikvæður um 3,5 milljónir kr. og yrði orðinn neikvæður um 17-18 milljónir um 20. þessa mán- aðar en þá kláraðist það bensín sem keypt var á 236 dollara tonnið. Eftir þann tíma yrði verulegt inn- streymi á reikninginn því til væru 3ja mánaða birgðir sem keyptar hefðu verið á 126 og 133 dollara tonnið, komið um borð í olíuskip ytra. Hann sagði hugsanlegt að bensínið lækkaði eitthvað frekar 1. júní. Gæzlan fær nýja þyrlu Morgunblaðið/Ámi Sœberg Okurmálið: Ákærða synjað um greiðslu- stöðvun SKIPARETTUR Kópavogs synj- aði á miðvikudag beiðni Her- manns G. Björgvinssonar, sem nú sætir ákæru fyrir meinta umfangsmikla okurstarfsemi, um þriggja mánaða greiðslu- stöðvun. Dómarinn, Sveinbjöm Sveinbjörnsson fógetafulltrúi í Kópavogi, nýtti sér heimildar- ákvæði i lögum og kvað upp forsendulausan úrskurð - þ.e. rökstuddi synjunina ekki. Hermann fór fram á greiðslu- stöðvunina til að koma fjármálum sínum á hreint. Megintilgangurinn var að komast að því hversu mikið hann raunverulega skuldar fólki, sem hann fékk lánað hjá fé til starfsemi sinnar og eins hversu mikið hann kann að eiga útistand- andi hjá því fólki, sem hann ávaxt- aði fé fyrir fram til þess tíma, er hann var hnepptur i gæsluvarðhald í vetur. LANDHELGISGÆZLAN er nú að taka í notkun litla franska þyrlu tU sjúkraflugs og vitaþjón- ustu. Þyrlan er af gerðinni AS 350 B Ecureuil (íkorni) og er þriggja ára gömul. Benóný Ás- grímsson, þyrluflugmaður bj& Gæzlunni, sagði i samtali við Morgunblaðið, að þyrlan hefði komið til landsins um páskana og væri nú unnið að því að búa hana til notkunar. Því yrði væntan- lega lokið á þriðjudag. Gámaútflutningnr frá Eyjum í hámarki: Yerulegiir samdráttur hjá vinnshistöðvunum FISKSKORTUR hijáir nú flestar fiskvinnslustöðvamar í Vest- mannaeyjum vegna síaukins útflutnings fersks fisks í gámum. Á fimmtudag vom fluttar utan með þeim hætti um 600 lestir og svipað vikuna á undan. Nærri iætur að þetta sé um 80% landaðs fisks í Eyjum. Nánast allur fiskur trollbáta fer utan í gámum og netafiskur- inn í auknum mæli. Dæmi era um það að fiskvinnslufyrirtæki hafi nú fengið rúmlega 50% minna af fiski til vinnslu en á sama tíma í fyrra. Þar sem fiskurinn í gámana er slægður úti á sjó, berst nær ekkert af hrognum og lifur til vinnslu í landi. Guðjón Ólafsson, skrifstofustjóri Fiskiðjunnar, segir ástandið vegna þessa vægast sagt hrikalegt. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafi fyrirtækið aðeins fengið 56% af aflamagni Afnotagjöldin verða lækkuð ÁKVEÐIÐ héfur verið að lækka afnotagjald sjónarps sem nemur 18 krónum fyrir hvera dag sem dagskrá sjónvarps féll niður vegna deilu tæknimanna. Afnotagjald fyrir dagskrá rásar 1 og sjónvarpsins er 18 krónur á dag og nemur lækkun afnotagjalda þeirri upphæð fyrir hvem sjónvarpslausan dag. Truflun á dagskrá rásar 2 kemur ekki til lækkunar þar sem ■afnotagjöld renna ekki til reksturs hennar. Lækkun afnotagjalda kemur ekki til framkvæmda fyrr en í sumar, vegna þess að afnotagjaldaseðlar höfðu þegar verið sendir út þegar röskun varð á dagsránni. Sjá nánar yfirlýsingu Markúsar Arnar Antonssonar útvarps- stjóraábls. 19. sama tímabils í fyrra til vinnslu. Nú hafi verið tekið 'á móti 2.000 lestum en 3.500 á sama tíma í fyrra. Það, sem helzt hefði orðið til bjargar fyrirtækinu og starfsfólki þess í vetur, hafi verið frysting 700 lesta loðnu og loðnuhrogna. Nú fengi Fiskiðjan aðeins hluta af afla togaranna til vinnslu en bátafiskur- inn færi nánast allur í gáma. Meðal annars af þeim sökum bærist ekkert af hrognum og lifur til vinnslu í landi. Stefán Runólfsson, forstjóri Vinnslustöðvarinnar, tók í sama streng. Ástandið hefði verið slæmt en aldrei verra en síðustu tvær vikur. Þá léti nærri að um 80% iandaðs afla hefði farið utan í gám- um, um 600 lestir hvora vikuna. Þá væri nánast öllum hrognum og lifur skilað aftir í sjóinn á miðunum svo ekki væri vinna við þá iðju fyrir hendi. Samdráttur væri hjá öllum vinnslustöðvunum og bitnaði hann fyrst og síðast á verkafólkinu. Að sögn fréttaritara Morgun- blaðsins í Vestmannaeyjum var á fimmtudag flutt út í gámum meira magn af ferskum fiski í einu lagi en dæmi eru til um áður. Rösklega 600 tonn. Það var Laxfoss, sem lestaði alls 37 gáma af ferskum fiski og auk þess fóru með skipinu 3 gámar af sérverkaðri sfld, svoköll- uðum súrlöppum og einn 20 tonna gámur með lýsi. Nær allur afli trollbáta frá Eyjum fer á erlendan markað í gámum og í auknum mæli fer afli netabáta sömu leið. Er ekki laust við að margir hafi verulegar áhyggjur af þessari þróun og er nú svo komið að í stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum, er aðeins með naumindum hægt að halda uppi dagvinnu í þeim stóru og fullkomnu flskvinnslustöðvum, sem þar eru starfandi. í Eyjum væri viðvarandi atvinnuleysi í fisk- vinnslu, ef ekki nyti við stöðugra landana togara. íslenzkt gisti- hús í Kúlúsúk EIGINKONA Helga Jónssonar flugmanns, Jytte Marchir, hefur nú fest. kaup á húsi í Kap Dan við Kúlúsúk á Grænlandi með það fyrir augum að veita ferðamönn- um með vélum Helga Jónssonar gistiþjónustu. Húsið verður tekið í notkun i vor. Jytte Marchir sagði í samtali við Morgunblaðið, í húsinu væru kojur fyrir 8 manns, setustofa og aðstaða til matseldar. Verið væri að lagfæra húsið og undirbúa það undir þetta hlutverk. Mest allt efni til endur- bótanna væri flutt héðan og ætti húsið að verða tilbúið í vor. Þetta væri mikilvægur áfangi í ferða- mannaþjónustu á þessum slóðum því gistirými í Kúlúsúk hefði ekkert verið. Til þessa hefði fólk orðið að fljúga með þyrlu til Angmagssalik til að komast á hótel. Með þessu væri vonast til að fá íslendinga auk annarra ferðamanna til að auka ferðir sínar til austurstrandar Græn- lands og dvelja þar lengri eða skemmri tíma. Mj ólkurkvótinn: 10 milljón lítra sam- dráttur nauðsynlegur Á FYRSTU sjö mánuðum yfirstandandi verðlagsárs, september tíl mars, var innvegin mjólk hjá mjólkursamlögunum 60.260 þús- und lítrar. Era það rúm 56% af búvörasamningi ríkis og bænda. Á þeim fimm mánuðum sem eftir eru af verðlagsárinu mega bændur því framleiða við fullu verði 46.740 þúsund lítra. Þetta er einmitt besta framleiðslutímabil ársins. Á síðasta ári voru til dæmis framleiddar 57 milljónir lítra á þessu tímabili og þurfa bændur því að draga framleiðsluna saman um rúmlega 10 milljón- ir lítra það sem eftir er af verðlagsárinu. Á þeim samlagssvæðum sem að framleiða 23.702 þúsund lítra, framleiðsluaukningin hefur verið mest á fyrstu mánuðum verðlags- ársins verður samdrátturinn mestur í sumar. Til dæmis eru bændur á samlagssvæði Mjólkur- bús Flóamanna á Selfossi búnir eða um 62% af rétti sínum og eiga aðeins eftir að framleiða rúmar 14 milljónir lítra fram til 1. september. Undanfarna sjö mánuði hefur framleiðslan á Suðurlandi verið nærri 20% meiri en hún var á sama tíma síðasta verðlagsár. Áhrif mjólkurkvótans sem sett- ur var á í lok janúar eru nú að koma fram svo um munar. Fyrstu fimm mánuði verðlagsársins var framleiðslan 14% meiri en sömu mánuði í fyrra. í febrúar minnkaði aukningin niður í 7,3% og í mars var mjólkurframleiðslan 1,6% meiri en í sama mánuði í fyrra. í mars var innvegin mjólk hjá mjólkursamlögunum 7.850 þús- und lítrar, 123 þúsund lítrum meiri en í mars á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.