Morgunblaðið - 05.04.1986, Side 5

Morgunblaðið - 05.04.1986, Side 5
^'MORGUNHIlAJXIB'LAUO'ARPAGTJa.ÆliAÞIðÍJlðB^ $5 Dagvistarheimili fyrir MS sjúklinga opnað á Alandi 13: „I þessu húsi blasa við verk þeirra sem eru velviljaðir“ 16 sjúklingar geta verið samtímis í dagvist „UM SEXTÍU manns þurfa á dagvistarrými að halda og við væntum þess að við getum fullnægt þeirri þörf hér. Ætlunin er sem sé að hópunum sé skipt í tvo eða þrjá því að reiknað er með að 16—20 geti verið samtimis og hver hópur þvi 2—3svar í viku,“ sagði John Benedikz, yfirlæknir og varaformaður MS-félagsins, í tilefni af þvi að félagið er að taka í notkun sérhannað hús í Fossvogi fyrir þessa starfsemi og var það sýnt gestum í gær. Gyða Ólafsdóttir, formaður fé- lagsins, bauð gesti velkomna og sagði frá aðdraganda þess að heim- ilið er nú opnað og þar með bætt úr brýnni og sárri þörf. Gyða sagði að um ár væri síðan MS-félagið fékk skrifstofu í húsi Krabbameins- félagsins og siðan var farið að leita að eigin húsnæði til að geta rekið dagvist og þá um leið til að efla félagsstarfsemi. Þáverandi heil- brigðisráðherra, Matthías Bjama- son, veitti lejrfi fyrir því að félagið fengi greidd daggjöld og það var síðan staðfest af núverandi heil- brigðisráðherra. Gyða sagði að þá hefði verið næst á dagskrá að leita eftir húsnæði og hefði síðan verið haft samband við Davíð Oddsson borgarstjóra sem hefði sýnt málinu skilning. „Á sl. hausti rak svo á fjörur okkar íbúð, sérhönnuð fyrir fatlaða í Álandi 13 sem hentaði okkur alveg piýðilega. Borgin keypti húsnæðið og við undirskrif- uðum 5 ára leigusamning og er nú að sjá hvemig tekst til,“ sagði Gyða. Hún tók fram að stofnun sem þessi myndi létta á heilbrigðiskerfinu, svo sem með legurúmum og heima- hjúkmn. Félagið naut rausnarlegs stuðnings félagsins Vinahjálpar sem gaf öll heimilistæki og ýmis til heimilisins, Odd- og ýmsir Kiwanis- önnur tæki fellowreglan klúbbar hefðu stutt félagið með framlögum til að búa húsið sem best úr garði. Gyða flutti öllum þeim sem málinu lögðu lið þakkir félagsins. Áland 13, hið nýja hús MS-samtakanna. Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðisráðherra ávarpaði gesti og sagði að ánægjulegt væri að vera við opnun þessa heimilis og ámaði Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðisráðherra (t.v.) flutti ávarp við opnunina svo og Davíð Oddsson borgar- stjóri, lengst til hægri. Á myndinni eru einnig stjómarmenn MS-samtakanna, þau Gyða Ólafsdóttir, formaður, John Benedikz og Sigurbjörg Armannsdóttir. því heilla. „Hvarvetna í þessu húsi blasa við verk þeirra sem em velvilj- aðir,“ sagði ráðherra og lýsti húsið formlega opnað. Davíð Oddsson borgarstjóri sagðist vilja taka undir þakkir til margra sem lagt hefðu hönd á plóg og vottaði hann stjóm MS-félagsins virðingu sína og hrifn- ingu fyrir dugnað og kraft sem hún hefði sýnt til að þetta húsnæði kæmist á laggimar. í Álandi 13 em rúmgóðar setu- stofur, þar er eitt hvfldarherbergi, annað með sjúkrarúmi og hið þriðja verður notað sem skrifstofa félags- ins. Snyrti- og salemi era eins og annað í húsinu sérstaklega gert fyrir fólk í hjójastólum eða þá sem nota hækjur. í bflskúr hefur verið útbúið iðju- og sjúkraþjálfunarher- bergi. Vistmenn fá allar máltíðir á heimilinu, aðalmáltíðir verða að- keyptar, en hægt að framreiða létta smárétti og hella á könnuna á heim- ilinu. Heimild er fyrir fjóra og hálfu stöðugildi á heimilinu: hjúkranar- konu, sjúkraliða og iðjuþjálfa og starfsstúlku. Læknir verður eftir þörfum og vonast er til að félags- ráðgjafi verði þar a.m.k. þegar fram í sækir. í dag, laugardag, býður MS-fé- lagið svo til „opins húss“ í Álandi 13 fyrir félagsmenn sína. Um sex hunduð manns era í félaginu, þar af um þriðjungur sjúklingar. 3ja dyra Hatchbach Árgerð 1986 Eigum fyrirliggjandi nokkra HONDA á óvenju hagstæðu verði aðeins frá kr. 348.000 (Gengi yen, 0,2285) HONDA hefur hlotið lof gagnrýnenda fyrirfrábært útlit, sparneytni, kraft og einstaka aksturseiginleika. Kynnist verðlaunabílnum. BÍLASÝNING í DAG KL. 1-5 HONDAÁ ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S. 38772,82086.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.