Morgunblaðið - 05.04.1986, Side 22

Morgunblaðið - 05.04.1986, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL1986 Pólland: Fjórir fangar í hungnrverkfalli Varsjá, Póllandi. AP. FJÓRIR samviskufangar í hafnarborginni Szczecin, eru í hungur- verkfalli til þess að mótmæla meðferðinni á þeim í fangelsinu, sem og því að þeir skuli hafa verið handteknir. Einn þeirra hefur verið í hungurverkfalli frá því 16. febrúar, en þrír hófu það á miðvikudag- inn. Þessar upplýsingar fengu vest- rænir fréttamenn hjá fjórtán fjöl- skyldumeðlimum og stuðnings- mönnum fanganna. Þeir sögðust jafnframt myndu verða í hungur- verkfall föngunum til stuðnings þessa viku eða dagana 2.-6. apríl. Yfírmaður fangelsismála í Póllandi, Stanislaw Wrona, ofursti, sagði sér ekki kunnugt um að neinir fangar væru í hungurverkfalli í landinu. Lífræn efni í halastjörnu Halleys? í GÆR var það haft eftir áströlskum vísindamönnum, sem fylgzt hafa með ferðum Halleys-halastjömunnar að undanfömu, að hún hefði skilið eftir sig lífrænt ryk. Reynist þetta rétt, gæti það orðið til þess að endurskoða þyrfti allar eldri kenningar um upphaf lífs á jörðunni. Lokaniðurstöður fást þó ekki fyrr en ítarlegri upplýsingar hafa fengizt frá evrópska geimfarinu Giotto, sem fór framhjá halastjömunni í síðasta mánuði. Mynd þessa tóku japanskir vísindamenn af halastjömunni er hún fór framhjá jörðu. H HIHBH iBg H ^ 'í ... garöyrkjutræöingur Hafsteinn \Mmkar Einföld, skemmtileg rækfun - ánægjulegur árangur seinna sumar. flefaar tMhoð -Faliegirvorlaukar, An?mónur-Begóníur-Gloxiníur 20% afsláttur Nýtiö ykkurráögjöHæn^sertæðingaJÞei^n ^ meðferð Kristinn Guösteinsson garöyrkjufræöingur tíómsta r-— * ’ I „ —«i ii/nnAl/l/Í 0 1 VOHLAí VORLAUKAPAKK11 2teg. Dahlíur i10stk. Gladíólur hostk. Anemone de Caen ’ (einföld) I tostk. AnemoneSt. Bngid 1 (ofkrýnd) i 32stk Vortaukar Kr.381 ILjCA l l v w > —_____—--- ‘^uÚkÁpakki2| VORLAUKAPAKKI3 itilil 2teg- Dahlíur 3stk. Begóníur 1 o stk. Gladíólur 20stk. AnemonedeCaen 35stk. Vorlaukar Kr.496. istk. Dahlía 10stk. Gladíólur 3stk. Begóníur 2stk. Gloxeníur 10 stk. Anemone de Caen 10stk. Anemone St. Bngid lOstk. Ranunculous 46stk. Vorlaukar Kr.683.- V0RLAUKAPAKK14 2teg. Dahlíur 10stk. Gladíólur 3stk. Begóníur 2stk. Gloxiníur 1stk. Lilja 10stk. AnemonedeCaen 10stk. Anemone St. Brigid 10stk. Ranunculous 2teg.Astilbe ftff interflora Blómum wíóaverold iBSL'KrQ63-g 50stk. Vorlaukar Kr.wo. ^ ukar ------‘ Nómouoi^ Gróöurhúsinu viö Sigtun: Simar 36770 686 Kúbani biðst hælis á Spáni Madríd. AP. YFIRMAÐUR kúbansks Iækna- liðs í Líbýu hefur beðið um póli- tískt hæli á Spáni fyrir sig og konu sína. Notaði hann tækifærið þegar hann kom í Madríd á leið frá Havana til Tripólí. Dagblaðið ABC sagði frá því á miðvikudag að Jorge Alvarez Mor- eno, 36 ára gamall yfírmaður kúb- ansks læknaliðs í Líbýu, hefði sl. mánudag beðið um hæli fyrir sig og konu sína, Adelu Ramos, sem einnig er læknir, 25 ára að aldri. Komu þau til Madrídar á föstudag en vegna páskanna urðu þau að bíða í þrjá daga með að gefa sig fram við yfírvöldin. Blaðið sagði að kúbanska lækna- liðið, sem í væru 100 manns, hefði aðsetur í Suður-Líbýu þar sem það starfaði fyrir líbýska herinn og uppreisnarmenn i Chad. f fangelsi fyrir aprílgabb Tcl Aviv, AP. ÍSRAELSKUR hermaður var á fímmtudag dæmdur í 35 daga fangelsi fyrir að hafa komið þeirri frétt af stað þann 1. apríl að Nagih Berri, leiðtogi líb- anskra shita, hefði verið ráðinn af dögum. Hermaðurinn kom þessari frétt áleiðis meðal starfsfélaga sinna og kváðst hafa heyrt hana í líbanska útvarpinu. Málið fór svo langt að útvarp ísraelska hersins rauf dagskrá sína til að tilkynna um morðið og var þá tekið fram að Ytzak Rabin, vamarmálaráðherra ísraels, hefði verið sagt frá atburðunum. Síðar þann 1. apríl kom svo f ljós að fréttin var uppspuni frá rótum og hermaðurinn var taf- arlaust leiddur fyrir rétt og dæmdur fyrir agabrot. Sjö hermenn fórust í Súdan Khartoum, Súdan, AP. SÚDÖNSK herflugvél fórst í lend- ingu í námunda við svæði þar sem skæruliðar hafa verið fyrirferðar- miklir, segir í AP-frétt, fimmtudag. Sjö menn fórust af þeim ijórtán sem með vélinni voru. í fyrstu var haldið að skotið hefði verið á vélina frá bækistöðvum skæmliða en síðar kom fram að flugmaðurinn hafði tilkynnt að hann ætti í erfíðleikum rétt fyrir lendingu. Vélin var í eftir- litsflugi frá borginni Juba í suðri til Bor og átti um 100 metra ófama að flugvellinum þar þegar hún skall til jarðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.