Morgunblaðið - 05.04.1986, Page 43

Morgunblaðið - 05.04.1986, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL1986 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS nt ny Reykur berst á reyk- laus svæði í mannþröng í dálkum Velvakanda fimmtudag- inn 27. mars sl. er grein með yfír- skriftinni „Flugleiðir, ég krefst svara" og er undirrituð Hrund Guðjónsdóttir. í greininni er kvartað um reykingar í afgreiðslum Flugleiða og þá sérstaklega í afgreiðslu fé- lagsins á Reylqavíkurflugvelli enda greinin skrifuð vegna ferðar höf- undar út á Reykjavíkurflugvöll ásamt ungri dóttur sinni sem haldin er sjúkdómi er tóbaksreykur hefur slæm áhrif á. Aðkomunni í af- greiðsluna á Reykjavíkurflugvelli er lýst á eftirfarandi hátt: „Blá reykjarmóða lá yfir öllu þannig að mann sveið í augun." Því miður verður að viðurkenna að þessi lýs- ing getur verið alveg sönn og rétt og þó gilda eftirfarandi reglur um reykingar í afgreiðslunni: Bannað er að reykja í biðsal vinstra megin við afgreiðsluborð, jafnframt er óheimilt að reykja við afgreiðslu- borðin sjálf. Ekki er bannað að reykja á svæði kaffíbarsins og í biðsal við útgöngudyr. En eins og kunnugt er þá eru húsakynni afgreiðslunnar á Reykja- víkurflugvelli ákaflega ófullnægj- andi og víða lágt undir loft og berst því reykur inn á hin reyklausu svæði þegar margt manna er í afgreiðsl- unni. í greininni segir: „Það hlýtur að vera kappsmál hvers heiðarlegs fyrirtækis að fara að landslögum". Það er skoðun Flugleiða að með þeim takmörkunum á reykingum sem að ffaman greinir sé fullnægt ákvæðum 9. greinar laga um tób- aksvamir. Spurt er hver beri ábyrgð hjá Flugleiðum á þessum málum. Und- irritaður ásamt stöðvarstjóra á hverjum stað ber ábyrgð á starfsemi Flugleiða á flugvölium hérlendis og þar með á því máli sem hér um ræðir. Um leið og ég bið Hrund Guð- jónsdóttur og dóttur hennar velvirð- ingar á þeim óþægindum sem þær urðu fyrir vil ég þakka henni fyrir að vekja athygli á þessu máli. Það er örugglega ástæða til þess að endurskoða reglur er hér um gilda og ekki síður framkvæmd þeirra og hvert tveggja verður gert. Virðingarfyllst, Einar Helgason, forstöðumaður flutningadeildar. Flugleiðir — ég krefst svara .. . ... . -u _* É'ít teV hað skvrt fram að ét Ég á 2ja ára gamla dóttur sem Kður af þeim sjúkdómi sem kall- aður er astmi. Hann lýair sér þannig að líkaminn brcgst við ákveðnum áreitum með sam- drætti lungnaberkja og aukinni slímframleiðslu I veggjum berkj- anna. Afleiðing þessa verða þrengsli í berkjum. útöndun leng- iat og verður hvæsandi og við- komandi þarf að erfiða við öndun til að ná nægilegri súrefnismett- un. Sannað er að tóbaksrcykur framkallar þessi viðbrögð hjá mörgum astmasjúklingum er þvi miður með dóttur mlna. Um daginn fylgdi ég vinkonu minni út á Reykjavíkurflugvöll ncr var dóttir mln með I ferðinni. boðið á opinberum aígreiðslu- stöðum? Nú er mælirinn fullur. Eg get þolað það sjálf að rcykt sé yflr mér I tíma og ótíma en þegar bamið mitt þarf að liða fyrir þennan órétt með andþyngslum og jafnvel köfnunartilfinningu krefst ég réttar míns og vona ég að fleiri taki undir með mér. Eg krefst þess að fá að viU hver sé ábyrgur fyrir því að ekki sé reykt I afgreiðslusölum Flug- leiða. Ef það er enginn sérstakur þá fer ég fram á að einhver verði skipaður I það embætti af hálfu fyrirtækisins strax! Ég krefst þess einnig að mér verði svarað af ábyrgum aðila frá Flugteiðum. Ég tck það skýrt fram að ég sætti mig ekki við hálfvelgjusvör um að ekkert sé hægt að ráða við ástandið eða að það sé yfir- valdsins að sjá um að reglunum sé hlýtt. Það hlýtur að vera kappsmál hvers heiðarlegs fyrirtækis að fara að landslög- nmt Reykingar I bönkum eru bannaðar og þar dettur engum I hug að reykja, enda yrði honum vísað strax úb Ég bíð I ofvæni eftir svari — mér leikur sannarlega forvitni á að vita hvemig hlutaðeigandi ráðamenn Flugleiða réttlæta þessi lögbrot fyrir sjálfum sér og öðrum, Hrund Guðjónsdóttir Þessir hringdu iC§ <Oo5 Góð skíðaað- staðaí Breiðholtinu Jóhanna Björnsdóttir hringdi: Mig langar að þakka borgar- yfírvöldum fyrir aðstöðuna sem sköpuð hefur verið til vetrar- íþrótta í Breiðholtinu. Hér á ég við brekkuna við enda Breið- holtsbrautarinnar. Það var sett upp ný lyfta í vetur og lyftuverð- ir þar eiga hrós skilið fyrir störf sín. Yfír páskahátíðina var hlut- fallslega síst færra fólk að leik í þessari brekku en á skíðasvæð- inu í Bláfjöllum. Þangað er stutt að fara og bömin í hverfínu nýta sér brekkuna óspart. Eftir blíð- una upp á síðkastið eru þau orðin útitekin og sælleg og flýta sér heim úr skólanum til að geta farið að leika sér. Að lokum vil ég benda lyftu- vörðunum á að moka snjó í lyftu- brautina, því að skíðin vilja skemmast á steinnybbunum sem standa upp úr snjónum. HÁRTOPPAR - HÁRTOPPAR Keith Forshaw frá Trendman í Bretlandi kynnir hár- toppa fyrir herra í dag og á morgun 6. apríl í Aristó- kratanum. Vinsamlegast pantið tíma. OfAi ■im.'.Ia oo Oc__ .* eðvœA Stöumúla 23 Sími 687960 Þakldr til Sr. Ólafs Skúlasonar Fjölskyldur og vinir skipveijanna á Goðafossi senda þakkir til sr. Ólafs Skúlasonar fyrir prédikun sem hann flutti í útvarpsmessu á föstudaginn langa. Kvótinn elskar aumingjann Kvótinn elskar aumingjann öðrum veldur tjóni. Gerir sérhvem mætan mann að meðalskussajóni. Hákur SANNKÖLLUÐ KRÁARSTEMMNING Það er óhætt að fullyrða að fjör verði í kvöld, því að hinir vinsælu GOSAR spila og syngja. OPIÐ: í hádeginu alla daga kl: 11.30-15. á kvöldin sunnudaga - fimmtudaga kl: 18-01. og á föstudögum og laugardögum kl: 18-03. Ölver, Glæsibæ, Álfheimum 74 s: 866220 ÍM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.