Morgunblaðið - 05.04.1986, Page 20

Morgunblaðið - 05.04.1986, Page 20
*MQRflirNBIiAÐIÐfIAUGARDAGURJxl&PRÍL'1086 m) Árás lögreglu á fótboltavellinum í Suður-Afríku: Ibúar áætla dánar- töluna 40—50 manns Pretóríu, Suður-Afríku. AP. TALA látinna eftir skotárás lögreglu fyrir um viku á mannfjölda á fótboltavelli, kann að hækka til muna, ef frásagnir svartra íbúa svæðis- ins, þar sem árásin átti sér stað, reynast réttar. Upphaf- lega var frá því skýrt að 11 manns hefðu látist, en íbúarn- ir segja að til viðbótar sé um 30-40 manns saknað. Segja þeir allt eins búast við að tala látinna verði á bilinu 40-50 Veður víða um heim Laegst Hasst Akureyri 7 alskýjað Amsterdam 0 8 skýjað Aþena 11 28 heiðskirt Barcelona 14 alskýjað Berlin vantar Brússel 2 10 rigning Chicago 6 18 skýjað Dublin 3 9 heiðskírt f-eneyjar 15 skýjað Frankfurt 2 7 rigning Genf vantar Helsinki 1 4 skýjað Hong Kong 20 25 heiðskírt Jerúaalem 8 17 skýjað Kaupmannah. +1 5 heiðskírt Las Palmas vantar Lissabon 9 18 heiðskírt London 3 8 heiðskírt Los Angeles 12 24 rigning Lúxemborg 4 skýjað Malaga 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Miami 22 25 skýjað Montreal +2 10 skýjað Moskva +1 8 skýjað NewYork 10 18 skýjað Osló +1 10 heiðskirt París 3 11 skýjað Peking 6 18 heiðskírt Reykjavik 8 rígn./súld Ríóde Janeiro 20 34 heiðskírt Rómaborg 7 24 skýjað Stokkhólmur 1 4 heiðskírt Sydney 19 32 heiðskírt Tókýó 9 16 skýjað Vínarborg 8 14 skýjað Þórshðfn 4 skýjað ERLENT þegar öll kurl verða komin til gfrafar. Árásin átti sér stað 26. mars síðastliðinn í einu heimalandi blakkra, Bophuthatswana. Hafa íbúarnir sett á stofn rannsókna- nefnd, til þess að rannsaka til- drög árásarinnar. Árásin vakti mikla reiði víða um heim. Tveir franskir læknar voru á fótbolta- vellinum þegar árásin var gerð og voru þeir handteknir ásamt hundruðum annarra. Að sögn sjónarvotta misþyrmdi lögreglan fólki, sem lá hjálparlaust á vellin- um eftir skotárásina. Lögreglan segir mannfjöldann hafa neitað að hlýða skipun um að hverfa brott af fótboltavellin- um og hafi hún neyðst til að hefja skothríð eftir að reiður mannfjöldinn hóf að grýta hana með bensínsprengjum. AP/Símamynd Gorbachev hittir utanríkismálanefnd þingsins Mikhail S.Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hitti meðlimi í utanríkismálanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins að máli í Moskvu í gær. Kom fram á fundinum að Gorbachev vill annan fund leiðtoga stórveldanna, en ekki jafn skýrt fram á hvaða málefni hann leggur áherslu á að samkomu- lag náist um. Formaður samninganefndar Sovét- ríkjanna við afvopnunarviðræðumar í Genf, segir, að ef Bandaríkjamenn sprengja kjamorkusprengju sína í þessum mánuði í tilraunaskyni, muni það hafa mjög slæm áhrif á gang viðræðnanna. Gorb- achev er vinstra megin á myndinni, en formaður utanríkismálanefndarinnar, Dante Fascall, hægra megin. Er sjálfur fórnarlamb heimsstyij aldarmnar — segir Kurt Waldheim, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna Vínarborg. AP. KURT Waldheim, fyrrum aðal- ritari sameinuðu þjóðanna, sagði á fundi með fréttamönnum í gær að áróðursherferðin á hendur sér, þar sem hann er sakaður um að reyna að fela fortíð sína sem nasisti, væri fallin um sjálfa sig. Hann væri sjálfur fómarlamb síðara heimsstríðsins. ísrael hef- ur farið þess formlega á leit við Sameinuðu þjóðimar að það fái aðgang að skýrslu Stríðsglæpa- nefndar samtakanna um fyrrum aðalritarann. Talsmaður samtak- anna, Francois Giuliani, sagðist f gær ekkert geta sagt um beiðn- ina að svo stöddu. Waldheim er í framboði til for- setaembættisins í Austurríki og undanfamar vikur hafa þær raddir gerst æ háværari, sem halda því fram að hann hafi verið nasisti á stríðstímanum og að hann sé á skrá hjá stríðsglæpanefnd Sameinuðu þjóðana yfir mögulega stríðsglæpa- menn. Waldheim er sakaður um að hafa þagað yfír herþjónustu sinni á stríðsárunum, en þá gegndi hann herþjónustu í þýskri herdeild á Balkanskaga, sem ásökuð hefur verið um stríðsglæpi gegn gyðing- um og föðurlandsvinum. Neitaði Waldheim þessum ásökunum alfar- ið og sagðist myndu hafa tjáð sig um fortíð sína, ef hann hefði gert sér grein fyrir þeim mikla áhuga, sem greinilega væri fyrir henni. Fyrrum kanslari Austurríkis, Bmno Kreisky, sem var stuðnings- maður Waldheims, hefur gagnrýnt hann fyrir áratugaþögn um sumar athafnir sínar á stríðsámnum. Sagði hann að ferill manns, sem sæktist eftir forsetaembættinu, ætti að vera hafinn yfir allan efa. Kreisky, sem þáverandi kanslari, mælti með Waldheim í stöðu aðalrit- ara Sameinuðu þjóðanna, en Wald- heim var aðalritari á ámnum 1972- 81. Sagðist hann ekki myndu mæla með Waldheim nú, nema með því skilyrði að hann gerði skilmerkilega grein fyrir gerðum sínum á síðari heimsstyijaldarámnum. Til þessa hefur Kreisky verið mjög gagn- rýninn á þá sem hafa ásakað Wald- heim. „Ég reyndi hrylling seinni heims- styijaldarinnar á eigin líkama og ég var fómarlamb, því ég særðist einn- ig,“ sagði Waldheim á fréttamanna- fiindinum í gær. Hann sagði að þessi upplifun hefði hjálpað honum við að gegna starfi sínu sem aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna. „Ég er þakklátur örlögunum fýrir það að hafa fengið möguleika eftir þetta stríð til þess að vinna að friði," sagði Waldheim ennfremur. Los Angeles Times: . ^ Frakkar og* Italir gerðu samkomulag við Líbýu Los Angeles. AP. FRAKKAR og ítalir gerðu um það samkomulag við Líbýumenn á áttunda áratugnum, að hryðju- verkamenn fengju að fara óá- reittir um lönd þeirra, gegn þvi að ríkin yrðu ekki fyrir árásum Noregur: Ánægjuleg refsing Ósló, Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðains. NORSKUR síbrotamaður, 22 ára að aldri, var fyrr í vikunni leiddur fyrir rétt í Tromsö og er ekki hægt að segja annað en dómurínn hafi komið honum ánægjulega á óvart. Dómarínn dæmdi hann til að fara í fjög- urra vikna frí hjá unnustunni, sem býr í Svíþjóð. Ungi maðurinn, sem margsinn- is hefur verið dæmdur fyrir ýmis afbrot, gekk um páskana ber- serksgang í Tromsö og vann þar veruleg skemmdarverk. Áður en hann var handtekinn tókst honum að beija einn lögreglumanninn þannig að á honum stórsá. Hafði lögreglan krafist þess, að dómar- inn, kona að nafni Kari Mjölhaus, dæmdi manninn í tveggja vikna gæsluvarðhald. Kari taldi hins vegar, að það væri miklu betra, að maðurinn yrði í ijórar vikur með kær- ustunni, sem býr í Eskilstuna í Svíþjóð, og átti hann að vera farinn þagnað í síðasta lagi í gær, föstudag. „Ég vil ekkert um þetta segja, ég er ekki vön að tjá mig um mína eigin úrskurði," sagði Kari þegar hún var innt eftir dómnum. Hún hefur einnig neitað að afhenda dómsskjölin, rökstuðning hennar fyrir því, að það sé mátulegra á manninn að vera í fríi með kær- ustunni en ít tugthúsinu í tvær vikur. hryðjuverkamanna. Frá þessu skýrði bandaríska dagblaðið Los Angeles Times í gær. Blaðið hefur þetta eftir heimild- um í bandaríska stjómarráðinu, sem það nafngreinir ekki. Fulltrúi í ítalska sendiráðinu í Washington þvertók fyrir í samtali við blaðið að þetta væri rétt, en franskur sendiráðsstarfsmaður sagðist hvorki geta staðfest eða afneitað fréttinni. í blaðinu segir að bandarískir stjómarráðsstarfsmenn hafi komist á snoðir um þetta samkomulag á síðasta ári og eftir að upp um það komst, hafi það verið úr sögunni. Eftir það hafi hryðjuverkamenn, sem eiga aðsetur í Líbýu gert sprengjuárásir á veitingahús í París og á flugvellina í Róm og Vínar- borg. Blaðið nefnir sem dæmi að á árinu 1977 hafi Frakkar handtekið hryðjuverkamanninn Abu Daoud, sem talinn er hafa skipulagt árásina á búðir ísraelsku íþróttamannanna á Ólympíuleikunum í Miinchen árið 1972. Hann var látinn iaus nokkr- um dögum eftir handtökuna. Sendiráðsstarfsmennimir viður- kenndu að samband hefði verið milli leynilögreglu ríkjanna og leynilögreglu Líbýu, en vildu ekki meina að nokkuð slíkt samkomulag hefði verið í gildi. Frakkinn sagði að ef slíkt samkomulag hefði verið við lýði, þá hefði það verið leynilegt og gert fyrir talsverðu síðan. Þar af leiðandi hefðu þeir ekkert um þessar staðhæfíngar að segja. Gengi gjaldmiðla Lundúnum. AP. BANDARÍSKI dalurinn hækkaði á gjaldeyrismörkuðum í gær gegn flestum helstu gjaldmiðlum heims, en lækkaði þó gagnvart hollensku gyllini og kanadískum dal. Pundið kostaði 1,44825 dali, en kostaði á fimmtudag 1,4605 dali. Gengi annarra helstu gjaldmiðla gagnvart dal var sem hér segir: Dalur kostaði 7,5650 franska franka, (7,3300) 1.665,00 ítalskar límr, (1.619,50) 2,3925 vestur-þýsk mörk, (2,3810) 1,9945 svissneska franka, (1,9882) 2,6845 hollensk gyllini, (2,6860) og 1,3897 kanadíska dali, (1,3927). Iuíí! r-rrb*í 1 2*Í9n\«.Mf.-ic'C)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.