Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 42
42 - MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR5.-APR{tl986 - f / Jí < 1 + i R * Í * fc : .. .að láta hann ekki þurfa að bíða eftir sér TM Rey U.S. Pat. Otf — all rights reserved ®1985 Los Angeles Times Syndícate Ekki að undra þó barnið sé Ég flokka þessa staði undir svona. Fyrsta skipti sem hann dagvistun! sér þig ódrukkinn! HÖGNI HREKKVÍSI Betra sjónvarp og útvarp Ég er einn af mörgum sem horfðu með athygli á stórmyndina „Jesú frá Nasaret" sem sýnd var yfír páskahá- tíðina og látin hafa forgang og var vel kynnt. Það er frábært út af fyrir sig. Þetta var mjög áhrifamikil mynd, vel og rétt með efnið farið. Nýlegar breytingar á yfírstjóm sjónvarpsins virðast ætla að skila sér. Sjónvarpið virðist nú betur í stakk búið en áður til að mæta vaxandi samkeppni sem óhjákvæmilega fylgir nýjum útvarpslögum. Ef sjónvarps- stöðvum Qölgar dregur það að sama skapi úr áhrifamætti ríkissjónvarps. Mig langar einnig til að minnast á rás tvö, sérstaklega þáttinn „Ótroðn- ar slóðir", sem Þorgeir Astvaldsson hefur haft viðsýni til að láta standa í langan tíma annan hvom fímmtu- dag klukkutíma í senn. Hann á marga áheyrendur og mætti gjaman heyrast vikulega. Bestu þakkir fyrir batnandi útvarp og sjónvarp. Halldór Pálsson rafeindavirki. Eitt leið- ir af öðru Mikið er nú rætt um vandamál bænda, og datt einhveijum í hug að, ef allir bættu á sig mjólkurglasi á dag, þá væri allt í góðu gengi. Það væri sem sagt enginn vandi að þamba upp bændavandann. Víst er þetta ekki svo galin hug- mynd, en stundum em margar hliðar á sama máli. Hvað, til dæmis, ef þeir milli 5.000 og 10.000 íslending- ar, sem vora sviptir möguleikanum að sjá dagsins ljós síðustu 15 árin, væra nú á meðal vor. Þá væri þjóðin sem því nemur fjölmennari, og mjólkurvandi bænda væri sennilega, nú þegar uppþambað- ur. Og það sem sennilegra er, kannske hefði vandamálið aldrei orðið neitt. íslendingar, hættum að iðka rangsleitni og hættum að fórna okkar eigin afkvæmum. Þá mun blessun fylgja, ekki bara á hinu andlega sviði, heldur einnig hinu efnahagslega, og vandamálin sem hijá okkur í dag myndu mörg hver minnka og jafnvel hverfa alveg. íslendingur Svar frá Terru í tilefni skrifa Guðmundar Val- garðssonar hér í Velvakanda 3. apríl sl. um „staðina sem slógu í gegn í fyrra" vill Ferðaskrifstofan Terra koma eftirfarandi á framfæri. Það er að sjálfsögðu matsatriði hvenær staðir slá í gegn, en í skýrsl- um Ferðamálaráðs Ítalíu fyrir árið 1985, kemur fram að hvergi á ít- ölsku rivíerunni jókst fjöldi ferða- manna jafn mikið og í Pietra Lig- ure. Og þótt þessi mikla aukning kæmi þvf miður niður bæði á Guð- mundi og Terru, þá er þetta töluleg staðreynd, sem ekki verður ve- fengd". Terra var með yfír 400 far- þega í Pietra í fyrrasumar. Yfir- gnæfandi meirihluti þessa fólks var mjög ánægður með dvölina og ánægjulega stór hópur hefur pantað aftur í sumar ferð á ítölsku rivíer- una. Því miður er það svo, að oft verða ferðaskrifstofur fyrir því að hótel- um hættir til að yfirbóka, sérstak- lega á háannatíma. í byijun ágúst í fyrra gerðist það, að Guðmundur Valgarðsson fékk ekki þá íbúð, sem Terra átti staðfesta fyrir hann, vegna mikilla yfírbókana á Stella Maris (af hótelsins hálfu), fyrr en dvöl hans var hálfnuð. Við teljum þó rétt að fram komi að reynt var að leysa vanda Guðmundar, þegar séð varð að hann hafði ekki fengið nógu góða íbúð. Var honum boðið að dvelja á 4 stjömu hóteli með hálfu fæði, u.þ.b. 3 km frá Pietra og bflaleigubfll til afnota þar til rétt íbúð losnaði. Þegar hann hafnaði þessu var honum boðin minni íbúð á Stella Maris, sjávarmegin, laus við umferðarhávaðann, en þeirri lausn hafnaði Guðmundur einnig. Þegar heim kom skrifaði Guðmund- ur okkur kvörtunarbréf og fór þar fram á að fá bætur fyrir fyrstu 10 dagana af dvöl sinni á Ítalíu. Var af okkar hálfu fallist á það, og honum endurgreitt að fullu fyrir þann tíma, sem hann dvaldi í ann- arri íbúð en hann hafði pantað. Þeir, sem fylgst hafa með skrif- um í Velvakanda í gegnum árin, vita að erfitt er að gera svo öllum líki. Við hörmum þau óþægindi sem Guðmundur varð fyrir, en sem við teljum okkur þó hafa bætt honum, samkvæmt hans ýtrustu óskum. Vekja þessi skrif hans nú því furðu okkar. Virðingarfyllst, f.h. Ferðaskrif- stofunnar Terru, Sigríður Magnúsdóttir. Víkverji skrifar Athafnamenn hafa ekki alltaf notið mikillar virðingar á ís- landi. Mörgum þeirra hefur jafnvel fundizt samfélagið hundelta þá og refsa þeim fyrir viðleitni til þess að skapa verðmæti og halda uppi atvinnu. Einn af eigendum stórs fyrirtækis hafði orð á því við Vík- veija, að hann hefði verið mun betur settur sjálfur ef hann hefði selt hlut sinn í fyrirtækinu fyrir löngu og sett andvirði þess í spariskírteini ríkissjóðs eða önnur verðbréf eða lagt peningana inn á verðtryggðan reikning í banka. Með þessu átti þessi athafnamaður við að skattaleg meðferð hlutabréfaeignar er allt önnur og óhagkvæmari en skatta- leg meðferð sparifjár. Kannski er þetta að breytast. Hugsanlegt er að athafnamenn séu að verða eftirsóttir. Auglýsing, sem birtist hér í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum frá forsvarsmönn- um Gerðahrepps, þar sem auglýst er eftir athafnamönnum til þess að hefia atvinnurekstur í plássinu, segir sína sögu. Víst er að þeir, sem bregðast við vegna þessarar auglýs- ingar munu komast að raun um, að umhverfið verður jákvætt og vinsamlegt í þeirra garð en ekki neikvætt og fjandsamlegt eins og oft hefur verið, þegar um atvinnu- rekstur er að ræða. Það er heldur ekki fráleitt að ætla að þessi athyglisverða auglýs- ing frá Gerðahreppi, sem sýnir nátt- úrlega skemmtilegt frumkvæði af hálfu forystumanna hreppsins, verði undanfari þess, að það verði beinlínis samkeppni milli byggðar- laga um að fá atvinnufyrirtæki inn í byggðirnar. Þessi samkeppni er nú þegar augljós í sambandi við togara og sjálfsagt muna menn enn eftir þeirri hörðu rimmu, sem varð * um staðsetningu steinullarverk- smiðju. Það er því ekki ólíklegt að athafnamenn eigi betri daga I vændum og er það vel. Bflastæði í miðborginni eru að verða einhver eftirsóknarverð- ustu þægindi fyrir þá, sem þar starfa. Þau kosta líka mikið fé. En kannski er það til marks um það neyðarástand, sem rikir í bílastæða- málum í þessum hluta borgarinnar, hvað ökumenn virða það lítið þótt bflastæði séu vandlega merkt ákveðnum bflum. Það virðist heldur engin áhrif hafa þótt skilti sé við þessi bifreiðastæði, sem gefa mönn- um til kynna, að bifreiðir þeirra verði fluttar á brott með kranabíl. Þetta virðingarleysi fyrir merktum bílastæðum vekur stundum upp mikla reiði þeirra, sem hafa umráð yfir þeim. Einn slíkur umráðamaður kom að bifreiðastæði sínu uppteknu og lagði þá fyrir bílinn, þannig að hinn óboðni gestur komst ekki á brott. Sá hringdi í lögregluna, sem hafði samband við bíleigandann og hótaði honum brottflutningi bifreið- ar hans, ef hann færði sig ekki þegar úr stað. Sá hinn sami taldi sökina aldeilis ekki sína. Úr þessu varð svolítið stríð, sem sýnir það öðra fremur, að þetta ófremdar- ástand er lítt þolanlegt fyrir þá, sem eiga umferð um miðbæinn. Skyldi það vera rétt, að Kolaportið sé enn lítið notað þrátt fyrir þessi vand- ræði? Ef svo er sýnist göngugleði bfleigenda ekki vera upp á marga físka. Asunnudaginn efnir Skíðafélag Reykjavíkur til skíðagöngu yfir Hellisheiði frá Hveradölum og að Nesjavöllum. Ástæða er til að vekja athygli fólks á þessu svæði. Víkveiji hefur að vísu ekki farið þarna um að vetrarlagi en á sumar- degi er skemmtilegt að ganga frá þjóðveginum um Hellisheiði og yfír að Nesjavöllum eða niður í Grafn- ing. Þetta er nokkurra klukkutíma ganga í góðu veðri. Vafalaust er ekki síður skemmtilegt að ganga þessa leið á skíðum að vetri til, ef veður er gott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.