Morgunblaðið - 05.04.1986, Síða 44

Morgunblaðið - 05.04.1986, Síða 44
 Guðrún Péturs- dóttir - Minning Fædd 25. mai 1951 Dáin 27. mars 1986 Þá hratt flýgur stund um ævi ástvina okkar og þeir falla frá fær það okkur mikils. Þá verður það okkur ljós í minni sú guðsgjöf sem þeir hafa verið okkur, allt frá bemsku dögum til manndómsára með allri þeirri gleði er bömin hafa veitt oss, er var oss sjálfum hollur skóli. Einnig þegar þau þurftu á foreldrunum að halda, vegna heilsunnar, og okkur var gefín sú náð að geta verið þeim stoð í manniífínu. Þetta er oft stór þáttur í lífsreynslu okkar. — Þetta er okkur aldrei ljósara en í kyrru- vikunni að ég ætla meðal vor prest- anna, er okkur birtist mörg mann- lífsmyndin og hve lífstrúin hjálpar oss í starfí. Þegar ég minnist nú hinnar látnu frændkonu minnar Guðrúnar Pét- ursdóttur, er ber nafn ömmu sinnar Guðrúnar Pétursdóttur biskups- frúar, að þetta nafn er algengt í þeim ættboga er vísar á Pétur Guðmundsson í Engey er átti tvær dætur er bám nafnið Guðrún og komust upp. Guðrún sem hér er minnst var dóttir Péturs Sigurgeirssonar bisk- ups og konu hans Sóiveigar Ás- geirsdóttur. Hún var sem ung stúlka efnileg og fríð sínum, bar yfirsvip ömmu sinnar Guðrúnar Pétursdóttur frá Hrólfskála. — Guðrún var góðum hæfíleikum gædd og bauð af sér góðan þokka. Eg kynntist henni sem ungri stúlku, er hún var í föðurgarði, þá er ég var gestur hjá sr. Pétri og frú Sól- veigu á Akureyri. — Heimili þeirra var með myndarbrag, iistrænt er bar vott um reglusemi og gestrisni. — Þá mættum við prófastar í Hóla- biskupsdæmi hjá Pétri Sigurgeirs- syni vígslubiskupi á fundi og átti ég Hafþór Már Hauks son — Minning Föstudaginn 4. apríl sl. var Hafþór Már Hauksson borinn til hinstu hvflu. Hann fæddist 4. des- ember 1966 og var yngstur þriggja systkina. Ég kynntist fyrst þessum ljúfa dreng er hann var á öðm aldursári, — ljósum yfírlitum, glaðvæmm og athafnasömum. Á þessum ámm bjuggu foreldrar hans, Sigrún Björk Steinsdóttir og Haukur Harðarson, ásamt bömum sínum þremur á Kleppsvegi 138 og það var ósjaldan á þessum ámm sem fjölskyldur okkar áttu samverastundir á heimili þeirra hjóna. Árið 1972 fluttu foreldrar hans búferlum til Húsavíkur er Haukur tók þar við starfí bæjarstjóra, og leið upp frá því lengra á milli þess að fundum okkar bæri saman. Á Húsavíkurámnum var oft skroppið í heimsókn til afa og ömmu í Svart- árkoti og þar þótti Hafþóri gott að vera. Hann dáði sveitalífíð og ég held að í hans augum hafí Svartár- kot verið meiri sveit en aðrar sveit- ir. Útiveran, einstök náttúmfegurð allt um kring, veiðin í vatninu og órofínn íslenskur menningarblær. Árið 1978 fluttist fjölskyldan aftur suður til Reykjavíkur og réðst fljótlega í það stórvirki að byggja nýtt hús að Fjarðarási 28, því þröngt var nú orðið um fjölskylduna í gömlu íbúðinni á Kleppsveginum. Ófá handtökin átti Hafþór við að aðstoða foreldra sína í því verki. Að loknum gmnnskóla stóð hugur hans til náms í kjötiðnaði og átti hann þar um eitt ár eftir í námi er hann varð fyrir því slysi er við nú 14 mánuðum síðar vitum hvert var. í ágúst 1984 sáum við Hafþór í síðasta sinn. Þá kom hann akandi með móður sína og ömmusystur vestur á ísaflörð í viku heimsókn til afa og ömmu og ættfólks á ísafírði. Hann var þá orðinn tæplega 18 t Faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi, THEODÓR GÍSLASON, fyrrum hafnsögumaður í Reykjavik. Lést í Landspítalanum 3. apríl sl. Gísli Theodórsson, Friðrik Theodórsson, Edda Völva Eiriksdóttir, Guðbjörg Theodórsdóttir, Sigurliði Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, sonur og bróðir, JÓHANN SVEINBJÖRN HANNESSON, Felli, Sandgerði, er fórst þann 20. mars sl. verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju í dag, laugardaginn 5. apríl, kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélag fslands. Sigurrós Magnúsdóttir og synir, Anna H. Sveinbjörnsdóttfr og systkini hins látna. Legsteinar granít — Opíð alla daga, einnig kvöld og helgar. marmari Hwnii ó. Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 620809 og 72818. lengst að fara. — Þá vom heima böm þeirra hjóna við skólanám, einkum Guðrún og Sólveig. — Allir tóku okkur með hlýju og glaðværð, er kom einkum í ljós er allir tóku að ræða saman að kvöldi eftir að fundi lauk. Við gömlu prófastamir fengum þann vitnisburð hjá unga ára, prúður og myndarlegur dreng- ur. Hárið hafði dökknað lítið eitt, en var þó ennþá ljósleitt og hrokkið og glaðværa brosið sem við mund- um svo vel eftir frá bemskuáranum var ekki langt undan. Fyrir foreldra, systkini og aðra ættingja hefur það verið þung raun að vita ekki um afdrif þessa ljúfa drengs í svo langan tíma. Okkur er það öllum óskiljanlegt að Hafþór sé horfínn frá okkur, en minningin um góðan dreng mun lifa áfram með okkur. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur hjónum og bömum okkar og megi guð styrkja foreldra hans, systkini, ömmur og afa og aðra ættingja í þeirra djúpu sorg. Ásgeir Erling fólkinu að við væmm í hópi eftir- minnilegra gesta. Mfnnist ég eink- um Guðrúnar á þessum stundum, fallega brosinu hennar og háttvísi í framkomu. Guðrún varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri og hafði fram- ast erlendis. Hún dvaldi lengst heima sinna systkina og starfaði við skrifstofustörf og símavörslu á Akureyri. Þá tók hún þann sjúkleika er fylgdi henni ævilangt, en hún vann þegar hún mátti og hélt sinni reisn og hæfíleikum. — Eg kom þá á heimili foreldra hennar á Akureyri og bjó hún þá við sömu hlýju og umhyggju sem á æskudögum. Hún fylgdi foreldmm sínum til Reykja- víkur og dvaldi með þeim. Á þessum ámm bar fundum okkar óvænt saman í námsflokki í Reykjavík. Sat ég þá á skólabekk á milli Guðrúnar og skólasystur minnar frá menntaskólaámnum. — Frændkona mín sótti timana vel, var áhugasöm og við sæmilega heilsu. Það var hjá henni sama glaðværðin og áður. Gott við hana aðtala. Guðrún var vel hugsandi stúlka og trúði á handleiðslu Drottins. Páskahátíðin er liðin, upprisuhá- tíð frelsarans, er stundum hefur verið nefnt páskaundrið. Hún hefur anda vom til himna, hinnar verð- andi tilveru, er gefíir oss trú á annað líf handan við gröf og dauða. Preststarfið er einn af skólum mannlífsins með sínum mörgum myndum. Þá er ég hefí átt að lesa ungt fólk til moldar, á kyrrlátri stund látið hugann dvelja við Krists- trú og fyrirbænir. Þá hefur hugur minn beinst að sr. Hallgrími Péturs- syni presti á Hvalsnesi. — Erfíljóði því er hann helgar dóttur sinni Steinunni, er hann missti á fjórða ári. Söknuður hans við andlát henn- ar segja menn að hafí vakið prest til að beina skáldgáfu sinni meira að trú og bænarákalli en áður var. — Þetta ljóð ber vott um heita guðstrú, boðskap Jesú Krists og bænaranda. Mér virðist þessi stef ljóðsins eiga hér vel við, er ég kveð Guðrúnu Pétursdóttur og við hjónin vottum foreldrum hennar samúð. Nú ertu leidd, mín Ijúfa, lystigarð Drottins í, þaráttuhvíldaðhafa, hönnunga og rauna frí; við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól. Ununogeilífsæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir! í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært. Hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, íGuðisofnaðirþú. í eilífum andarfriði ætíðsællifðunú. Hallgrimur Pétursson Pétur Þ. Ingjaldsson Anna Kristín Daníels■ dóttir—Minning Fædd 12. júlí 1966 Dáin 25. mars 1986 Hún Anna Kristín er dáin. Þessi unga hressa stúlka, aðeins 19 ára að aldri, hrifín burt frá okkur á hörmulegan hátt. Af hveiju hún hugsar maður alltaf. Nú er stórt skarð í gömlum vinahóp sem aldrei verður fyllt og söknuðurinn er sár, því svona nokkm vill maður aldrei trúa. Anna Kristín var ákveðin að okkar mati og átti margt eftir óklár- að. Síðastliðin ár hefur hún verið við nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og staðið sig með piýði. Ónnu Kristínu kynntumst við fyrir 7 ámm er hún bjó í foreldra- húsum við Vesturberg í Breiðholti. Síðar fluttist hún ásamt fjölskyldu í fallegt hús við Malarás í Selási °g bjuggu þau þar f nokkur ár uns fjölskyldan fluttist á Langholtsveg en Anna Kristín bjó með unnusta sínum á Álfhólsvegi í Kópavogi. Anna Kristín á tvíburasystur á svipuðum aldri, þær heita Mjöll og Drífa og vom þær mjög góðar systur, ávallt saman og alltaf með f öllu. Yfírleitt mættu þær 2 eða 3 saman hvert sem leiðin lá og alltaf hressar með bros á vör. í frístundum fyrir utan skólann t Hjartans þakkir fyrir alla þá miklu samúö og vinsemd okkur auðsýnda við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengda- föður og afa, JÓNS THORARENSEN, prests. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Ólafsdóttir Thorarensen Hildur Thorarensen, Elín K. Thorarensen, Ólafur Thorarensen, Þóra Ölversdóttir, Inglbjörg Thorarensen. stundaði hún jazzballett og bad- minton hér áður fyrr. Hún var mjög dugleg að sauma og var oft í falleg- um heimasaumuðum fötum. Fyrir skömmu minnkaði vinasambandið og hún dró sig út úr hópnum er hún kynntist elskulegum piiti úr Kópavoginum að nafni Tryggvi Þorsteinsson. En alltaf hélt hún sfmasambandi við vini sína og er við hittumst var spjallað um heima og geima, en aldrei hvarflaði að manni að hún mundi hverfa alveg úr hópnum, allavega ekki svona snemma, en þeir deyja ungir sem guðimir elska. Við biðjum guð að geyma og varðveita þessa elskulegu stúlku, síðan vottum við foreldmm hennar, Mjöll og Drífu, Kristjáni, Tryggva og öllum aðstandendum samúð okkar og biðjum guð að blessa þau í þeirra miklu sorg og söknuði. Linda Kristín Urbancic Fríða Methúsalemsdóttir Ebba Diðriksdóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför BERGS KRISTJÁNSSONAR vólstjóra, Vitastfg 11, Bolungarvik. Margrót Sigurðardóttir, Jón K. Elíasson, Sigríður Jónsdóttir, Elías Jónsson, Guðmundur Kristjánsson. Birting afmæl- is- ogminning- argreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum & rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.