Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUQARDAGUR 5. APRÍL1986 35 Afmæliskveðja: Fernando Germani í dag, laugardaginn 5. apríl, er ít- alski orgelsnillingurinn maestro Femando Germani 80 ára. Fem- ando Germani er fæddur í Róm árið 1906. Fyrstu kynni mín af honum voru á árunum eftir að ég lauk námi í tónlistarskólanum í Reykjavík. Þá kynntist ég leik hans af hljómplöt- um, dorisku toccötunni og fúgunni eftir Bach og hreyfst af glæsilegum leik hans. Síðan er leið mín lá til Hamborgar í nám í orgelleik kynnt- ist ég bókum hans, sérstaklega kennslubókum hans í pedalspili, en eins og mörgum er kunnugt er pedaltækni Germanis talin einstæð. Það er jafnvel þannig að þeir sem heyra hann leika verk sem skrifuð eru aðallega fyrir pedalinn telja að hér og þar hjálpi hann sér með höndunum í þeim þrautum sem hann leysir á því sviði. En það er fjarri lagi að slíkt hvarfli að „meist- aranum". Það sem öðru fremur einkennir leik hans er hinn sanni og heiðarlegi flutningsmáti. Hann virðist skynja list Bachs og tign verkanna, þannig að flutningur hans er í senn sannfærandi og heillandi. Hvert verk þrautkannar Germani og þar sem verk Bachs hvfla á trúarlegum innblæstri eins og allir þekkja, þá er ritningin ætíð höfð við höndina. Germani hefur útbreitt nýja að- ferð í pedalspili, sem í byijun er nokkuð framandi fyrir nemendur. Pedalspil hans byggir á annarri fótsetningu en þeirri hefðbundnu. í fyrstu virðist hún margbrotnari, en kostir hennar verða síðar augljósir og miða að því að gera spilið auð- veldara, þannig að sá sem leikur þurfi sem allra minnst að hugsa um tæknilega örðugleika, en geti þeim mun betur gefíð sig að túlkun verksins. Kunnátta Germanis hvflir á traustum grunni. Tvítugur var hann þegar orðinn píanisti, en org- elspil tileinkaði hann sér að mestu leyti sjálfur. Germani hefur verið ótrúlega vinnusamur. Það virðist vera að honum sé ástríða að takast á við ný verkefni. Hann hafði lært öll orgelverk Bachs 34 ára að aldri og hefur margsinnis leikið þau öll í heild, en það eru 14 tónleikar. Þetta er sama verkefni og íslenskir organleikarar hafa tekið sér fyrir hendur að gera, en við skiptum verkunum milli 50 organista. Þá leikur Germani öll verk Frescobaldis og ennfremur hin fögru verk Césars Franck sem virðast eiga sérstök ítök í honum. Sá göfugi tónn sem birtist í verkum Francks virðist höfða einkar vel til hans. Fjórði höfundurinn, sem hann spilar öll verk eftir, er Max Reger. I verkum hans nýtur Germani sín vel. Þá kemur hinn mikli skaphiti hans best í ljós. Það sem mér fannst einkenna mest þann tíma, er ég var við nám hjá Germani var það að hann kom manni sífellt á óvart. Alltaf var að koma fram eitthvað nýtt í kunnáttu hans og getu í orgelleiknum. Árið 1966 vígði hann nýtt áttatíu radda orgel í Róm. Á efnisskránni var meðal annars ein af kóralfantasíum Regers. í verkinu er svonefnd keðjutrilla í pedal, ég minnist þess hvað ég varð undrandi þegar ég sá hann leika þessa trilluröð aðeins með vinstri fætinum og það var eins og það væri ekkert um að vera. Germani er, eins og áður segir, mikill eljumaður, sefur lítið en vinn- ur þeim mun meira. Fyrst þegar nemandi kemur til Germanis og kynnist starfsaðferðum hans, hefur hann á tilfínningunni að allt sé fremur ljaust í reipunum. En fljót- lega kemst hann á aðra skoðun. Ég held að þetta stafi af því að Germ- ani er algerlega laus við allar öfgar og einstrengingshátt, og á það ekki síst við um trúarskoðanir hans. Þótt hann sé alinn upp í kaþólskri trú þá lítur hann á mismunandi trúar- stefnur sem greinar á sama meiði. Afmæliskveðja: Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum Þorsteinn Jónsson skáld og heim- spekingur á Úlfsstöðum í Hálsasveit verður níræður þann 5. apríl og er þessi litla grein skrifuð í tilefni af því. Hálsasveit er efst í Borgarfjarð- arsýslu og dreg ég í efa að hún sé merkilegri en aðrar sveitir og er líka viss um að hún er ekki lítilijörlegri að mannlífí og öðrum kostum en aðrir hreppar. Þama hefur fólk lifað síðan á landnámsöld og með sömu röksemdafræslu og Jón Helgason þóttist eiginlega hafa þekkt Ara fróða „því að hann hafí þekkt mann sem þekkti mann sem þekkti mann o.s.frv. sem þekkti Ara fróða" þá þekki ég mann sem þekkti mann o.s.frv. þangað til komið er til land- námsmanna Hálsasveitar. En það sem ég veit um þessa sveit er að þar hafa alltaf verið á lífí einhveijir þeir menn sem báru af öðrum í einhverri grein. Það er sama hvar flett er upp í sögu Hálsasveitar, alltaf eru þar einhveijir ágætir menn rétt eins og í nágrannasveit- unum. Svo að nefnd séu dæmi má fyrst nefna séra Bjöm Þórðarson sem missti hempuna vegna bameignar og bjó síðar á Signýjarstöðum. Hann fær þá einkunn að hafa verið gáfumaður og kenndi mörgum undir skóla. Hann var uppi í byijun átjándu aldar. Síðar var séra Snorri á Húsafelli og hafði hann áhrif á þjóð sína. „Átjándu aldar skáld annað besta“ stendur í grafskrift hans. Blinda-Helga bjó í Stóra-Ási í 28 ár eftir miðja átjándu öld og mun hafa verið skáldmælt merkis- manneskja. Heimild mín er að vísu einn gamall maður sem taldi að frá hennar kyni væri komin skáld- gáfa og aðrir andlegir hæfileikar. Hún var prestseklqa og prestsdóttir af Stóra-Ás-ætt. Móðir hennar las og talaði latínu sem þótti fágætt í þann tíma. Á síðustuu öld var Gísli bóndi í Augastöðum forsöngvari í Stóra-Ás-kirkju og skrifaði fróðleik oggerði fagra smíðisgripi. Þorsteinn Ámason afí Þorsteins á Úlfsstöðum var höfðinglegur bóndi að sögn og þjóðhagi en Jón faðir hans var dugnaðarmaður og mannúðarmaður hinn mesti. Móðir Þorsteins var komin 'áf Blindu- Helgu og í þá ætt er Þorsteinn skyldur Kristleifí á Stóra-Kroppi, Þorsteini Bjömssyni skáldi úr Bæ og Jóni Helgasyni prófessor og skáldi. Ekki er þetta raup af Hálssveit- ungum látið á blað til að hefja þá yfír aðra heldur til að benda að að hver og ein sveit hefur átt sína ágætu menn þrátt fyrir lítil efni og illa aðstöðu og ekkert er fjær sanni en að halda að íslenskir sveitamenn hafí allir verið hálfvolaðir ræflar utan einn og einn sem ekkert lét á sig bíta og kunni einna helst að kveða rímur. Það er eins og guð- dómurinn nái alltaf til manna þrátt fyrir bág kjör. Þar vil ég fyrst vitna til vísu úr kvæðinu í Ámasafni eftir Jón Helgason skáld úr Hálsasveit, frænda Þorsteins og vin. Las ég þar sálma og lofsöngva þjóðar í nauðum, lífsvonin eina var sam- tvinnuð krossinum rauðum, yfírtak langt bak við ömurleik hungurs og sorgar, ómuðu sætlega strengleikar himneskrar borgar. Þessu hefur einnig verið lýst í frægri bók eftir Halldór Laxness þar sem hann segir frá því hvemig kraftbirtingarhljóm- ur guðdómsins fylgdi Ólafi Kára- syni gegnum eymd hans og raunir. Jón á Úlfsstöðum var leiguliði fyrstu 25—30 ár búskaparins. Hann réðst þó í að laga og stækka bæinn sinn, enda neyð þjóðarinnar að mestu um garð gengin og þegar Þorsteinn óx úr grasi gerði hann sér herbergi ofan á stofuna til að hafa þar næði til að hugsa og skrifa. Ungmennafélag var stofnað í sveit- inni og þar var gefíð út handskrifað blað og vom nokkur ágæt skáld í Hálsasveit og Hvítársíðu sem skrif- uðuð í blaðið og einn þeirra var Þosteinn. Hann var alltaf að leita að viskunni og á unga aldri færði hann heimspeki sína í ljóð og reyndi að vera sem kjamorðastur. Á þrí- tugsaldrinum kynntist hann kenn- ingum Helga Pjeturss og það hafði varanleg áhrif á hann. Nú hafa komið út fímm bækur eftir Þorstein og meginefni þeirra hefur verið skrifað í því ljósi sem snillingurinn Helgi Fjeturss tendraði. Um þetta segir Þorsteinn í bók sinni Samtöl um íslenzka heimspeki, sem var gefín út 1940. „Er ég las Nýal forðum, þá fannst mér líkt og ég sæi birta í fyrsta sinn. En nú fínnst mér líkt og komið sé nokkuð fram á dag ...“ Þorsteinn Jónsson hefur verið styrk stoð menningarinnar í Hálsa- sveit og hefur verið þar einn af helstu fulltrúum guðdómsins eins og séra Snorri og Blinda-Heiga voru í sinni tíð, og hefur hann haft áhrif langt út fyrir sveitina. Það má enda vitna til Nýals þar sem Helgi Pjeturss segir: „eigi einungis hefír hvert ódeili áhrif á allan heim- inn, heldur einnig hver samögn (molecule), hvert efnasamband, hver líkami...“ Hann átti þátt í stofnun félags Nýalssinna og hann hefur komið fram í útvarpi og í kappræðum við skólaða menn hefur hann haldið reisn. Nú er hann orðinn níræður og enn ljómar af honum í samræðu og enn er hann að setja hugsanir og minningar í letur. Eg hef ekki séð það sem hann er að skrifa þessa stundina, en mér hefur verið sagt að það sé gott. Þorsteinn hefur sagt: „ekkert er til nema endur- minningin, maðurinn er ekkert nema endurminning. Ef til vill er Þorsteinn að skrifa endurminningar sínar núna af hreinskilni og hispurs- leysi eins og honum er tamt. Þosteinn Þorsteinsson Þeir voru miklir vinir, páfínn ást- sæli, Jóhannes 23. og Germani. Heima í íbúð Germanis í Róm, á æfíngaorgelinu, er mynd af þeim saman. Þar er einnig önnur mynd, en hún er af John F. Kennedy og Germani sem tekin var að afloknum tónleikum. Báðir þessir vinir Germ- anis, sem myndimar em af, vom lausir við allt yfírlæti og það finnum við líka hjá Germani. Þeir sem kynntust Germani er hann heim- sótti ísland árið 1974 fundu hina elskulegu og hlýju framkomu. Þegar Germani kom til íslands höfðu tveir íslendingar verið hjá honum í námi, Guðmundur H. Guðjónsson, sem nú er organisti í Vestmannaeyjum, og undirritaður. Germani var hrifinn af þeirri vináttu og hlýju sem hann fann alls staðar á landi okkar. Hann gaf þeim sem hann kynntist hér hlýja umsögn og kallaði ísland „land hinnar sönnu vináttu". Hann minnti okkur oft á það að við hefðum ekki hugmynd um það hversu gott við ættum að búa í slíku landi sem ísland er. Þó að liðin séu 20 ár frá því ég var við nám í Tónlistarskóla heil- agrar Sesselju í Róm, þá er sá tími mér hugstæðari en flest önnur tíma- bil ævinnar. Ég kynntist list Fem- andos Germani og miklum kröfum hans. Þrátt fyrir allan strangleik- ann kom samt oft fram glettni í kennslustundunum. „í helvíti er fullt af fólki sem hafði tækifæri til að gera góða hluti, en gerði þá ekki,“ heyrðist þá stundum sagt. Og alltaf saumaði meistarinn að okkur öllum eins og mögulegt var. Við vorum aðeins fimm nemendur hjá honum þennan vetur og við nýliðarnir fengum langmestan tíma. Það var ekki litið á klukkuna. Germani reyndi að venja okkur af alls konar ósiðum, eins og þeim að hrejrfa sig of mikið við hljóðfærið og gretta sig. Þegar honum hafði gengið erfiðlega að venja mig af söngli þegar ég spilaði, sagði hann í stríðni: „Við vitum að þú hefur dásamlega rödd.“ Fyrir kom að nemendur hans misstu þolinmæðina og hitnaði í hamsi, en aldrei varð vart við hroka eða dramb í tilsvörum Germanis, heldur aðeins föðurlegar umvandanir og þolinmæði. Sú natni er hann sýndi okkur nemendum sínum er mér ógleyman- leg og hugur minn er fullur af þakklæti fyrir þá miklu og góðu kennslu er hann lét mér í té. Hann kenndi mér að spila bundið og þótt sá spilamáti sé e.t.v. á undanhaldi er ég samt sannfærður um það, eftir að hafa kynnst báðum stefnun- um, að ef hljóðfæratónlistin á að endurspegla sönginn þá verða allir organleikarar að tileinka sér bundið spil til þess að geta notað það þar sem það á við. Fernando Germani hitti ýmsa hér á landi, m.a. hitti hann Pál ísólfsson og heimsótti hann tvívegis í Reykja- vík. Þeir virtust eiga vel saman, enda taldi Páll Femando Germani vera mesta orgelleikara okkar samtíðar. Við fórum vítt um landið, til Vestmannaeyja, Skálholts og að Gullfossi og Geysi. Ég minnist þess hve þeir töluðu lengi saman, Sigurð- ur Greipsson og Germani. Þeir skiptust á skoðunum um heimsmál- in og inntakið í þeirri samræðu var dapurleiki yfír því „hvað myrkrið er elskað mannheimum í“. Smávægilegt atvik, er Germani frétti frá Róm, gerði hann nokkuð niðurdreginn þann tíma sem hann dvaldi hér og þá komu djúpar til- fínningar hans vel í ljós. En hann mætti víða hlýju, og ég man eftir að prestur sem við hittum á leið okkar um landið, sagði við Germani að skilnaði: „I will keep you in my prayer." Germani hefur haldið orgeltón- leika um víða veröld, og hefur honum verið sýndur margvíslegur heiður. Hann var m.a. aðalorgelleik- ari við Péturskirkjuna í Róm um tíma og kenndi við virtar tónlistar- stofnanir í Bandaríkjunum. Þá var hann kennari á sumamámskeiðun- um í Siena á Italíu um þijátíu ára skeið og útbreiddi stíl sinn og pedal- spil, svo að nú á hann fulltrúa stefnu sinnar út um allan heim. En nú er Germani aldinn að árum og spilar mestmegnis aðeins sjálf- um sér til ánægju á heimili sínu eða í sumarhúsi sínu við vatnið fagra, þar sem voldugir orgeltónar berast út um opna gluggana til fískimann- anna úti á vatninu. Nú heldur hann hátíðlegan daginn með yndislegri konu sinni og þremur bömum ásamt tengdabörnum og bama- bömum. Við hér heima á íslandi, vinir hans, sendum honum innileg- ustu afmæliskveðjur með þakklæti, því að hann mun um ókomna tíma hafa áhrif á orgelleik hér hjá okkur. Haukur Guðlaugsson Athugasemd vegna vodkasölu ORRI Vigfússon talsmaður Sprota hf. hefur sent Morgun- blaðinu athugasemd vegna frétt- ar, sem birtist í blaðinu 27. marz. Þar sem hann telur að sú frétt geti valdið misskilningi, vill Sproti hf. taka fram eftirfarandi: „Icy Vodka var aðeins á markað- inum um það bil fímm vikur af árinu 1985 og seldust á þeim tíma 17.908 flöskur. Það kom fyrst á markaðinn í byijun október og seldist strax upp og kom síðan aftur í verslanir ÁTVR í byijun desember og seldist upp fyrir jól. Það koiji öllum í opna skjöldu að Icy Vodka skyldi ná svo miklum vinsældum á svo skömmum tíma og tókst því ekki að fá nýja send- ingu fyrr en kom fram í febrúar. Hún seldist upp á þremur vikum. Ef sala Icy Vodka fyrstu tvo mánuði ársins er borin saman við sölu á Smimoff, seldist litlu minna af Icy Vodka, þegar miðað er við daga- fjölda, sem það var á markaðinum. Annars er ekki að undra þó Smimoff nái mikilli sölu á íslensk- um markaði, þar sem það er mest auglýsta vodkategund í heimi og hingað til lands berast tugþúsundir eintaka af erlendum tímaritum, þar sem Smimoff auglýsir. Þrátt fyrir þetta hefur markaðs- hlutdeild Smimoff á íslandi minnk- að verulega. Alls seldust 562.000 flöskur af vodka á íslandi 1984 og þar af 255.500 flöskur af Smimoff, eða 45,5 prósent. í fyrra seldust hins vegar 735.500 flöskur af vodka, þar af 237.000 flöskur af Smirnoff, eða 32 prósent. Markaðs- hlutdeild Smimoff hefur því minnk- að úr tæpum helmingi sölunnar í tæpan þriðjung." Strokufang- arnir gáfu sig fram FANGARNIR tveir, sem struku af Litla Hrauni síðastliðið þriðju- dagskvöld gáfu sig fram á mið- vikudag. Annar þeirra kom í hegningarhúsið við Skólavörðu- stig um morguninn, en hinn tók rútuna austur að Litla Hrauni og kom þangað um hádegið. Fangamir höfðu komist yfír sög, sem þeir notuðu til að saga með rimla í glugga og komust þannig út. Þeir munu síðan hafa farið fót- gangandi á Selfoss þar sem þeir tóku leigubfl til Reykjavíkur. Gústaf Lilliendahl, forstjóri á Litla Hrauni sagði í samtali við Morgunblaðið, að venjan væri að setja menn í einangrun í einn mánuð fyrir strok, en síðan væri það ákæmvaldsins að ákvarða hvort höfðað yrði mál vegna stroksins. Gústaf sagði að dæmi væm um, að fangar hefðu fengið dóm fyrir að stijúka úr fangelsi, einkum ef um samantekin ráð væri að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.