Morgunblaðið - 05.04.1986, Síða 18

Morgunblaðið - 05.04.1986, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL1986 Málefni aldraðra: Enn deilt um byggingu söluíbúða Málefni aldraðra komu enn til umræðu á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag. Tilefni umræðnanna voru tillögur er Gerður Steinþórs- dóttir (F) flutti. Fjallaði önnur þeirra um að borgarstjórn samþykkti að borgin eignaðist 10% íbúða I húsnæði fyrir aldraða, sem reist er á vegum félagasamtaka þar sem borgin tekur að sér að reisa og reka þjónustukjarna fyrir aldraða. Hin tillagan fjallaði um að borgar- stjórn samþykkti að fyrirhugaðar íbúðir fyrir aldraða í Grjótaþorpi verði leiguíbúðir. Tillögunum var báðum vísað til framkvæmdanefnd- ar vegna stofnana í þágu aldraðra. Gerður Steinþórsdóttir sagði, að stefna borgarinnar hefði verið sú, Deilt um leik- tækjasal í borgar- stjórn TVÆR tillögur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgar- fulltrúa Kvennaframboðs, voru samþykktar á fundi borgarstjómar á fimmtudag. Annars vegar var með 21 atkvæði ákveðið að fresta ákvörðun um leyfi til að byggja verslunar- skrifstofu- og íbúðarhús við Bergstaða- stræti 15. Og hins vegar var samþykkt með 11 atkvæðum að vísa því til baraavemdar- nefndar, hvort leyfa ætti að reka leiktækjasal í veitinga- stofu á Rauðarárstíg 16. í umræðum um leiktækjasal- inn ítrekaði Adda Bára Sigfús- dóttir, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, þá skoðun flokks- ins, að hann væri alfarið á móti leiktækjasölum. Davíð Oddsson, borgarstjóri, taldi ástæðulaust að leita umsagnar um þennan leiktækjasal, þar sem verið væri að færa hann um set innan sömu húsasamstæðu. í atkvæðagreiðslu um tillögu Kvennaframboðsins greiddu tveir borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins, Katrín Fjeldsted og Siguijón Fjeldsted, atkvæði með vinstri flokkunum. á þessu kjörtímabili, að hvetja fé- lagasamtök til að byggja söluíbúðir fyrir aldraða í stað þess að borgin byggði sjálf leiguíbúðir. Sagði Gerð- ur, að tími væri kominn til að breyta um stefnu og fara að sinna þeim sem ekki gætu keypt íbúðir. Magnús L. Sveinsson (S) sagði að í könnun sem Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur hefði látið gera á meðal sinna félagsmanna hefði komið í ljós að yfirgnæfandi meiri- hluti félagsmanna hefði talið mjög brýnt að félagið byggði þjónustu- íbúðir fyrir aldraða. Sagði Magnús að þetta sýndi betur en margt annað, hver vilji fólksins væri innan félagasamtakanna. Magnús sagði ennfremur að með þessum hætti gæti borgin byggt miklu fleiri íbúðir fyrir aldraða en ef eingöngu væru byggðar leiguíbúðir á vegum borg- arinnar. Loftmynd af Reykjavík. „Greinilegt að Sigurður færist sífellt nær frj álshyggj unni ‘4 — sag'ði borgarstjóri í umræðum um núgildandi byggingarreglugerð Borgarstjórn samþykkti sl. fimmtudag tillögu frá Sigurði E. Guðmundssyni (A) um að skora á félagsmálaráðuneytið að taka núgildandi byggingar- reglugerð til endurskoðunar. I máli Sigurðar kom fram að reglugerðin væri löngu orðin úrelt, í henni væri að fínna íjölda ákvæða sem væru bæði smásmuguleg og greindu frá sjálfsögðum hlutum. Sigurður sagði ennfremur að í reglugerðinni væri tilhneiging til miðstýringar og að forsjárhyggjan hefði greinilega ráðið ferðinni er reglugerðin var samin. Davíð Oddsson, borgarstjóri, fagnaði tillögunni og sagði það greinilegt að Sigurður væri sífellt í tillöguflutningi sínum að færast nær fijálshyggjunni. Tillagan var síðan samþykkt með 17 greiddum atkvæðum. Einnig samþykkti borgarstjóm að vísa þremur öðrum tillögum frá Sigurði til skipulagsnefndar og Borgarskipulags. Fjölluðu þær um að tekið yrði saman yfírlit yfír óhijáleg bílastæði og íbúðarhús, er liggja við miklar umferðargötur með það fyrir augum að gerðar verði tillögur til úrbóta. Umframraforka verði nýtt til kyndingar — segir í tillögn frá borgarfull- trúum Alþýðubandalags BORGARSTJÓRN samþykkti sl. fimmtudag að vísa tillögu borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins um hvort hugsanlegt sé að nýta um- framraforku frá Landsvirkjun til kyndingar í Reykjavik til stjóraar Veitustofnana til umsagnar. I tillögunni er gert ráð fyrir því að á meðan kannað sé hvort hag- kvæmt er að nýta umframraforku til kyndingar þá verði nýfram- kvæmdum á Nesjavöllum frestað. I greinargerð með tillögunni segir, að í kerfí Landsvirkjunar sé nú veruleg umframraforka og sé talið að hún sé á bilinu 500—800 GWst á ári. Einnig segir í greinar- gerðinni, að það geti komið Reyk- víkingum til góða með þrennum hætti _ef unnt væri að nýta þessa orku. í fyrsta lagi þá eigi þeir stóran hlut í Landsvirkjun en aukin ra- forkusala leiði til betri afkomu fyrirtækisins. í öðru lagi þá sé hagkvæmt að nýta þá orku, sem þegar er til, en kemur engum að gagni. í þriðja lagi geti það leitt til lægri húshituriarkostnaðar ef þessi kostur reynist hagkvæmur. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði, að þegar væri verið að kanna hjá Landsvirkjun hvort unnt væri að nýta þessa umframraforku til kyndingar í Reykjavík. Þess vegna væri rétt að vísa tillögu þessari til umsagnar stjómar Veitustofnana. Síðan greindi borgarstjóri frá ýms- um athugunum sem þegar hefðu verið gerðar í þessu máli. Siguijón Pétursson (Abl) sagðist fagna því að málið væri nú þegar í athugun. Borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins hefðu hins vegar ekki vitað af því og því væri rétt að beina því til borgarstjóra að upplýs- ingar um jafnmikilvæg mál er snertu alla borgarbúa bærust í framtíðinni borgarfulltrúum eins fljótt og hægt væri. Fjárskortur félagsmálastofnunar: Lausn frestað á meðan starfs- menn unnu að úttekt vandans MIKLAR umræður urðu á borgarstjórnarfundi á fimmtudag um fjárskort Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. En vegna hans þá hefur nokkur hluti fjárhagsaðstoðar hverfaskrif- stofa stofnunarinnar farið fram með þeim hætti, að fólk fær afhentar úttektarbeiðnir í stað peninga. Guðrún Jónsdóttir (Kf) gagnrýndi meirihluta Sjálfstæð- ismanna fyrir slælega framgöngu í málinu. Hún sagði, að greinilegt væri að lífskjör fólks hefðu versn- að stórlega að undanfömu og í viku hverri kæmu 70 ný mál inn á borð Féiagsmálastofnunar. Sagði hún, að á ráðstefnu sem haldin hefði verið um fátækt á Islandi hefði opinberlega komið í ljós að fjárskortur Félagsmála- stofnunar hefði leitt til þess, að stofnunin hefði ekki getað þjónað skjólstæðingum sínum sem skyldi og þar hefði einnig komið fram, að félagsleg aðstoð í Kópavogi væri mun betri en í Reykjavík. Sagði hún, að það væri einkenni- legt, að borgarfulltrúar fengju fyrst vitneskju um ástandið á opinberri ráðstefnu á vegum annarra. í máli Guðrúnar kom einnig fram, að ekkert hefði enn verið að gert til þess að bjarga málunum. Einnig væri ljóst að ekki vantaði viljann hjá borgar- fulltrúum til þess að leysa málið. Borgarhagfræðingur hefði hins vegar upp á eigin spýtur staðið í veginum og komið í veg fyrir að málið væri leyst með viðun- andi hætti. „Er hér á ferðinni enn eitt dæmið um það vald sem embættismennimir hafa undir einræði Davíðs Oddssonar?" sagði Guðrún að lokum. Ingibjörg Rafnar (S) sagði, að Guðrún færi ekki með rétt mál þegar hún lýsti ástandinu. Sagði hún, að gripið hefði verið til þess ráðs að senda Félags- málastofnun aukagreiðslur til þess að mæta brýnustu þörfínni á meðan verið væri að vinna að lausn málsins. í máli hennar kom einnig fram, að það væri rangt að ekki hefði verið vitað um vanda Félagsmálastofnunar fyrir umrædda ráðstefnu um fátækt á íslandi. Staða stofnunarinnar hefði verið rædd á fundum fé- lagsmálaráðs og hefði það leitt til þess að einn af starfsmönnum stofnunarinnar hefði verið beðinn um að gera úttekt á átandinu. Þessi úttekt hefði síðan ekki legið fyrir fyrr en 13. mars sl. eða sama dag og umrædd ráðstefna hófst. Þar hefði starfsmaðurinn, sem gerði úttektina, kynnt niður- stöður hennar án þess að hann hefði lagt þær fyrir félagsmála- ráð og slíkt væri ámælisvert. Ingibjörg sagði ennfremur, að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem þrengdi að Félagsmálastofnun, slíkt væri árviss viðburður á þessum árstíma en ástandið hefði hins vegar aldrei verið verra en í tíð meirihluta vinstrimanna í mars 1982. Nú hefði verið tekið á málinu og það leyst með viðun- andi hætti. Gerður Steinþórsdóttir (F) sagði, að ljóst væri að lífskjör fólk í landinu hefði versnað að undan- fömu og það hefði komið berlega í ljós á umræddri ráðstefnu um fátækt á íslandi. í máli hennar kom einnig fram að tregða borg- arhagfræðings í þessu máli væri ákaflega einkennileg og að greinilegt væri að upplýsinga- streymi innan borgarkerfísins væri ekki nógu gott. Albert Guðmundsson (S) sagði, að Félagsmálastofnun hefði niðurlægt slq'ólstæðinga sína með því að láta þá fá úttekt- arseðla í stað peninga og bað hann alla borgarfulltrúa að sjá til þess að slíkt gerðist aldrei aftur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.