Morgunblaðið - 05.04.1986, Side 25

Morgunblaðið - 05.04.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL1986 25 Alþingishús reist af rausn 1881: „Hlutur okkar má ekki minni vera“ - segir Þorvaldur Garðar Kristjánsson um fyrirhugaða húbyggingu Alþingis Alþingi hið forna hafði ekki Alþingishús tii umráða svo sem við höfum í dag. Hinsvegar er þess að geta að laust fyrir árið 1020 sendi Óiafur helgi Noregskonungur að gjöf við í kirkju á Þingvöllum. Þessi kirkja var kölluð þingmannakirkja. Frá þessu segir Snorri Sturluson í Heimskringlu um 1230. Um miðja 18. öld var fyrst reist hús til þinghalds, hið svokallaða Lögréttuhús á Þingvölium. Það var hinsvegar að falli komið undir aldamótin 1800, 1799, og þá er Al- þingi flutt frá Þingvöilum til Reykjavíkur. Það er Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, forseti sameinaðs þings, sem þannig kemst að orði í samtali við þingfréttamann Morgunblaðs- ins. Umræðuefnið var húsnæði Alþingis, fyrr og nú. Alþingi flutt til Reykjavíkur Alþingi er flutt til Reykjavíkur árið 1799 og það ár og það næsta er það háð í Hólavallaskóla, sem stóð nálægt því sem Garðastræti endar við Kirkjugarðsstíg. Starf- semi Alþingis er síðan lögð niður með konungsúrskurði árið 1800. Þegar Alþingi er endurreist og kemur saman 1. júlí 1845 er það háð í Lærða skólanum $ Reykjavík, sem þá var nýbyggður, og var ekki tekinn í notkun sem skólahús fyrr en árið eftir. Skólinn var heimili Alþingis þar til það flutti í það hús, sem það nú er í, 1881, en það var sérhannað og byggt með þarfír Alþingis í huga. Húsið var byggt af mikilli rausn, myndarskap og framsýni, - og snið- ið mjög við vöxt fyrir þarfír þings- ins. Framan af var því hægt að nýta húsið til að mæta þörfum fleiri stofnana en Alþingis. Ifyrr á tíð vóru hér Þjóðminjasafn, Lands- bókasafn, Háskóli íslands, skrif- stofa ríkisstjóra og síðar forseta íslands. Þessar stofnanir vóru hér ekki á sama tíma en samtímafólki þykir sjálfsagt furðulegt, hvemig þessi margvíslega starfsemi hefur getað rúmast í því húsi sem er löngu orðið allt of lítið fyrir starfsemi Alþingis. Sérstaklega fínnst mér nær óskiljaniegt, hvemig hægt hefur yerið að rúma starfsemi Há- skóla íslands hér, frá stofnun hans, 1911, framtil 1940. Umsvif Alþingis aukast Umsvif Alþingis aukast, ekki sízt eftir lýðveldisstofnun, bæði á þann veg, að þingmönnum fjölgar mikið og þingtíminn lengist mikið. Þessu fylgja stóraukin störf hjá skrifstofu Alþingis, hjá útgáfu Alþingistíð- inda, og hjá öðrum starfsþáttum þingsins. Þetta leiddi til þess að Alþingshúsið varð, fyrir mörgum árum, allt of lítið fyrir starfsemi þingsins. Smám saman hefur verið bætt úr þessu með því að Alþingi hefur fengið til nota hús hér í næsta nágrenni. í þessum húsum, sem nú eru fímm að tölu, eru fundaher- bergi þingnefnda, skrifstofur al- þingismanna, ræðuritun, útgáfa Alþingistíðinda, bókasafn þingsins og sitthvað fleira. En hvort tveggja er að þessi hús eru ekki hönnuð fyrir þá starfsemi, sem þar fer nú fram, né nægilega stór til mæta nútímakröfum um slíka starfsemi. Þess vegna var það ákveðið í tilefni af hundrað ára afmæli Alþingis- hússins, 1981, að efnt skyldi til samkeppni um gerð og skipulag nýbyggingar fyrir starfsemi þings- ins. Við það er miðað að heimkynni Alþingis verði áfram í núverandi þinghúsi en hliðarstarfsemi í næsta nágrenni. Nýbyg-ging- í tveimur áföngum Gert er ráð fyrir að þessi nýbygg- ing verði reist f tveimur áföngum. í fyrri áfanga verður aðstaða fyrir þá starfsemi sem bezt fer á að sé sem næst þeim sölum þar sem Alþingi þingar. Þar verður aðstaða fyrir þingnefndir, þingflokka, skrif- stofu Alþingis, bókasafn, skjala- safn, mötuneyti, ræðuritun, tölvu- vinnslu, sjónvarpsupptöku, útgáfu Alþingistíðinda, dreifíngu þeirra og afgreiðslu til almennings — og sitt- hvað fleira. í síðari áfanga nýbyggingarinnar er gert ráð fyrir skrifstofum þing- manna. Sérhveijum þingmanni er þar ætlað sérherbergi. Stórbætt verður öll starfsaðstaða þingmanna svo sem nauðsyn krefur til bættrar þjónustu við þá. Það er grundvallaratriði fyrir hagnýtingu lóða Alþingis hér í miðborginni hvar þessi nýbygging verður staðsett. Tvö sjónarmið skipta mestu. Hið fyrra er að ný- Morgunblaðið/Ami Sæbersr Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti sameinaðs þings. byggingin verði hið næsta Alþingis- húsinu og í fyllsta samræmi við útlit þess. Það sfðara er að húsið verði staðsett þannig að það útiloki ekki möguleika til þess að byggja nýtt Alþingishús einhvem tíma í framtíð hér á þeim lóðum sem Alþingi hefur til umráða, ef þeirrar tíðar menn taka ákvörðun þar um. Með tilliti til framangreinds hefur verið gert ráð fyrir að nýbyggingin verði við Kirkjustræti, vestanvert við Alþingishúsið, og teygi sig sfðan meðfram Tjamargötu. Haldið verði óráðstöfuðum lóðunum á suður- hluta svæðisins. Mér virðist ekki vera rými fyrir slíka framtíðar- byggingu nema á suðurhluta svæð- isins. Við Kirkjustræti yrði of þröngt fyrir slíkt hús, m.a. vegna nálægðar Landsímahússins og vegna annarra þrengsla þar. Af þessum sökum sýnist sjálfgert að þau gömlu timburhús, sem nú standa við Kirkjustræti, verði að víkja. Við leggjum áherzlu á að í sam- keppninni verði lögð áherzla á að- lögun að umhverfínu, að næsta nágrenni, ekki sízt friðuðum bygg- ingum og tengslin við Alþingis- húsið. Hin nýja bygging á ekki að standa nær því en þau gömlu hús sem nú eru þama. Tenging við Alþingishúsið er hugsuð neðanjarð- ar. Síðasti skiladagur tillagna verður 12. júní nk. Þá er haft f huga að dómnefnd geti lokið sínum störfum í júlímánuði nk. Það hafa engár ákvarðanir verið teknar um framkvæmdir, heldur forseti þingsins áfram. Alþingi hefur samþykkt að efna til þessarar samkeppni um teikningar að nýju húsi. Formleg ákvörðun um bygg- ingu þess hefur hinsvegar ekki verið tekin. Það er sjálfstæð ákvörðun. En þáð verður að gera ráð fyrir því að það sé vilji fyrir að byggja nýtt hús og heíja framkvæmdir sem fyrst. Þá ályktun verður að draga af ákvörðun um samkeppni þessa sem og viðblasandi þörf fyrir aukið húsrými. Gömlu húsin við Kirkjustræti Ég get ekki sagt að ég hafí orðið sérstaklega var við andstöðu gegn því að þessi gömlu hús við Kirkju- stræti verði látin víkja, sagði þing- forseti, aðspurður um það efni. Það er að vísu af hinu góða að varðveita gömul menningarverðmæti, í hús- um sem öðru, en ég hef hinsvegar ekki á tilfinningunni, að ástæða sé til að varðveita þessi hús. Við skul- um og hyggja að því, að ef Alþingi á ekki að hafa möguleika til þess að hafa hér á þessum lóðum hús, sem svara kröfum um starfsaðstöðu þess, þá rís upp sú spuming, hvort Alþingi geti verið áfram hér á þeim stað þar sem það nú er. Af þessum ástæðum kemur ekki annað til mála, í mínum huga, en að þessi hús víki. Alþingishúsið við Austurvöll Það er ætlunin að koma þessu aldna Alþingishúsi við Austurvöll að mestu í það horf sem það var í upphaflega. Það þarf ýmsu að breyta til fyrra horfs, anddyri, stiga, innréttingum sem hefur verið breytt. Not hússins verða og allt önnur en nú. Starfsemi þingflokka flytzt úr húsinu, sem fyrr segir, sömuleiðis mötuneytið. Fyrsta hæð hússins verður vænt- anlega hagnýtt til móttöku fyrir opinbera gesti Alþingis, setustofu fyrir alþingismenn, auk þess sem skrifstofa forseta sameinaðs þings yrði áfram hér á sama stað og áður. Á annarri hæð þar sem nú er skrifstofuhúsnæði og skjalavarzla þingsins yrði allt miklu rýmra eftir að þessi starfsemi flytzt í nýtt hús- næði. Hinsvegar verður á þessari gerð og fyrirkomulag nýbyggingar Alþingis. Fundarsalur neðri deildar og sameinaðs þings. Morjtunbladið/Bjami hæð sú þjónusta sem nauðsynleg er fyrir þingmenn meðan á þing- fundum stendur. Þriðja hæð, þar sem nú er að- staða fréttamanna, eitt þingflokks- herbergi, auk aðstöðu fyrir útgáfu Alþingistíðinda, verður fyrst og fremst hagnýtt fyrir fréttamenn, til þess að bæta aðstöðu þeirra í hví-' vetna. Þingsalimir eru kjami þessa húss. Þeir þurfa að rúma fundi þingsins í fyrirsjáanlegri framtfð, en þar eru nú mikil þrengsli. Þá er spumingin, hvort komi til greina að stækka þingsalina. Að mínu viti er svo ekki vegna þess að það myndi spilla húsinu, sem að sjálfsögðu er friðað, og verða til stórlýta. Mín hugmynd er sú að bregðast svo við þessum vanda að setja nýjar inn- réttingar, ný borð og ný sæti í þingsalina, sem taka minna hús- -*■ rými en nú er. Þess er að geta að við næstu Alþingiskosningar fjölgar þing- mönnum um þijá. Þegar af þeirri ástaóu erum við í vanda í þessu efni. Þess vegna er það að forsetar þingsins láta nú kanna á hvem veg bezt væri að haga nýjum innrétting- um í þingsölunum. Þá er ekki ein- ungis tekið mið af fjölgun þing- manna um þijá, eftir næstu kosn- ingar, heldur horft til lengri fram- tíðar, þ.e.a.s. að það sé hægt að fjölga þingmönnum frekar. Með þessu er þó engan veginn verið að gera því skóna að það sé æskilegt á næstunni að fjölga þingmönnum. Vandasamt verkefni Það samkeppnisverkefni, sem hér um ræðir, er sérlega vanda- samt. Umhverfí þessa húss er þess eðlis, að það verður að taka sérstakt tillit til þess, ekki einungis Alþingis- hússins, heldur einnig dómkirkjunn- ar og annarra friðara húsa hér í miðbænum. Það er líka vandasamt að teikna svo sérhæft hús. Þá hygg ég að það sé líka vandasamt að koma fyrir tengingu milli þessa nýja húss og Alþingishússins, en gert er ráð fyrir að hún verði neðanjarð- ar. Þessi tenging verður stór í snið- um. Þarna verður í raun um rúm- gott svæði að ræða, sem liggur úr kjallara Kringlunnar sunnanvert við Alþingishúsið og yfír í nýbygging- una. Þetta neðanjarðarsvæði verður að vera aðlaðandi. Þar er gert ráð fyrir aðstöðu og þjónustu, sem skiptir miklu máli að sé hið næsta þingsölum, svo sem aðstaða til blaða- og tímaritalesturs, upptöku fyrir hljóðvarp og sjónvarp, aðstaða fyrir viðtöl fréttamanna við þing- menn og kaffístofa. Tímasetning nýbyggingar Aðspurður um timasetningu fyrir- hugaðra framkvæmda, nú á tímum erfíðleika í rikisíjármálum, sagði þingforseti, að þörfin fyrir stór- bætta starfsaðstöðu þingsins væri svo mikil og brýn, að lengur yrði ekki komizt hjá úrbótum. Það væru og hagkvæmnisástæður, sem köll- uðu á framkvæmdir. Það væri ekki einungis starfslegir erfíðleikar held- ur fylgdi því einnig ærinn kostnaður að reka þingið í fímm húsum, auk Alþingishússins, sem hentuðu misjafnlega til starfseminnar. Að sjálfsögðu verður að miða þessa * nýbyggingu, sagði forseti þingsins, við það að hún svari þörfum Al- þingis til nokkurrar frambúðar og geri það svo vel, sem gera verður kröfu til fyrir löggjafarþing. Hvort við höfum efni á þessu í þeim fjárhagslegu erfiðleikum, sem við eigum nú við að stríða, er spum- ing, sem ég svara hiklaust játandi. Ef við hefðum það ekki væri vissu- lega illa komið fyrir okkur. Þá hefðum við ekki gengið til góðs götuna fram eftir veg frá 1881 er Alþingishús það, sem við enn not- um, var byggt, og þjóðin var um þriðjungur þess sem hún nú er og íbúar höfuðborgarinnar innan við þijú þúsund. Þá reistu íslendingar Alþingishús af þeirri reisn og myndarskap, sem setur svip á höf- uðborgina enn í dag. Hlutur okkar nú má ekki minni vera þegar þessi stofnun á í hlut.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.