Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL1986 Kveðjuorð: Pétur W. Jóhanns- *son, Reyðarfirði Fæddur 3. nóvember 1892 Dáinn 25. febrúar 1986 Sumir samferðamanna okkar vekja á sér athygli með leiftrandi ákafa og æmum tilþrifum. Aðrir fara hljóðlegar, vinna verk sín í kyrrlátri önn hversdagsins, bera með sér gersemi góðvildar, dag- farsprýði er dyggð þeirra. Síðbúin kveðja mín til Péturs Jóhannssonar er þessu síðara ' 'iengd. Fram í hugann leitar einkar geðþekk minningamynd allt frá bamsámm mínum, mynd af vönd- uðum og vænum dreng til orðs og æðis, þar sem saman fóru gerhyglin góð og hög hönd. Þeim sem Pétur þekktu kemur án efa prúðmennskan fyrst í hug, en á bak við ieyndist býsna heitt skap og allir vissu, að fastur var hann fyrir og flysjungur enginn. Hið næsta sem athygli vakti var verklagni hans og natni við hvað- eina, sem hann tók sér fyrir hendur. Það var ekki asinn og ákefðin, en sem fleirum slíkum vannst honum ---------------------- Heyrnar- mælingar á Suðurlandi FRIÐRIK PáU Jónsson háls-, nef- og eymalæknir ásamt öðrum sér- fræðingum Heymar- og tal- ►^neinastöðvar íslands verða á ferð á Suðurlandi dagana 20. april til 23. aprfl nk. Rannsökuð verður heym og tal og útveguð heymartæki. Farið verður á eftirtalda staði: Kirkjubæjarklaustur 20. aprfl, Vík 21. aprfl, Hvolsvöli 22. aprfl og Hellu 23. aprfl. ágæta vel og hann fgrundaði ætíð, hvemig málum yrði haganlegast og bezt fyrir komið og því voru afköst hans oftlega meira en annarra, sem hærra létu og hraðar virtust fara. Sem bam kynntist ég honum og ævinlega hafði hann tíma til að tala við feiminn sveinstaulann og haga orðum sínum þannig, að andsvar fengist. Hlýtt viðmótið og bjart brosið áttu sinn ríka þátt í því, að ég hafði snemma á honum miklar mætur og mat hann því meir, sem kynni urðu meiri og fóru innáfleiri slóðir. í huga mínum var Pétur alltaf bóndinn, hagsýnn og vandvirkur, umhyggjusamur í umgengni við skepnur sínar, enda báru þær þess merki. Fáir áttu fallegri lömb á hausti, í flárhúsum hans var allt fágað og æmar hans báru af. Æmar vom fyrsta minnisverða umræðuefni okkar og sameiginlegur áhugi tengdi saman fulltíða mann og bam. Þó fleiri og Ijölbreyttari yrðu samræðuefnin síðar á lífsleiðinni kom þó ævinlega svo að á einhveiju stigi væri að þessu vikið. Þeirra samræðna allra nú gott að minnast, ekki sfzt varðandi þjóðmálin, þar sem skoðanir fóru einkennilega oft saman, þó ekki fylgdum við sama flokki. Þar kom til sterk og einlæg félagshyggja hans, andúð á auð- gildinu og sjónarmið mannúðar og manngildis, sem öllum flokkadrátt- um vom ofar. Flokki sínum, Fram- sóknarflokknum, fylgdi hann af mikilli staðfestu og varði víxlspor hans af rökvísi og kappi, ef því var að skipta. Hitt fór ekki milli mála að hann vildi skipa honum vel til vinstri og taldi samstarf við róttæk- ustu þjóðfélagsöflin á hveijum tíma réttogsjálfsagt. Það leiddi því af sjálfu sér, að engan átti ég traustari fylgismann í forystu Verkalýðsfélagsins heima um átta ára skeið, þar sem ég átti hið bezta samstarf við ágæta verka- lýðssinna úr röðum þeirra fram- sóknarmanna. Sú samfylgd var ánægjuleg og kom ýmsu góðu til leiðar. Pétur var maður mannræktar í beztu merkingu þess orðs, hann las mikið og var mjög fróður, jafnt um liðna lffshætti sem nýjungar nú— tímans. En hann var mikill ræktun- armaður, hvort sem lítið var til gró- andi jarðar eða til Qárræktar, sem hann hafði einkar mikinn áhuga á. Það sýndi hann bezt í forystu sinni fyrir fjárræktarfélagi heima og óþreytandi áhuga á því að menn fóðruðu vel og skynsamlega og ræktuðu þau gæði og þá eiginleika ánna, sem mest var um vert. Af honum var gott að læra og sjálfur fór hann þar í fararbroddi, annað hefði ekki verið í samræmi við skaphöfn hans. Æviúttekt skyldi þetta engin verða. Aðeins örfá minningabrot sem bijóta sér leið fram í huga minn. Enginn, sem hitti þennan æðru- lausa dreng, svo sáttan við tilveruna og umhverfi sitt allt, svo hlýlegan og glaðan, enginn mun nokkru sinni hafa fundið biturleika eða beizkju út í lífið. Hart hafði það þó leikið hann, þegar hann á bezta aldri sá á bak eiginkonu sinni og heimilið sundraðist. Þann mikla harm bar hann aldrei á torg, þó heit væri lund og viðkvæmnin væri skammt undan. Sú saga og æviatriði almennt skulu ekki rakin hér, enda hefur nafni hans áður gert því hin ágæt- ustu skil. En ég hlaut að festa á blað fáeinar hugleiðingar, þegar slfkur öðlingur er allur, sem ég hafði af svo góð og kær kynni alla tfð. Sem bam fann ég á heimili mínu að þar var Pétur mikilsmetinn sem gegn drengur og góður vinur. Sú gulltrygging brást aldrei í önn daganna. Em og hress var hann allt fram til þess síðasta. Traust og hlýtt var síðasta hand- takið heima á Reyðarfirði. Innileik- inn og alúðin söm sem fyrr og gleðin yfir að vera heima lýsti af ljómandi brá. Fyrir samfylgd kæra og beztu kynni er nú þakkað um leið og bömum hans em sendar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hins mæta drengs. Helgi Seljan nætur og daga uns lífinu lauk. Mikill mannfjöldi kvaddi hana f Langholtskirkju 26. marz en hún var jarðsungin frá Einarsstöðum í Reykjadal 29. marz, í sveitinni þar sem hún bjó lengst og vann sitt aðallffsstarf. Guð blessi Önnu systur mfna. Ég veit að henni líður vel þar sem hún er nú, því svo uppsker maðurinn sem hann sáir. Fjölskylda mín vottar eigin- manni, sonum og bamabömum dýpstu samúð. Rósa Anna Þorsteins- dóttir — Minning Hún Anna systir mín Þorsteins- dóttir er horfin yfir móðuna miklu. Hún lést í Landspítalanum 22. marz, eftir langa og stranga sjúk- dómslegu, sem hún þoldi án þess að kvarta. Hana langaði að lifa miklu lengur, hún átti svo margt ógert. Lengi vel ætlaði hún að sigr- ast á sjúkdóminum, en þegar sýnt var að dauðinn myndi sigra sætti hún sig við það með sama æðruleys- inu og stillingunni, sem fyrr þegar sorg og mótlæti hafa barið að dyr- um. Hún var trúuð kona og sagðist ekki kvíða fyrir dauðanum. Hún hugsaði sér aðeins að hún færi í ferðalag til annars lands, sagðist hugsa sér það líkt og þegar hún fór til Svíþjóðar í fyrsta skipti með manninum sfnum. Það hefði verið svo yndislegt ferðalag og fegurðin ólýsanleg. Anna hafði alltaf um stórt heim- ili að hugsa. Þau hjónin eignuðust fimm syni og það er ekki Iftið Iffs- starf að fæða, og ala upp fimm böm, en það gerði hún með sóma eins og allt annað. Heimili þeirra Önnu og Inga var geysilega gest- kvæmt. Allir voru hjartanlega vel- komnir. Alltaf gat Anna töfrað fram veisluborð, hvemig sem á stóð. Með svo stórt heimili gafst henni lítill tími til að sinna hugðarefnum sín- um, en þau voru handavinna. Síðari ár eftir að þau hjónin vom að mestu búsett í Reykjavík gafst henni þó betri tími til að gera ýmislegt er henni fannst skemmtilegt. Kenndi hún þá eldra fólki handavinnu og föndur og hafði ómælda gleði og ánægju af. Hún var hlý og nærgætin við gamla fólkið, hvatti það og gaf því aukið sjálfstraust og undir handaijaðri hennar urðu til margir fallegir munir sem jafiivel prýða kirkjur í Reykjavík. Anna var 64 ára þegar hún lést. Okkur sem þekktum hana fannst hún ung kona. Hún var svo lífsglöð og góð og hafði svo gaman af svo mörgu sem lífið hefur að bjóða. Anna var geysilega vinmörg. Kom það best í Ijós í veikindum hennar, því varla leið sá dagur að ekki kæmu margir í heimsókn og sfðustu vikumar sátu vinkonur hennar hjá henni, bæði i raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar | Verslunarhúsnæði Verslunarhúsnæði til leigu í Aðalstræti 9. Upplýsingar í síma 43877. Skrifstofuherbergi ígamla miðbænum Til leigu eru tvö skemmtileg skrifstofuher- bergi í miðjum gamla miðbænum, um fjöru- tíu fermetrar að stærð, samanlagt. Þeir sem áhuga hafa leggi inn nöfn sín og símanúmer á augl.deild Mbl. merkt: „Gamli miðbærinn" og greini frá hvers konar starf- semi um er að ræða. Læknanemi á 5. ári óskar eftir að taka á leigu 3ja-4ra herb. íbúð. Góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 93-2017. Húsnæði óskast 100-200 fm húsnæði óskast til leigu á góðum stað í Reykjavík á 1. hæð. Aðeins gott og hreinlegt húsnæði kemur til greina. Traustir aðilar. Upplýsingar í síma 73301. Umsóknir um orlofshús Þeir félagsmenn Hlífar sem hafa hug á að dvelja í sumar í orlofshúsum félagsins í Ölfus- borgun og Húsafellsskógi eða í íbúðinni á Akureyri, eru beðnir að sækja um það fyrir 15. apríl nk. Gert er ráð fyrir vikudvöl hverju sinni. Ef fleiri umsóknir berast en hægt verður að sinna munu þeir ganga fyrir sem sækja um í fyrsta sinn. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, símar 50987 og 50944. Sumarnámskeið í ensku Bournemouth International School Úrvalsskóli — Áratugareynsla. Vildarkjör miðað við innifalda þjónustu. Upplýsingar hjá Sölva Eysteinssyni, Kvisthaga 3,107 Reykjavík, sími 14029. Hlutabréf til sölu Til sölu eru um það bil 28% af hlutafé í Hótel Blönduós hf. Hlutabréfin eru í eigu Sölufélags Austur-Húnvetninga, Blönduósi, og skal skila kauptilboðum til Árna S. Jóhannsson- ar, framkvæmdastjóra, Húnabraut 4, Blöndu- ósi, sími 95-4200 fyrir 30. þ.m. Seljanda skal heimilt að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sölufélag Austur-Húnvetninga, Blönduósi. Kæli- og frystitæki til sölu Til sölu eru ýmis kæli- og frystitæki til nota í matvöruverslun s.s.: Gólffrystir lengd x breidd 558 x 140 cm, gólffrystir lengd x breidd 740 x 155 cm, gólffrystir lengd x breidd 740 x 140 cm, gólffrystir lengd x breidd 650 x 140 cm, veggkælir I. x br. x hæð 466 x 96 x 195, veggkælir I. x br. x hæð 284 x 96 x 195, veggkælir lengd x br. x hæð 466 x 96 x 195 og veggkælir I x br. x hæð 193 x 96 x 195. Tækin eru af IWO-gerð og í góðu lagi. Auk þess ýmislegur annar búnaður s.s. kæliklefi, frystiklefi, hillur, grinduro.fi. Upplýsingar í síma 32107.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.