Morgunblaðið - 05.04.1986, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 05.04.1986, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL1986 • Þessir strákar tóku þátt f Tommahamborgaramótinu í Eyjum, en œtli þeir sáu ekki of gamlir til aö keppa þar f sumar? Tommahamborgaramótið: Haldið í þriðja sinn Veztmannaeyjum. TOMMAHAMBORGARAMÓTIÐ i knattspyrnu fyrir 6. flokk verður haldið þriðja árið f röð í Vest- mannaeyjum í sumar. Mótið er haldið í sameiningu af Knatt- spyrnufélaginu Tý í Vestmanna- eyjum og Tommahamborgurum og verður það háð dagana 18.—23. júnf. Mótið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, en þó verður reynt að bœta ein- hverju nýju við. Mót þetta hefur notið gífurlegra vinsælda hjá knattspyrnumönnum félagana og í fyrrasumar tóku 40 lið frá 20 félögum þátt í mótinu, alls rúmlega 500 þátttakendur, og komust þá færri lið að en vildu vera með. Trúlega verður einnig að takmarka þátttökuliðin við sama fjölda í ár, þ.e. 40 lið og því eins gott fyrir þau félög sem hug hafa á því að senda lið í Tommamótið að bregða skjótt við. Þátttöku skal tilkynna til Lárusar Jakobssonar, mótsstjóra, í síma 98—1754 og veitir hann Ijúflega allar nánari upplýsingar um móts- haldið. Mörg félög hafa þegar imprað á þátttöku í mótinu, sum lögðu jafnvel þegar inn óskir um þátttöku strax í mótslok í fyrra, og er þessum liðum bent á að hafa samband við Lárus. — hkj. íþróttir helgarinnar ÞAÐ verður talsvert mikið um að vera á íþróttasviðinu hér á landi um þessa helgi. Borðtennis, frjálsar fþróttir, glfma, lyftingar, knattspyrna og handknattleikur hjá yngri flokkunum eru meðal þess sem er á dagskrá fþrótta- unnenda. Fyrri hluti íslandsmótsins í borð- tennis verður haldinn í Laugardals- höllinni í dag og á morgun. Keppn- in hefst klukkan 13.30 í dag með tvíliðaleikjum í flokkum drengja, sveina og stúlkna og síðan heldur keppni áfram fram eftir degi. Á morgun verður síðan keppt í ein- liðaleik og úrlsitaleikirnir í tvíliða- leikjunum og hefst keppnin klukk- an 13. Meistaramót íslands í kraftlyft- ingum veröur haldið á Akureyri í dag og hefst klukkan 10 árdegis í íþróttahöllinni þar í bæ. Keppt verður í karla- og kvenna- flokki og verða allir bestu kraftlyft- ingamenn landsins meðal kepp- enda ef Jón Páll Sigmarsson er undanskilinn, en hann á við meiðsli að stríða um þessar mundir. Kraftlyftingamenn ætla sér stóra hluti á þessu móti og hver veit nema þeir setji nokkur met, íslands-, Evrópu- eða jafnvel heimsmet. Það kemur í Ijós í dag í íþróttahöllinni á Akureyri. Íslandsglíman verður haldin í íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag og hefst klukkan 14. Alls eru ellefu keppendur skráðir til keppni um Grettisbeltið sem er elsti verð- launagripur sem keppt er um á íslandi og þó víðar væri leitað. Nú eru 80 ár liðin frá fyrstu ísiands- glímunni sem háð var á Akureyri en keppnin féll niður árin 1914- 1918 þannig að nú er keppt í 76. sinn um beltið. Núverandi glímukóngur er Ólaf- ur Haukur Olafsson úr KR en meðal keppenda eru einnig þrír fyrrverandi glímukóngar. Jón Unndórsson, Eyþór Pétursson og Pétur Ingvason, og því má búast við hörkuspennandi keppni. Glím- an verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Einn leikur verður í Reykjavíkur- mótinu í knattspyrnu á morgun. Þá leika Valur og Víkingur á gervi- grasvellinum í Laugardal og hefst leikurinn klukkan 20.30. Yngri flokkarnir í handknattleik verða á fullu um helgina. Á Selfossi leikur 4. flokkur kvenna til úrslita og hefst keppnin þar í dag klukkan 13 og lýkur á morgun klukkan 16. í Seljaskóla leikur 2. flokkur kvenna og hefst keppnin hjá þeim klukkan 10 árdegis í dag og lýkur á morgun með úrlsitaleik klukkan 15. 6. flokkur karla leikur i Garðabæ og hefst keppnin í dag klukkan 13 og síðasti leikurinn hefst klukkan 15. Þingvallagangan: Ekki Skíðafélagsins Við sögðum frá Þingvalla- göngunni í blaðinu hjá okkur í gær og þar var sagt að það væri Skíðafélag Reykjavíkur sem stæði að þessari göngu. Forráða- menn Skfðafélagsins höfðu síðan samband við Morgunblaðið og sögðu þessa göngu sér algjör- lega óviðkomandi. Þessu er hér með komið á framfæri. • Islandsglfman verður f dag og þar verður að vanda keppt um Grettisbeltið, en nú eru áttatfu ár frá þvf fyrst var keppt um þetta glæsilega belti. Keppnin fdag hefst klukkan 14 f Kennaraháskólanum. Morgunbtaðið/Árni Sœberg • Frfður hópur Stjörnuíþróttafólks úr Garðabæ. Þessi myndarlegi hópur handknattleiksfólks úr Stjörnunni tekur þátt í úrslitakeppninni f handknattleik sem fram fer um þessa helgi og þá næstu. Stjarnan hefur komið öllum yngri flokkum sfnum í úrslitakeppnina að þessu sinni, eins og reyndar sfðastliðin tvö ár og hlýtur það að teljast frá- bær árangur hjá félaginu. Meistaraflokkar félagsins stóðu sig einnig mjög vei í vetur og eiga áreiðanlega eftir að láta meira að sér kveða á næstu árum f handknattleik ef marka má þennan stóra hóp handknattleiksmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.