Morgunblaðið - 05.04.1986, Side 4

Morgunblaðið - 05.04.1986, Side 4
i4 »l*öfiatíí)ŒHAÐiaCAUGAJlDAXSllB3: APBÍIt 1286 Bæjarstarfsmenn í Bolungarvík: Lágmarkslaun 30.000 krónur Bohmgarvfk. Á FUNDI bæjarstjórnar Bolungarvíkur þann 3. apríl var tekinn til afgreiðslu samningur, sem náðst hafði milii Verkalýðs- og sjómanna- félags Bolungarvíkur og launamálanefndar bæjarstjórnar, þar sem gert er ráð fyrir að lágmarkslaun fyrir dagvinnu verði eigi undir 30.000 krónum eftir 1. september næstkomandi. Samkomulag þetta var samþykkt í bæjarstjórninni með öllum greiddum atkvæðum 9 bæjarfulltrúa. I bæjarstjóm Bolungarvíkur sitja ljórir fulltrúar frá Sjálfstæðis- flokki, tveir frá Framsóknarflokki, tveir frá jafnaðarmönnum og óháð- um og einn fulltrúi frá Alþýðu- bandalagi. Samningsaðilar hafa gefið út eftirfarandi fréttatilkynn- ingu vegna þessa máls: „Þann 27. marz síðastliðinn tókust samningar milli Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur og launamálanefnd- ar bæjarstjómar Bolungarvíkur um samning starfsfólks hjá bænum, sem eru félagar í Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur. Samkomulag þetta er byggt á þeim almennu samningum, sem gerðir hafa verið undanfarið milli aðila vinnumarkaðsins að því viðbættu að samið er um lágmarkslaun krón- ur 30.000 á mánuði miðað við 8 stunda dagvinnu. Samkomulagið gerir ráð fyrir að þessum merka áfanga verði náð með greiðslu launaauka, krónur 3.000, fyrsta apríl 1986 og síðan fyrsta septem- ber 1986 verði greidd lágmarks- laun krónur 30.000 miðað við dagvinnu. Samkomulag þetta er að mati aðila stórt skref til launa- jöfnunar, sem æði margir hafa haft á orði undanfama áratugi, en lítt miðað í þá átt. Hér er því um að ræða eitt merkasta tímamóta- samkomulag, sem gert hefur verið fyrir þá lægst launuðu og verst settu. Merkum áfanga er hér náð, sem getur orðíð fyrsta skrefíð í að Frjálst verð á grásleppu- hrognum VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefur ákveðið að verð á grá- sleppuhrognum á yfirstandandi vertíð skuli vera frjálst. Er þetta í fyrsta sinn, sem ákveðin er frjáls verðmyndun á sjávarafurðum upp úr sjó. Ein- foldun sjóðakerfís sjávarútvegsins, sem nú er á lokastigi, greiðir vem- lega fyrir því, að fíjálst verð verði á sjávarafurðum. rétta hlut þeirra lægst launuðu. A fundi bæjarstjómar Bolungarvíkur 3. apríl 1986 var samkomulagið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum 9 bæjarfulltrúa og hafa því báðir aðilar samþykkt þetta samkomulag, sem gildir frá 1. febrúar 1986 til 31. desember 1986 og fellur þá úr gildi án uppsagnar." Undir þessa fréttatilkynningu rita fyrir hönd Verkalýðs- og sjó- mannafélags Bolungarvíkur Karvel Pálmason, formaður, og fyrir hönd bæjarstjómar Bolungarvíkur Ólaf- ur Kristjánsson, forseti bæjar- stjómar. Gunnar Morgunblaðið/Emilía Stofnað Landsamband kúabænda Landsamband kúabænda var stofnað í gær, á fundi í húsi Osta- og Smjörsölunnar á Bitruhálsi. Á stofnfundinn mættu fulltrúar fjölda kúabændafélaga sem stofnuð hafa verið um allt land undan- farna mánuði. Hörður Sigurgrímsson í Holti í Stokkseyrarhreppi var kosinn formaður sambands- ins. Myndin var tekinn á fundinum. Áburðarverð hækkar um 10% Niðurgreiðsla ríkisins nemur 170 milliónum kr. — Hækkunin veldur 0,9% hækkun búvöruverðs Aburðarsala dregst stórlega saman LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur heiimlað Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi að hækka áburðarverð til bænda um 10%. Til þess að halda verðhækkuninni niðri ákváðu stjómvöld að leggja verksmiðjunni til 170-180 milljónir kr. í rekstrarframlag en það samsvarar 3.100 kr. niðurgreiðslu á hvert áburðartonn. Þessi hækkun mun hafa í för með sér 0,9% hækkun búvöra- verðs til bænda við næstu verðlagningu. bænda og söluumboða (kaupfélaga) við verksmiðjuna vegna áburðar- kaupa í fyrravor nú 50 milljónir kr. Stjómvöld hafa lagt áherslu á að greiðslukjörin verði hert, en ekki liggur fyrir hvemig. Sala Áburðarverksmiðjunnar hefur stórlega dregist saman að undanfömu. í fyrra seldi hún 61.800 tonn af áburði og 67.000 tonn árið 1984 en í ár er áætluð sala 55.000 tonn. Ef sú áætlun stenst verður salan í ár 6.800 tonn- um, eða 11%, minni en í fyrra og 12.000 tonnum, eða 18%, minni en árið 1984. í fyrravor var meðalverð áburð- arins 9.740 krónur hvert tonn til bænda. Að auki lagði ríkið verk- smiðjunni til 120 milljónir kr., eða 2.140 krónur á hvert tonn, þannig að tekjur verksmiðjunnar námu 11.880 krónum fyrir hvert selt tonn. Nú hækkar hvert áburðartonn í 10.714 krónur til bænda en tekjur verksmiðjunnar hækka í 13.814 fyrir hvert selt tonn þegar niður- greiðslunni hefur verið bætt við. Er það rúmlega 16% hækkun á tekjum verksmiðjunnar fyrir hvert Raf eindavirkjar: tonn, en verksmiðjan taldi sig þurfa 22% hækkun. Var áætlunum verk- smiðjunnar breytt í meðferð stjóm- valda sem þessu munar. Stjóm Áburðarverksmiðjunnar kemur saman til fundar á mánudag til að taka endanlega ákvörðun um áburðarverðið. Hún mun einnig Qalla um breytingar á greiðslukjör- um. Megnið af áburðinum er seit á vorin og aðeins 15-25% verðsins greitt við móttöku. Hitt er lánað í mislangan tíma. Mikil vanskil hafa verið á greiðslum og em vanskil Fundí frestað til þriðjudags FUNDI forystumanna Rafiðn- aðarsambandsins, Sveinafé- lags rafeindavirkja og fulltrúa Þórshafnarbátur kærður fyrir veiðar á Bakkaflóa: Bakkagerðishöfn nær yfir hálfan flóann Beðið úrskurðar sjávarútvegsráðuneytisins „ÉG TEL að sjávarútvegsráðuneytið þurfi að skera úr um þetta mál - hvort og hvernig það vill að veiðum sé hagað á Bakkaflóa," sagði Þorvaldur Jóhannesson, sýslufulltrúi á Seyðisfirði, i samtali við blm. Morgunblaðsins í gær um óvenjulega deilu, sem upp er komin milli heimamanna á Bakkafirði og sjómanna frá Þórshöfn. Bakkgerðingar kærðu á miðvikudaginn skipstjóra á Þórshafnarbáti fyrir dragnóta- veiðar á hafnarsvæði sínu - sem nú nær yfir hálfan Bakkaflóa. Forsaga málsins er sú, að í fyrrasumar staðfesti samgöngu- ráðuneytið ósk Bakkgerðinga um stækkun hafnarsvæðis þorpsins. Bátar af þessum slóðum hafa lengi stundað þorskveiðar í drag- nót á Bakkaflóa og verið með fyalli, gegnt Bakkagerði, sem er þéttbýliskjaminn í Bakkafirði. Bakkgerðingar telja að dragnóta- veiðileyfín heimili ekki veiðar á hafnarsvæði sínu og benda á, að í leyfunum séu ákvæði um að virða beri reglur um hafnarsvæði. stofninn í flóanum sé ofnýttur - en munu ekki leggjast gegn veið- um á stofnum, sem þeir telja vannýtta, eins og til dæmis kola. Á miðvikudag kærðu Bakk- gerðingar skipstjóra á Þórshafn- arbáti fyrir ólöglegar veiðar. Skýrsla var tekin af skipstjóran- um, að sögn Þorvaldar Jóhannes- sonar, og veiðileyfí hans athugað. „Málið er eiginlega í biðstöðu þar til sjávarútvegsráðuneytið hefur kveðið upp úr um hvemig á að haga þessum veiðum, ef á að leyfa þær yfírleitt," sagði Þorvaldur. Á meðan halda dragnótaveiði- legufæri sín undir Gunnólfsvíkur- Þeir telja ennfremur, að ^þjorsk- f * £á|^r ( áfræn að veiða^nr^ |>or.sk á Bakkaflóa og í gær munu að minnsta kosti tveir bátar hafa verið þar að veiðum. Fiskinn leggja þeir upp í Bakkagerði og ríkir þar fullur friður vegna máls- ins, skv. upplýsingum blaðsins, en þó telja heimamenn - jafnt og aðkomusjómenn - brýnt að fá endanlegan botn í það. Ámi Koibeinsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í samtali við blm. Morgun- blaðsins í gærkvöldi að verið væri að kanna málið og taldi hann ekki ólíklegt, að niðurstaða feng- ist öðru hvoru megin við helgina. fjármálaráðuneytisins, sem halda átti í gær, var frestað fram á þriðjudag vegna fjar- veru formanns samninga- nefndar ríkisins. Á fundi þessum átti að hefja viðræður um framtiðarskipan samningamála rafeindavirkja hjá Ríkisútvarpinu og Pósti og síma, sem voru frá störfum í hartnær þijár vikur í framhaldi af úrskurði Félagsdóms um ólögmæti verk- falls þeirra, sem boðað var um áramótin. Rafeindavirkjamir, sem eru í Sveinafélagi rafeindavirkja og vilja láta félagið fara með samn- ingsrétt sinn, sneru aftur til vinnu í vikubyrjun eftir að ákveðinn var fundur með stéttarsamtökum raf- eindavirkja og ráðuneytisins. Harður árekst- ur á Hringbraut HARÐUR árekstur varð á mótum Hringbrautar og Laufásvegar, á móts við gamla Kennaraskólann, laust fyrir miðnætti á fímmtudags- kvöldið. Þar lentu saman tvær fólksbifreiðir með þeim afleiðingum að þrennt var flutt á slysadeild. Meiðsli þeirra voru ekki talin alvar- leg en báðar bifreiðimar voru stór- skemmdar eftir áreksturinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.