Morgunblaðið - 05.04.1986, Side 16

Morgunblaðið - 05.04.1986, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL1986 Frumsýninff hiá fsl Ballett þjóðla fráMa Ed Wubbe, einn af virtustu danshöfundum í nútímaballett, hefur undanfarnar fjórar vikur starfað hér á landi með íslenska dansfiokknum við æfingar. ís- lenski dansflokkurinn frumsýnir ballettinn „Stöðugir ferðalangar“ eftir Wubbe sunnudaginn 6 april. Sýningin er byggð upp á þremur ballettum; „Fjarlægðir", „Tvístig- andi sinnaskipti" og „Annað ferðalag". Wubbe var fastráðinn hjá „Neder- lands Dans Theatre", sem er meðal fremstu nútímaballettflokka í heim- inum. Síðan var hann dansari og danshöfundur með dansflokknum „Werkcentrum Dans“ í Rotterdam, en sneri sér að því loknu eingöngu að því að semja dans fyrir ýmsa af helstu dansflokkum Hollands. Fyrsta verkið samdi hann árið 1980, en síðan hefur hvert verkið rekið annað og jafnan vakið mikla athygli. Webbe hefur núna samið meira en tíu balletta. Meðal þekkt- ustu verka hans eru „Fjarlægðir" („Afstand"), „Ovemight", „Cell Organics" og „Annað ferðalag" („Another Joumey"). Wubbe hefur meðal annars samið fyrir „Intro-dans“, en þar starfaði meðal annars Hlíf Svavarsdóttir og samdi Wubbe með henni einn ballett. Wubbe hefur starfað víða um lönd, m.a. í Þýskalandi, hjá „Cull- berg Ballet" í Stokkhólmi. Hann mun á þessu ári fara til Ítalíu og Englands og semja fyrir ballett- flokka í þeim löndum. I síðasta mánuði vom Ed Wubbe veitt æðstu verðlaun, sem hollenska ríkið veitir ár hvert einum skapandi listamanni. Þessi verðlaun em talin einhver hinn mesti heiður sem fremstu listamönnum Hollands get- ur hlotnast. Ballettinn „Fjarlægðir" er byggð- ur á lífrnu í einu af hverfum Rotter- dam, en einmitt þar býr Wubbe. Þar búa nær eingöngu erlendir gisti- verkamenn frá Marokkó. í ballettin- um bregður Wubbe upþ „abstrakt"- mynd af hlutskipti kvennanna í hópi innflytjenda. Óhætt er að fullyrða að þessi útfærsla Wubbes er mjög óvenjuleg og kemur áhorfendum skemmtilega á óvart. Ballettinn er þmnginn tilfinningu og trega sem áhorfendur skynja mjög vel. í ballettinum „Annað ferðalag" felst eins konar samlíking mannlífs- Helga Bemhard og Birgitte Heide, sem dansa í einum af þremur þáttum ballettsýningarinnar „Stöðugir ferðalangar“, sem íslenski dansflokkurinn frumsýnir í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. ins, þar sem menn em sífellt að leita að einhvetju nýju og betra, skipta um sæti, skipta um starf eða maka. Ballettinn „Tvístígandi sinna- skipti" hefur Wubbe samið hér á landi og ber hann sterk stíleinkenni höfundarins. Dansarar í sýningunni em Ásdís Magnúsdóttir, Ásta Henriksdóttir, Birgitte Heide, Guðmunda Jóhann- esdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Helena Jóhannsdóttir, Helga Bemhard, Ingibjörg Páísdóttir, Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir, Ólafía Bjam- leifsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Öm Guðmundsson og erlendir gesta- dansarar, Patrick Dadey frá Banda- ríkjunum, og Norio Mamiya frá Japan. Báðir hafa þeir starfað í Hollandi um árabil. Tónlist við ballettþættina er eftir John McDowell, Arvo Part og að auki er flutt þjóðlagatónlist frá Marokkó. Leikmyndir em eftir Hep von Delft og bræðuma Armenio og Albert Marcell. Búningar em eftir Úr ballettinum „Fjarlægðir" eftir Ed Wubbe. Heidi de Raad og Sigutjón Jóhanns- son. Ámi Baldvinsson stjómar lýs- ingu, en Ed Wubbe stjómar upp- færslunni með aðstoð Ton Wiggers. „Þessi ballett er gjörólíkur öllu öðm sem við höfum fengist við. Hann er ein barátta út í gegn svo dansaramir hreinlega gleyma sér. Jafnframt er ballettinn ákaflega skemmtilegur fyrir dansarana. Hreyfingamar em svo eðlilegar og sjálfsagðar," sagði Helga Bemhard. Blaðamaður ræddi stuttlega við hana og Birgitte Heide, en þær dansa báðar í „Fjarlægðir“ ásamt Ingibjörgu Pálsdóttur og Guðrúnu Pálsdóttur. „Hugmyndina að verkinu fékk Eki Wubbe frá Hollandi, en þar eiga innflytjendur frá Marokkó í talsverð- um vandræðum. Raunar getur ball- ettinn að því leyti átt miklu víðar við. Það sem við emm að glíma við er að fólk nær ekki saman eins og nafnið ber með sér. Miklar fjarlægðir em á milli þess. í verkinu er mikill og greinilegur tregi, en samt nokkur gleði í lífsbaráttunni," sagði Birgitte Heide. Helga: „Á sviðinu em tvær stórar blikkplötur, sem dansaramir slá í af og til. Hávaðinn er ótrúlega mikill og í raun fáum við útrás við að slá í plötumar. Líklega væri gott að hafa svona plötur heima hjá sér til að slá í þegar illa liggur á manni!“ Birgitte: „Wubbe og Wiggers em mjög færir. Við höfum lært ótrúlega mikið af þeim á þessum fjómm vikum sem æfingamar hafa staðið yfir. Þetta verk og vinnan við það em gjörólík öllu því sem við höfum unnið að áður. Wubbe er frægur maður í Hollandi og nokkuð þekktur utan þess. Það er næstum ömggt að þessi maður verður heimsfrægur eftir nokkum tíma. Hann er á hraðri leið á toppinn." Helga: „Við teljum íslenska dans- flokkinn vera heppinn að hafa náð í Wubbe. Hann er bókaður langt fram í tímann. Danssmíðin er honum mjög auðveld, rennur upp úr honum án mikillar fyrirhafnar að því er virðist. Hann semur mjög vel og hann kann að nota þagnir og stopp til áhersluauka. En hann er mjög kröfuharður. Hver dansari hefur nú aðeins eitt hlutverk í stað þess að hafa mörg eins og áður. Nú höfum við getað einbeitt okkur að þessum eina ballett og í raun vitum við lítið hvað aðrir dansarar em að gera.“ Birgitte: „Við bjuggumst í raun við að Mario Kusella, sem setti hér upp „Tófuskinn", kæmi hingað, en úr því varð ekki. Við reiknuðum þó aldrei rheð að fá mann eins og Wubbe til okkar. Við emm því alveg í sjöunda himni, enda höfum við sjaldan notið okkar eins vel.“ Siðferðileg fátækt heim- spekideildar háskólans eftir Karl Árnason Forseti heimspekideildar, Páll Skúlason, birtir grein í Morgunblaðinu 27. mars sl. undir fyrirsögninni „Fátækt?“. Þar ræðir hann m.a. um lífs- gæði og vísindakenningar sem kunna að ganga kaupum og sölum og segir í því sambandi: Þess vegna er freistandi að fara að skoða öU hugsanleg verðmæti sem liði f viðskiptum. Átakanlegustu dæmin um þetta er að finna í ótal sögum um það hvemig menn hafa selt sál sína, farið að versla með það sem gerir þá að því sem þeir eru. Gegn þessari villu er að mín- um dómi ekki nema eitt ráð: Beijast fyrir þvf með öllum tiltækum ráðum að menn læri að virða menningar- og sið- ferðisverðmæti. Fólk þarf að skilja að samfélagið er reist á þeim — Hvemig hefur nú tiltekist hjá heimspekideild og forseta hennar, Páli Skúlasyni, að lifa eftir þessari kenningu? Athugum málið lítil- lega. Dómnefnd sú sem heim- spekideild skipaði til að meta ritið Rætur íslandsklukkunnar skilaði áliti sfnu í hendur deildarinnar sem samþykkti það og ber þess vegna á því fulla siðferðilega ábyrgð bæði hvað snertir niður- stöðu og orðalag. í nóvember sl. dæmdi Hæstiréttur að í þessu áliti heimspekideildar fælust ærumeið- ingar og dæmdi þær dauðar og ómerkar. Hver urðu nú viðbrögð Páls Skúlasonar deildarforseta við þessum Hæstaréttardómi sem felldur var um siðferði deildar hans? Réðist hann ekki „gegn þessari vUlu“, þessu siðleysi heimspekideildar? Fór hann ekki að „beijast fyrir því með öllum tiltækum ráðum að menn (heimspekideildar) læri að virða menningar- og siðferðis- verðmæti?“ Minnist þess nokkur maður að heyrst hafí í Páli Skúla- syni vegna þessa siðferðisafbrots heimspekideildar? Baðst hann opinberlega afsökunar á þessu afbroti fyrir hönd heimspekideild- ar? Nei. Tiltækt ráð Páls Skúla- sonar í þessu máli var aðeins eitt: Þögnin. Þess vegna spyr almenn- ingur: Er heimspekideildin lokað- ur heimur þar sem allt er leyfílegt? Fólk þarf að skilja að mann- félagið er reist á menningar- og siðferðisverðmætum segir þessi postuli heimspekideildar Páll Skúlason. Það virðist hins vegar ekki hvarfla að honum að þessi regla eigi líka að gilda um heim- spekideild. Hvemig eiga nú þeir sem Páll Skúlason nefnir „fólk“ þ.e. alþýða þessa lands að taka mark á slíkum siðferðisboðend- um? Er til tvennskonar siðferði, annað fyrir háskólaborgara hitt fyrir almenning? Er það krafa háskólaborgara að siðferði þeirra þurfí aðeins að vera í orði — annarra á borði? Skiptir það Há- skólann kannski engu máli þótt heimspekideildin breytist smátt og smátt í sakamannanýlendu? Og meðal annarra orða: þykir Páli Skúlasyni fínt að prédika siðferði en ófínt að praktisera það? Siðferðishetjumar í heimspekid eildinni gerðu Pál Skúlason ný- lega út af örkinni til að kæra menntamálaráðherra fyrir Há- skólaráði vegna embættisveiting- ar. Satt best að segja er það furðulegt að deilt skuli vera um starf við stofnun sem komin er siðferðilega að fótum fram. Nemendur heimspekideildar létu einnig frá sér fara ályktun um „siðleysi" menntamálaráðherr- ans. Hvað skyldi þeir hinir sömu nemendur kalla ærumeiðingar heimspekideildar? Eru þessir nemendur lukkulegir með þessa kennara sína? Ætla þeir kannski að hafa sama hátt á og deildarfor- seti þeirra, Páll Skúlason, og steinþegja þegar starfsmenn heimspekideildar og deildin sjálf ærumeiðir saklausan mann? Eru þeir kannski farair „að skoða öll hugsanleg verðmæti sem liði i viðskiptum" eins og Páll Skúla- son segjr í grein sini að sé „freistandi?“ Ef svo er þá er að minnsta kosti komin upp menn- ingarleg riðuveiki í þessari há- skóladeild. Þegar Páll Skúlason vildi verða rektor í síðasta rektorskjöri sagði hann í viðtali við Morgunblaðið: „Háskólinn er hugsjón mín“. Finnst mönnum ekki að hugsjóna- eldurinn logi glatt í hinum sið- ferðilegu rústum heimspekideild- ar? „Lífið sjálft telst ekki til gæða nema unnt sé að njóta þess, skynja það og nema,“ segir Páll Skúlason ennfremur í grein sinni. Hvemig heimspekideildar- menn njóta lífsins er sannarlega kapituli út af fyrir sig. Einn af prófessorum heim- spekideildar, sem eitt sinn var þingmaður, ræddi árið 1974 (inn- an þinghelginnar) um „rumpu- Iýð“. Hvar skyldi hann te(ja slikan lýð vera niðurkominn nú? (Leturbreytingar eru mínar.) Höfundur er glerslípunarmeistari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.