Morgunblaðið - 05.04.1986, Page 47

Morgunblaðið - 05.04.1986, Page 47
 •Æ« Sjóvá tryggir leikmenn MorgunblaAið/Júlíuft Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvá, Grímur Sæmundsen, Sverrir Einarsson, Ögmundur Kristinsson, Stefán Jóhannsson, Heimir Karlsson. við þær bætur sem slasaðir leik- menn fá frá Tryggingastofnun rík- isins, en þær eru hinar sömu og allur almenningur fær. Þá fá reyk- vískir leikmenn einnig trygginga- bætur frá ÍBR. Heildarupphæö til reykvísks námsmanns í sumar- starfi er því 38.760 kr. á mánuði, en til samsvarandi leikmanns utan Reykjavíkur 29.380 kr. á mánuði. Ef leikmenn eru fastráðnir laun- þegar hækka upphæðirnar veru- lega, því þá fá þeir einnig greiðslur frá vinnuveitendum. Launþegar fá þá bætur eftir launum og Sjóvá- tryggingarupphæðina til viðbótar. Norðurlandamótið í júdó: Þrjúsilfur og eitt brons SEGJA má með sanni að nú sé skammt stórra högga á milli hjá islenskum íþróttamönnum. Óþarfi mun að rifja það upp að íslenska handknattleiksliðið hef- ur skipað sér í hóp þeirra bestu f heiminum. En um páskahelgina 29. og 30. mars sl. kepptu sjö fslenskir júdómenn á Norður- landameistaramótinu í Svíþjóð og komu heim með þrjú silfur og eitt brons. Þótt vitað væri að ís- lenskir júdómenn stæðu framar- lega í íþrótt sinni, þá er þessi árangur mun glæsilegri en jafnvel hinir bjartsýnustu höfðu þorað að vona. Það voru þeir Sigurður Hauks- son, Magnús Hauksson og Bjarni Friðriksson sem hlutu silfurverð- launin. Sigurður Hauksson hlaut að auki bronsverðlaun í þungavigt. Magnús Hauksson keppti í -86 kg flokki og vann sinn riðil með yfirburðum, lagði alla sína and- stæðinga á ippon. í undanúrslitum sigraði hann sænskan keppanda á Waza-ari (7 stig). Til úrslita keppti hann við finnskan keppanda. Tap- aði Magnús þeirri viöureign naum- lega. Hafði hann örugga forustu þegar ein og hálf mínúta var eftir af glímunni, hafði þá skorað Waza-ari, en fékk dæmt á sig refsi- stigið Keikoko, fyrir að sækja í bragð fyrir utan keppnisvöllinn. Finnanum tókst að skora Koka (3 stig) og vann því nauman sigur. . Bjarni Friðriksson vann til silfur- verðlauna í -95 kg flokki. Tapaði hann fyrir Michel Grant frá Svíþjóð. Náði Svíinn Bjarna i fastatak og vann á ippon með því að halda Bjarna föstum í 30 sekúndur. Sigurður Hauksson keppti í opnum flokki og +95 kg flokki. í opna flokknum komst hann upp úr riðli ásamt Passi Lind frá Finnlandi. í undanúrslitum glímdi Sigurður við Norðurlandameistarann í -95 kg flokki, Michel Grant frá Svíþjóð, og vann Sigurður með glæsilegu ipponkasti. Til úrslita keppti hann síðan við Finnan Passi Lind. Var sú viðureign hnífjöfn en endaði með sigri Finnans sem náði að skora Koka (3 stig). í +95 kg flokki náði Sigurður einnig góðum árangri, en þar hlaut hann bronsverðlaun. Þeir Halldór Hafsteinsson, Hall- dór Guðbjörnsson, Karl Erlingsson og Eiríkur Kristinsson komust ekki í úrslitakeppnina í sínum þyngdar- flokkum, en af þeim náði Eiríkur bestum árangri. Eiríkur sem er aðeins 15 ára keppti þarna í fyra^ sinn á erlendu stórmóti ogstóð sig frábærlega vel. Átti mjög góðar glímur og vann meðal annars eina glæsilega á ippon. Frábær árangur hjá Eiríki, sem á framtíðina fyrir sér. í sveitakeppninni hafnaði ís- lenska sveitin í 4. sæti. En þar gat Sigurður Hauksson ekki keppt vegna meiðsla sem hann hlaut í flokkakeppninni. Körfubolti: Sigur í síðasta landsleiknum ÍSLENSKA landsliöið f körfu- knattleik er nú komið heim úr tíu daga erfiðri keppnisferð um Evrópu þar sem liðið lék alls níu leiki. Síðasti leikurinn var gegn Lúxemborg og unnu ís- lendingar leikinn með 88 stigum gegn 85. Leikurinn var jafn og spenn- andi en að öllu jöfnu eiga íslend- ingar að vinna Lúxemborg með talsverðum mun en þreyta í lok erfiðrar keppni sagði til sín og því var munurinn ekki meiri. Torfi Magnússon var stiga- hæstur í liði Islands og átti stór- leik, skoraði 22 stig, en Pálmar Sigurðsson varð næstur honum með 21 stig. Nú er Ijóst að Mattías Mattías- son, hinn hávaxni miðvörður, mun leika með landsliðinu í Evr-" ópukeppninni sem fram fer hér eftir tvær vikur. Mattías styrkir liðið mikið því flestir eru leikmenn okkar lágvaxnir og það er ekki gott í leikjum gegn hávöxnum leikmönnum. • Júdómenn stóðu sig mjög vel á Norðurlandamótinu í júdó sem f ram fór fyrir skömmu. Státað af f rægð Hver é frænda sem einu sinni hélt á fþróttatöskunni hans Hermanns Gunnarssonar? Hver var einu sinni á sama kaffihúsi og Pétur Pétursson? Svar við spurningum á borð við þessar er gefið í ansi skemmti- legum litlum dálki í breska knattspyrnublaðinu Match sem heitir „státað af frægð“. Þar er lesendum gefinn kostur á að státa sig af því að hafa komist í tæri við frægar enskar knatt- spyrnustjörnur, og eru sum bréfin aldeilis makalaus lesn- ing. Nokkur dæmi: ÉG er í sama skóla og Tony Cottee var í og á reikningsbók frá honum, sem hann hefur skrif- að nafnið sitt á. - Jane Vaughan, Essex. Kærastan mín var í skóla með dóttur Billy Wright (áður í Wolves og enska landsliöinu), í Ijósálfun- um með dóttur Bob Wilson og var barnfóstra hjá Terry Neill og Martin Chivers. Trúlofunarveisl- an okkar var á pöbbanum hans Martins. - J. Duncan, Milton Kaynes. Eg var á sama herbergi og. Bryan Robson þegar verið var að gera að meiðslum hans á slysavarðstofu. - Gary May, Essex. Pabbi minn fékk sér einu sinni í glas með George Best og Don Howe hefur þjálfað mig. - Paul Symonds, Devon. Kerry Dixon stóð á tánni á Bryan Robson á aðdáendur um ailt, jafnvel inni á sjúkrastofum. mér, og ég er ennþá með mar- blett. - Leanne Horden, Nort- hants. Ég fékk eiginhandaráritun hjá Ron Atkinson meðan hann var allsber í baði. - Darren Banks, Birmingham. Peter Beardsley, David McCreery og Martin Thomas úr Newcastle fengu sér ailir sopa úr kókdósinni minni. - Steven Miles, Northumberland. Ég hélt á lyklunum hans Peter Reid á meðan hann klæddi sig í« fótboltaskóna fyrir leik. - James Clarke, Lancashire. Þegar ég var ungur drengur lék ég í sama liöi og Remi Moses. - Robert McCarrick, Birming- ham. SAMNINGUR sem leikmenn fyrstu deildar í knattspyrnu og Sjóvá undirrituðu f gær tryggir öllum leikmönnum fyrstu deildar, þjáifurum og liðsstjórum 5.000 króna bætur á viku slasist þeir í keppni, á æfingum eða ferðalög- um með liðum sínum. Þessi samningur bætir mjög stöðu leik- manna sem verða fyrir meiðslum. Það eru nýstofnuð samtök 1. deildarleikmanna í knattspyrnu sem höfðu frumkvæði að samn- ingnum við Sjóvá. Samtökin nota arð af lokahófi 1. deildar til að greiða niður iðgjald vátryggingar- innar en Sjóvá veitir einnig mynd- arlegan styrk. Hver leikmaður þarf þó að greiða 1.500 krónur fyrir að njóta þess öryggis sem tryggingin veitir. Kempes með lambhúshettu Frá Tryggva HUbner, fróttamanni Morgun- blaAsins á Spáni: MARIO Kempes, fyrrum félagi Péturs Péturssonar hjá Hercules, á góðu gengi að fagna f austur- rísku 2. deildinni. Lið hans hefur forystu f deildinni og hann hefur leikið vel það sem af er. Kempes vakti mikla athygli f fyrstu leikjun- um f Austurríki, sem leiknir voru f miklum kulda, vegna þess að hann lék með lambhúshettu. Áhorfendafjöldi á leikjum Austria Vín hefur aukist grfðarlega eftir komu Kempes, hvort sem ber að þakka það lambhúshettunni eða knattspyrnuhæfileikum Argent- fnumannsins. Margir knattspyrnumenn eru sem kunnugt er skólanemar sem stunda lausráðin störf á sumrin þegar þeir keppa með liðum sín- um. Þeir eiga því ekki rétt á neinum bótum frá vinnuveitendum eða líf- eyris- og sjúkrasjóðum veröi þeir óvinnufærir. Fjölmargir leikmenn verða fyrir meiri eða minni meiðsl- um á hverju sumri, og sumir eiga í t.d. hnjámeiðslum mánuðum saman. Þessar tryggingabætur bætast Eder rek- inn heim TVEIR útherjar brasilíska landsliðsins voru reknir úr landsliðshópnum á fimmtu- daginn. Annar þeirra er Eder, sem var ein helsta stjarna liðsins f sfðustu HM-keppni. Eder sló hægri bakvörð landsliðs Perú ílandsleik Brasil- íu og Perú á þriðjudagskvöldið og var vísað af leikvelli. Þetta þótti svo fólskuleg árás að brasilíska knattspyrnusam- bandið setti Eder strax í sex leikja bann og útilokaði hann frá þátttöku í HM í Mexíkó sem hefst eftir tæpa tvo mánuði. Hinn leikmaðurinn, Sidney að nafni, hafði slasast á fæti ný- lega og mátti alls ekki reyna á sig, en var staöinn að því að leika sér í knattspyrnu ásamt vinum sínum. Hann var rekinn fyrir að óhlýðnast læknisskip- un.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.