Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 13
vegna lífs- og líkamstjóns reiknast mér vera milli 5% og 6% þegar í stað. Þannig hækka bætur vegna slysatjóna almennt frá mars 1985 til mars 1986 um það bil 40% þar af minnst um 19% einungis vegna nýju kjarasamninganna. Munatjón Tjón á munum af völdum bíla eru margs konar. Skemmdir á eign- um annarra, einkum bílum, en einn- ig ljósastaurum, girðingum, húsum o.fl. Bótaupphæðir vegna slikra tjóna eru tengdar allt öðrum þáttum efnahagslífsins en bótaupphæðir vegna lífs- og líkamstjóna. Miklum mun auðveldara er að fínna upphæð , munatjóns og uppgjör slíks tjóns gengur miklu hraðar fyrir sig. Þessum tjónum má í aðalatriðum skipta í tvennt. I fyrsta lagi svonefnda al- skaða, þ.e. þegar bílar skemmast svo mikið að tiyggingafélagið borg- ar tjónþolanum andvirði nýs bfls, en selur flakið. Önnur tjón eru mestmegnis skemmdir á öðrum bfl- um sem unnt er að gera jafngóða aftur. Af þeim upplýsingum, sem ég hef undir höndum, munu alskaðar, þ.e. útborgað verð að frádregnu því sem tekst að selja flökin á, vera nálægt 16% af heildarbótagreiðsl- um félaganna vegna munatjóns. Hvað alskaðana varðar er ljóst að lækkun á verði bfla (t.d. vegna tollalækkana) og samsvarandi lík- leg lækkun á verði gamalla bfla lækkar tjónsbætur vegna alskaða í sama hlutfalli og nemur meðaltals- lækkun á verði bíla, ef áfram fæst hlutfallslega lægra verð fyrir bíl- hræin. Hvort svo verður er erfitt að spá um. Ég tel líklegt að hræin lækki meira en nýir bflar, en úr því sker reynslan. Hér á eftir rek ég hvemig gjald- miðlar þeirra þjóða, sem meginhluti bílastofns okkar er frá hafa hækkað frá 1. mars 1985. Að sjálfsögðu hafa nýir bílar hækkað í svipuðu hlutfalli. Mér skilst að áhrif tolla- breytinga hafi lækkað verð nýrra bíla um 27% til 30%. Sennilega hafa nýir bílar hækkað að meðaltali um 35% yfir síðasta tryggingaár vegna gengisbreytinga. Hækkun annarra munatjóna en alskaða á bílum tengist breytingum á tveim aðalþáttum, þ.e. verði á varahlutum og verði á útseldri vinnu við viðgerðir. Ekki hef ég í höndum (og senni- lega enginn) traustar tölur um breytingar á verði varahluta frá því í mars 1985. Vegna samsetning- ar bflaflota okkar Islendinga eftir framleiðslulandi vegur ugglaust þyngst hvemig gengi ákveðinna gjaldmiðla hefur breyst. Frá 1. mars 1985 hefur japanska yenið hækkað um 43%, þýska markið um 40,5%, ítalska líran um 29,6%, sænska krónan um 26,6%, franski frankinn um 40,0% en bandaríski dollarinn hefur lækkað um 1,1%. Útseld vinna hefur hækkað frá mars 1985 til mars 1986 milli 26% og 28% og er þá ekki gert ráð fyrir neinni hækkun eftir nýju kjara- samningana. Dragi nú hver sínar ályktanir um hver sé raunhæf hækkun iðgjalda fyrir ábyrgðartryggingar bíla. Fróðlegt væri að sjá niðurstöðu reiknimeistara samningsaðila vinnumarkaðarins. Hvað geta tryggingafé- lögin gert til lækkunar iðgjalda? í þessu skrifi mínu er nær ein- göngu fjallað um ábyrgðartrygg- ingar bfla. Reynt er að gera hlut- læga grein fyrir tilgangi þeirra og ástæðunum fyrir að þær eru skyldu- tryggingar. Jafnfram hef ég bent á þá meginþætti sem hafa áhrif á ákvörðun iðgjalda fyrir þessar ttyggingar. Af því sem hér hefur verið rakið þarf ekki mikla visku til að skilja að tryggingafélögin sjálf geta haft næsta lítil áhrif á iðgjöld fyrir þessar tryggingar, hvort sem er til lækkunar eða hækkunar. Það er þó alls ekki svo að þau þurfi að vera algjörlega áhrifalaus. Eðlilegt er t.d. að spyija hvort rekstur félaganna sé ekki óþarflega dýr. Ég svara þeirri spumingu hiklaust játandi. Að vísu verða ábyrgðartryggingar bfla alltaf dýr- asta tryggingagreinin rekstrarlega séð. Athugi maður hlutfallið milli tjóna og iðgjalda (þetta hlutfall kallast tjónaprósenta) kemur í ljós að tjónaprósentan við ábyrgðar- tryggingar bíla hefur að jafnaði verið svo óhagstæð að lítið sem ekkert fé hefur orðið eftir til að standa undir kostnaði en í honum vega launagreiðslur þyngst. Rekst- ur ábyrgðartrygginganna hefur þannig verið greiddur af hagnaði af öðrum tryggingagreinum. Eiður Guðnason lýsti því í um- ræðunum á Alþingi að þegar Hag- trygging var stofnuð hefði hann verið „einn þeirra sem var svo vit- laus að trúa þessu", hveiju hann trúði er ekki ljóst af ræðu hans, einna helst virðist það hafa verið „samsæri tryggingafélaganna“ og keyþti hlutabréf í þessu fyrirtæki fyrir svo sem hálft mánaðarkaup. Hvað hefur gerst nú? Sjóvátrygg- ingafélagið er búið að éta þetta tryggingafélag. Og samsærið hefur haldið áfram öll árin“ segir þing- maðurinn. Það hefur e.t.v. ekki verið samsæriskenningin sem hann var svo vitlaus að trúa. Hver þrem- illinn var það sem hann trúði? Ræða þessa þingmanns er annars alveg óvart svo sérkennilega fyndin að ég bendi mönnum á að lesa hana í ' heild. Hún gefur mér hins vegar tilefni til að leggja áherslu á að bifreiðatryggingafélögin hér á landi eru of mörg og ég leyfí mér að lýsa ánægju minni yfír að Sjóvátrygg- ingafélagið tók að sér að „éta þetta tryggingafélag". Vonandi verður Sjóvá ekki bumbult af, en hitt full- yrði ég að margur tjónþolinn getur þakkað fyrir. Eitt af því alvarleg- asta sem getur gerst á þessu sviði er gjaldþrot tryggingafélags. Alvar- legast er það ef um félög er að ræða, sem annast rekstur ábyrgðar- trygginga eða persónutrygginga sem mikil sjóðsöfnun fylgir. Þau tryggingafélög sem taka að sér ábyrgðartryggingar bfla þyrftu að vera færri. Það er enginn grundvöll- ur til rekstrar svo margra félaga á þessu sviði hérlendis. Hvert þeirra fyrir sig er allt of smá eining til þess að nota eigin tjónareynslu til ákvörðunar iðgjalda. Þessar trygg- ingar eru of flóknar til þess að hægt sé að ætlast til þess að félögin hafi öll nægilega reynsluríkt og menntað starfsfólk til að sinna þeim svo vel sem nauðsyn krefur. Sam- ræmis þarf að gæta í uppgjöri tjóna. Það sem máli skiptir í tryggingum er réttarstaða tjónþola og í flestum tryggingargreinum eru tjónþolar einnig sjálfír tryggingartakarnir sem greiða iðgjöldin. Þessu er ekki þannig farið í ábyrgðartryggingum, að minnsta kosti ekki á jafn augljós- an hátt. Ýmislegt er hægt að gera til að lækka bótafjárhæðir í ábyrgðar- tryggingum bíla, en til þess þarf samstöðu og samvinnu trygginga- félaganna. í þessari tryggingar- grein verkar hin óhefta fijálsa samkeppni ekki til lækkunar ið- gjalda heldur einungis til tjóns fyrir þá sem eiga rétt á skaðabótum frá hinum tryggðu (iðgjaldagreiðend- um). Hvaö getur lög- gjafinn gert? Hafa löggjafar þjóðarinnar nokk- urn tíma velt því fyrir sér á hvað er verið að leggja skatt þegar kraf- ist er söluskatts á tryggingaiðgjöld? Það er beinn skattur á eignatjón, tekjutap og þjáningar, auk þess er slík skattlagning í flestum tilvikum tvísköttun. Söluskattur er lagður á slysa- og sj ú k rat ryggi ngar aðrar en samn- ings- og lögbundnar launþega- tryggingar. Hér er verið að skatt- leggja afleiðingar slysa og sjúk- dóma. Söluskattur á ábyrgðar- tryggingariðgjöld er að hálfu leyti skattur á þjáningar, lýti, röskun á stöðu og högum og vinnutekjutap. Er þetta siðferðilega réttlætanlegt? Það er eins hægt að leggja söluskatt á þjónustu sjúkrahúsa, atvinnuleysi eða þá sekta menn beint fyrir að fá lungnabólgu. Hinn hluti tryggingarbóta ábyrgðartrygginga og reyndar allra eignatrygginga, er vegna skemmda á munum, veraldlegum verðmætum. Söluskattur á slíkar tryggingar er skattur á íjárhagslegt tap, sem reyndar er tvískattað, því bæði nýjar eignir, varahlutir og viðgerðir sem kaupa þarf til að bæta tjónið, bera fullan söluskatt svo til undantekningarlaust. Tryggingar eru sennilega eina selda þjónustan þar sem verð (þ.e. iðgjöldin) er að stærstum hluta ákveðið af kaupendum þjónustunn- ar (tryggingartökunum). Því færri tjón sem verða og því minni sem þau eru, því lægri verða iðgjöldin. Ahrif áróðursins árið 1983 sýnir þetta glöggt hvað varðar bílatrygg- ingar. Ti-yggingafélögin geta að sjálfsögðu lagt stærri skerf til for- vamaraðgerða. Löggjafinn getur það líka. Á síðastliðnu vori lá fyrir Alþingi frumvarp til laga um að leggja við sektir ef menn notuðu ekki bílbelti. Það var fellt. Meðal annars var þá haldið fram að slíkt skerti frelsi manna. Hveijum og einum ætti að vera í sjálfsvald sett að hætta eigin lífi og limum. Er það nú rétt að það komi ekki öðrum við? Þótt einungis sé litið á þetta frá fjárhagslegu sjónarmiði, sem í slík- um tilfellum er dapurlega ófull- nægjandi, þá eru slys þjóðfélaginu dýrkeypt. Daggjöld á Borgarspítal- anum em nú meira en kr. 11.000, bætur til hins slasaða koma úr ýmsum áttum, frá vinnuveitanda, frá almannatryggingum, frá lífeyr- issjóðum, frá bflatryggingum, frá slysatryggingum, frá styrktar- og sjúkrasjóðum launþegafélaga. Nei, slíkt frelsi er ekki það sem sækjast á eftir. Ég fullyrði að almenn notkun bílbelta dragi sterk- lega úr dauðsföllum og ajvarlegum limlestingum í umferðinni, þótt notkun þeirra hefði e.t.v. ekki áhrif á tjónatíðni. Almenn skylda öku- manna að nota ljós allan sólarhring- inn allt árið drægi hins vegar úr árekstrartíðni og kostaði í mesta lagi eina til tvær ljósaperur á ári. Eftirlit með ljósabúnaði auðveldað- ist samtímis. Innskot Hin langa en ófullkomna upp- talning á því hvaða þætti þjóðlífsins afleiðingar slyss geta snert vísar til alvarlegs ástands sem ekki verð- ur rætt í þessu bréfí. Hið félagslega kerfí persónu- trygginga hér á landi er óhugnan- lega dýrt, ranglátt og misnotað. Það er morandi í misræmi og algjör- lega óskiljanlegt svo til öllum þegn- um landsins. Það hefur orðið til að miklu leyti á óskipulegan hátt og er mótað af þekkingar- og skiln- ingsleysi á samspili hinna ýmsu þátta innan þess sjálfs og við aðra þætti í efnahags- og fjármálalífi þjóðarinnar, og því er stjórnað á sama grunni í aðskildum básum. Þetta er þungur dómur, en þvf miður réttur. Við skulum ekki einblína um of á sök í þessu sambandi, en leita öll saman að raunhæfum leiðum til úrbóta, til heildarlausnar og það sem fyrst. Ég er því miður ekki sérlega bjartsýnn sem stendur. Sjaldan heyrist núorðið jákvætt svar við spumingunni: „Á ég að gæta bróður míns?" Sérhyggjan og blindan á þarfir og kjör annarra ríkir mis- kunnarlaus. Þegar verkalýðsforyst- an semur um hækkun launataxta er prósentuhækkunin jöfn upp allan launastigann og lækkun beinna skatta verkar á sama hátt. Síðan færa þessir fulltrúar launamanna þakkarfórnir fyrir stöðvun á hækk- un ávísanahefta og æpa á rakalausa lækkun iðgjalda fyrir þær trygging- ar, sem eru mikilvægastar fyrir þá, sem verða örkumlamenn af völdum umferðarslysa. Nokkru áður höfðu þeir samið um lækkun á tollum á bílum allt upp í milljónalúxuskerrur, ekki á varahlutum, en myndböndum og heimilistækjum, sem fæstir kaupa nema einu sinni á ævinni. Enginn minnist á að þorskalýsi (ís- lensk framleiðsla) hefur hækkað um 6tí tfl 70 þrosent í smásölu á einu ári. ■ Allt gerist þetta meðan lýðum er loksins gert opinberlega ljóst að ótrúlegur fjöldi Islendinga býr við fátæktarkjör. Má ekki vænta þess að næst verði reist musteri bílnum til dýrðar, en þar fái hvorki sjúkir menn né örkumla, hvað þá fátækir, inn að koma? Yfir altarinu gæti staðið: „Það er fullkomnað." Ég gefst upp að sinni. Sólin skín, fískimenn okkar mokafla, verðlag afurða okkar hækkar (nema á ull- inni), vextir á erlendum skuldum lækka, snjómokstur í Reykjavík og nágrenni, já um allt land svo til enginn tvo vetur í röð, olíuverðið lækkar á heimsmarkaði, Seðla- bankahöllin er að verða tilbúin og Hagkaupshúsið, fátæklingar fá 3 þúsund krónur aukalega í apríl, Steingrímur fór til Sviss að heiðra handboltamenn og tala við ráða- menn svo að Alusuisse sleppur árejðanlega úr kröggum sínum eins og ísrael út úr verðbólgunni. Lofuð sé stjórnviska valdhafa okkar. Hvað á þessi bölvaður barlómur að þýða í Borg Davíðs? Hvað koma okkur fátækt, dauðaslys, örkuml, gamalmenni eða réttlæti við á slík- um tímum? Vorið er að koma og sumarfrí þingmanna skammt und- an. Að lokum Þrátt fyrri það að ég viti að alþingismenn þurfa að komast í sumarfrí 23. apríl nk. leyfi ég mér að láta fylgja þessu skrifí drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar. Það er fjarska stutt. l.gr. 59. gr. laganna falli niður. Lög þessi öðlast þegar gildi og verka aftur fyrir sig svo langt sem framkvæmanlegt er. Ákvæði 1. gr. hefur áður komið fram í frumvarpi til laga (þingskjal 298 á 99. löggjafarþingi 1977). Nokkum rökstuðning er að fínna í þingskjalinu og sjá má hveijir stóðu að samningu frumvarpsins. Ég er reiðubúinn að leggja fram sterk viðbótarrök. Ef alþingismenn brygðust jafn myndarlega við og þegar tollalög- unum var breytt nýverið til að verða við óskum aðila vinnumarkaðarins um vísitölublekkingar (sjá eftir- skrift) og strax á eftir til leiðrétting- ar á „reiknivillum" eða tækju sér til fyrirmyndar vinnuhraðann á vorþingi 1965 þegar bæta skyldi eftirlaun alþingismanna og ráð- herra, gætu þeir komið fram merk- um breytingum sem hefðu veruleg áhrif til lækkunar iðgjalda fyrir ábyrgðartryggingar bíla án þess að blása úr nös. Með kærri kveðju og þakklæti fyrir marga beiskjublandna skemmtistund við lestur Alþingis- tíðinda. Það er bara hressandi að fá í ábæti svolítið aukna adrenalín- framleiðslu í skrokkinn. Þessi skrif era m.a. afleiðing slíks lestrar. E.S. Vísitölur verðlags og þjónustu eiga ekki að vera hagstjórnartæki. Þeim er ætlað að vera sem hlutlæg- astur mælikvarði á breytingar á ýmsum þáttum í efnahagslífinu. Þegar stjómvöld, hvort sem er af eigin hvötum eða að óskum ann- arra, era farin að miða aðgerðir sínar við áhrif þeirra á mælikvarð- ann er hætta á ferðum og afleiðing- ar oftast Iítt fyrirsjáanlegar. Höfundur er tryggingafræðingur. D I S C O T E K Öll föstudags og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.