Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLÁÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. APRÍL1986
Háskólinn og atvinnulífið
STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur efndi í gær til ráðstefnu um Háskóla íslands og atvinnulifið. Fór
ráðstefnan fram í Kristalsal Hótels Loftleiða. Flutt voru 9 erindi um efni ráðstefnunnar.
Samningamál flugmanna:
Viðræðum frest-
að fram á vorið
ÚTLIT er fyrir að samningavið-
ræðum Flugleiða og Félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna (FÍA)
muni verða frestað næstu vik-
urnar, að því er Morgunblaðið
fregnaði i gær. Það varð niður-
staðan af fundi stjórnar og trún-
aðarmannaráðs FÍA í fyrra-
kvöld.
Eins og fram kom í frétt í Morg-
unblaðinu í gær hafa viðræður flug-
manna og Flugleiða staðið yfir
undanfamar vikur án þess að veru-
lega hafi miðað í samkomulagsátt.
Flugmenn, sem eru utan Alþýðu-
sambands íslands, gera kröfu um
verulegar launahækkanir umfram
það, sem samið var um á milli
launþegasamtakanna og vinnuveit-
enda fyrir fimm vikum.
Nú telja flugmenn, skv. upplýs-
ingum blaðsins, að samningsstaða
þeirra muni verða betri þegar
kemur fram á vorið og meira verður
að gera í farþegaflugi. Hefur því
ekkert verið ákveðið um frekari
fundahöld samninganefndar FÍA og
stjómenda Flugleiða.
Ríkissáttasemjari:
Arangnrslaus fundur
í deilu skipstjóra
ENGIN niðurstaða varð af fjög-
urra stunda löngum sáttafundi i
deilu Skipstjórafélags tslands og
skipafélaganna hjá ríkissátta-
semjara í gærmorgun. Nýr fund-
ur hefur ekki verið boðaður.
Skipstjórafélagið ldauf sig út úr
samningum Farmanna- og fiski-
mannasambandsins fyrr í vetur
og hefur leitað eftir sjálfstæðum
samningum við skipafélögin og
ríkið (fh. Landhelgisgæslunnar
og Ríkisskipa). Þær viðræður
hafa verið án árangurs til þessa.
Eftir helgi verður boðaður fundur
í deilu Sambands veitinga- og gisti-
húsa (SVG) og Félags starfsfólks í
veitingahúsum, sem boðað hefur
sólarhrings verkfall frá hádegi
næsta föstudag. Veitingamenn og
fulltrúi Vinnuveitendasambands ís-
lands hittust í gærmorgun til að
ræða stöðu mála en af þeim fundi
varð engin sérstök niðurstaða, að
sögn Skúla Þorvaldssonar, for-
manns SVG. „Við getum ekkert
gert nema beðið eftir verkfallinu,"
sagði Skúli í gær. „Það er búið að
gera þjóðarsátt um kjaramál í
landinu og við getum því ekkert
boðið þessu fólki umfram aðra. Það
hefur það enda ekki slæmt."
Þá hefur ríkissáttasemjari boðað
sáttafund í deilu bílstjórafélagsins
Sleipnis og Félags sérleyfishafa á
þriðjudaginn. Sleipnismenn felldu
nýgerðan samning ASÍ og vinnu-
veitenda í atkvæðagreiðslu.
Einnig hafa bílstjórar hjá Land-
leiðum (sem eru utan ASÍ) fellt
samninginn. Viðræður bílstjóranna
og fyrirtækisins standa yfir en ekki
er talið ólíklegt, að deilunni verði
visað til ríkissáttasemjara.
Munum ræða niður-
greiðslur Norð-
manna í skipasmíði
— segir Albert Guðmundsson, iðn-
aðarráðherra sem sljórnar ráð-
herrafundi EFTA
„VIÐ munum að sjálfsögðu bera
upp mál sem snerta hagsmuni
íslands og meðal annars munum
við ræða niðurgreiðslur Norð-
manna á skipasmíðatilboðum,“
sagði Albert Guðmundsson, iðn-
aðarráðherra, en hann er nú á
förum til Genfar, þar sem hann
mun stýra ráðherrafundi EFTA.
I föruneyti ráðherrans verða
fulltrúar íslenskra atvinnuvega,
Guðmundur H. Garðarsson full-
Sænska aka-
demían 200 ára
SÆNSKA akademían á 200 ára
afmæli í dag 5. apríl. Af því til-
efni sendir íslensk málnefnd
henni svo hljóðandi skeyti:
íslensk málnefnd ámar yður allra
heilla á merkum tímamótum. Stór-
brotið starf yðar til eflingar tungu
og bókmenntum vekur aðdáun vora
og má vera oss íslendingum og
öðrúm þjóðum lýsandi fordæmi.
i Genf
trúi ASÍ, Finnur Geirsson frá
Verslunarráðinu, Magnús Gunn-
arsson fulltrúi VSÍ og Ólafur
Davíðsson frá Iðnrekendum.
Albert kvaðst ekki hafa undir
höndum endanlega dagskrá ráð-
herrafundarins. „Eg mun á mánu-
daginn ræða við embættismenn
Fríverslunarbandalagsins til að
undirbúa ráðherrafundinn, sem
verður haldinn dagana 8. og 9.
apríl. Skipasmíðatilboð Norðmanna
verða annaðhvort sett á dagskrá
fundarins eða þá rædd á sérfundum.
Við munum leggja áherslu á að fá
umræðu um þessi mál og við
munum þar setja fram okkar sjón-
armið", sagði iðnaðarráðherra.
Albert sagði að hann hefði átt
fundi með fulltrúum atvinnuveg-
anna hér heima til að undirbúa
viðræðumar í Genf og jafnframt
myndu þeir eiga frekari viðræður
saman úti í Genf til að bera saman
bækur sínar um þau mál,_sem sér-
staklega snerta hagsmuni íslands.
DAIHATSU
Allirgæðabílarnirfrá Daihatsu
Daihatsuumboðið
Ármúla 23,
s. 685870 -681733