Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.04.1986, Blaðsíða 45
m MOKCUNBIiA&I&./LÁ'UGÁRDÁÖÚRSiÁPRfL11SÍ86 ±45. Minning: Fjóla Jensdóttir Vestmannaeyjum Fædd 15. april 1932 Dáin 31. mars 1986 Þegar leiðir skilur er maður ávallt óviðbúinn. Fjóla er dáin. Hún sem var í fullu _ starfi fyrir nokkrum mánuðum. Á hugann leitar spum- ingin því hún? Hún sem var svo fjölhæf, dugleg og áhugasöm. Fjóla starfaði mikið að félagsmálum. Hún var virkur félagi í sjálfstæðis- kvennafélaginu Eygló. Ávallt hafði hún tíma, var alltaf boðin og búin að taka að sér og takast á við ný verkefni. Fjóla var samviskusöm og heiðarleg í störfum sínum. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Fjólu fyrir gott og ánægjulegt samstarf. Fyrir margar skemmti- legar stundir og störf hennar fyrir sjálfstæðiskvennafélagið Eygló. Fé- laginu mun seint takast að fylla það skarð sem nú hefur myndast. Eigin- manni, bömum og öðmm ástvinum Fjólu, sem nú eiga um sárt að binda, sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Hanna Birna Jóhannsdóttir, formaður sjálfstæðis- kvennafélagsins Eyglóar „Þó að fomu björgin brotni bili himinn og þomi mar, allarsortnisólimar aldrei deyr, þó allt um þrotni, endurminning þess sem var.“ (GrimurThomsen.) Er ég fluttist nýgift til Vest- mannaeyja árið 1953, varð ég þeirr- ar hamingju aðnjótandi að kynnast Fjólu. Urðum við góðar vinkonur ætíð. Mörg vom spor mín til hennar á Brekastíginn, bæði í sorg og gleði. Alltaf var hún tilbúin til að hjálpa mér að leysa öll vandamál með hlýju, orku sinni og festu. Á heimili hennar og Boga vom alltaf allir velkomnir og gestkvæmt þar mjög. Fjóla var vinnusöm með ólík- indum, fannst mér oft að hún hefði mikið fleiri klukkustundir í einum sólarhring en aðrar manneskjur, svo mikil vom afköst hennar. Hún var félagslynd mjög og stóð hún í for- svari fyrir mörgum félagsmálum Vestmanneyinga. Nú kveðjum við Hörður og bömin okkar góða vinkonu og þökkum allt sem hún var okkur. Boga og bömum, tengdadóttur, bamaböm- um og foreldrum hennar bið ég blessunar Guðs í sorg þeirra. Minningamar geymast. Margrét Guðjónsdóttir Deyrfé deyjafrændr deyrsjalfritsama; Enorðstírr deyraldregi hveim er sér góðan getr. (úrHávamálum.) Andspænis dauðanum vakna gmndvallarspumingar um lífíð allt. Við reynum að ýta hugsuninni um dauðann til hliðar og heppnast kannski í bili en ekki til lengdar. Hugsuðir nútímans tala oft um vonina og heyrum við á hveijum degi orð eins og framfarir, þróun, eftirvænting og þrá, við emm alltaf að vænta einhvers. Að vísu beinist þessi þrá okkar oftast að hlutum sem em nærri okkur, en milli lífsins eins og við vildum að það væri og lífsins eins og það er í raun sjáum við himingnæfandi andstæður, óréttlætið, vonskuna og þjáninguna í heiminum. Styijaldir em háðar, yfirgangsseggir níðast á öðmm án refsingar. Góðir menn deyja oft á besta aldri, þó sýnir sag-an okkur hinar ótrúlegustu framfarir í visind- um hvert sem litið er. En það er framar öllu vonin sem veitir mann- inum mátt til að axla byrðar lífsins. Þessi von blundaði alltaf um að vinkona mín, Fj'óla, sigraði þann illkynja sjúkdóm sem hana hijáði og lagði hana að velli þann 31. mars sl. langt fyrir aldur fram. Það em ljúfar minningar sem streyma um huga minn við fráfall Fjólu. Kær vinur er kvaddur um stund. Efst er í huga umhyggja hennar og tryggð við fjölskylduna og stóra kunningjahópinn sem hún rækti svo vel. Minningin þegar við gerðumst stofnaðilar að málfreyjudeildinni Hafróti þar sem hún gerðist stofn- forseti. Minningin um þegar við lögðum land undir fót og tókum fyrst þátt í ræðukeppni ráðs, þá var hugsað stórt og stærsti sigurinn vannst sem fólst í því að vera með. Fjóla var mikil félagsvera og starfaði hún í mörgum félögum. Hún var ekki kona sem labbaði með veggjum, hún hafði skoðun á mannlfínu öllu og getu til að koma skoðunum sínum á framfæri. Slík kona hlaut að veljast til forystu víða. Hún var formaður kvenfélags Landakirkju og áhugamikil um málefni kirkjunnar. Hún var vara- formaður sjálfstæðiskvennafélags- ins Eyglóar, hún starfaði í kven- félaginu Líkn og slysavamafélaginu Eykyndli. Hún starfaði hjá knatt- spymufélaginu Tý á sínum yngri árum, bæði í handbolta og síðar við félagsstörf. Hún var í Oddfellow- reglunni og starfaði þar mikið, nú síðast sem yfirmeistari Rebekku- stúkunnar Vilborgar. Fjóla hafði mikinn áhuga á mál- efnum kvenna og lagði sitt af mörkum til að örva konur til þátt- töku í þjóðmálum. Hún taldi grandvallaratriði í allri umræðu um konur og stjómmál að konur þyrftu að þjálfa sig til að geta tjáð sig og taldi að þótt konur væra misjafnlega framagjamar yxi hveijum samviskusömum einstakl- ingi ásmegin við aukna byrði og vaxandi traust og að hver sú kona sem áfram kæmist drægi aðra með sér með öflugum sporgöngumönn- um. í því sambandi gekk Fjóla á undan og tók sæti í byggingamefnd ásamt setu í heilbrigðis- og um- hverfisnefnd á vegum Vestmanna- eyjabæjar. Hún var námsfús með afbrigðum og gaf sig alla í það sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hélt alltaf sínu striki en var fús til að viðurkenna mistök, það er eiginleiki sem ekki er öllum gefínn. Og í sínum erfíðu veikind- um, þar sem hver vonin af annarri visnaði, sýndi hún sinn innri mann; hún var stór hún Fjóla og gaf alltaf af sjálfri sér. Eg vil aðeins sýna virðingu mína og þakklæti með þessum orðum um yndislega konu sem ég hafði aldrei annað en gott af að segja. Kæri Bogi, böm, bamaböm og aðrir ættingjar, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar allra sem um sárt eigið að binda. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Sólvelg Adólfsdóttir í sjónvarpsþætti fyrir nokkram áram létu Nóbelsverðlaunahafar i vísindum Ijós sitt skína. Taldi einn, að heilbrigðisvandamál þróunar- iandanna yrði dýrt að leysa. Annar benti þá á, að á því væri í veralegum atriðum einföld lausn. Lausnin væri sú, að íbúar þessara landa gengu í skóm og að holræsi yrðu lögð í þéttbýli. Allir þættir heilbrigðismála era ekki svona einfaldir, íslendingar hafa verið svo lánsamir, að þeim hefur tekist að útrýma nokkrum sjúkdómum og í dag er ungbama- dauði á íslandi með því lægsta sem þekkist í veröldinni. Þrátt fyrir þennan árangur eru tveir sjúkdómaflokkar, sem nútíma- maðurinn stendur ráðþrota gagn- vart, enda þótt ómældu fé sé varið til rannsókna. Það era krabbamein og hjartasjúkdómar. Eitt fómar- lambið kveðjum við í dag. Fjóla Jensdóttir verður borin til hinstu hvfldar frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Það er í mínum huga erfitt að minnast fólks, sem fellur frá í blóma lífsins. F'ullorðið fólk hefur unnið sína sigra og upplifað sínar sorgir, en lífshlaup Fjólu er einungis hálf- skrifuð bók. Fjóla varð samferða- mönnum sínum eftirminnileg. Hjá mér stendur eftir minning um heil- steypta konu. Kynni okkar vora ekki löng, eða rúmlegá sex ár. Hún hóf störf í Útvegsbankanum í Vest- mannaeyjum skömmu eftir eldgosið 1973 og starfaði þar til dauðadags. Á þeim vettvangi vora kynni okkar fyrstogfremst. En þar sem sjaldnast var nema veggur á milli okkar, þá fór ekki hjá því að við létum ljós okkar skína. Þá tók ég eftir því, að þar fór kona með ákveðnar skoðanir, sínar eigin skoðanir, en ekki kreddur annarra. Ekkert breytti skoðunum hennar nema rök skynseminnar og þekk- ingarinnar. Ef Fjóla hefði haft sömu tækifæri og ungt fólk í dag, er ég ekki í nokkram vafa um, að hún hefði orðið langskólagöngu aðnjót- andi tíl að þroska hæfileika sína, enda held ég að það hafí verið það eina sem hún sá eftir í lífinu. Fjóla var mjög félagslynd. Á sín- um yngri áram lék hún handbolta með Tý. Fyrir nokkram áram var hún einn af framkvöðlum að starfí Málfreyjufélagsins Hafrótar og starfaði þar mikið. Fýrr í vetur var hún kjörin yfir- meistari Rebekkustúkunnar nr. 3, Vilborgar. I þessum félögum, sem og kvenfélögum bæjarins, Sjálf- stæðisflokknum og annarri félags- starfsemi tók hún mikinn þátt. Var hún ávallt fremur veitandi en þiggj- andi á því sviði. Undraðist ég það oft, hve mikið hún tók að sér, en mér er sagt að það hafí ekki verið undranarefni, því öllu skilaði hún af sér með sóma. í félagsstarf í Vestmannaeyjum er stórt skarð höggvið. Ung gekk Fjóla að eiga ferming- arbróður sinn, Boga Sigurðsson. Þeim varð fyögurra bama auðið. Þau era: Sigurður, matvælafræð- ingur, Jens, Valur og Bryndís, þau era öll við nám. Bogi og Fjól hófu sinn búskap í húsi foreldra hennar, þeirra Kristnýjar Valda- dóttur og Jens Ólafssonar, að Brekastíg 29, en lengst af stóð heimili þeirra að Boðaslóð 25. Á kveðjustund þakkar samstarfs- fólkið í Útvegsbankanum samfylgd- ina. Fyrir hönd Útvegsbankans þakka ég Fjólu gott starf. Orð era lítils megnug er sorgin ber að dyr-. um. Ég vil þó fyrir mína hönd, konu minnar og alls starfsfólks Útvegs- bankans í Vestmannaeyjum flytja eiginmanni, bömum, tengdaböm- um, bamabömum og síðast en ekki síst fullorðnum foreldram samúðar- kveðjur. Þegar Fjóla er öll, þá lifir í huga ástvina hennar minningin um góða og heilsteypta konu. Megi hún hvíla í friði. Vilhjálmur Bjarnason í dag felldu blómin mín blöðin sín og húmið kom óvænt inn til mín ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin. (Tómas Guðmundsson) Fjóla Jensdóttir er fallin frá sumri lífsins. Þessi lífsglaða, at- orkusama kona beið ósigur fyrir hörmulegum sjúkdómi, sem alltof marga fellir. Fjóla var stofnaðili og fyrsti forseti Málfreyjudeildarinnar Haf- róts í Vestmannaeyjum. Hún var frá fyrstu stundu mikil málfreyja, og kynnti félagsskapinn hvar sem hún kom. Hún gerði sér glögga grein fyrir grandvelli og ávinningi málfreyjustarfsins, fyrir konur á öllum aldri, hvar í stétt sem er, og tók af heilum hug undir orð fyrsta alþjóðaforseta málfreyja, Emestine White, sem sagði að enginn gæti sagt fyrir um þann þátt sem þessum samtökum væri ætlað að eiga í framföram og þroska kvenna í heiminum. Umræður um mannlífíð vora henni að skapi og hún bar virðingu fyrir skoðunum annarra. Hún hafði gaman af að kynnast fólki og opnaði heimili sitt margoft fyrir innlendum og erlendum gest- um sem sóttu málfreyjudeildina heim. Hún gaf af sjálfri sér og við urðum allar ríkari. Kæri Bogi, böm, bamaböm og ættingjar, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð gefí ykkur styrk og hvatningu í ykkar miklu sorg. Málfreyjur í Hafróti Stefán Ketilsson bóndi — Minning Hann kvaddi hljóðlega, með hóg- værð og æðraleysi, snemma að morgni 25. marz. Nývaknaður af nætursvefni, tilbúinn fyrir löngu að hlýða kallinu, hvenær sem það kæmi. Farinn að þrá hvfldina. Og hvfldin kom. Þannig var lífi Stefáns Kristins Ketilssonar lifað í 87 ár, æðralaus og af hjarta lítillátur, gerði ekki kröfur til annarra, en skilaði sínu langa dagsverki með stöðugri vinnu frá blautu bamsbeini til 79 ára aldurs, er hann varð að lúta í lægra haldi fyrir þrálátum sjúkdómi, og fætumir bára hann ekki lengur. Þá varð sjúkrahúsið heimili hans um sinn. Fæddur 24. aprfl 1899 að Norð- urgarði, Skeiðum. Foreldrar Stef- áns vora Ketill bóndi Jónsson og kona hans, Stefanía Stefánsdóttir. Fimm systkini eignaðist Stefán, þijú komust upp, Kristín, Margrét og Jón Ágúst, en tvö létust ung, á fyrsta ári og tveggja ára. Nú er Jón Agúst einn eftir, sjúklingur á Reykjalundi. Ævikjör era mönnum misjöfn búin. Vistin á „Hótel Jörð" (T.G.) er eins konar fjölbrautaskóli og námsbrautimar era margar, sumar virðast sumum þungar, aðrar léttar, en þungt eða létt er afstætt hugtak og fer ekki síður eftir viðhorfí nemandans, hvort ofaná verður. Æðraleysi var eitt af aðalsmerkjum Stefáns Ketilssonar og var það vel. Það hjálpaði honum til að taka því, sem að höndum bar, og gera betra úr öllu. Þegar Stefán var 7 ára varð Ketill faðir hans að bregða búi vegna langvarandi veikinda. Stefáni var þá komið fyrir í Hvítárholti í Hrunamannahreppi, og þar var hann í rúm 4 ár. Þá sameinaðist fjölskyldan á ný, er Ketill hafði féfigið bata, bg höf b’úskaþ í -Auðs- holti í Biskupstungum, en 1920 flutti Ketill að Minni-Ólafsvöllum, Skeiðum, og bjó þar unz hann hætti búskap vegna aldurs, og flutti til Reykjavíkur. Sveitin, búskapur og skepnur, sérstaklega sauðkindin, vora líf og yndi Stefáns. Hann hóf búskap með föður sínum á Minni-Ólafsvöllum er hann hafði aldur til og eftir að Ketill hætti tók Stefán við jörðinni einn. Hann kvæntist lífsföranauti sín- um í 31 ár, Magneu Narfadóttur frá Hafnarfirði, þann 9. maí 1938, en hún andaðist 2. maí 1969. Magnea var dugnaðarkona og hún deildi lífínu með Stefáni í meðbyr jafnt sem mótbyr á meðan ævin entist. Þau vora barnlaus. Það varð hlutskipti bóndans og dýravinarins Stefáns Ketilssonar að þjást af heymæði lengstan hluta ævinnar og það svo, að hann varð að hætta búskap árið 1946 og flytja á mölina. Stefán var laghentur og smiður góður, og stundaði húsa- smíði í Reykjavík, en sveitin dró hug hans stöðugt fast til sín. Hann gat ekki unað lífi daglaunamanns í Reykjavík lengur en 5 ár. 1951 keyptu þau Magnea húsin á jörðinni Roðgúl á Stokkseyri og hófu þar að nýju búskap og bjó Stefán þar til 1970 er hann varð að hætta vegna veikinda, þá 71 árs, og orðinn ekkill. Nokkra eftir andlát Magneu flutti Stefán til frænda síns, Guð- mundar Valdimarssonar, sem nú er látinn, og konu hans, Sigríðar Gísladóttur, að Sætúni, Stokkseyri, og áttí hann heimili sitt hjá þeim og fjölskyldu þeirra í 11 ár, og var hann mjög þakklátur þeim hjónum og öðra heimilisfólki í Sætúni fyrir þessigóðuár. Stefán fékk bata veikinda sinrtá' og þá fór hann fljótlega að vinna í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf., og bætti enn 8 vinnuáram við, en varð þá að láta af störfum endan- lega vegna nýrra veikinda. Hann dvaldi á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, seinustu 6 árin, og naut þar beztu umönnunar lækna og starfsfólks. Hann gat lengst af haft fótavist, og átti betri stundir inn á milli. Stefán var blíðlyndur og hafði yndi af börnum. Hann laðaði böm til sín án fyrirhafnar og naut slíkra tækifæra í ríkum mæli, þegar þau gáfust. Hann hafði skoðanir á þjóð- málum og öðram málum og lét þær í ljós, án þess að reyna að koma þeim inn hjá öðram. Hann gat verið kíminn og glettinn, þegar svo bar við, og einnig fastur á sínu, ef það átti við. Um trúmál var hann fá- máll, en gerði sér vel grein fyrir því, að Lífið er einnig til skrifað með stóram staf. Hann var vamm- laus maður. Stefán verður jarðsettur í dag, laugardaginn 5. aprfl, á Ólafsvöll- um, Skeiðum, við hlið konu sinnar. Minning um góðan dreng lifír. v tS-iíí Sigurður Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.