Morgunblaðið - 05.04.1986, Side 23

Morgunblaðið - 05.04.1986, Side 23
► W'J A í.'Oy WJ| MORGUNBLABIÐ,~LAUGARDAGUR5.APRÍL1^86------------ Skæruliðar lýsa yfir sigrum í Afganistan Islamabad, Pakistan. AP. SKÆRULIÐAR í Afganistan réð- ust margainnis á sveitir Sovét- manna og afganska stjómar- hermenn í héraðinu Takhar fyrstu vikur marsmánaðar og segja yfirmenn skæruliða að um 300 manns hafi fallið úr röðum andstæðinganna, en um 100 skæmliðar. Meðal þeirra, sem féllu í átökun- um, voru fjórir háttsettir herforingj- ar, þ.á m. yfírmaður 20. herdeildar stjómarhersins. Þrír skæruliðafor- ingjar féllu. Jamiat I Islami nefnist ein þeirra skæruliðahreyfínga, sem beijast gegn leppstjóm Sovétnianna í Afganistan. Hreyfíng þessi sagðist hafa fengið skýrslur frá yfírmönn- um í Takhar, sem liggur að ianda- mæmm Sovétríkjanna. Sagði að skæruliðar hefðu gert birgðalestum fyrirsát á þjóðvegi, sem vitað var að 1.000 skriðdrekar, brynvagnaT og vömbílar fæm eftir. Ráðist var á þessa birgðalest Sovét- manna og Afgana og stóðu bardag- amir í tólf daga. Þá sneri lestin aftur. Tveir skæmliðar, sem tóku þátt í bardaganum, fluttu fréttimar og vom þeir fímmtán daga á leiðinni frá Takhar til Pakistan. Sögðu þeir að 25 skriðdrekar hefðu verið eyðilagðir og 48 önnur farartæki. Kváðu þeir aðrar skæmliðahreyf- vinna bug á pólitískum ágreiningi, ingar einnig hafa tekið þátt í um- sem löngum hefði staðið í vegi fyrir sátrinu og væri það vísbending um samvinnu. að andspyman í landinu væri að Hin alltsjáandi augu myndatökuvélarinnar Á ÞESSARI mynd getur að líta Viggen-njósnaflugvélina, sem sænski herinn léði til leitarinnar að morðvopninu, sem varð Olof Palme forsætisráðherra að bana. Vélin flaug í lágflugi yfir Stokkhólmsborg og tók myndir í sífellu, m.a. svokallaðar hitamyndir. Alls er vélin búin sjö myndavélum, en sú sem Göte Pudas flugstjóri er að athuga þarna, er gleiðhornsmyndavél, sem tekur yfirlitsmyndir. Aftar á búk vélarinnar er hitamyndatökuvélin, svo og nærmyndavélar og myndavél, sem tekið getur myndir í myrkri. Maf íu-réttarhöldin á Sikiley: Buscetta í fyrsta sinnfyrir réttinum EIGUM TIL AFGREIÐSLU STRAX Detroit Diesel (4.m) 8.2T bátavélar. 8 strokka v-vélar 220 hö við 3200 s/mín, 709 kg með sjógír. # \f ^ I n K H I™ Vatnagörðum 16 I taWlll I II I Símar 686120 eða 686625 Bladburóarfólk óskast! AUSTURBÆR ÚTHVERFI Þingholtsstræti Birkihlíð. Paiermo, Sikiley. AP. TOMMASO Buscetta, fyrrver- andi félagi í Mafíunni, aðalvitni ákæruvaldsins í Mafiu-réttar- höldunum í Palermo, bar í fyrsta sinn vitni fyrir réttinum á fimmtudag - frammi fyrir meint- um oddvita Corlone-glæpafjöl- skyldunnar, höfuðsakbomingn- um Luciano Liggio, sem fylgdist með yfirheyrslunni úr einu rimlabúranna í réttarsalnum. Buscetta var fluttur með leynd til Palermo fyrr í þessari viku. Hann var í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur borið vitni í máli „Pizza- glæpahringsins" svokallaða, sem talinn er hafa staðið fyrir umfangs- mikilli heróín-sölu þar í landi og notað pizza-veitingastaði sem skálkaskjól fyrir starfsemi sína. Það var Alfonso Giordano dóm- ari, sem kallaði Buscetta fyrir rétt- inn á fímmtudag. Sex vopnaðir lögregluþjónar héldu vörð um vitnið í réttarsalnum, en að baki stóðu allmargir sakbominganna 467, innilokaðir í 30 stálrimlabúrum. Luciano Liggio, „konungur Corl- one“, fitlaði við yfírskeggið, meðan hann hlýddi á Buscetta, sem sagðist standa við allt sem hann hefði borið við rannsókn málsins, í stóru og smáu. Rannsóknarlögreglan hefur sagt, að framburður Buscetta hafi auð- veldað þeim að gera sér grein fyrir skipulagi og starfsemi Mafíunnar. Sprengj utilræði í V-Þýskalandi Stuttgart. AP. BENSÍNSPRENGJUM var varp- að inn í banka í borginni Stutt- gart og sprengja sprengd í lög- reglustöð í þorpinu Feucht í Vestur-Þýskalandi á miðviku- dag. Lögreglan telur að pólitískir öfgahópar hafi verið hér á ferð. Brennuvargar brutu rúður í banka í borginni og vörpuðu inn bensínsprengjum. Mikill eldur kviknaði og er tjónið talið nema mörg hundruð þúsund mörkum. Sprengja sprakk í lögreglustöð- inni í Feucht í Bæjaralandi. Rúður brotnuðu og veggir skemmdust. Engan sakaði í árásunum og hefur enginn lýst ábyrgð á sprengjutilræðunum á hendur sér. Búist er við, að réttarhöldin standi í u.þ.b. ár. l&nskólinn í Reykjavik Iðnskóladagurinn í dag, laugardag Iðnskólinn í Reykjavík Skólavörðuholti verður opinn almenningi í dag laugardag frá kl. 10—16. Þar gefst tækifæri til að kynna sér nám í löggiltum iðngreinum, tölvutækni og tækniteiknun. Nemendur verða að störfum í öllum verkleg- um greinum og gefst gestum kostur á að ræða við nemendur og kennara. Atvinnufyr- irtæki sækjast eftir tæknimenntuðu fólki sem hefur haldgóða undirstöðumenntun. í Iðnskólanum miðast námsmarkmiðin við að uppfylla þessar kröfrn*. Komið í dag á Iðnskóladaginn og kynnið ykkur starfið. Kafflhlaðborð í matsal. Iðnskólinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.