Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 12
12___________________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986_
Loforðin, viljinn og verkin
eftirJónH.
Karlsson
Eins og alkunna er hefur §ár-
magnskostnaður verið afar hár hér-
lendis og valdið búsifjum hjá mörg-
um, ekki síst fyrirtækjum, sem nán-
ast þjóna markaðnum, sem bönk-
um, með þeim afborgunarskilmál-
um sem tíðkast. Vaxtaprósentan
hefur farið lækkandi undanfarið
með lækkandi verðbólgu og kemur
það fyrirtækjum til góða þótt raun-
vextir hérlendis séu samt með því
hæsta sem gerist í veröldinni og
bankamir blómstra. Þeir kaupa nú
m.a. viðskiptavíxla á sínu kaup-
gengi hver og einn með upp að 34%
ávöxtunarkröfu. Afföll af slíkum
seldum víxlum eru það mikil (19,5%
forvextir) að þau fara 25%-30%
fram úr þeim vöxtum sem fyrir-
tækjum er heimilt að krefja skuldu-
nauta sína um (15,25%) samkvæmt
túlkun Seðlabankans.
Mismuninn sem skapast við að
Qármagna starfsemi sína með sölu
viðskiptavíxla verða fyrirtækin að
bera sjálf eða velta honum út í verð
vörunnar, sem þau selja. Þannig
eru þeir vextir sem ríkja á markaðn-
um í raun verðbólguhvetjandi.
Alkunna er að vöxtum er haldið
uppi af ríkissjóði, sem býður hvað
hæsta raunávöxtun og teymir því
á eftir sér bankana sem keppa við
hann um fjármagnið með alls konar
ávöxtunargylliboðum.
Það er því nokkuð öfugsnúið að
um leið og stjómvöld hvetja þannig
opinberlega til verðbólgu með vit-
lausri vaxtastefnu skuli þau gera
verðlagsstjóraembættið út af örk-
inni með ábendingum og hvatningu
til fyrirtækja að lækka nú verð á
vörum sínum vegna svigrúms, sem
kjarasamningar og aðrar ytri að-
stæður eiga að hafa skapað fyrir-
tækjunum. í ábendingu verðlags-
stjóra, sem vissulega ætti fullan rétt
á sér ef forsendur, sem hann gefur
sér, stæðust í raun. Er svo hnykkt
á málinu með því að láta í það skína
að samkvæmt boði ríkisstjómarinn-
ar komi til álita að hnekkja því
frelsi sem nú hefur komist á í verð-
myndun hérlendis, með því að setja
bundna álagningu aftur í gang sjái
fyrirtækin ekki að sér og haldi
verðþróun í skefjum eða lækki verð.
Vinstri höndin virðist ekki vita
hvað sú hægri gerir á blessuðum
ríkisstjómarbænum og má í því
sambandi nefna bílaverðlækkunina,
sem í nánustu framtíð mun aftur
leiða til aukins þrýstings á vaxta-
kjör (hækka vexti) þar að megin-
hiuti kaupverðs bílanna, sem nú
renna út eins og heitar lummur, fer
úr landi sem erlendur gjaldeyrir —
þannig hvetur bílaverðlækkunin til
eyðslu þess spamaðar sem tekið var
að gæta innanlands. Eftirspum
eftir fjármagni hlýtur því að aukast
er frá líður og stuðla að því að
halda vöxtum uppi.
Jón H. Karlsson
Margur bílakaupandinn verður
orðinn ansi blankur þegar hann
borgar síðasta víxilinn af nýja bíln-
um undir jól. Þá verður barið á dyr
bankastjórans og beðið um lán fyrir
jólagjöfunum og jólasteikinni því
sparisjóðsbókin er tóm orðin fyrir
löngu og ekki hægt að fara að
skipta nýja bflnum á milli krakk-
anna í jólagjöf hvað þá éta hann.
Á sama tíma verður japanski bíla-
„Það er því nokkuð
öfugsnúið að um leið
og- stjórnvöld hvelja
þannig opinberlega til
verðbólgu með vitlausri
vaxtastefnu skuli þau
gera verðlagsstjóra-
embættið ót af örkinni
með ábendingum og
hvatningu til fyrir-
tækja að lækka nú verð
á vörum sínum vegna
svigrúms, sem kjara-
samningar og aðrar
ytri aðstæður eiga að
hafa skapað fyrirtækj-
unum.“
framleiðandinn að úða í sig jóla-
steikinni keyptri fyrir sparifé aum-
ingja íslenska bfleigandans.
Efa má að þeir, sem ákvörðun
tóku um bílaverðbreytingu, hafi
gert sér grein fyrir hliðarverkun
hennar á eftirspum eftir annarri
vöru og þjónustu. Nú þegar liggur
fyrir að bflaumboðin, sem sum hver
voru komin á ansi hægan snúning,
hafa nú eftir fyrstu 3 mánuði ársins
selt jafnmarga og jafnvel helmingi
fleiri bfla en allt árið í fyrra, sem
var þeim erfitt (12% raunminnkun).
Svo bflaumboðunum hefur verið
bjargað í bili og aðflutningsgjöldin
fara að streyma í ríkiskassann. Já,
bflaverðlækkunin var vissulega
kjarabót — en fyrir hvem helst?
Engan fremur en þann sem hafði
mest fé handa í millum — því dýr-
ustu bflarnir lækkuðu mest. Góður
Benz mun hafa lækkað um 500-600
þúsund - góð kjarabót fyrir þá lægst
launuðu!
Sem gefur að skilja em kaup-
menn í öðmm greinum en þeim sem
nutu tollalækkana og eftirfarandi
verðlækkana ekki ánægðir með sinn
hlut. Hjá þeim gætir minni eftir-
spumar en áður. En með sárast
enni sitja þó húsbyggjendur, sem
flestir em á hausnum og geta ekki
frekar staðið í skilum þótt bflverð
lækki — kannske enn síður, því
gamli bfllinn þeirra, sem þeir ætluðu
að selja í síðustu lög til að borga
fallinn víxil, snarféll í verði við
tollalækkunina.
Þannig töpuðu fjölmargir þeirra
frá 50.000-150.000 krónum í lækk-
un endursöluverðs. Slíka eignaupp-
töku er erfítt að skoða sem aðstoð
við húsbyggjendur — eða hvað?
Já, það er þetta með loforðin,
viljann og verkin.
Allt talar sínu máli.
Höfundur er viðskiptafræðingvr
og framkvæmdastjóri.
Að eignast
þak yfir
starfsemi sína
eftir Lárus
Hermannsson
Nýlega létu tvær konur ljós sitt
skína í fjölmiðlum um íjármál borg-
arinnar. Önnur þeirra er frú Laufey
Jakobsdóttir, sem taldi sig knúna
til að skrifa grein í Dagblaðið/Vísi.
Hin konan, frú Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, fulltrúi kvennafram-
boðs hér í Reykjavík, geystist fram
í útvarpi í þætti um daginn og
veginn.
Báðar fjölluðu þær um einn þátt
borgarmálefna af lítilli þekkingu
og að manni sýndist til að þyrla
upp moldviðri um einhverjar millj-
ónir, sem borgin eða borgarstjóri á
að hafa ausið í einhvem bridgehóp
að ástæðulausu. Fyrirfram vil ég
þó ekki álíta annað en að þær vilji
hafa það sem sannara reynist um
málefnið.
Og þar sem ég nú beini máli mínu
beint til þessara tveggja heiðurs-
kvenna, vil ég sérstaklega taka
fram að ætíð hefur það reynst ár-
angursríkast þegar á að taka ein-
hver ákveðin mál til umfjöllunar,
að hlutaðeigendur kunni á því
sæmileg skil. Nú og þó þær e.t.v.
geti fundið einhveija veika bletti
um starfsemi í borgarmálefnum,
svona hér og þar, þá réttlætir það
ekki málflutning og hróp upp með
það að milljónum sé ausið út, eins
og þær vildu láta í veðri vaka. Þegar
borgarstjóri lagði fram fé með
Bridgesambandi íslands, sem nánar
verður um getið.
Hefði verið sanni nær að þær
hefðu kynnt sér málið, áður en þær
ruku til með skrif og skrum um
eitt atriði sem mér sýnist að þær
hafi gert, án þess hvorki að hafa
vit né þekkingu á.
Lárus Hermannsson
„Hefði verið sanni nær
að þær hefðu kynnt sér
málið, áður en þær
ruku til með skrif og
skrum, um eitt atriði
sem meir sýnist að þær
haf i gert án þess hvorki
að hafa vit né þekkingu
á.“
Þessum heiðurskonum, sem ég
hef nefnt, skal á það bent, að hér
í landi er starfandi skipulagður fé-
lagsskapur undir nafninu Bridge-
samband íslands. Undir sambandið
heyra 47 aðildarfélög, með hátt á
fjórða þúsund félagsmönnum.
Árlega kemur þvf fjöldi fólks, víðs
vegar af landsbyggðinni til að
þreyta keppni um oft veglega verð-
launagripi, ásamt meistaratitilinum
bæði í sveita- og tvímenningskeppn-
um. Því í þessari íþróttagrein eins
og svo mörgum öðrum er háð hörð
barátta um íslandsmeistaratitil í
a.m.k. þessum tveimur greinum.
Og til þess að slík keppni geti farið
fram hefur sambandið þurft að
leigja þau stærstu fáanlegu húsa-
kynni hér í borg hveiju sinni.
Ég endurtek því það sem ég hef
áður drepið á: Að það sem þær
gerðu að áhersluatriði í málflutningi
sínum, var að borgin eða borgar-
stjóri hafi ausið út milljónum í
einhvem bridgefélagsskap og engin
skýring þar um, en hún er sú að
borgin og Bridgesambandið stóðu
sameiginlega að húsakaupum sem
miklar vonir eru bundnar við af
beggja hálfu. Staðreyndin er nú
bara einfaldlega sú að Bridgesam-
bandið og áhugamenn sem margir
eru, hafa lengi haft mikinn áhuga
á og barist fyrir að eignast þak
yfir starfsemi sína. En þar hefur
lengi háð fjármagnskostnaður eins
og svo víða annars staðar, og slíkt
hefur ekki reynst framkvæmanlegt
■hingað til. En svo bara skeður það
nú í vetur að hin stórbrotna kempa
og í áraraðir einn hinn áhugasam-
asti unnandi þessarar íþróttar,
gefur Bridgesambandinu íbúðar-
húsnæði sitt eftir sinn dag. Þessi
heiðursmaður, Guðmundur Kr.
Sigurðsson, gefur sambandinu
þessa stóm gjöf, svo félagsskapur-
inn megi dafna og blómgast um
langa framtíð. Eigi hann alla tíð
þakkir fyrir. En einmitt þessi gjöf
braut ísinn og varð þess valdandi
að Bridgesambandið og borgin
festu sameiginlega kaup á húsnæði
sem þau hyggjast deila með sér.
Borgarstjóra til lofs má réttilega
taka fram að hann hefur hugsað
sér að nota húsnæðið fyrir starfsemi
öryrkja og aðra vanheila hópa á
Reykjavíkursvæðinu til dagvistunar
og umönnunar að deginum til. En
Bridgesambandið sem aðallega
starfar að kvöldinu og um helgar,
er ætlaður sá tími. Og ætti það að
öllu leyti að geta vel gengið og
árekstralaust. Miklar vonir em því
við það bundnar að húsnæði þetta
komi í góðar þarfir fyrir báða aðila.
Og milljónimar komi til með að
skila sér, þegar fram líða stundir.
Höfundur er áhugamaður um
bridge.
Einföldun
sjóðakerfisins
Athugasemd
eftir Óskar Vigfússon
Eins og fram kemur í grein í
Morgunblaðinu 23. aprfl um áhrif
einföldunar sjóðakerfisins á tekjur
háseta á frystitogurum er það rétt
að skiptaverðmæti á frystitogumm,
sem vinna bolfiskafla um borð,
lækkar úr 72,25% í 70% af fob-
verðmæti þegar einfoldun sjóða-
kerfisins hefur átt sér stað. Þetta
þýðir að tekjur háseta lækka um
3,1% vegna þessa. Einnig em
greiddar verðbætur á bolfiskafla
þessara skipa úr verðjöfnunardeild
Aflatryggingarsjóðs, sem koma til
skipta og falla þær niður við ein-
földun sjóðakerfisins. Tekjutap
vegna þess er um 2,5% til viðbóta.
Á þeim skipum sem vinna rækju
um borð hækkar skiptahlutfallið
hins vegar úr 68.25% í 70% af
fob-verðmæti, sem þýðir að tekjur
á þeim skipum hækka um 2,6% við
einföldun sjóðakerfísins. Á rækju
em ekki greiddar verðbætur, heldur
fer útflutningsgjaldið af henni m.a.
til að íjármagna hluta af þeim
verðbótum sem greiddar em á þær
tegundir sem em verðbættar. Sjó-
menn á skipum sem vinna rækju
um borð missa því einskis í launum
Óskar Vigfússon
vegna afnáms verðbótanna. Hreinn
ávinningur sjómanna á þessum
skipum er því 2,6% hækkun launa
við afnám sjóðakerfisins. Þau skip
sem vinna aflann um borð fara flest
á rækjuveiðar einhvem hluta ársins
þar sem kvótakerfíð takmarkar
bolfiskafla skipanna. Þar af leiðandi
vinnst hluti af því tekjutapi sem
verður á bolfískveiðunum upp á
rækjuveiðunum þegar einföldun
sjóðakerfísins hefur átt sér stað.
Ástæða þess að fulltrúar sjó-
manna í sjóðakerfísnefndinni tóku
þann kost að styðja frumvarpið eins
og það er er að fyrir lá yfírlýsing
frá fulltrúum stjómmálaflokkanna,
sem í nefndinni vom, um að því
aðeins að fullt samkomulag væri
milli hagsmunaaðila í sjávarútveg-
inum um fmmvarpið væri möguleiki
að koma því í gegnum Alþingi.
Það vom því tveir kostir sem
fulltrúar sjómanna í nefndinni stóðu
frammi fyrir. Fyrri kosturinn var
sá, að þar sem fulltrúar útgerðar-
manna neituðu algjörlega að leið-
rétta þá skerðingu sem áhafnir
frystitogara yrðu fyrir bæm sjó-
menn enga ábyrgð á tillögum
nefndarinnar og sjóðakerfísbreyt-
ingin næði þar með ekki fram að
ganga að þessu sinni. Hinn kostur-
inn var sá að skrifa undir tillögur
nefndarinnar og leita síðan eftir
leiðréttingu á hlut þessara félaga
eftir öðmm leiðum, m.a. með því
að leita eftir því við viðkomandi
útgerðir að þær hækkuðu álag á
aflahluti skv. kjarasamningi sem
þessari skerðingu næmi.
Bæði fulltrúar sjómanna í nefnd-
inni, svo og stjómir sjómannasam-
takanna töldu, að með tilliti til
mikilvægis þessarar breytingar á
sjóðakerfínu hvað varðar heildar-
hagsmuni sjómanna ef til lengri
tíma er litið væri rétt að standa að
frumvarpinu, þrátt fyrir þá ágalla
sem á því vom. Vegna áratuga
baráttu sjómannasamtakanna fyrir
niðurfellingu á sjóðakerfí sjávarút-
vegsins vom því hagsmunir heildar-
innar hafðir að leiðarljósi þegar
fulltrúar sjómanna ákváðu að
standa að fhimvarpinu um skipta-
verðmæti og greiðslumiðlun innan
sjávarútvegsins.
Höfundur er forseti Sjómanna-
sambands íslands.