Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986
„Spásögn um ofsóknir“
— segir Gísli Alfreðsson um leikrit-
ið I deiglunni eftir Arthur Miller
Gísli Alf reðsson ásamt Pétri Einarssyni.
„ÞETTA er alveg feikilega gott
sviðsverk og skírskotunin er allt-
af í gildi,“ sagði Gísli Alfreðsson
þjóðleikhússtjóri sem leikstýrir í
deiglunni eftir Arthur Miller sem
frumsýnt var í Þjóleikhúsinu á
sumardaginn fyrsta. „Gildi þessa
verks sannast e.t.v. bezt í því að
hér í Þjóðleikhúsinu var það fyrst
sett upp rúmu ári eftir að það var
fyrst frumsýnt í New York. Nú
setjum við það upp í annað sinn
en það hefur verið sýnt jafnt og
þétt um allan heim frá því að það
kom fram á sjónarsviðið. Þetta
telst tU allra beztu verka Arthurs
Miller og þó er þar úr nokkuð
háum söðli að detta.“
„Hverjir eru helztu kostir leik-
rits sem talizt getur gott sviðs-
verk?“
„í fyrsta lagi þá heldur það
athygli áhorfandans fanginni frá
upphafí til enda og skilur eftir
hjá honum einkatilfínningu sem
fær hann til að halda áfram að
hugleiða efni verksins eftir að
hann er genginn út úr leikhúsinu.
Þetta er aðalatriðið. Þar við
bætist að gott sviðsverk gefur
leikurunum tækifæri til túlkunar
af því að hlutverkin sem þeir
leika eru vel úr garði gerð af
hendi höfundar. Persónumar eru
sterkar og skýrt afmarkaðar og
þær höfða til áhorfendanna. Af
þessum ástæðum á gott sviðs-
verk erindi á fjalimar aftur og
aftur og það á jafnt erindi til
áhorfendanna og leikaranna.
Þetta er eiginlega þrengsta skil-
greiningin að mínu viti, en ýmis-
legt annað kemur til að auki ef
leikrit á að standa undir nafni,
hvað þá að vera afbragðsverk
eins og hér er á ferðinni. Efnið
þarf að sjálfsögðu að höfða til
áhorfandans. Textinn verður að
vera góður og það sem fram fer
á sviðinu þarf að gefa tilefni til
íjölbreytni í leikrænni túlkun.
Ef leikrit uppfyllir þessi skilyrði
þá er alveg víst að það er sett
upp margsinnis og fregnir af
slíkum verkum eru ekki lengi að
berast á milli staða þar sem leik-
húslíf er með blóma."
„Hver er uppistaðan í efniviði
þessa sígilda leikrits?"
„Uppistaðan er auðvitað sí-
gild. í deiglunni fjallar um of-
sóknir. Og ofsóknir em sígilt
viðfangsefni. Þær hafa alls stað-
ar tíðkazt á öllum tímum."
„Líka hér?“
„Já, að vísu ekki upp á líf og
dauða í þessu leikriti, en það
má benda á ofsóknir hér og nú
þar sem mannorðið er í húfi, svo
dæmi sé nefnt. Fólk er líka ofsótt
hér vegna kynþáttar síns, nú og
jafnvel kynhneigðar, enda þótt
það hafí ekkert gert af sér annað
en að vera það sem það er. Slíkar
hliðstæður má draga fram hvar
sem er þar sem óttinn ræður ríkj-
um. Óttinn þarf ekki endilega
að ráða ríkjum í gjörvöllu þjóð-
félaginu. Það kann að vera í
afmörkuðum hópi. Ofsóknir eru
margslungið fyrirbæri og það er
nauðsynlegt að varpa ljósi á
þetta fyrirbæri mannlífsins jafnt
og þétt, eins og gert er í leikriti
Arthurs Miller."
„Söguþráðurinn?"
„Atburðimir eiga sér stað í
Nýja Englandi seint á sautjándu
öld, árið 1692 nánar tiltekið, í
þorpinu Salem. Þessir atburðir
áttu sér stað í raun og veru og
um þá eru til heimildir sem
Arthur Miller notar sem grund-
völl verksins. Þetta voru galdr^-
ofsóknir. Á annað hundrað
manns voru ákærðir fyrir galdra
og samneyti við Satan. Þeim sem
játuðu sakargiftir var þyrmt en
þeir nitján sem báru þær af sér
voru líflátnir. Þetta mynstur
segir auðvitað mikla sögu sem
hver og einn verður að túlka
fyrir sig. En mynstrið er flóknara
en þetta. Ákærandinn er nefni-
lega gerður óbrigðull. Það er
hann sem hefur valdið. Til að
skilja þetta betur þarf að gera
sér grein fyrir hugsunarhætti
fólksins í Nýja Englandi á. sauij-
ándu öld, og reyndar víðar. Trú-
málin horfðu þannig við þessu
fólki að sá sem breytti gegn
sannfæringu sinni taldi sig eiga
fordæmingu vísa, og þau sem
birtast á sviðinu f leikriti Arthurs
Millir kjósa dauðann fremur en
að svílqa samvizku sína. Þegar
höfundurinn vann að verkinu
athugaði hann nákvæmlega þau
gögn sem til voru um þetta mál
í skjalasafni í Salem. Þar voru
meðal annars skráð orðaskipti
sem hann notar nánast óbreytt
í verkinu. Það er svo af þessu
máli að segja að leikritið verður
til á tímum þegar McCarthy-
stefnan óð uppi. Pólitískar of-
sóknir voru að komast í algleym-
ing og einn þeirra manna sem
fengu virkilega að standa skil á
skoðunum sínum var Arthur
Miller sem talinn var vinstri
sinnaður rithöfundur. Á þessum
tíma um 1950 var hver sá sem
ekki bergmálaði stefnu valdhafa
kórrétt talinn vinstri sinni og
jafnvel kommúnisti, og sam-
kvæmt þessum mæiikvarða var
Arthur Miller vægast sagt var-
hugaverður maður. Til að spoma
við slíku fólki hafði verið komið
á fót sérstakri rannsóknamefnd
á vegum Bandaríkjaþings, amer-
ísku nefndinni sem svo hefur
verið nefnd. Arhur Miller var
kallaður fyrir þessa nefnd til
yfirheyrslu. Þetta var eftir að
þetta leikrit var skrifað og meira
að segja eftir að það hafði verið
frumsýnt. í yfirheyrslunni ber
svo við að þar eiga sér stað
orðaskipti sem eru nánast algjör-
lega samhljóða þeim sem hann
hafði tekið upp úr aldagömlum
skjölum og notað í leikritinu. Um
þetta eru til ömggar heimildir
og að þessu leyti er leikritið í
deiglunni eins konar spásögn."
„Hvað segir Arthur Miller um
þessar hliðstæður — kommún-
istaveiðar í kjölfar síðari heims-
styrjaldarinnar og nomaveiðar á
sautjándu öld?“
„Hann vill ekki viðurkenna að
hann hafí stillt þessu tvennu upp
sem hliðstæðum en hann fellst á
það að í leikritinu komi fram
gagnrýni á þann hugsunarhátt
óttans sem rikti í Bandaríkjunum
um og upp úr 1950. Hann viður-
kennir að boðskapur leikritsins
sé sprottinn úr þeim jarðvegi sem
McCarthy-stefnan ól á en undir-
strikar um leið að í stefnunni sem
kennd er við McCarthy birtist
aðeins ein mynd ofríkis í skjóli
hnefaréttar sem ávailt sé við lýði,
alls staðar og á öllum tímum.
Leikritið er tilraun til að átta sig
á þessari staðreynd og þar með
tilraun til að sjá við henni."
„Leikritið er þá ekki bara
svipmynd úr fjarlægu heims-
homi.“
„Nei, öðru nær. Það hefur
boðskap að færa sem allt siðað
fólk hlýtur að skilja og það lýtur
sínum eigin lögmálum sem lista-
verk. Þetta er sjálfstætt verk á
allan hátt en þó er það að sjálf-
sögðu háð túlkuninni í hvert
skipti sem það er flutt. Það hlýt-
ur að endumýjast í hvert skipti
sem það er sett upp.“
„Sástu sýningu Þjóðleikhúss-
ins árið 1955?“
„Já, en það eina sem ég man
er það að þetta var góð sýning
sem hafði mikil áhrif á mig.
Leikstjórinn var Lárus Pálsson.
Mér er ómögulegt að muna ein-
stök atriði úr þeirri uppsetningu
en ég hef síðan séð leikritið
margsinnis því að varla líður svo
dagur að það sé ekki sýnt ein-
hvers staðar í veröldinni, ekki
sízt þar sem íslenzkt leikhúsfólk
eins og ég leggur leiðir sínar.
En í Þjóðleikhúsinu 1955 fór
Rúrik Haraldsson með það aðal-
hlutverk sem Hákom Waage
leikur nú. Nú leikur Edda Þórar-
insdóttir sama hlutverk og Reg-
ína Þórðardóttir fór með og
hlutverk Vals Gíslasonar í fyrri
uppfærslu er nú í höndum Gunn-
ars Eyjólfssonar. Aðrir leikendur
1955 vora Þóra Friðriksdóttir,
Jón Aðils, Róbert Amfinnsson,
Emilía Jónasdóttir, Bryndís Pét-
ursdóttir, Baldvin Halldórsson,
Katrín Thors og Guðrún Ás-
mundsdóttir. Auk Hákons, Eddu
og Gunnars era leikaramir nú
Elfa Gísladóttir, Sigurður Skúla-
son, Steinunn Jóhannesdóttir,
Guðrún Gísladóttir, Guðlaug
María Bjamadóttir, Sólveig Páls-
dóttir og Sólveig Amardóttir.
Svo skemmtilega vill til að ijórir
leikarar sem léku í þessu Ieikriti
fyrir meir en þtjátíu áram era
með í uppfærslunni nú, þau Rúr-
ik, Baldvin, Bryndís og Valur.
Og það sem er enn skemmtilegra
er það að Valur Gíslason er nú
84ra ára að aldri og hann leikur
þama mann sem er einmitt 84ra
ára.“
Messur á
Guðsþjónustur sunnudaginn
27. apríl 1986.
DÓMKIRKJAN:
Messa kl. 11. Dómkórinn syngur.
Organleikari Marteinn H. Frið-
riksson. Sr. Þórir Stephensen.
Barnamessa kl. 14. Lok kirkju-
skólans. Sr. Agnes M. Sigurðar-
dóttir.
ÁRBÆJARPRESTAKALL:
Barnasamkoma í Foldaskóla í
Grafarvogshverfi laugardag 26.
apríl kl. 11 árdegis. Barnasam-
koma í safnaðarheimili Árbæjar-
sóknar sunnudag kl. 10.30 ár-
degis. Guðsþjónusta í safnaðar-
heimili Árbæjarsóknar kl. 14. Sr.
Guömundur Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA:
Barnaguösþjónusta kl. 11. Guös-
þjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur
Sigurbjörnsson.
BUSTAÐAKIRKJA:
Barnasamkoma. kl. 11. Guös-
þjónusta kl. 14. Organisti Guðni
Þ. Guömundsson. Sr. Ólafur
Skúlason. Aðalsafnaðarfundur
eftir messu. Félagsstarf aldraöra
miðvikudagseftirmiðdag.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaöarheimil-
inu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Fermingarguðsþjónusta í Kópa-
vogskirkju kl. 10.30 og 14. Sr.
morgnn
Þorbergur Kristjánsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND:
Guðsþjónusta kl: 10. Sr. Árelíus
Níelsson.
FELLA- og Hólakirkja:
Laugardag 26. apríl: Ferðalag
kirkjuskólans að Vindáshlíð. Lagt
verður af stað frá kirkjunni kl.
10.30. Barnasamkoma í Hóla-
brekkuskóla kl. 14. Sunnudag:
Ferming og altarisganga kl. 14.
Organisti Guðný Margrét Magn-
úsdóttir. Fundur í æskulýðsfélag-
inu mánudag 28. apríl kl. 20.30.
Sr. Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA:
Barnasamkoma kl. 11. Messa kl.
14. Organisti Árni Arinbjarnar-
son. Sr. HalldórS. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA:
Messa kl. 11. Sr. Karl Sigur-
björnSson. Síöasta barnasam-
koma vetrarins verður á sama
tíma í safnaðarheimilinu. Þriðju-
dag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl.
10.30.
LANDSPÍTALINN:
Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA:
Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveins-
son. Messa kl. 14. Sr. Arngrímur
Jónsson. Organleikari Orthulf
Prunner.
Langholtskirkja:
Óskastund barnanna kl. 11.
Söngur-sögur-myndir. Sigurður
Sigurgeirsson, Þórhallur Heimis-
son og Jón Stefánsson sjá um
stundina. Guðsþjónusta kl. 14.
Prestur sr. Pjetur Maack. Organ-
isti Jón Stefánsson. Sóknar-
nefndin.
LAUGARN ESPREST AKALL:
Laugardag 26. apríl: Guðsþjón-
usta í Hátúni 10b 9. hæð kl. 11.
Sunnudag 27. apríl: Fjölskyldu-
guðsþjónusta kl. 11. Lúðrasveit
Laugarnesskólans leikur nokkur
lög og barnakór kirkjunnar syng-
ur. Þriðjudagur 29. apríl: Bæna-
guðsþjónusta kl. 18. Sóknar-
prestur.
NESKIRKJA:
Laugardag. Síðasta samveru-
stund aldraðra á þessu vori.
Gestir: Sr. Bjarni Sigurðsson.
Bergþóra Árnadóttir kemur með
gítarinn. Einnig verða sýndar
myndir úr Bessastaðaferö og
vorferð kynnt. Gott kaffi. Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
Sunnudag: Síðasta barnasam-
koma á þessu vori kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Frank M.
Halldórsson. Þriðjudag: Opið hús
fyrir aldraða. Miðvikudag: Fyrir-
bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank
M. Halldórsson.
SEUASÓKN:
Guðsþjónusta í Ölduselsskólan-
um kl. 11. Ath. breyttan tíma.
Sóknarprestur.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Barnasamkoma kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 14. Prestur sr. Sol-
veig Lára Guömundsdóttir um-
sækjandi um Seltjarnarnespre-
stakall. Útvarpað verður á FM
bylgju 98.7 mHz. Sóknarnefndin.
FRIKIRKJAN í Reykjavík:
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guð-
spjallið í myndum. Barnasálmar
og smábarnasöngvar. Afmælis-
börn boðin sérstaklega velkom-
in. Framhaldssaga. Við píanóið
Gísli Baldur Garðarsson. Sr.
Gunnar Björnsson.
KIRKJA ÓHÁÐA safnaðarins:
Guðsþjónusta kl. 14. Organisti
Heiðmar Jónsson. Séra Þór-
steinn Ragnarsson. Aðalfundur
safnaðarins eftir messu.
DÓMKIRKJA Krists Konungs,
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl.
14.00. Rúmhelga daga er lág-
messa kl. 18.00 nema á laugar-
dögum, kl. 14.00.
MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há-
messa kl. 11.00. Lágmessa, mánu-
daga-föstudaga kl. 18.00.
FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn
guðsþjónusta kl. 20.00. Söng-
hópurinn Harris frá Bandaríkjunum
taiar og syngur viö undirleik hljóm-
sveitar. Einar J. Gíslason.
KFUM & KFUK, Amtmannsstíg:
Þakkar- og lofgerðarsamkoma kl.
20.30, í lok vetrarstarfs félaganna.
Upphafsorö og bæn Rósa Einars-
dóttir. Þáttur frá deildastarfinu.
Tveir starfsmenn Anna Hugadóttir
óg Sigurjón Gunnarsson flytja
stutta hugleiðingu. Magnús Bald-
vinsson syngur.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 14.00. Hjálpræðis-
samkoma kl. 20.30. Flokksforingj-
arnir stjórna og tala.
MOSFELLSPRESTAKALL: Mess-
að í Lágafellskirkju kl. 14.00. Sr.
Birgir Ásgeirsson.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Hámessa kl. 14.00.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagskóli kl. 10.30. Muniö
skólabílinn. Guðsþjónusta kl.
14.00. Helgi Bragason organisti.
Sr. Gunnþór Ingason.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 10.30. Sr. Einar Eyj-
ólfsson.
KAPELLAN St. Jósefssprtala: Há-
messa kl. 14.00. Rúmhelga daga
er hámessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl.
8.30. Rúmhelga daga er messa kl.
8.
ÞINGVALLAKIRKJA: Almenn
safnaðarguðsþjónusta kl. 14.00.
Sóknarprestur.
BRAUTARHOLTSKIRKJA: Kjalar-
nesi: Messa ki. 14.00. Kirkjukaffi í
Fólkvangi eftir messu. Sr. Gunnar
Kristjánsson.
AKRANESKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Rætt um fyrir-
hugað vorferðalag. Sr. Björn Jóns-
son.