Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986 Sjávarútvegsráðherra ofsækir selabændur enn einu sinni eftir Játvarð Jökul Júlíusson Það er eðlisfar aðal selategunda við ísland, landsels og útsels, öðrum nöfnum vorsels og haustsels, að kóparnir fæðast á landi og alast upp á landi. Þetta er með þeim hætti um vorkópana, að urturnar gefa þeim að sjúga upp á skeijum, en láta þá fylgja sér þess á milli á iygnum sundum og vogum. Þar sem landselur á heimkynni á brim- ströndinni, eru kóparnir meira að staðaldri á landi fyrstu vikurnar. Landselurinn er einstaklega trygg- ur við átthagana og það svo, að leitun mun á dýrategund sem tekur honum fram í því. Eru þess mörg dæmi, að sömu urtumar halda til með kópana við sömu skerin vor eftir vor, en við önnur sker veiðist ekki fyrr en kópar eru villtir undan. Selir hafa frá öndverðu verið bú- stofn bændanna á selveiðijörðunum. Sá bústofn gengur sjálfala og ómerktur, en er veruleiki rétt eins og búfé í högum. Það tók selabænd- ur jafn sárt, ef ekki sárara, ef urta kafnaði í neti, eins og það tók þá að missa góða á í dý eða í sjóinn. Utsels- eða haustselskóparnir eru enn grónari landdýr í uppvextinum. Þeir heita líka bólselir. Urturnar fæða þá af sér og geyma þá fyrir ofan stórstraumsflæðarmál þangað til þeir eru famir úr hámm. Þetta er aðalreglan. Hins munu þó dæmi, að haustkópar skrimti, þó þeir lendi í sjónum af einhveijum ástæðum. Útselir eru einnig tryggir átthögum sínum og hliðstæður bústofn bænda á selajörðum, líkt og landselurinn. En hann gerir viðreistara en land- selurinn. Selveiði bænda á hlunnindajörð- um er eingöngu kópaveiði. Hún var og er enn metin til verðs í verði bújarða. Er því skattstofn. Bæði goldin fasteignagjöld og eigna- skattur af matsupphæðunum, rétt eins og af sérmetnum hlunnindum af laxveiði, dúntekju og reka. Fram hjá þessari staðreynd verður ekki gengið með nokkru móti. Þarna fer allt saman: Ákvæðin í stjórnar- skránni um eignarréttinn, aldagöm- ul hefð við að nytja gæði náttúmnn- ar og loks það órofa samræmi lands og lífríkis, sem áður er lýst. Leitað að syndasel Nú er sótt að þessu öllu af dæmafáu offorsi. Nógu andstætt og bölvað var að verða fyrir tiltækj- um harðsnúinna hópa „náttúm- vemdarfólks", sem eyðilagði mark- að fyrir kópaskinn. Það dugnaðar- fólk athugaði ekki, að það kemur fram í seinna verkinu sem gert er í því fyrra. Þegar kópaskinnin urðu verðlaus, dró mjög úr kópaveiðun- um. Við það hlaut sel að fjölga meira en áður, þó annað vegi á móti, sem seinna verður nefnt. Þá blossaði upp ofstækisáróður gegn selum, sem svipar til galdrabrennu- aldarinnar. Játvaröur Jökull Júlíusson Selum einum er kennt um hring- orma í fiski. Og nú er sagt að selir eti þvílík dómadags kynstur af fiski, og þá þeim dýrasta, þorskinum, því skuli selir réttdræpir og friðlaus- ir: „Drepum selinn strax,“ sagði í sumar í blaði sjávarútvegsráðherr- ans, meðan náttúmverndarfólkið uggir ekki að sér og er upptekið við að vemda hvali. Þetta aðvaraði okkur bænduma. Auðvitað eta selir fisk. Þeir sækja í skelfisk, einkum krækling, en landselurinn beitir sér á krækl- „Komið er á eileftu stundu fyrir selabænd- ur að ná hópnum sínum. A undanf örnum árum, eftir að seladráp hring- ormanefndar komst í algleyming, hefur orðið gífurleg röskun á viss- um svæðum. Dæmin hafa verið að koma fram eitt af öðru. Utsel- ur er nær alveg horf inn þar sem dauðasveitir hringormamafíunnar hafa haft sig mest í frammi.“ ingaskerin, segja þeir sem best þekkja. Næsta góðmeti landselsins er marhnúturinn, fiskur sem fylgir sjávarföllum og allt morar af á grunnsævinu, þar sem selimir halda sig mest. Eins kunna selir að meta hrognkelsi, ekki síst lifrina. Trúi þv'hver sem trúa vill, að selir viti ekki hvemig krabbar og rækjur em á bragðið. Gefur auga leið, að það léttir á flatfiski og öðmm nytja- fiskum á grannsævinu. Það liggur í hlutarins eðli, að þar mæðir mikið á uppsjávarfískum, lonu og sfld, sem oft er hvað mest af. Það er mesta rangfærsla, að selir lifi alveg á botnfíski. En hvemig fara aðrir með físk? Er ekki fleygt í sjóinn því sem skemmist í netum? Er ekki talað um að dauðum smáfíski sé mokað fyrir borð? Er ekki jafnvel talað um að stórfíski sé fleygt á frystitogur- um, ef hann er of stór fyrir vélam- ar? Eða þá lifrinni og hrognunum? Maður, líttu þér nær í leit að synda- sel. Undir sjóræningjafána Selir em hlekkir í lífkeðju strand- ar og gmnnsævis áþekkt og sjófugl- ar. Nytjar beggja tegundanna land- nytjar. Bændur uggðu ekki að sér fyrr en allt í einu að Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins dró sjóræningjafána að húni: Hann bar fram fmmvarp til laga um að selir skuli réttdræpir og allt um seli heyri undir ráðuneyti hans. Um leið vitnaðist, að sjávarút- vegsráðherrann á undan honum, Steingrímur Hermannsson þing- maður okkar Vestfirðinga og for- maður Framsóknarflokksins, hafði látið semja fmmvarpið. Með því hafði hann lúmskast á bak við landbúnaðarráðherrann, sem þá var Pálmi Jónsson. Eins hafði Halldór farið á bak við Jón Helgason land- búnaðarráðherra, sem ætti vitan- lega að verja hagsmuni hlunninda- bænda. Fmmvarpið og yfírgangs- stefna þess mætti strax mótspymu. Bent var á að það væri meingallaður óskapnaður stjómarfarslega. Líf- fræðingar drógu í efa einhæf vísindi hringormanefndar, því ýmsir sjó- fuglar og smáhvalir séu hýslar hringorma engu síður en selir. Árið 1984 var frumvarpið stöðv- að í þinginu. Þá þegar höfðu a.m.k. Fermingar á morgun Digranesprestakall. Ferming í Kópavogskirkju sunnudaginn 27. apríl kl. 10.30. Prestur sr. Þorbergur Kristjáns- son. Drengir: Brynjólfur Gísli Eyjólfsson, Hrauntungu 23. Kjartan Þórólfsson, Hrauntungu 23. Gísli Sigurgeir Jensson, Reynigmnd 33. Ingólfur Jörgensson, Selbrekku 38. Jóhannes Hjaltason, Efstahjalla lc. Jón Geir Sigurbjömsson, Birkihvammi 17. Sigurður Kristján Hjaltested, Vatnsenda. Viðar Þór Viðarsson, Hjallabrekku 23. Stúlkur: Áslaug Traustadóttir, Vallargerði 22. BrynjaJónsdóttir, Starhólma 4. Claudía P. Sigurbjömsdóttir, Engihjalla 7. Elín Amdís Valtýsdóttir, Álfatúni 11. Eva Rut Eyjólfsdóttir, Engihjalla21. Guðríður Alda Guðmundsdóttir, Digranesvegi 89. Gunnur Steinunn Nikulásdóttir, Stórahjalla 15. Herdís Lilja Jónsdóttir, Litlahjalla 5. Herdís Stefánsdóttir, Álfhólsvegi 46a. Ingibjörg Þórsdóttir, Nýbýlavegi 58. Jóhanna Selma Sigurðardóttir, Stórahjalla 29. Jóna Þóra Jensdóttir, Löngubrekku 15a Klara Katrín Friðriksdóttir, Brekkutúni 22. Kristín Eva Þórhallsdóttir, Víðihvammi 27. Mary Björk Þorsteinsdóttir, Löngubrekku 18. Soffía Sóley Þráinsdóttir, Dalbrekku 4. Þómnn Jónsdóttir Víðigmnd 1. Digranesprestakall. Ferming í Kópavogskirkju sunnudaginn 27. apríl kl. 14.00. Prestur sr. Þorbergur Kristjáns- son. Drengir: Ásbjöm Olafsson, Stórahjalla21. Bjami Antonsson, Rauðahjalla 9. Björgvin Þór Björgvinsson, Birkihvammi 1. Guðmar Ómarsson, Reynigmnd 15. Guðni Öm Finnbogason, Álfhólsvegi 145. Haukur Öm Dýrfjörð Kristjánsson, Álfatúni 31. Hjörtur Magnússon, Smiðjuvegi 23. Jóhann Helgi Ólafsson, Fumgmnd 50. Jónas Páll Bjömsson, Fumgmnd 73. Stúlkur: Anna Jóna Baldursdóttir, Álfatúni 15. Áslaug Ólafsdóttir, Þverbrekku 4. Berglind Rán Ólafsdóttir, Efstahjalla 16. Ellen Eliza Meiling, Daltúni 5. Eyrún Pálsdóttir, Hrauntungu 13. Hjördís Einarsdóttir, Hlíðarvegi 38. Hugrún Björk Hafliðadóttir, Efstahjalla 11. Nanna Lilja Níelssdóttir, Brekkutúni 12. Rebekka Jóhannesdóttir, Eskihvammi 2. Sóley Erla Ingólfsdóttir, Hlíðarvegi 18. Þórama Ý r Oddsdóttir, Borgarholtsbraut 25. Fella- og Hólakirkja. Ferming og altarisganga sunnu- daginn 27. apríl kl. 14. Prestur: sr. Hreinn Hjartarson. Fermd verða: Ásta Ósk Skaftfells, Austurbergi 28. Berglind Hulda Jónsdóttir, Hólabergi 62. Eggert Garðarsson, Fannafold 95. Elías Samúelsson, Hólabergi 10. Guðmundur Guðmundsson, Hólabergi 60. Guðni Sigurður Þórisson, Hólabergi 44. Gunnar Óli Erlingsson, Krammahólum 2. Heiður Reynisdóttir, Háaleitisbraut 54. Helga Eygló Guðjónsdóttir, Gaukshólum 2. Hrefna Guðmundsdóttir, Hólabergi 60. Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir, Hábergi 5. Katrín Perla Gunnarsdóttir Suðurhólum 8. Knútur Guðjónsson, Hábergi 3. Rúna Björk Smáradóttir, Hábergi 3. Rúnar Þór Bergþórsson, Hamrabergi 18. Þómnn Marsibil Eggertsdóttir, Smyrilshólum 4. Þorvaldur Jónsson, Hólabergi 16. Ferming I Þingmúlakirkju sunnudaginn 27. apríl kl. 14. Prestur sr. Vigfús Ingvar Ing- varsson. Fermd verða: Erla Snorradóttir, Grímsárvirkjun. Eyrún María Rúnarsdóttir, Fumgmnd 64, Kópavogi. Sigríður Hreinsdóttir, Amhólsstöðum. Kvikmyndir Amaldur Indriðason Sýnd í Bíóhöllinni. Stjömugjöf: ** Framleiðandi Joel Silver. Hand- rit: Steven E. da Souza og fleiri. Tónlist: James Homer. Kvik- myndataka: Matthew F. Leonetti. Leikstjóri: Mark L. Lester. Aðal- hlutverk: Amold Schwarzenegger. Það er aðeins eitt, sem Amold Schwarzenegger getur ekki í hlut- verki John Matrix í myndinni „Commando" og það er leikið. En það háir honum að sjálfsögðu ekkert í afar viðburðaríkum elting- arleik hans við ofbeldismennina, sem rænt hafa dóttur hans. Hann hefur ekki mikið við þá að segja og þar fyrir utan lifa þeir svo stutt eftir að hann hittir þá að þeir geta varla sagt „svei þér“ áður en hann sendir þá inn í Edens fína rann. Það er greinilegt að Ofurmenni bregður á leik samræður við morgunverðarborð- ið. („Þegar rokkið kom til Austur- Evrópu sögðu menn það vera spill- ingu“) á miili þess sem hann segist elska hana og aldrei ætla frá henni. En þá er henni rænt og upphefst eftir það sérstaklega skemmtilegur eltingarleikur, raunar sá fróðlegasti sem sýndur hefur verið hér lengi. Einræðis- herrann vill að Matrix drepi leið- toga Val Verde svo hann geti tekið sess hans og orðið einræðisherra aftur, en Matrix er ekki á þeim buxunum og ekkert fær stöðvað hann í leit að dótturinni. Hann hleður á sig heilu vopna- Szhwarzenegger þekkir sín tak- mörk hvað listræna hæfíleika snertir, ólíkt kollega sínum, Stall- one, sem aldrei getur látið hjá líða að reyna við listagyðjuna, með hræðilegum árangri. f „Commando" gerist sá ógur- legi atburður að andfélagslegir menn undir stjóm fyrrum ein- ræðisherra í smáríkinu Val Verde í Suður-Ameríku, ræna dóttur John Matrix, sem er fyrmm stríðs- hetja í stórveldinu Bandaríkjunum. Hann hefur þó dregið sig í hlé frá argaþrasi hins daglega lífs og býr einn í fjallakofa með dóttur sinni og á við hana uppbyggilegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.