Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRlL 1986 Jóh. Hleiðar Snorra- son - Minningarorð Fæddur 18. mars 1928 Dáinn 16. aprU 1986 Hleiðar afí er dáinn, nú þegar vorið er í nánd og stóra tréð sem hann var svo stoltur af er farið að laufgast. Hann var alltaf kátur og góður. Fyrir allar góðu stundimar sem við áttum með honum og Helgu ömmu viljum við þakka og allar nætumar sem við gistum á Klapp- arstígnum. Þá var mikið fjör þegar afi lánaði okkur blöð og penna úr skrifstofunni sinni og amma fann alltaf eitthvað góðgæti. Einnig ferð- imar austur í hjólhýsið þar sem afi og amma, ásamt öðmm hjónum, vom búin að gróðursetja tré. Allir hlökkuðu til komandi sumars. Við tvö elstu bamabömin minnumst einnig þess þegar afí bað okkur að hjálpa sér í Fitjaseli. Við áttum að þurrka úr hillunum. Þá varð lítið úr verki því afi fór með okkur og keypti hamborgara, kók og annað góðgæti, kom svo hlæjandi heim og sagði að lítið hefði orðið úr vinnunni hjá vinnufólkinu sínu. Það hefði fengið kaupið fyrirfram og farið svo heim. Við biðjum góðan Guð að styrkja elsku ömmu okkar og okkur hin í allri okkar sorg. Minningin um góðan afa mun lifa hjá okkur. Anna Steinunn Jónasdóttir, Helga Jónasdóttir, Egill Jón- asson, Unnur Helga Snorra- dóttir, Jóhannes Hleiðar Gíslason og Grétar Gíslason. í dag er til moldar borinn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, Jóhannes Hleiðar Snorrason, Klapparstíg 1, Njarðvík. Jóhannes Hleiðar lést á sjúkra- húsi i Reykjavík í síðustu viku eftir tiltölulega stutta legu. Hann var fæddur 18. marz 1928 og var því rétt 58 ára er hann kvaddi þennan heim. Þegar við Njarðvíkingar kveðjum þennan vin okkar fer ekki hjá því að upp í hugann komi minningin um þennan hressa, hávaxna mann sem var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom. Minningin um manninn sem veitti birtu og yl til svo margra, já, minningin um manninn sem ekkert aumt mátti sjá og var óþreytandi að létta undir með þeim sem um sárt áttu að binda, eða að færa gleði til þeirra sem vilja gleymast. Jóhannes Hleiðar var einstaklega félagslyndur maður. Um árabil var hann driffjöðrin í ýmsu því sem Ungmennafélag Njarðvíkur tók sér fyrir hendur og minnast menn sér- staklega hinna árlegu sumarferða ungmennafélagsins sem á árum áður voru vinsælar með afbrigðum. í Stangaveiðifélagi Suðumesja- manna var hann aflmikill félagi og þar sem annars staðar munaði um Jóhannes Hleiðar, en sá starfsvett- vangur sem hann tók mest á, í fé- lagslffi, vom þó án efa störf hans í Lionsklúbbi Njarðvíkur. Á gleðistundum og ferðalögum klúbbsins var Jóhannes Hleiðar hrókur alls fagnaðar en jafnfram var hann óþreytandi að minna fé- lagana á höfuðmarkmiðið, að létta undir með þeim sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Þegar Garðvangur, dvalarheimili aldraðra á Suðumesjum, tók til starfa fyrir um það bil 10 ámm beitti hann sér fyrir því innan klúbbsins að vel væri að heimilinu búið, ekki aðeins með ýmsum gjöf- um, svo sem sjónvarpi og ýmsum tækjum og húsgögnum, heldur með því að létta eldra fólkinu ævikvöld- ið. Á hveijum vetri em haldin á heimilinu, tvisvar f mánuði, spila- kvöld sem félagar í Lionklúbbnum annast. Upphafsmaðurinn og aðal- driffjöður gegnum árin var Jóhann- es Hleiðar. A þessi spilakvöld vom gjaman teknir með eldri borgarar úr Njarðvík og þessi kvöld em orðinn fastur liður í tilvem þessara eldri borgara og veit ég að þetta fólk saknar nú vinar í stað þegar Jóhannes Hleiðar er horfinn af sjón- arsviðinu. Hæpið er að óvæntar og skemmtilegar uppákomur verði nú, þegar hann þessi óþreytandi og lífs- glaði maður er ekki til staðar. Lionklúbburinn hafði í gegnum árin myndað sjóð til aðstoðar við byggingu heimilis fyrir aldraða. Jóhannes Hleiðar hvatti til þess að hafíst væri.handa og hóf klúbburinn undir fomstu hans undirbúning að byggingu íbúða fyrir aldraða í Njarðvík. Síðar hófst samvinna við bæjarfélagið um bygginguna og var Jóhannes Hleiðar formaður bygg- ingar- og framkvæmdanefndar. Þau vom ófá sporin sem þurfti að ganga til að kynna þetta fyrir- tæki og fá verktaka og ýmsa aðra til að aðstoða og hjálpa til, endur- gjaldslaust. Allt gekk þetta með ágætum og 17. júní 1984 var glæsi- legt hús með átta íbúðum vígt. Jóhannes Hleiðar átti og rak um árabil bensín- og greiðasölu, Fitja- nesti. Þar sem annars staðar gætti þess eiginleika að þjóna sem best og hélst honum vel á viðskipta- mönnum sem um árabil vildu hvergi anars staðar eiga viðskipti. Jóhannes Hleiðar var gæfumaður í fjölskyldulífi. Helga, hans ágæta kona, var hans stoð og stytta og vom þau hjón sérstaklega samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Böm þeirra hafa sett mikinn svip á íþrótta- og æskulff hér í Njarðvík. Jónas, margfaldur íslandsmeistari með körfuknattleiksliði Njarðvík- inga og landsliðsmaður í þeirri grein, Snorri, handknattleiksmaður og knattspymumaður og Sigríður á sinni tíð lykilmanneskja í hand- knattleik og tengdasonurinn, Gísli, um árabil helsti leikmaður og fyrir- liði knattspymumanna í Njarðvík. Það vom ekki margir íþrótta- kappleikir sem Jóhannes Hleiðar lét fram hjá sér fara. Við félagamir í Lionsklúbbi Njarðvíkur sjáum nú á bak eins okkar besta félaga. Við þökkum honum samvemna og félagsskap- inn, allar gleðistundimar og minn- ingin um Jóhannes Hleiðar mun lengi lifa á meðal okkar, við sendum Helgu, bömunum og öllum ættingj- um innilegar samúðarkveðjur og biðjum þann er öllu ræður að blessa þau og styrkja. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Albert K. Sanders Jóhannes Hleiðar Snorrason var fæddur 18. mars 1928 að Hleiðar- gerði, Saurbæjarhreppi, Eyjafirði, sonur þeirra merkishjóna Sigríðar Jóhannsdóttur frá Hóli í Hauganesi, Eyjafirði, og Snorra Hannessonar bónda í Hleiðargerði, bræður hans vom Amaldur Eyfjörð og Jón, báðir búsettir á Akureyri. Með foreldrum sínum unnu þeir bræður að bústörf- um þar til Hleiðar fluttist að heiman til suðurlands. 1955 tengdist hann Qölskyldu eins mesta myndarheimilis hér í Njarðvíkum er hann giftist Helgu dóttur Egils Jónassonar útgerðar- manns og Sigurbjargar Ögmunds- dóttur sem búsett vom í Njarðvík. Helga er hin ágætasta kona. Hún á einn bróður, Olaf Egilsson, fyrr- verandi útgerðarmann. Þau Hleiðar og Helga byggðu sér stórt og vandað hús hér, hafa eign- ast þijú mjög myndarleg böm, tvo syni og eina dóttur. Bömin em: Jónas, skipasmiður, giftur Erlu Hildi Jónsdóttur, böm þeirra em Anna Steinunn 8 ára, Helga 3 ára og Egill 11 árs. Snorri, lærður skipstjóri, stundar nú smíðar, giftur Sigurveigu Long, þau eiga eina dóttur, Unni Helgu 3 ára. Sigríður Jóna, gift Gísla Grétars- syni, skipasmið, þau eiga tvö böm, Jóhannes Hleiðar 7 ára og Grétar 3 ára. Þess vil ég geta að Jónas var einn af máttarstólpum hins þjóð- kunna íþróttafélags Njarðvíkinga í körfuknattleik, sem unnið hefur sér frægð innanlands og utan. Fýrstu búskaparárin stundaði Hleiðar akstur og sjómennsku. 17. des. 1966 stofnaði hann fyrir- tækið Fitjanesti hér í Ytri Njarðvík, seldi bensín frá Skeljungi hf. og fl. Hleiðar var framkv.stj. þess fyrir- tækis til hinsta dags. Foreldrar Helgu dvöldu hjá þeim eftir að heilsa þeirra fór að bila, þau nutu ástúðar þeirra og um- hyggju. Fátt lýsir betur kærleikseðli Hleiðars en sú mikla vinna er hann lagði fram við að skemmta og stytta stundir hinum öldmðu á sameigin- legu elliheimili í Garði. Hleiðari vom falin ýmis trúnað- arstörf fyrir Njarðvíkurbæ sem hann leysti af hendi með trú- mennsku. Hann var stefiiuvottur um áraraðir, formaður byggingar- nefndar á vegum bæjarins við byggingu á íbúðum aldraðra að Vallarbraut 2, Ytri Njarðvík. Hann var mjög virkur í Lions- klúbb Njarðvíkur, sem mjög gott hefur látið af sér leiða hér, svo sem slík samtök hafa gert um land allt. Með Hleiðari er horfinn af okkar lífssviði maður er sást aldrei öðm vísi en í léttu skapi, með græskulaus gamanyrði á vöram. Störf hans í þágu aldraðra verða seint svo vel af hendi leyst sem hann gerði. Hleiðar var mikill drengskaparmað- ur, kona hans, böm, bamaböm og tengdaböm hafa margs góðs að minnast frá liðnum samvemstund- um. Hleiðar andaðist í sjúkrahúsi Borgarspítalans 16. apríl eftir stutta en erfiða sjúkrahúsvist. Um leið og ég votta aðstandend- um innilega samúð, þá minnumst þess að leiðin til æðri þroska, lífs og ljóss liggur jrfir landamerki lífs og dauða. Karvel Ogmundsson Kveðjuorð: Kristinn Krisijáns son frá Strönd Fæddur 29. júlí 1902 Dáinn 16. apríl 1986 Minning: Helga Lára Oskarsdóttir Kristinn var sonur hjónanna Aðalbjargar Kristjánsdóttur og Kristjáns Eyjólfssonar, sem bjuggu á Strönd. Á unglingsámm mínum var ég part úr tveimur summm hjá Kristni og Eyjólfi mági mínum. Móðir þeirra, Aðalbjörg, var lengi búin að vera ekkja, Aðalbjörg var falleg og tignarleg kona. Var hún mér alltaf svo góð og einnig synir hennar. Á Strönd þekktist ekkert stress eða hávaði eins og nú til dags og stressið er að fara með heilsu fólks. Þeir bræður stunduðu sjóinn ásamt landbúnaði. Svo var lesið mikið af fræðibókum um helg- ar og á kvöldin og lásu þau öll dönsku jafnt sem íslenskuna, öll mjög vel gefin og sjálfmenntuð. Öllum sem kynntust Kristni þótti vænt um hann. Kristinn var glaður og skemmtilegur, söng mikið og alltaf léttur í lund. Eftir að íbúðar- húsið á Strönd brann kom Aðal- björg suður og Kristinn nokkmm ánim seinna, hann ætlaði bara að fara að sjá Reykjavík en var þar heimilisfastur í yfir 40 ár. Þegar hann kom til Reykjavíkur var hann beðinn um að breyta íbúð hjá hjón- unum. Barst fljótlega út hvað hann væri lagtækur og ijölhæfur smiður og gengi vel um. Ungu hjónin sem Kristinn var hjá sögðu mér að fólk hefði dáðst af því hvað íbúðin væri vel innréttuð og vel frá öllu gengið því Kristinn var ekki lærður smiður, heldur hefði meðfædda smiðshæfi- leika. Þeim sem gefnir em svona kostir í vöggugjöf em bestu smið- imir. Kristinn smíðaði hjá mörgum betri borgumm eins og þá var kall- að, t.d. Hermanni Jónassyni heitn- um ráðherra, Snorra flugmanni og frægri söngkonu í Vestmannaeyjum sem honum líkaði vel við því hún var alltaf að æfa sig í söng og á píanó. Kristinn átti marga vini sem hann smíðaði hjá. Snorri flugmaður bauð honum oft út í hinn stóra heim og Kristinn var voða hrifinn af þeim ferðalögum en mest var hann hissa hvað Snorri rataði um allar stórborgir og vissi vel hvar verslanimar vom, því Kristinn hafði mjög gaman af að skoða verslanir með handverkfæmm. Ég hef ekki kynnst betri og heil- brigðari mönnum en þeim bræðmm, Kristni og Eyjólfí mági mínum. Þeir em sannir drengir og oft hef ég óskað þess að íslenska þjóðin ætti alla sína syni og dætur sem iíktust þeim bræðmm með heiðar- leik og gætni í orðum. Aldrei heyrði maður þá tala misjafnlega um fólk. Ef einhvetjir vom að því gengu þeir oftast frá. Eftir að Kristinn heitinn kom suður átti hann heimili sitt hjá Eyjólfi og Guðrúnu, Brúar- ósi, Kópavogskaupsstað og var allt- af kærleikur mikill á milli þeirra bræðranna og Guðrúnar. Þeim sem kynntust Kristni verður hann alltaf minnisstæður og ógleymanlegur. Kristinn fór ekki troðnar slóðir í þessu jarðbundna lífi hann lifði í sínum rólega hugarheimi, þegar hann var hjá fólki að smíða kom hann ekki í matinn þegar kallað var á hann, heldur þegar honum hentaði best og oftast var þá heimilisfólkið búið að matast. Kristinn átti marga kunningja og þá góða enda var honum boðið í flest allar veislur og var hann þá hrókur alls fagnaðar. Hildur frænka mín sagði mér að ekki hefði hún fengið fjölhæfari og vandvirkari smið en Kristin. Hann gæti allt. Já, það er mikill munur fyrir fólk að geta fengið svona fjöl- hæfan mann því nú til dags verður maður að fá sér mann fyrir hvert verk og eykur það gífurlega kostn- aðinn enda em það nú orðin lög hjá iðnaðarmönnum að enginn má ganga í störf annarra. Og þess vegna em húsin orðin svona dýr núna eins og raun ber vitni. Kristinn heitinn hefur verið á Hvítabandinu sl. ár og var honum vel hjúkrað þar og mikið uppáhald hjá læknum og hjúkmnarfólki fyrir sína glaðværð og kom öllu góðu til leiðar. Jarðarfór Kristins fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 25. apríl kl. 15. Ég óska elsku Kristni góðrar ferðar, ég vona og veit að það verður vel tekið á móti honum á hinum nýja stað. Regína Thorarensen Fædd 18. febrúar 1949 Dáin 16. aprfl 1986 Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta og halla mér að þínu föðurhjarta. (M.Joch.) Er okkur barst sú sorgarfregn að vinkona okkar Lára hafi orðið bráðkvödd á heimili sínu þann 16. apríl, komu upp í huga okkar margar góðar minningar frá skóla- ámnum. Það leið vart sá dagur að við hittumst ekki, var það þá oftast heima hjá Lám í Skeiðarvoginum þar sem við áttum margar góðar stundir. Eftir skólaárin þegar við vomm famar að búa vomm við saman í saumaklúbb, Lára var mjög mynd- arleg húsmóðir og var gaman að koma heim til hennar. Með þessum fátæklegfu orðum viljum við minnast vinkonu okkar og þakka henni fyrir samverana. Við sendum bömum hennar Óskari, Rakel, foreldmm, systkin- um og ættingjum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur ogbiðj- um Guð að styrkja þau öll í þeirri miklu sorg. Björk, Bryndís, Erla, Gerða, Marta, Sigga. í dag kveðjum við í hinsta sinn elskulega vinkonu okkar, Helgu Lám Óskarsdóttur. Fyrir nokkram vikum hitti ég Helgu Lám þar sem hún var við nám í snyrtingu sem virtist fara henni vel úr hendi. Snyrtimennska var henni í blóð borin, enda bar heimili hennar þess merki. Hún hafði ekki farið varhluta af armæðu og sjúkleika, en nú leit út fyrir að allt slíkt væri að baki, og framtíðin bjartari. Ung að ámm giftist Helga Lára Sveini Viðari Stefánssyni og áttu þau tvö böm. Þau slitu samvistir. Þegar fólk á besta aldrei deyr, verður manni svarafátt því lítt þýðir að deila við þann sem öllu ræður. Við vottum bömum Helgu Lám, svo og foreldmm hennar okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Helgu Lám. Klara og Eddi „Mínirvinirfarafjöld, feigðin þessa heimtar köld.“ (Bólu-Hjálmar.) Andlát einlægustu vinkonu minnar og trúnaðarvinkonu kom óvænt, en sjaldan hefur mér þótt norðangjóstan naprari en miðviku- daginn 16. apríl sl. Helga Lára var ekki sterk til heilsu og hin síðustu misseri átti hún oft við þungbæra vanheilsu að stríða. Hún bar raunir sínar með styrk, en Óskar og Rakel, bömin hennar, sýndu henni nærgætni og umhyggju. Helga Lára var fríð kona og afar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.