Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRIL 1986
21
mennings fer ört vaxandi fyrir því
að byggingu náttúrufræðisafns
verði hrundið í framkvæmd strax.
En á meðan við bíðum öll eftir
að þetta verði að raunveruleika,
vill áhugahópurinn stuðla að því á
ýmsan hátt að sýnd verði brot af
því sem vænta má að slík menning-
arstofnun fyalli um. í þessum til-
gangi hafa svokallaðir náttúru-
fræðidagar verði haldnir síðasta
sunnudag í hveijum mánuði með
aðstoð náttúrufræðinga og fjölda
annara aðila.
Þessi náttúrufræðidagur undir
nafninu Tjöm og mýri er haldinn í
samvinnu við Náttúruvemdarfélag
Suðvesturlands. Sú breyting er nú
fyrirhuguð, að halda náttúmfræði-
daga þegar tækifæri gefast til með
aðstoð ýmissa aðila, en binda þá
ekki við ákveðinn dag hvers mánað-
ar eins og verið hefur. Auk þess
mun áhugahópurinn standa að
kynningum á ýmsum vettvangi.
Úr „sýningarskrá“
dagsins
Borlgarnar úr
Tjarnarsetinu
Margrét Hallsdóttir jarðfræðing-
ur sýnir nýtekinn borkjama úr
botnleðju Tjamarinnar þar sem
landnámslagið svokallaða sést
(Landnámslagið er öskulag frá gosi
um árið 900 í Vatnaöldum á Veiði-
vatnasvæðinu). Úr borkjömum er
verið að lesa nákvæmari tímasetn-
ingu á því hvenær gróðurbreytingar
urðu í nágrenni Ijamarinnar, þ.e.
fijókom birkis fækka en fijókom
grasa aukast og nýr landnemi, fijó-
kom koms kemur inn í gróðurinn.
Einnig sýnir Margret fijókomakort
úr borkjama sem tekinn var í
Vatnsmýrinni 1979 en í honum
fundust greinilegar breytingar á
gróðurfari svæðisins rétt fyrir árið
900.
Dýra- og plöntulíf
Tjarnarinnar
Á botni 'Ijamarinnar er auðugt
dýralíf. Á því veltur líf og dauði
andarunganna á sumrin, því smá-
dýralíf botnsins er undirstöðufæða
þeirra. í anddyri Iðnó verður gefínn
kostur á að kynnast þessu dýralífí.
Þar verður komið fyrir smásjá svo
fólk geti „horfst í augu“ vð ýmis
lágdýr svo sem einfrumunga, hjól-
dýr, liðorma, vatnabobba, stökk-
krabba, mýflugulifrur og vorflugu-
lifrur svo eitthvað sé nefnt. Einnig
verður þar að sjá homsíli. Af plötum
verða til sýnis hinir skrautlegu kísil-
þömngar. Ámi Einai-sson líffræð-
ingur mun annast þennan þátt
kynningarinnar.
Fuglalífið á Tjörninni
Jóhann Óli Hilmarsson fyrrver-
andi eftirlitsmaður Reykjavíkur-
borgar, mun sjá um kynningu á
fuglalífí svæðisins. Fuglalífíð er nú
með fjölbreyttasta móti og ástarlífið
blómstrar þessa dagana. Flestir
varpfuglamir að kríunni undanskil-
inni em komnir eða að koma á
varpstöðvamar og munu þegar vera
famir að hlúa að hreiðurstæðum
sínum. Þar má meðal annars sjá
endumar, stokkönd, gargönd,
duggönd, skúfönd og æður en þær
em annars varpfuglar Tjamarinn-
ar, æðurin í hólmunum, hinar í
Vatnsmýrinni. í Vatnsmýrinni
verpa einnig grágæsir en hópur
þeirra er nú á Tjöminni. Nokkrar
álftir dvelja þar líka, en verpa þar
sjaldan heldur leita á vötn og tjamir
víða í nágrenni borgarinnar. Nokkr-
ar húsendur halda til á Tjöminni
og búast má við að sjá stöku topp-
endur, rauðhöfðaendur og ef til vill
fleiri andartegundir. Um tvö hundr-
uð hettumáfar gista Tjömina en
hluti þeirra hefur verpt í Vatns-
mýrinni öndunum til mikils gagns
því hann ver varpland sitt af litlu
minna harðfylgi en krían. Sflamáfar
em algengir á Tjöminni á vorin og
lifa aðallega á brauði áður en þeir
halda á varpstöðvar sínar í grennd-
inni. Stöku máfar annarra tegunda
slæðast inn á Ijörina til baða og
brauðáts. Tjaldur, heiðlóa, sandlóa,
stelkur og hrossagaukur verpa í
Vatnsmýrinni, en búast má við þeim
hvar sem er á Tjamarsvæðinu, áður
en þau leita varpstöðva sinna, sama
má segja um maríuerlu og þúfutittl-
ing. Skógarþröstur og auðnutittl-
ingur verpa í Hljómskálagarðinum,
en starar í húsum í grendinni.
Þessar tegundir verpa snemma og
er varp þegar hafið hjá nokkmm
pömm.
(Frá áhugahópi um bygg-
ingu náttúrufræðisafns.)
Tvennir vortónleikar
Tónlistarskóla FÍH
TÓNLISTARSKÓLI FÍH heldur
tvenna vortónleika á næstu dög-
um. í skólanum eru starfræktar
tvær deildir, almenn deild og
jazzdeild.
Tónleikar almennrar deildar
verða í sal skólans að Brautarholti
4 sunnudaginn 27. apríl kl. 14.00.
Þar koma fram nemendur á ýmsum
stigum skólans í einleiks- og kamm-
erverkum. Tónleikar jazzdeildar
skólans verða síðan í Víkingasal
Hótels Loftleiða miðvikudaginn 30.
apríl og hefjast þeir kl. 20.30. Á
tónleikunum koma fram 7 jazz-
hljómsveitir nemenda skólans.
Meðal efnis em frumsamin verk og
útsetningar nemenda svo og útsetn-
ingar eftir hinn kunna fínnska
píanóleikara og hljómsveitarstjóra
Jukka Linkola.
Tónlistarskóli FÍH er nú að ljúka
6. starfsári sínum. I vetur vom 150
nemendur í skólanum. Kennarar
em 24 auk skólastjóra. Þar af em
18 kennarar fastráðnir. Vorpróf
hefjast 12. maí en skólanum verður
slitið 21. maí.
Fyrirlestur um
danska málfræði
Blóm vikunnar
Ljósið loftin fyUir
og loftin verða blá
vorið tánum tyUir
tindanaá.
Eftir langan vetur fögnum við
vori. Veturinn lætur undan síga
og vorið tyllir tánum á fjallatind-
ana.
Vorboðamir ljúfu, farfuglamir,
koma nú til landsins hver af öðr-
um. En það em fleiri vorboðar sem
hvísla því að okkur að sumarið
sé raunvemlega í nánd. Þegar
snjóa leysir skjóta litlir fijóangar
upp kollinum úr kaldri moldinni.
Þeir eiga tvísýna baráttu fyrir
höndum, baráttu við vorhret og
umhleypinga óblíðrar náttúm. Ef
vel gengur vex litli fijóanginn og
verður e.t.v. að fögm blómi. Eitt
þeirra blóma, sem lengi hefur átt
fræ falið í moldu og hefur nú loks
spírað er Blóm vikunnar. Garð-
yrkjufélag íslands birti um árabil
greinar um gróður í Morgunblað-
inu en nú hefur verið langt hlé
þar á. Garðyrkjufélagið hyggst
nú endurvekja þáttinn Blóm vik-
unnar. Nafnið má túlka á ýmsa
vegu, blóm hverrar viku eða blóm
þeirrar viku, sem fer í hönd. í
þessum greinum verður þó von-
andi fjallað um hvaðeina, sem að
ræktun lýtur og þá jafnt um ána-
maðka og óvæm sem blómskrúð
og beinvið.
Greinar þessar birtast e.t.v.
ekki í hverri viku og sjálfsagt
verður stundum fjallað aftur um
sömu viðfangsefni og á ámm áð-
ur. Umsjónarmaður þáttanna
verður sem fyrr Ágústa Bjöms-
dóttir.
Páskaliljur — Mount Hood.
Kæri lesandi, nú er undir þér
komið hvort þessi litli fíjóangi
Blóms vikunnar gefst upp fyrir
vorhretunum eða nær að þroska
blöð sín og blóm.
Allar ábendingar um efni em
þegnar með þökkum og eins skor-
um við á ræktunarfólk að senda
okkur greinar um áhugamál sín.
Skrifstofa Garðyrkjufélagsins
er á Amtmannsstíg 6. Hún er
opin á mánudögum og fímmtu-
dögum kl. 2-6 og á fimmtudags-
kvöldum kl. 8-10, sími 27721.
Utanáskrift bréfaer:
.Garðyrkjufélag íslands — Blóm
vikunnar, Pósthólf 1461, 121
Reykjavík. SH-
nptav
í Hon r\r\
IKFELAG
AFNARFJARÐAR
Idag og sunnudag
kl. 20.30.
Electrolux Electrolux Electrolux Electrolux Electrolux
|
"©
*
ju
s
flðGÍns
1500 r kr. útborqun o<
# vJ , 4
I oítirstöðvornor til ollt oð 6 monaoQ
JÖRN LUND, prófessor í danskri
málfræði við Kennaraháskólann
í Kaupmannahöfn, flytur opin-
beran fyrirlestur í boði heim-
spekideildar Háskóla íslands og
Det danske Selskab laugardag-
inn 26. apríl 1986 kl. 15.00 í stofu
lOlíOdda.
Ifyrirlesturinn nefnist „Fra
Hoegh-Guldberg til Bertel Haarder.
Danskfagets historie i Danmark
med særligt henblik pá den aktuelle
debat" og verður fluttur á dönsku.
Jam Lund er einn þekktasti núlif-
andi málvísindamaður Dana. Hann
situr í dönsku málnefndinni og er
einkar kunnur fyrir umíjöllun sína
um danskt mál í fjölmiðlum.
Öllum er heimill aðgangur.
(Fréttatilkynning)
Ármúla la Sími 91-686117
Eleclrolux Electrolux Electrolux Electrolux Electrolux
Electrolux Electrolux Electrolux Electrolux Electrolux