Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1986
39
í þessum bíl er vélin prófuð.
Myndin er tekin í vetur þegar
fyrstu prófanir fóru fram á
Boreham-reynsiubrautinni í
Essex í Englandi.
Það munar um núllin hjá Saab
Já, hér hafa Svíar bætt einu núlli við nafnið og heilum bíl
við Saab-fjölskylduna. Þessi Saab er gott dæmi um fjölþjóðlegt
samstarf bílaframleiðenda. Hann á nefnilega nokkra náskylda
frændur suður í álfu, þar sem eru Lancia Thema, Alfa Romeo
164 og Fiat Croma og gefst e.t.v. síðar tækifæri til að rekja
þau ættartengsl nánar. Hér á myndinni er nýjasta útgáfan af
þessum bíl, þ.e. 9000i. Hann er með tveggja lítra Saab-vélinni
sem nú er með beina innspýtingu eldsneytisins. Ventlamir eru
16 eins og f turbo 16-vélinni, hestöflin 130 og hámarkshraði
bílsins 190 km/klst. Aðalmunurinn á þessari vél og turbo er
er sá að turbo er framar öðru ætluð til snarpra átaka en 9000i
er sett til höfuðs eyðslusemi með bensín. Spameytni og góð
eldsneytisnýting er boðorðið og eyðslan fer niður í 5,9 lítra á
hundraðið á 90 km hraða. Allgott þegar haft er í huga að bíll-
inn er allstór og viðbragðið upp í 100 km hraða tekur ekki
nema 10,5 sekúndur. Þá ætti okkur íslendingum að vera góðar
fréttir að vélin er gerð með það í huga að geta brennt bensín
frá 91 upp í 98 oktan.
Innan skamms er von á fyrsta bílnum þessarar tegundar til
landsins og ekki er fráleitt að hugsa sér að allir ættingjamir
fjórir hittist hér þegar líða tekur á árið og skulum við þá fylgj-
astmeð.
MID 4 á von á stórabróður
Munið þig eftir Nissan MID 4-sjx>rtbílnum sem var í heimsókn
hér hjá okkur íslendingum um páskana? Hann á nú stóra bróður
f vændum! Sá heitir ennþá bara Cue-X og er á tilraunastiginu,
rétt um það bil að byija að læra að aka. Hann ætti þó ekki
að verða í vandræðum með að komast úr sporunum, þegar þar
að kemur, verður með þrigja lítra V6-vél, 24 ventla og 300
hestöfl sem rafeindastýrð sjálfskipting flytur út í öll hjólin fjög-
ur. Til þess að hestöflin nýtist nú eins og best getur orðið er
sköpulagið miðað við að kljúfa loftið með sem minnstri fyrir-
höfn, loftmótstöðustuðullinn er aðeins 0,24! Svona skrugga
verður að gera fleira en að æða áfram, það verður líka að vera
hægt að hafa stjóm á tækinu og til þess er stýrt á öllum fjórum
og bremsumar eru með rafeindastýrðri læsingavöm. Ef að líkum
lætur ætlar þessi nýi meðlimur Nissan-Qölskyldunnar að beijast
í Audi- og BMV-deildinni.
týri? Græðir fyrirtækið eitthvað á
þessu? Við þessum spumingum
eru mörg svör, t.d. gæti eitt verið
á þá leið að Ford vilji halda frægð
nafnsins á lofti, en aðalástæðan
er sú að á þessum vettvangi er
hægt að slá margar flugur í einu
höggi: að auglýsa nafnið eins og
fyrr er getið, að prófa nýjungar
við erfíðar aðstæður, að þjálfa
starfsmenn, að fá dýrmæta
reynslu og þekkingu á öllum þátt-
um vélanna og ekki síst skilar
þetta allt tekjum um leið. Margir
stórir bílaframleiðendur hafa
lengi verið viðloðandi GP. einmitt
í þeim tilgangi að prófa fram-
leiðslu sína og nýjungar um leið
og þeir halda nafni sínu á lofti.
Þeirra á meðal eru Renault (sem
reyndar hefur verið með allt frá
fyrstu aksturskeppnum sem
haldnar vora), Peugeot (hafa
einnig verið með frá fyrstu tíð),
Fiat, Lancia, Marcedes Benz,
Bentley, Ferrari, Talbot, Jaguar,
Porsch o.fl. o.fl.
Þær prófanir og tilraunir sem
reynast árangursríkar á kapp-
akstursbrautunum era síðan hag-
nýttar í fjöldaframleiddum bílum
sem virðast fátt eitt eiga sameig-
inlegt með Formula 1-bflunum.
Hægt er að nefna dæmi um ótrú-
legustu hluti sem eiga upprana
sinn hjá kappaksturshetjum fyrri
tíma. T.d. baksýnisspegillinn! Ray
Harroun hét sá sem fyrstur notaði
hann, í Indianapolis 500-keppn-
inni hinni fyrstu árið 1911, og
hann sigraði!
Og nú beinist athyglin að eld-
neytisnýtingunni. Sífellt era gerð-
ar kröfur um spameytnari bfla
og GP fer ekki varhluta af þeirri
þróun. Við sjáum þetta einnig hér
á íslandi, þótt bflafjöldi hafí
margfaldast hér á síðustu 20
áram, þá hefur bensínsala sáralít-
ið aukist í lítram talið. Kannski
verða brátt algengir bflar sem
eyða 2-3 lítram á hundraði og era
10 sek. að ná 100 km. hraða? Það
verður a.m.k. fróðlegt að fylgjast
með því í framtíðinni hvemig þró-
unin verður. Víst er að í Grand
Prix hefur stefnan verið sett, eða
eins og stjórinn hjá keppnisdeild
Ford, Michael Kranefuss, segir
„Spameytni er orðin einn mikil-
vægasti þáttur Formúlu 1-keppn-
innar, þetta er ekki lengur einföld
aflraunakeppni."
GRAND PRIX
krefst sparneytni
__________Bílar____________
Þórhallur Jósepsson
I Grand Prix-kappakstrinum fá
keppendur úthlutað ákveðnu
magni af eldsneyti til að brenna
í keppninni og það verður að duga.
Ef ekki, þá verður viðkomandi
keppandi að bíta í það súra epli
að geta ekki lokið keppni vegna
bensínleysis og er úr leik. Það er
reyndar ekki sjaldan að slíkt
hendir, sérstaklega hina óreyndari
keppendur og tapast þá dýrmæt
stig í heimsmeistarakeppninni og
útgerðir bílanna tapa stórfé. Til
þess að þetta komi síður fyrir era
bílamir og vélamar í reynd byggð
utan um þennan bensínskammt
sem nota má í hverri keppni
þannig að nægilegur hraði náist
til að hægt sé að keppa um sigur.
Eins og að líkum lætur, er það
býsna flókið mál að samhæfa bfl,
vél og ökumann svo vel að allt
gangi upp. Bíllinn verður að kljúfa
loftið vel og má ekki sóa orku í
að spóla eða sveifla til afturendan-
um. Þyngdardreyfingin verður að
vera hárrétt. Gírahlutfall verður
að vera nákvæmlega útreiknað
fyrir hvem bíl og hveija vél.
Dekkin þurfa að vera af réttri
stærð og með nákvæman þrýsting
í viðloðun og munstur verða að
hæfa aðstæðum. Ökumaðurinn
verður að vera þrautþjálfaður í
nákvæmni og þolinmæði, ótíma-
bærar inngjafír og ónákvæmar
skiptingar hafa sent margan
keppandann bensínlausan út úr
keppni. Síðast en ekki síst þarf
vélin að vera hönnuð með það
Nýja Ford Formúla l-vélin sem á spara og sigra. Þetta er 120°
V6, 1,5 lítra vél með tveimur túrbínum og Ford EEC-IV-tölvu-
kerfi (sama og er í mörgum fjöldaframleiddum bílum nú þegar),
en þetta kerfi stjórnar m.a. neistanum, eldsneytisinnspýtingunni
og túrbínunum.
■ ■ - •>?Ji V; ' ■* - : ^
fyrir augum að kreista alla hugs-
anlega orku út úr hveijum bensín-
dropa.
Bensínskammturinn minnkar.
Fyrir nýbyijaða heimsmeist-
arakeppni var leyfílegur bensín-
skammtur í Formula 1 Grand
Prix minnkaður um 11%, í 195
lítra. Þetta þýddi meiriháttar
aðgerðir hjá flestum ef ekki öllum
þeim framleiðendum sem gera út
bfla í GP. Einna mest reynir á
vélaframleiðendur þegar svona
nokkuð gerist, því að útgerðir og
ökumenn vilja halda áfram sama
hraða og afli þótt minna bensín
sé á tankinum og engar re§ar
með það. Þá þarf að búa til vél
sem skilar a.m.k. sama afli og
eyðir 11% minna bensíni!
Ford-verksmiðjurnar réðust að
þessu verkefni og era nú að prófa
nýja Formula 1-vél í keppni í bfl-
um þeirra Alans Jones og Patricks
Tambey hjá Haas-liðinu. Ford
tekur reyndar fleiri þætti inn {
dæmið, umfang vélarinnar er
minnkað frá fyrri vélum til þess
að minnka loftmótstöðu, en meg-
inmarkmiðið er eftir sem áður að
fá meiri orku út úr hveijum lítra
af bensíni. Takmarkið er að ná
sama hraða og áður á minna
bensíni.
En hvers vegna era Ford-
verksmiðjumar að veija ógnar-
stóram fúlgum fjár í svona ævin-