Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986 „Erum að undir- búa útimarkað“ — segja krakkarnir í Unglingaathvarf- inu sem eru að safna fyrir Hollandsf erð Morgunblaðið/Ámi Sæberg Krakkarnir í Unglingaathvarfinu ásamt Bryndísi og Oddi, starfs- mönnum athvarfsins. SUMARIÐ er komið og flestir farnir að skipuleggja sumarfriin sín. Þeirra á meðal eru krakk- amir i Unglingaathvarfinu Tryggvagötu 12, en þeir em þessa dagana að skipuleggja ferð til Hollands sem farin verður 13. " júni. Undanfamar vikur hafa þau verið að undirbúa ferðina og reyna ýmsar leiðir til fjár- mögnunar. „Það má segja að þetta sé enda- punkturinn á dvöl þeirra héma, en krakkamir eru búnir að vera hér í athvarfinu a.m.k. 6 mánuði, sumir verið hér í eitt ár,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir deildarfulltrúi at- hvarfsins, sem fer út með krökkun- um auk þeirra Odds Albertssonar og Sigurborgar Kjartansdóttur starfsmanna athvarfsins. Krakk- amir eru á aldrinum 13-16 ára, og um helmingur þeirra hefur aldrei áður farið út fyrir landsteinana. w Krakkamir, sem heita Sigurður, Marta, Guðrún, Eiríkur, Róbert, Einar Geir og Bjarki hafa velt ýms- um ferðamöguleikum fyrir sér og komist að þeirri niðurstöðu að svo- kölluð sæluhús í Hollandi væm hagkvæmasta lausn sumarferðar- innar. Krakkamir eiga öll heima í Breiðholti og koma í unglingaat- hvarfíð þijú kvöld í viku, mánu- dags-, þriðjudags- og fimmtudags- kvöldfrákl. 5-10. Unglingaathvarfíð er rekið af Félagsmálaráði Reykjavíkur og hefur starfað frá því í október 1977. Athvarfínu er ætlað að styðja ungl- inga sem eiga við ýmsa félagslega erfíðleika að stríða og/eða náms- erfíðleika. Krakkamir fá að vera fyrst í hálfan mánuð áður en þau taka ákvörðun um hvort þau ætli að vera í athvarfínu, og ef sú ákvörðun verður ofan á er gerður samningur við þau mánuð fram í tímann þar sem ákveðið er að takast á við einhveija af þeim erfiðleikum sem þau eiga við að stríða og vinna bót á þeim. Að mánuði liðnum er samningurinn tekinn fram og end- urskoðaður, athugað hvort staðið hafí verið við hann, gerður nýr samningur þar sem áhersla er lögð á önnur atriði og svo koll af kolli. Ef ekki er staðið við samningana fá krakkamir ekki að vera í at- hvarfínu, en að sögn þeirra er aðallega samið um heimanám, þátt- töku í starfí athvarfsins, og fleiru þessháttar. Erfíðleikar krakkanna stafa oft af heimilisaðstæðum þeirra, og er reynt að bjóða fjöl- skyldunum upp á viðtöl þar sem reynt er að fínna rætur vandamál- anna. Krakkamir skipuleggja tíma sinn í athvarfínu mánuð fram í tímann, þriðjudagskvöld em fundakvöld, en hin kvöldin er skipst á að taka til í húsnæði athvarfsins, farið í bæinn á sýningar, litið inn á kaffihús, farið í bíó eða annað þessháttar. Undan- famar vikur hefur mestallur tíminn þó farið í undirbúning utanlands- ferðarinnar, „við erum að undirbúa útimarkað," segir Marta og segir þau vera að safna gömlum fötum og hlutum til að setja á markaðinn. Eiríkur bætir við að þau hafí tekið að sér ýmis verkefni svo sem dreif- ingu á auglýsingabæklingum í Breiðholtinu og lagt launin fyrir í ferðasjóð. Þá hafa þau skrifað ýms- um fyrirtækjum bréf og fengið góð- ar undirtektir. „Hótel Holt, Kassa- gerðin, Kamabær, Esso, Elliheimil- ið Grund og fleiri fyrirtæki hafa lagt okkur lið og lagt talsvert í ferðasjóðinn," segir Bryndís, „en auk þess hafa Samvinnuferðir, sem skipuleggja ferðina fyrir okkur gefíð okkur afslátt á ferðunum. Nú erum við að safna fyrir útimarkað- inn og tökum fúslega á móti göml- um fatnaði og hlutum." Píanóverk á tónleik- um í Garði TÓNLISTARFÉLAG Gerða- hrepps heldur tónleika í Sam- komuhúsinu Garði, sunnudaginn 27. april, kl. 14.00. Hjónin Martin Berkofsky og Anna Málfríður Sigurðardóttir, munu leika píanóverk eftir Beet- hoven, Schubert og Liszt. Aðalfundur Sögu- félagsins í dag Á AÐALFUNDI Sögufélags sem haldinn verður i dag, laugardag 26. apríl, flytur Þórunn Valdi- marsdóttir sagnf ræðingur erindi sem nefnist Aldamótabærinn Reykjavík. Þómnn er höfundur bókar sem nefnist Sveitin við Sundin og er væntanleg frá Sögufélagi í maí- mánuði. Bókin, sem fjallar um bú- skap í Reykjavík, er gefín út í ritröð- inni Safn til sögu Reykjavíkur sem Sögufélag gefur út með tilstyrk Reykjavíkurborgar. Með bókinni og erindinu vill Sögufélag minnast 200 ára afmælis Reykjavíkur. Aðalfundurinn verður haldinn í veitingahúsinu Duus við Fischers- sund og hefst kl. 14.00. Aðalfundur Heilaverndar Aðalfundur Heilaverndar, fé- lags áhugamanna til styrktar rannsóknum á arfgengri heila- blæðingu, verður haldinn í Iðnað- arhúsinu við Hallveigarstíg 1, Reykjavík á morgun, sunnudag. Fundurinn hefst kl. 15.00 og er hann jafnframt framhaldsstofn- fundur félagsins. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Sumarnámskeið í ensku Bournemouth International School Úrvalsskóli — Áratuga reynsla. Vildarkjör miðað við innifalda þjónustu. Upplýsingar hjá Sölva Eysteinssyni, Kvisthaga 3, 107 Reykjavík, sími 14029. Akureyringar Almennur fundur um stjórnmálaviö- horfið með alþingis- mönnunum Halldóri Blöndal og Birni Dagbjartssyni verð- ur haldinn þriðju- daginn 29. apríl nk. kl. 20.30 í Kaupangi við Mýrarveg. Fundarefni: Kjaramál — hús- næðismál — málefni skipasmiðaiðnaðar — háskóli á Akureyri. Framsögn Halldór Blöndal. Sjávarútvegsmál — atvinnumál. Framsögn Björn Dagbjartsson. Halldór og Björn munu svara fyrirspurnum eftir því sem tími leyfir. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri. Landsmálafélagið Vörður Hlutavelta Landsmálafélagið Vörður heldur hlutaveltu fimmtudaginn 1. maí nk. kl. 14.00 i Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1. Glæsilegir vinningar m.a. utanlandsferð og matarkörfur. Engin núll. Landsmálafélagið Vörður. Garðabær Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ er að Lyngási 12 og er opin daglega frá kl. 16.00-18.00, simi 54084. Uppl. um kjörskrá. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Garðabæ. Garðabær Almennur fundur um bæjarmálin i Garðalundi mánudaginn 28. april kl. 20.00. Vertu með — Hafðu áhrif! Umræður — Fyrirspurnir — Stef numörkun Sjálfstæöismenn í Garöabæ hvetja alla bæjarbúa til aö taka þátt í almennum umræðufundum um malefni Garðabæjar nk. mánudags- kvöld í Garöalundi. Fundurinn er öllum opinn og tilgangur hans að fá sem flesta til að leggja frambjóöendum okkar lið i mótun framtíöar- stefnu i bæjarmálum Garðabæjar. Ráðstefnustjórar: Pétur Stefánsson og Sverrir Hallgrimsson. Atvinnu-, skipulags- og húsnæðismál Frummælandi: Lilja Hallgrímsdóttir. Framsögumaöur umræðuhópa: Árni Ól. Lárusson. Skóla- og menningarmál Frummælandi: Benedikt Sveinsson. Framsögumaöur umræöuhópa: Sigurveig Sæmundsdóttir. Æskulýðs-, fþrótta- og umhverfismál Frummælandi: Erling Ásgeirsson. Framsögumaður umræðuhópa: Tryggvi G. Árnason. Félags- og heilbrigðismál Frummælandi: Dröfn H. Farestveit. Framsögumaður umræðuhópa: Jón Bjarni Þorsteinsson. Gatnagerð og sarngöngumál Frummælandi: Agnar Friðriksson. Framsögumaður umræðuhópa: Andrés B. Sigurðsson. Hrttumst f Garðalundi á mánudag. Gerum góðan bæ betril Reykjaneskjördæmi Formenn fulltrúaráða og sjálfstæðisfélaga svo og starfsmenn á kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi eru boðaðir til fundar þriðjudaginn 29. april kl. 20.30 að Lyngási 12, Garðabæ. Stjórn kjördæmisráðs. Kópavogur - spilakvöld Spilakvöld sjálfstæöisfélaganna í Kópavogi verður í sjálfstæðishúsinu Hamraborg 1, 3. hæö, þriöjudaginn 29. apríl kl. 21.00 stundvíslega. Mætum öll. Stjórnin. Hvöt og Landssamband sjálfstæðiskvenna halda hádegisverðarfund i kjallarasal Val- hallar miðvikudaginn 30. april kl. 12.00. Gestur fundarins veröur Erna Hauksdóttir formaður hverfanefndar fyrir borgarstjórn- arkosningar 1986 og ræðir hún um undir- búning og skipulag kosninganna. Allar sjálf- stæðiskonur velkomnar en trúnaðarráðs- konur eru sérstaklega beðnar að mæta. Veitingar á boðstólum. Stjórnirnar. Akurnesingar Sjálfstæðisfélögin á Akranesi boða til umræöufundar um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitastjórnarkosningum i Sjálfstæðis- húsinu Heiðargeröi sem hér segir: Mánudaginn 28. apríl kl. 20.30: Málefni aldraðra og fatlaðra. Viðmælendur: Hörður Pálsson og Ás- mundur Ólafsson. Mánudaginn 28. april kl. 20.30. Skipulagsmál. Viðmælendur: Guðmundur Sigurðsson og Gunnar Ólafsson. Mánu- daginn 28. apríl kl. 17.00. Heilbrigðismál. Viðmælendur: Jónina Ingólfsdóttir og Elln Sigurbjörnsdóttir. Þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30. Skóla- og menningarmál. Viðmælendur: Viktor Guðlaugsson og Helga Höskuldsdóttir. Þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30. Fram- kvæmdir og fjármál bæjarins. Viðmælandi: Guðjón Guðmundsson. Allt sjálfstæðisfólk er hvatt til að koma á þessa fundi og taka þátt í stefnumótun flokksins. Muniö fundina um bæjarmálefni sem nú eru haldnir hvern sunnudagsmorgun kl. 10.30. Kossninganefndin. Geymið auglýsinguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.