Morgunblaðið - 26.04.1986, Page 36

Morgunblaðið - 26.04.1986, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986 „Erum að undir- búa útimarkað“ — segja krakkarnir í Unglingaathvarf- inu sem eru að safna fyrir Hollandsf erð Morgunblaðið/Ámi Sæberg Krakkarnir í Unglingaathvarfinu ásamt Bryndísi og Oddi, starfs- mönnum athvarfsins. SUMARIÐ er komið og flestir farnir að skipuleggja sumarfriin sín. Þeirra á meðal eru krakk- amir i Unglingaathvarfinu Tryggvagötu 12, en þeir em þessa dagana að skipuleggja ferð til Hollands sem farin verður 13. " júni. Undanfamar vikur hafa þau verið að undirbúa ferðina og reyna ýmsar leiðir til fjár- mögnunar. „Það má segja að þetta sé enda- punkturinn á dvöl þeirra héma, en krakkamir eru búnir að vera hér í athvarfinu a.m.k. 6 mánuði, sumir verið hér í eitt ár,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir deildarfulltrúi at- hvarfsins, sem fer út með krökkun- um auk þeirra Odds Albertssonar og Sigurborgar Kjartansdóttur starfsmanna athvarfsins. Krakk- amir eru á aldrinum 13-16 ára, og um helmingur þeirra hefur aldrei áður farið út fyrir landsteinana. w Krakkamir, sem heita Sigurður, Marta, Guðrún, Eiríkur, Róbert, Einar Geir og Bjarki hafa velt ýms- um ferðamöguleikum fyrir sér og komist að þeirri niðurstöðu að svo- kölluð sæluhús í Hollandi væm hagkvæmasta lausn sumarferðar- innar. Krakkamir eiga öll heima í Breiðholti og koma í unglingaat- hvarfíð þijú kvöld í viku, mánu- dags-, þriðjudags- og fimmtudags- kvöldfrákl. 5-10. Unglingaathvarfíð er rekið af Félagsmálaráði Reykjavíkur og hefur starfað frá því í október 1977. Athvarfínu er ætlað að styðja ungl- inga sem eiga við ýmsa félagslega erfíðleika að stríða og/eða náms- erfíðleika. Krakkamir fá að vera fyrst í hálfan mánuð áður en þau taka ákvörðun um hvort þau ætli að vera í athvarfínu, og ef sú ákvörðun verður ofan á er gerður samningur við þau mánuð fram í tímann þar sem ákveðið er að takast á við einhveija af þeim erfiðleikum sem þau eiga við að stríða og vinna bót á þeim. Að mánuði liðnum er samningurinn tekinn fram og end- urskoðaður, athugað hvort staðið hafí verið við hann, gerður nýr samningur þar sem áhersla er lögð á önnur atriði og svo koll af kolli. Ef ekki er staðið við samningana fá krakkamir ekki að vera í at- hvarfínu, en að sögn þeirra er aðallega samið um heimanám, þátt- töku í starfí athvarfsins, og fleiru þessháttar. Erfíðleikar krakkanna stafa oft af heimilisaðstæðum þeirra, og er reynt að bjóða fjöl- skyldunum upp á viðtöl þar sem reynt er að fínna rætur vandamál- anna. Krakkamir skipuleggja tíma sinn í athvarfínu mánuð fram í tímann, þriðjudagskvöld em fundakvöld, en hin kvöldin er skipst á að taka til í húsnæði athvarfsins, farið í bæinn á sýningar, litið inn á kaffihús, farið í bíó eða annað þessháttar. Undan- famar vikur hefur mestallur tíminn þó farið í undirbúning utanlands- ferðarinnar, „við erum að undirbúa útimarkað," segir Marta og segir þau vera að safna gömlum fötum og hlutum til að setja á markaðinn. Eiríkur bætir við að þau hafí tekið að sér ýmis verkefni svo sem dreif- ingu á auglýsingabæklingum í Breiðholtinu og lagt launin fyrir í ferðasjóð. Þá hafa þau skrifað ýms- um fyrirtækjum bréf og fengið góð- ar undirtektir. „Hótel Holt, Kassa- gerðin, Kamabær, Esso, Elliheimil- ið Grund og fleiri fyrirtæki hafa lagt okkur lið og lagt talsvert í ferðasjóðinn," segir Bryndís, „en auk þess hafa Samvinnuferðir, sem skipuleggja ferðina fyrir okkur gefíð okkur afslátt á ferðunum. Nú erum við að safna fyrir útimarkað- inn og tökum fúslega á móti göml- um fatnaði og hlutum." Píanóverk á tónleik- um í Garði TÓNLISTARFÉLAG Gerða- hrepps heldur tónleika í Sam- komuhúsinu Garði, sunnudaginn 27. april, kl. 14.00. Hjónin Martin Berkofsky og Anna Málfríður Sigurðardóttir, munu leika píanóverk eftir Beet- hoven, Schubert og Liszt. Aðalfundur Sögu- félagsins í dag Á AÐALFUNDI Sögufélags sem haldinn verður i dag, laugardag 26. apríl, flytur Þórunn Valdi- marsdóttir sagnf ræðingur erindi sem nefnist Aldamótabærinn Reykjavík. Þómnn er höfundur bókar sem nefnist Sveitin við Sundin og er væntanleg frá Sögufélagi í maí- mánuði. Bókin, sem fjallar um bú- skap í Reykjavík, er gefín út í ritröð- inni Safn til sögu Reykjavíkur sem Sögufélag gefur út með tilstyrk Reykjavíkurborgar. Með bókinni og erindinu vill Sögufélag minnast 200 ára afmælis Reykjavíkur. Aðalfundurinn verður haldinn í veitingahúsinu Duus við Fischers- sund og hefst kl. 14.00. Aðalfundur Heilaverndar Aðalfundur Heilaverndar, fé- lags áhugamanna til styrktar rannsóknum á arfgengri heila- blæðingu, verður haldinn í Iðnað- arhúsinu við Hallveigarstíg 1, Reykjavík á morgun, sunnudag. Fundurinn hefst kl. 15.00 og er hann jafnframt framhaldsstofn- fundur félagsins. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar Sumarnámskeið í ensku Bournemouth International School Úrvalsskóli — Áratuga reynsla. Vildarkjör miðað við innifalda þjónustu. Upplýsingar hjá Sölva Eysteinssyni, Kvisthaga 3, 107 Reykjavík, sími 14029. Akureyringar Almennur fundur um stjórnmálaviö- horfið með alþingis- mönnunum Halldóri Blöndal og Birni Dagbjartssyni verð- ur haldinn þriðju- daginn 29. apríl nk. kl. 20.30 í Kaupangi við Mýrarveg. Fundarefni: Kjaramál — hús- næðismál — málefni skipasmiðaiðnaðar — háskóli á Akureyri. Framsögn Halldór Blöndal. Sjávarútvegsmál — atvinnumál. Framsögn Björn Dagbjartsson. Halldór og Björn munu svara fyrirspurnum eftir því sem tími leyfir. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri. Landsmálafélagið Vörður Hlutavelta Landsmálafélagið Vörður heldur hlutaveltu fimmtudaginn 1. maí nk. kl. 14.00 i Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1. Glæsilegir vinningar m.a. utanlandsferð og matarkörfur. Engin núll. Landsmálafélagið Vörður. Garðabær Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ er að Lyngási 12 og er opin daglega frá kl. 16.00-18.00, simi 54084. Uppl. um kjörskrá. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Garðabæ. Garðabær Almennur fundur um bæjarmálin i Garðalundi mánudaginn 28. april kl. 20.00. Vertu með — Hafðu áhrif! Umræður — Fyrirspurnir — Stef numörkun Sjálfstæöismenn í Garöabæ hvetja alla bæjarbúa til aö taka þátt í almennum umræðufundum um malefni Garðabæjar nk. mánudags- kvöld í Garöalundi. Fundurinn er öllum opinn og tilgangur hans að fá sem flesta til að leggja frambjóöendum okkar lið i mótun framtíöar- stefnu i bæjarmálum Garðabæjar. Ráðstefnustjórar: Pétur Stefánsson og Sverrir Hallgrimsson. Atvinnu-, skipulags- og húsnæðismál Frummælandi: Lilja Hallgrímsdóttir. Framsögumaöur umræðuhópa: Árni Ól. Lárusson. Skóla- og menningarmál Frummælandi: Benedikt Sveinsson. Framsögumaöur umræöuhópa: Sigurveig Sæmundsdóttir. Æskulýðs-, fþrótta- og umhverfismál Frummælandi: Erling Ásgeirsson. Framsögumaður umræðuhópa: Tryggvi G. Árnason. Félags- og heilbrigðismál Frummælandi: Dröfn H. Farestveit. Framsögumaður umræðuhópa: Jón Bjarni Þorsteinsson. Gatnagerð og sarngöngumál Frummælandi: Agnar Friðriksson. Framsögumaður umræðuhópa: Andrés B. Sigurðsson. Hrttumst f Garðalundi á mánudag. Gerum góðan bæ betril Reykjaneskjördæmi Formenn fulltrúaráða og sjálfstæðisfélaga svo og starfsmenn á kosningaskrifstofum Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi eru boðaðir til fundar þriðjudaginn 29. april kl. 20.30 að Lyngási 12, Garðabæ. Stjórn kjördæmisráðs. Kópavogur - spilakvöld Spilakvöld sjálfstæöisfélaganna í Kópavogi verður í sjálfstæðishúsinu Hamraborg 1, 3. hæö, þriöjudaginn 29. apríl kl. 21.00 stundvíslega. Mætum öll. Stjórnin. Hvöt og Landssamband sjálfstæðiskvenna halda hádegisverðarfund i kjallarasal Val- hallar miðvikudaginn 30. april kl. 12.00. Gestur fundarins veröur Erna Hauksdóttir formaður hverfanefndar fyrir borgarstjórn- arkosningar 1986 og ræðir hún um undir- búning og skipulag kosninganna. Allar sjálf- stæðiskonur velkomnar en trúnaðarráðs- konur eru sérstaklega beðnar að mæta. Veitingar á boðstólum. Stjórnirnar. Akurnesingar Sjálfstæðisfélögin á Akranesi boða til umræöufundar um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitastjórnarkosningum i Sjálfstæðis- húsinu Heiðargeröi sem hér segir: Mánudaginn 28. apríl kl. 20.30: Málefni aldraðra og fatlaðra. Viðmælendur: Hörður Pálsson og Ás- mundur Ólafsson. Mánudaginn 28. april kl. 20.30. Skipulagsmál. Viðmælendur: Guðmundur Sigurðsson og Gunnar Ólafsson. Mánu- daginn 28. apríl kl. 17.00. Heilbrigðismál. Viðmælendur: Jónina Ingólfsdóttir og Elln Sigurbjörnsdóttir. Þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30. Skóla- og menningarmál. Viðmælendur: Viktor Guðlaugsson og Helga Höskuldsdóttir. Þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30. Fram- kvæmdir og fjármál bæjarins. Viðmælandi: Guðjón Guðmundsson. Allt sjálfstæðisfólk er hvatt til að koma á þessa fundi og taka þátt í stefnumótun flokksins. Muniö fundina um bæjarmálefni sem nú eru haldnir hvern sunnudagsmorgun kl. 10.30. Kossninganefndin. Geymið auglýsinguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.