Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 24
24r' MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986 A flótta frá Vestur—Beirút John Gray, sendiherra Breta i Libanon, tekur á móti Bretum, sem flúið höfðu Vestur—Beirút, er flóttafólkið kom til skrifstofu brezka ræðismannsins í Jelledib, sem er útborg úr Beirút austan- verðri. Sendiherrann er umkring’dur vopnuðum lífverði. Vestur- landamenn hafa komið sér á brott frá vesturhluta Beirút, sem múhameðstrúarmenn ráða, af ótta við hefndaraðgerðir í kjölfar loftárásar Bandarikjamanna á Líbýu. Bandaríkin: Olíuverð lækkar bensínið New York, Cleveland, Genf. AP. BENSÍNVERÐ hækkaði á fimmtudag vegna þess að nú hefjast i Bandarikjunum mikil ferðalög innfæddra og búast má við aukinni eldsneytiseyðslu bif- reiða í vor og sumar. Aftur á móti lækkaði hráolíuverð og kostaði olíufatið tæpa þrettán dollara á markaði í New York. Olíufyrirtækið Standard Oil þén- aði 253 milljónir dollara fyrsta árs- fjórðung 1986 og er það 26 prósent minni hagnaður en á fyrstu fjórum mánuðum ársins 1985. 55 prósent Standard Oil eru í eigu breska olíu- fyrirtækisins British Petroleum. Ahmed Zaki Yamani, olíumála- ráðherra Saudi-Arabíu, sagði á fimmtudag að ringulreið ríkti á alþjóðlegum olíumarkaði um þessar mundir og sagðist ekki útiloka miklar verðbreytingar á olíu á næstunni. Hann sagði að þessi staða í olíumálum væri til komin Biskup blakkra tekinn fastur Jóhannesarborg, 25. april. AP. SVARTUR biskup, Sigisbert Mdwandwe, var handtekinn á heimili sínu í Transvaal í fyrra- dag og er honum haldið f öngnum á grundvelli öryggislaga, sem leyfa varðhald án ákæru. Mdwandwe, sem er 55 ára, starfaði náið með ungum blökkumönnum, sem beittu sér gegn aðskilnaðar- stefnu stjómar Suður-Afríku. Dótt- ir hans sagði í gær að lögreglan hefði engar skýringar gefíð á hand- tökunni er hún knúði dyra á heimili hans. Honum er hins vegar haldið á grundvelli laga, sem leyfa hand- töku fólks, sem talið er stuðla að ófriði með gjörðum sínum. Til óeirða kom víða um Suður- Afríku í gær. Mestar urðu óspektir í Soweto, þar sem hópur unglinga réðst að svörtum lögreglumanni og stakk hann til ólífis. hækkar vegna offramleiðslu og ættu þau ríki, sem ekki ættu aðild að Samtök- um olíuútflutningsríkja (OPEC) að draga úr framleiðslu sinni til að olíuverð hækkaði á nýjan leik. Reagan hefur Tókýó- ferð Washington. AP. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, lagði í gær upp í ferð sína til Tókýó, þar sem fundur leið- toga 7 helztu iðnríkja heims hefst 4. maí nk. Þetta er lengsta ferð Reagans í forsetatíð hans, en hann leggur að baki 35.900 kílómetra á 12 dögum. Reagan tekur viku í ferðalagið til Tókýó og hvílist á leiðinni á Hawaii og Bali til að venjast tímamun, sem er 13 stundir. Við brottförina frá Andrews- flugstöðinni, sem er rétt utan við höfuðborgina, sagðist Reagan fara til Tókýó til að treysta og endumýja efnahagsleg, hemaðarleg og stjóm- málaleg tengsl Bandaríkjanna við ríkin sex. Búist er við því að Reagan ræði við Ferdinand Marcos, fyirum Filippseyjaforseta, meðan hann dvelst á Hawaii. A Bali mun Reagan eiga fund með Salvador Laurel, varaforseta Filippseyja. Þar mun Reagan einnig ræða við Suharto Indónesíuforseta, sem reynir nú að fá bandaríska aðila ti'. að ráðast í fjárfestingar í Indónesíu, sem orðið hefur fyrir þungum búsiflum vegna lækkunar olíuverðs. Grimmir bardag’ar blossa upp í Beirút Beirút. AP. HERSKÁIR flokkar múhameðs- trúarmanna og kristinna manna skiptust á stórskotahríð og sprengjuskotum í grennd við stjórnarhöll Amins Gemayels, Líbanonsforseta, í Beirút á föstu- dag. Að sögn lögreglu hafa níu borgarar látið lífið og sextíu og fimm særst í átökunum. Þetta eru mestu átök í höfuðborg Líbanons í fimm vikur og neyddust þúsundir borgarbúa til að dveljast næturlangt í kjöllurum og sprengju- skýlum. Þegar átökin ágerðust við stjómarhöllina og vamarmálaráðu- neytið skarst herinn í leikinn og gerði árásir í úthverfum shíta í suðurhluta Beirút. Múhameðstrúarmenn og kristnir menn saka hvom annan um að hafa hleypt átökunum af stað. Bardagar höfðu verið með minnsta móti í landinu. En þegar mistókst að semja um vopnahlé virðist neisti hafa hlaupið í púðurtunnuna. Um hundrað útlendingar hafa flúið frá Beirút eftir að Bandaríkja- menn gerðu árás á Líbýu 15. apríl. Mannrán eru algeng mjög í borginni og hæpið að dragi úr eftir síðustu atburði. Nabih Berri, dómsmálaráðherra og leiðtogi herliðs amal shíta, sagði að engin réttlæting væri fyrir mannránum, sama af hvaða þjóð- emi fómarlambið væri. „Mannrán er í mótsögn við helstu kennisetningar múhameðstrúar. KENNETH Marston, forstjóri útbús fyrirtækisins Black og Decker í Lyon i Frakklandi, var skotinn til bana fyrir utan heim- ili sitt á föstudagsmorgun. Síðar um daginn hringdi ónafngreind- ur maður og lýsti ábyrgð á verknaðinum á hendur arabískri hreyfingu. Marston, sem var 43 ára gamall Breti, var skotinn tvisvar, í bijóstið og kviðinn. Ódæðismaðurinn náðist ekki. Sami maður hringdi á tvær fréttastofur, aðra franska, hina breska. Rödd mannsins var afar ógreinileg. „Við erum fámenn arabahreyfíng og berum ábyrgð á morðinu á forstjóra Black og Dec- ker,“ sagði maðurinn í upphringing- Það verður að stöðva þessar öfgar," sagði Abdul-Amir Kabalan, trúar- legt yfirvald shíta. unni til frönsku fréttastofunnar. Þegar maðurinn hringdi í bresku fréttastofuna sagði hann: „Við ætlum að tortíma útibúum breskra og bandarískra heimsv ldasinna hvar sem þau fyrirfinnast í heimin- um.“ Að sögn lögreglu er ekki vitað hvort hér var um árás hryðjuverka- manna í hefndarskyni vegna árásar Bandaríkjamanna á Líbýu 15. apríl. Sprengjuþotur Bandaríkjamanna flugu frá flugvöllum á Bretlandi. Lögreglan útilokar ekki að Marston hafi komið innbrotsþjófi að óvörum og hann hafí brugðist við með því að skjóta forstjórann með hagla- byssu. Marston lést tveimur tímum eftir árásina. Forstjóri myrtur í Frakklandi: Arabar lýsa vfir ábyrarð ®^Lyon. AP. AP/Símamynd Forseti Ítalíu í Berlín Francesco Cossiga, forseti Ítalíu, horfir yfir Berlínarmúrinn af svölum Reichstag, gamla þinghússins. Við hlið hans stendur Eberhard Diepgen, borgarstjóri Vestur-Berlínar, með hönd á svalamúrnum. Fyrir miðri mynd má sjá Branderborgarhliðið, sem heyrir Austur- Berlín til. Cossiga var í sjö klukkustunda heim- sókn í Berlín á f östudag. * Peres, forsætisráðherra Israels: Alls ekki útilokað að stjórn- in grípi til hefndaraðgerða Tel Aviv, ísrael. AP. HAFT VAR eftir Shimon Peres, forsætisráðherra Israels, í gær, að ísraelska stjórnin teldi alls ekki útilokað, að grípa þyrfti til hefndaraðgerða gegn ríkjum, sem styðja hryðjuverkastarf- semi, þar á meðal Líbýu og Sýr- landi. í viðtali við dagblaðið Jerusalem Post var Peres spurður, hvort Líbýa og Sýrland væru undanþegin hugs- anlegum hefndaraðgerðum af hálfu ísraels. „Við höfum engan undanþegið í því efni,“ sagði hann. „Við erum, ekki síður en aðrir, að íhuga til hvaða ráða skuli grípa, hveiju skuli kosta til og hversu langt skuli leit- að.“ En hann sagði, að Sýrland hefði haldið í heiðri samninga við ísrael, m.a. um vopnahlé í Golanhæðum, og „notar milligönguaðila" til að styðja hryðjuverkastarfsemi. Þetta hefði í för með sér, að viðbrögð Israelsstjomar yrðu að mótast af gætni. Peres sagði, að þjálfunarbúðir Fegurðarsamkeppnin „Ungfru alheimur" fer fram í Panamaborg í Panama á þessu ári, og verður lokakeppnin háð þar 20. júlí í sumar, að þvi er ferðamálastofnun Panama greindi frá á fimmtudag. f fréttatilkynningu frá stofnuninni sagði, að stjómvöld I Panama hefðu hryðjuverkamannanna væru ekki aðalvandamálið að því er Líbýu varðaði, heldur „sú fyrirgreiðsla, sem landið veitir hryðjuverkastarf- semi, bæði í fémunum, þjálfun og í gegnum sendiráð sín“. samþykkt að greiða 400.000 dollara, sem forráðamenn „Miss Universe Beauty Pageant" krefjast fyrir réttinn til að halda keppnina. Áætlað er, að um 600 milljónir sjónvarpsnotenda í 50 löndum muni horfa á útsendingar frá keppninni. „Miss Universe“ — fegurðar samkeppnin 1986 í Panama Fanamaborg, Panama. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.