Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 24
24r'
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986
A flótta frá Vestur—Beirút
John Gray, sendiherra Breta i Libanon, tekur á móti Bretum,
sem flúið höfðu Vestur—Beirút, er flóttafólkið kom til skrifstofu
brezka ræðismannsins í Jelledib, sem er útborg úr Beirút austan-
verðri. Sendiherrann er umkring’dur vopnuðum lífverði. Vestur-
landamenn hafa komið sér á brott frá vesturhluta Beirút, sem
múhameðstrúarmenn ráða, af ótta við hefndaraðgerðir í kjölfar
loftárásar Bandarikjamanna á Líbýu.
Bandaríkin:
Olíuverð lækkar
bensínið
New York, Cleveland, Genf. AP.
BENSÍNVERÐ hækkaði á
fimmtudag vegna þess að nú
hefjast i Bandarikjunum mikil
ferðalög innfæddra og búast má
við aukinni eldsneytiseyðslu bif-
reiða í vor og sumar.
Aftur á móti lækkaði hráolíuverð
og kostaði olíufatið tæpa þrettán
dollara á markaði í New York.
Olíufyrirtækið Standard Oil þén-
aði 253 milljónir dollara fyrsta árs-
fjórðung 1986 og er það 26 prósent
minni hagnaður en á fyrstu fjórum
mánuðum ársins 1985. 55 prósent
Standard Oil eru í eigu breska olíu-
fyrirtækisins British Petroleum.
Ahmed Zaki Yamani, olíumála-
ráðherra Saudi-Arabíu, sagði á
fimmtudag að ringulreið ríkti á
alþjóðlegum olíumarkaði um þessar
mundir og sagðist ekki útiloka
miklar verðbreytingar á olíu á
næstunni. Hann sagði að þessi
staða í olíumálum væri til komin
Biskup blakkra
tekinn fastur
Jóhannesarborg, 25. april. AP.
SVARTUR biskup, Sigisbert
Mdwandwe, var handtekinn á
heimili sínu í Transvaal í fyrra-
dag og er honum haldið f öngnum
á grundvelli öryggislaga, sem
leyfa varðhald án ákæru.
Mdwandwe, sem er 55 ára, starfaði
náið með ungum blökkumönnum,
sem beittu sér gegn aðskilnaðar-
stefnu stjómar Suður-Afríku. Dótt-
ir hans sagði í gær að lögreglan
hefði engar skýringar gefíð á hand-
tökunni er hún knúði dyra á heimili
hans. Honum er hins vegar haldið
á grundvelli laga, sem leyfa hand-
töku fólks, sem talið er stuðla að
ófriði með gjörðum sínum.
Til óeirða kom víða um Suður-
Afríku í gær. Mestar urðu óspektir
í Soweto, þar sem hópur unglinga
réðst að svörtum lögreglumanni og
stakk hann til ólífis.
hækkar
vegna offramleiðslu og ættu þau
ríki, sem ekki ættu aðild að Samtök-
um olíuútflutningsríkja (OPEC) að
draga úr framleiðslu sinni til að
olíuverð hækkaði á nýjan leik.
Reagan
hefur
Tókýó-
ferð
Washington. AP.
RONALD Reagan, Bandaríkja-
forseti, lagði í gær upp í ferð sína
til Tókýó, þar sem fundur leið-
toga 7 helztu iðnríkja heims hefst
4. maí nk.
Þetta er lengsta ferð Reagans í
forsetatíð hans, en hann leggur að
baki 35.900 kílómetra á 12 dögum.
Reagan tekur viku í ferðalagið til
Tókýó og hvílist á leiðinni á Hawaii
og Bali til að venjast tímamun, sem
er 13 stundir.
Við brottförina frá Andrews-
flugstöðinni, sem er rétt utan við
höfuðborgina, sagðist Reagan fara
til Tókýó til að treysta og endumýja
efnahagsleg, hemaðarleg og stjóm-
málaleg tengsl Bandaríkjanna við
ríkin sex.
Búist er við því að Reagan ræði
við Ferdinand Marcos, fyirum
Filippseyjaforseta, meðan hann
dvelst á Hawaii. A Bali mun Reagan
eiga fund með Salvador Laurel,
varaforseta Filippseyja. Þar mun
Reagan einnig ræða við Suharto
Indónesíuforseta, sem reynir nú að
fá bandaríska aðila ti'. að ráðast í
fjárfestingar í Indónesíu, sem orðið
hefur fyrir þungum búsiflum vegna
lækkunar olíuverðs.
Grimmir bardag’ar
blossa upp í Beirút
Beirút. AP.
HERSKÁIR flokkar múhameðs-
trúarmanna og kristinna manna
skiptust á stórskotahríð og
sprengjuskotum í grennd við
stjórnarhöll Amins Gemayels,
Líbanonsforseta, í Beirút á föstu-
dag. Að sögn lögreglu hafa níu
borgarar látið lífið og sextíu og
fimm særst í átökunum.
Þetta eru mestu átök í höfuðborg
Líbanons í fimm vikur og neyddust
þúsundir borgarbúa til að dveljast
næturlangt í kjöllurum og sprengju-
skýlum. Þegar átökin ágerðust við
stjómarhöllina og vamarmálaráðu-
neytið skarst herinn í leikinn og
gerði árásir í úthverfum shíta í
suðurhluta Beirút.
Múhameðstrúarmenn og kristnir
menn saka hvom annan um að
hafa hleypt átökunum af stað.
Bardagar höfðu verið með minnsta
móti í landinu. En þegar mistókst
að semja um vopnahlé virðist neisti
hafa hlaupið í púðurtunnuna.
Um hundrað útlendingar hafa
flúið frá Beirút eftir að Bandaríkja-
menn gerðu árás á Líbýu 15. apríl.
Mannrán eru algeng mjög í borginni
og hæpið að dragi úr eftir síðustu
atburði.
Nabih Berri, dómsmálaráðherra
og leiðtogi herliðs amal shíta, sagði
að engin réttlæting væri fyrir
mannránum, sama af hvaða þjóð-
emi fómarlambið væri.
„Mannrán er í mótsögn við helstu
kennisetningar múhameðstrúar.
KENNETH Marston, forstjóri
útbús fyrirtækisins Black og
Decker í Lyon i Frakklandi, var
skotinn til bana fyrir utan heim-
ili sitt á föstudagsmorgun. Síðar
um daginn hringdi ónafngreind-
ur maður og lýsti ábyrgð á
verknaðinum á hendur arabískri
hreyfingu.
Marston, sem var 43 ára gamall
Breti, var skotinn tvisvar, í bijóstið
og kviðinn. Ódæðismaðurinn náðist
ekki.
Sami maður hringdi á tvær
fréttastofur, aðra franska, hina
breska. Rödd mannsins var afar
ógreinileg. „Við erum fámenn
arabahreyfíng og berum ábyrgð á
morðinu á forstjóra Black og Dec-
ker,“ sagði maðurinn í upphringing-
Það verður að stöðva þessar öfgar,"
sagði Abdul-Amir Kabalan, trúar-
legt yfirvald shíta.
unni til frönsku fréttastofunnar.
Þegar maðurinn hringdi í bresku
fréttastofuna sagði hann: „Við
ætlum að tortíma útibúum breskra
og bandarískra heimsv ldasinna
hvar sem þau fyrirfinnast í heimin-
um.“
Að sögn lögreglu er ekki vitað
hvort hér var um árás hryðjuverka-
manna í hefndarskyni vegna árásar
Bandaríkjamanna á Líbýu 15. apríl.
Sprengjuþotur Bandaríkjamanna
flugu frá flugvöllum á Bretlandi.
Lögreglan útilokar ekki að Marston
hafi komið innbrotsþjófi að óvörum
og hann hafí brugðist við með því
að skjóta forstjórann með hagla-
byssu. Marston lést tveimur tímum
eftir árásina.
Forstjóri myrtur í Frakklandi:
Arabar lýsa
vfir ábyrarð
®^Lyon. AP.
AP/Símamynd
Forseti Ítalíu í Berlín
Francesco Cossiga, forseti Ítalíu, horfir yfir
Berlínarmúrinn af svölum Reichstag, gamla
þinghússins. Við hlið hans stendur Eberhard
Diepgen, borgarstjóri Vestur-Berlínar, með
hönd á svalamúrnum. Fyrir miðri mynd má
sjá Branderborgarhliðið, sem heyrir Austur-
Berlín til. Cossiga var í sjö klukkustunda heim-
sókn í Berlín á f östudag.
*
Peres, forsætisráðherra Israels:
Alls ekki útilokað að stjórn-
in grípi til hefndaraðgerða
Tel Aviv, ísrael. AP.
HAFT VAR eftir Shimon Peres,
forsætisráðherra Israels, í gær,
að ísraelska stjórnin teldi alls
ekki útilokað, að grípa þyrfti til
hefndaraðgerða gegn ríkjum,
sem styðja hryðjuverkastarf-
semi, þar á meðal Líbýu og Sýr-
landi.
í viðtali við dagblaðið Jerusalem
Post var Peres spurður, hvort Líbýa
og Sýrland væru undanþegin hugs-
anlegum hefndaraðgerðum af hálfu
ísraels.
„Við höfum engan undanþegið í
því efni,“ sagði hann. „Við erum,
ekki síður en aðrir, að íhuga til
hvaða ráða skuli grípa, hveiju skuli
kosta til og hversu langt skuli leit-
að.“
En hann sagði, að Sýrland hefði
haldið í heiðri samninga við ísrael,
m.a. um vopnahlé í Golanhæðum,
og „notar milligönguaðila" til að
styðja hryðjuverkastarfsemi. Þetta
hefði í för með sér, að viðbrögð
Israelsstjomar yrðu að mótast af
gætni.
Peres sagði, að þjálfunarbúðir
Fegurðarsamkeppnin „Ungfru
alheimur" fer fram í Panamaborg
í Panama á þessu ári, og verður
lokakeppnin háð þar 20. júlí í
sumar, að þvi er ferðamálastofnun
Panama greindi frá á fimmtudag.
f fréttatilkynningu frá stofnuninni
sagði, að stjómvöld I Panama hefðu
hryðjuverkamannanna væru ekki
aðalvandamálið að því er Líbýu
varðaði, heldur „sú fyrirgreiðsla,
sem landið veitir hryðjuverkastarf-
semi, bæði í fémunum, þjálfun og
í gegnum sendiráð sín“.
samþykkt að greiða 400.000 dollara,
sem forráðamenn „Miss Universe
Beauty Pageant" krefjast fyrir réttinn
til að halda keppnina. Áætlað er, að
um 600 milljónir sjónvarpsnotenda í
50 löndum muni horfa á útsendingar
frá keppninni.
„Miss Universe“ — fegurðar
samkeppnin 1986 í Panama
Fanamaborg, Panama. AP.