Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986 Opið bréf um áfengismál til rík- isstjóma Danmerkur, Finnlands, Islands, Noregs og Svíþjóðar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi bréf frá Áfengis- varnaráði: Hvarvetna gefa menn nú meiri gaum að áfengisneyslu en fyrr og því félagslega og heilsufarslega tjóni sem hún veldur. Þetta hefur m.a. greinilega komið fram í mörg- um samþykktum Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar (WHO). Af gögnum þeim sem áfengis- málastefna Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar grundvallast á, sést best að áfengismálin verða alþjóð- legri með ári hvetju. Það á ekki aðeins við um framleiðslu áfengis, verslun með það, kynningu og dreif- ingu á því heldur einnig neyslu þess, drykkjusiði og tjón af þess völdum. Fjölþjóðafyrirtæki skipta þama vemlegu máli. Frá lokum áttunda áratugarins hafa margar þjóðir, ekki síst í þróunarlöndunum, orðið fyrir miklu ágengari og tillits- lausari áróðri fyrir neyslu áfengis en áður hefur tíðkast. Þær landbúnaðarvömr, sem not- aðar em til manneldis og sem dýra- fóður, em jafnframt hráefni til áfengisgerðar. Áfengisframleiðslan keppir — einkum í þróunarlöndun- um — við framleiðslu á matvöm. Þannig hefur hún áhrif á næringu eða vannæringu fólks og þá einnig heilsufar. Eitt af einkennum breytinganna á síðustu tímum er vemleg misnotk- un ólíkra efna samtímis, þ.e. sami maður notar jöfnum höndum áfengi, ólögleg vímuefni og geðlyf. Mörk milli vímuefna hafa þannig orðið æ óljósari þó að misnotkun áfengis sé langalgengust. Almennur áhugi hefur lengi verið á málum tengdum ólöglegum vímu- efnum. í samræmi við venjur frá ámnum milli heimsstyijaldanna og Þjóðabandalaginu hafa Sameinuðu þjóðimar barist einart gegn neyslu ólöglegra vímuefna og vandamálum tengdum þeim bæði með milliríkja- samningum og eftirliti á eigin veg- MORGUNBL AÐINU hefur borist eftirfarandi frá Áfengisvama- ráði: Bandarískir vísindamenn hafa fylgst með breytingum á áfengis- sölu í 48 fylkjum í aldarfjórðung. Niðurstöðumar em birtar í Americ- an Jouma) of Dmg and Alcohol Abuse (Tímarit Bandaríkjamanna um ofneyslu fíkniefna og áfengis) og em hinar athyglisverðustu. Þær leiða m.a. í ljós að: 1. Ríkiseinkasala dregur úr neyslu. Einkahagsmunir í sambandi við dreifingu áfengis valda því hins vegar að meira er gert til að hvetja til drykkju en ella. Það stafar af ÞEIR félagar Megas og Bubbi Morthens komu hingað laugar- dagskvöldið 19. apríl og héldu tónleika í Félagsheimilinu. Er þetta í fyrsta skipti sem ég verð var við þá í slíkum erindum hér. Tónleikar þeirra voru vel sóttir og fengu þeir lof fyrir komuna. Dagskráin var fjölbreytt. Eitt settu þeir félagar sem skil- yrði fyrir þessum hljómleikum og það var að hvergi sæist áfengi eða um. Á áttunda áratugnum var barátta þessi ekki lengur einskorð- uð við þessi efni. Síðan þá nær hún jafnvel til ávanabindandi lyija. Framlag Sameinuðu þjóðanna hefur ekki einungis fallið í hlut þeim stofnunum, sem er fengið það verkefni að vinna gegn ólöglegum vímuefnum. Margar stofnanir, sem starfa á sérsviðum innan kerfís Sameinuðu þjóðanna, láta og til sín taka á þessu sviði. Þetta kemur greinilega fram í þeim kröftum sem Sameinuðu þjóðimar beina til vama gegn ólöglegum vímuefnum. Sé allt talið em um 80 menn að störfum á þessu sviði innan ýmissa stofnana Sameinuðu þjóðanna. Augljóst er að um áfengi er þessu þveröfugt farið. Þegar störfum Sameinuðu þjóðanna hafði verið skipað tók Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin hluta af áfengismálunum — drykkjusýki — á dagskrá sína. Áfengismálin voru þannig skil- greind sem heilbrigðisvandamál og tengd skrifstofu stofnunarinnar sem fer með geðheilbrigðismál. Þetta skipulag hafði síðan áhrif á hvemig Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin vann að þessum málum. Engin föst framlög hafa verið látin í té til áfengisvama og langtímum saman hefur enginn starfsmaður haft áfengismál sem aðalverkefni. Rannsóknir og reynsla sýna svo að ekki verður um villst að ekki er kleift að vinna bug á áfengisvanda- málinu með meðferð svonefndri einni saman. Hún verður að tengj- ast áfengismálastefnu sem gerir áfengi torfengnara en nú er og leitast við að hafa hemil á þeim hagsmunaöflum sem tengjast áfengissölu og framleiðslu. Rannsóknir leiða í ljós að ýmiss konar tjón, sem af áfengisneyslu hlýst og skiptir vemlegu máli, eykst með vaxandi neyslu. Frá heilbrigð- issjónarmiði er sérlega brýnt að koma í veg fyrir að áfengisneysla því að opinberir aðiljar verða að greiða það tjón sem áfengisneyslan veldur. Þar hafa einkaaðiljar engar skyldur. 2. Fjöldi dreifíngarstaða hefur að öðru jöfnu áhrif á neysluna. 3. Aldursmörk skipta máli. Því Iægri sem lögaldur til áfengiskaupa er þeim mun yngri byija unglingar eða böm að neyta þessa vímuefnis. 4. Verðlagning hefur mikil áhrif á neysluna. „Ef rætt er um að hafa áhrif á áfengisneysluna verður að taka tillit til þess hvað verðlagning hefur mikið að segja,“ segir I skýrsl- unni. nokkur víma og var það strangt tekið fram og vita þeir félagar að Bakkus er ekki góður gestur á góð- um tónleikum og slóðir hans um þann vettvang sem. hann fer um, eru ekki glæsilegar eða til eftir- breytni. En sem sagt, þeir fengu góða aðsókn og prýðilega eftir því sem hér gerist og þeir sem tónanna nutu vom ánægðir. Ámi aukist og helst þyrfti að draga úr henni. Að slíku markmiði verður aðeins unnið með árangri ef tekið er tillit til þess hversu áfengisvandamálið er flókið og víðfeðmt. Því er það ekki rétt að láta Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunina bera alla ábyrgðina á alþjóðlegu eftirliti með áfengi. Sú staðreynd að Sameinuðu þjóð- imar hafa ekki sérstaka starfsáætl- un fyrir áfengismál, veldur miklum erfiðleikum. Áfengisvandamálin em alþjóð- leg. Æ fleiri ríki gera sér grein fyrir því hve alvarlegs eðlis þau em og víðtæk. Meiri og hraðvirkari framleiðsla áfengis, stóraukin versl- unammsvif og miklu ákafari aug- lýsingamennska og áróður en áður em ógnun við skynsamlega áfengis- málastefnu. Norðurlönd hafa sýnt áhuga á að þjóðir heims veiti áfengisvandan- um aukna athygli. Finnar, Norð- menn og Svíar veittu áfengismála- áætlun Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar sérstakan Qárstuðning 1981-1983. I löndum þessum gmndvallast áfengismálastefnan á að draga, svo sem mest má verða, úr einkagróða af framleiðslu, dreifíngu og sölu áfengis. Annað mikilvægt stefnu- mið er að minnka heildarneysluna. Utanríkisstefna Norðurlanda er samræmd og tekur sérstakt tillit til ástands í þróunarlöndunum. Löngum hefur staða þeirra innan Sameinuðu þjóðanna verið sterk. Margt rennir því stoðum undir það að norrænar þjóðir hafi sérstaka aðstöðu til að beita sér fyrir ákveðnu alþjóðlegu átaki til stefnu- mörkunar í áfengismálum. Með til- liti til þess leggjum við til að Norðurlönd vinni að því að gerð verði sérstök starfsáætlun til að fást við áfengismál á vegum Sameinuðu þjóðanna, ríkisstjómir Norðurlanda leggi fram tillögu um að efnahags- og félagsmálanefnd Sameinuðu þjóðanna (ECOSOC) fái áfengis- vömum svipaða stöðu og vinna að málum varðandi ólögleg vímu- efni og vanabindandi lyf hefur lengi haft, Norðurlönd vinni að því að sér- stofnanir Sameinuðu þjóðanna vinni enn meira en nú á sviði áfengismála. Kettil Bruun, Finnlandi, Torbjam Mork, Noregi, Tómas Helgason, íslandi, Jan Ording, Svíþjóð. Kettil Bruun lést skömmu eftir að texti þessi hafði verið saminn og náði ekki að skrifa undir. Hann var dr. polit. og prófessor í þjóð- félagsfræðum við Stokkhólmshá- skóla um árabil með rannsóknir á áfengismálum sem sérsvið. Áður var hann forstjóri fínnsku áfengis- rannsóknastofnunarinnar. Hann var, ásamt öðmm störfúm, ráðgjafí Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar um áfengismál. Tómas Helgason dr. med. er prófessor í geðlæknisfræði við Há- skóla íslands og forstöðumaður Geðdeildar Landspítalans. Hann hefur ásamt Kettil Bmun og Tor- bjom Merk átt sæti í nefnd Norður- landaráðs um rannsóknir I áfengis- málum (Nordiska Námnden för alkohol och drogforskning). Torbjom Merk dr. med. er landlæknir í Noregi. Hann hefur látið sig varða áfengismál, bæði í heimalandi sínu og innan Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar. Jan Ording er skrifstofustjóri hjá sænsku heilbrigðis- og félags- málastjóminni. Hann var um árabil að störfum að áfengisvömum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni í Genf. Víðtækar bandarískar rannsóknir: Hömlur á áfengis- dreifingn áhrifamiklar — Frá Afengisvarnaráði Bubbi og Megas heimsækja Hólminn Stykkishólmi. Náttúrufræðidagurinn: Tjömin og Vatnsmýrin Öllum er boðið að kynna sér líf- ríki og jarðfræði Tjamarinnar og Vatnsmýrarinnar í Reykjavík á sunnudaginn kemur frá kl. 13.30 til 16.00. í anddyri Iðnó verður hægt að skoða I smásjá plöntu- og smádýralíf Tjamarinnar undir leið- sögn líffræðinga og setlög hennar verða sýnd og útskýrð af jarð- fræðingi. Rætt verður einnig um aðrennsli Vatnsmýrarinnar og fugjalíf. Á nokkrum stöðum verða fuglaáhugamenn með fjarsjá (teleoscope) til afnota fyrir alla sem skoða vilja fuglalífíð á og við Tjöm- ina. Þeir munu einnig fræða fólk um fuglanna og svara spuringum. Undir leiðsögn kunnugra manna verður hægt að fara í gönguferðir í kringum Norður-'Ijömina, Suður- Tjömina og Þorfínnstjöm og um nágrenni tjamanna í Vatnsmýrinni. Þetta er kjörið tækifæri fyrir Reykvíkinga og aðra sem kynnast vilja náið þessum dýrmætu náttúru- perlum borgarinnar. „Safnverðir" verða: Ámi Einarsson líffræðingur, María Hallsdóttir jarðfræðingur, Jóhann Óli Hilmarsson fyrrverandi eftirlitsmaður Reykjavíkurtjamar ogfl. Allir eru velkomnir í þetta „Nátt- úmfræðisafn undir bemm himni". En íslendingar og erlendir ferða- menn eiga ekki í önnur „hús“ að venda vilji þeir fræðast um íslenska náttúm. Þessu vill áhugahópur um byggingu náttúmsafns breyta og hóf fyrir ári baráttu fyrir því að íslenskt náttúmfræðisafn rísi sem allra fyrst. Árangur hefur orðið sá að síðla sumars skipaði mennta- málaráðuneyti neftid til að kanna málið, sótt hefúr verið um lóð undir starfsemina og áhugi meðal al- Umsumar- daginnfyrsta Hið gamla tímatal okkar íslend- inga er furðu lífseigt þótt við höfum fyrir löngu formlega lagt það niður. Við höldum t.d. hátíðlegan sumar- daginn fyrsta, þegar Harpa gengur í garð. Eðlilegt er að þjóðin fagni sumri með frídegi, þegar það kemur. Sumarið er hér stutt og við njótum því vel þeirrar birtu og góðviðris, sem það færir okkur og við byggjum líf okkar á þeirri grózku í lífríki hafs og lands, sem það vekur. En þegar við höldum hátíðlegan sumardaginn fyrsta, þá er sjaldnast að sumrinu komið. Venjulega og víðast hvar, er ekki einu sinni farið að vora. Oft hef ég staðið í hríðar- fjúki eða kalsarigningu á sumar- daginn fyrsta og velt fyrir mér því öfugmæli, sem í heiti dagsins er fólgið. Mér fínnst einhvem veginn að þann frídag, sem helgaður er sum- arkomunni hér á landi, eigi þjóðin að nota til þess að njóta vorblíðunn- ar, menn eigi að fara í gönguferðir um Ijall og strönd, hlýða á söng lóunnar, horfa á silunginn vaka í vatnsskorpunni og æðarblikana deilaum maka. Menn eigi að sjá og fínna, hvem- ig dýr og plöntur vakna til lífsins að liðnum löngum vetri. Eigum við því ekki að flytja Björn Friðfinnsson sumardaginn fyrsta fram á vorið? Ég tel að við ættum að fagna sumri í fyrsta lagi þegar 2 vikur eru af Hörpu og þá væri æskilegast að velja föstudag til hátíðarinnar, tengja hann helginni, sem á eftir kemur. Þá yrði loksins von til þess að heiti dagsins verði réttnefni. Höfundur er formaður Sambands ísl. sveitarfélaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.