Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 40
40 MORG(JNBLÁ£)IÐ,LAU'GÁRDÁGÚR26. APRfL1986 t Móðir okkar, SIGRÍÐUR BENJAMflMSDÓTTIR, Þúfubarðl 11, Hafnarfirðl, andaöist að Sólvangi 25. apríl. Eirikur Smith, Ingibjörg Ástvaldsdóttir, Guðbjörg Ástvaldsdóttir, Garðar Ástvaldsson. t Eiginkona min, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, SIGURBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR, Grettlsgötu 76, Reykjavfk, lést á heimili sínu miðvikudaginn 23. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Páll Norðmann Björnsson, Úlfhildur Hafdfs Jónsdóttir, Þorgils Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, VICTORIANO ALBERTO ZORRILLA, lést 23. apríl sl. í Ocean Reef í Florida. Minningarathöfn fer fram í Reykjavík síöar. Sonja Benjamínsson Zorrllla. t Faðirminn, BRYNJÓLFUR SÍMONARSON, lést 23. apríl á Sólvangi í Hafnarfiröi. Aöalheiður Brynjólfsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi, SIGURÐUR ÁRNASON frá Siglufirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. apríl kl. 13.30. Sigrfður Sigurðardóttir, Árni Geir Sigurðsson, Guðrún Kristjana Siguröardóttir, Klara Sigurðardóttir, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, DYRLEIFAR ÓLAFSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks B-deildar Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri fyrir góöa umönnun. Hreiðar Valtýsson, Elsa Jónsdóttir, Heimir Haraldsson, Hrönn Hilmarsdóttir, Valtýr Hreiðarsson, Katrfn Jónsdóttir, Valgerður Hreiðarsdóttir, Höröur Hilmarsson og barnabarnabörn. t Einlægar þakkir sendurn við ykkur öllum sem sýnduð okkur vinar- hug og samúð við andlát mágkonu, og jarðarför dóttur okkar, systur og GUÐRÚNAR PÉTURSDÓTTUR. Guð blessi ykkur. Sólveig Ásgeirsdóttir, Pétur Sigurgeirsson, Pétur Pétursson, Þurý Jóna Gunnlaugsdóttir, Kristin Pétursdóttir, Hilmar Karlsson, Sólveig Pótursdóttir, Borgþór Kjærnested. t Þökkum innilega auösýnda samúö við andlát og útför unnusta míns, sonarokkarog bróður, SMÁRA FERDINANDSSONAR, Hjallabraut 35, Hafnarfirði. Grfma Huld Blœngsdóttir, Ferdinand S. Guðmundsson, Erna Matthfasdóttir og systkini hins látna. Kveðjuorð: Guðrún Sigurðardótt- ir Halldórsstöðum Fædd27.júlí 1914 Dáin 25. mars 1986 Með þessum línum ætla ég að minnast ömmu minnar, Guðrúnar Sigurðardóttur. Guðrún var fædd í Hvammi í Svartárdal, dóttir hjón- anna Sigurðar Guðmundssonar og Elínar Pétursdóttur. í Hvammi ólst hún upp ásamt Engilráð systur sinni sem nú er búsett á Sauðárkróki, gift Ingimar Bogasyni. Guðrún fór í saumanám til Sig- ríðar Trjámannsdóttur sem þá bjó í Brekku ásamt manni sínum, Jóni Bjömssyni. Þar hitti Guðrún sinn lífsförunaut í fyrsta skipti, Halldór Gíslason frá Halldórsstöðum, en hann stundaði þá nám í orgelleik hjá Jóni Bjömssyni. Árið 1937 voru heimilisaðstæður erfiðar hjá Halldóri, þar sem for- eldrar hans voru sjúkir. Hann fékk þá Guðrúnu til að koma og var í fyrstu ætlað að hún yrði í þijár vikur en sá tími varð nú heldur lengri. Þau felldu fljótt hugi saman oggiftu sig í Glaumbæjarkirkju 19. júní 1937. Þau eignuðust sitt fyrsta bam 1938, var það drengur er hét Sigurður, hann lést aðeins þriggja vikna gamall. Sjö böm eignuðust þau er upp komust, talin í aldursröð: Ingibjörg Elín gift Þorvaldi Ámasyni, búsett á Sauðárkróki. Sigrún Gísla, gift Sverri Sævarssyni, búsett á Sauðár- króki, Bjöm Halldór, kvæntur Hrefnu Gunnsteinsdóttur, búsett á Ketu á Skaga, Sigurður Jón, bóndi á Halldórsstöðum, Efemía Guðrún, gift Bimi Jóhannssyni, búsett á Sauðárkróki, Erla Sigríður, gift Jóni Alexanderssyni, búsett á Sauð- árkróki, Skúli kvæntur Emu Hauksdóttur, búsett á Sauðárkróki. Allan sinn búskap bjuggu amma og afi á Halldórsstöðum og unnu sveitinni af heilum hug. Amma lét hugann oft reika í sína gömlu sveit Svartárdalinn, sem henni þótti mjög vænt um og hún fór þangað stund- um á sínum afmælisdegi og dvaldi í dalnum og hafði ómælda ánægju af. Hún sagði okkur marga söguna af smalamennsku og réttardögum á hennar unglingsámm. Hún var mikil hestakona og hafði ángæju af öllum skepnum. Amma var hagmælt og fæddust oft vísur við ýmis tækifæri. Til gamans er hér ein. Þó að fæðist bækluð baga blönduð æsku gömlum kynnum. Ermérekkiléttaðlaga Ijóðin nema stöku sinnum. I fyrri tíð þurfti afí að vinna talsvert utan heimilis og hugsaði amma þá um skepnumar og sitt stóra heimili, kom þá vel í ljós hennar einstaki dugnaður og út- sjónarsemi. Amma var mjög söng- elsk og söng hún í kirkjukómum í Glaumbæjarkirkju í rúm 40 ár. í mjög mörg ár vom allar söngæfing- ar haldnar á Halldórsstöðum og oft margt um manninn. Henni þótti mjög vænt um kirkjuna sína og átti margar gleðistundir með sinni fjöl- skyldu þar. Amma var sérstaklega geðgóð og hafði þann einstaka hæfileika að laða það góða fram í öllum sem hún umgekkst og lifa í sátt við alla. Hún talaði aldrei illa um fólk og tók oft upp hanskann fyrir þá er minna máttu sín. Hún var svo lán- söm að eignast góðan eiginmann. Þeirra samskipti einkenndust af gagnkvæmri ást og trausti og virð- ingu. Þau sögðu aldrei styggðaryrði hvort við annað og höfðu þann góða sið að fara aldrei af bæ nema kveðjast með kossi. Einhveiju sinni sagði amma að við vissum aldrei hvenær síðasta kveðjan yrði. Það sannaðist vel þegar ákveðið var að amma skyldi flutt norður á Sjúkra- húsið á Sauðárkróki á mánudegin- um og þar sem hann sá, að hann hefði ekki tök á að koma og kveðja hana að mogninum áður en hún færi þá færði hann henni miða sem hún skyldi lesa áður en hún færi. Á þessum miða var vísa sem afi ort og er hún svona: Eg óska þér megi ekkert granda og aftur batni heilsan þín. Svo kveð ég þig með kossi að vanda konanelskulegamín. Var þetta þeirra síðasta kveðja. Amma vann mikið í höndunum og hafa margir notið hlýju í vettl- ingum eða sokkum frá henni. Hún hugsaði alltaf um það framar öðru að gefa öðrum og rétta hjálparhönd. Amma var svo lánsöm að hafa sitt fólk í nágrenni við sig. Hún fylgdist vel með hvað allir voru að fást við og gladdist mjög ef vel gekk. Þar sem ijölskyldan var orðin stór var oft margt um manninn á Halldórsstöðum. Ég var mörg sumur í sveit hjá ömmu og afa og fór jafnan í sveit- ina í flestum fríum. Álltaf ríkti þar þessi unaðslega kyrrð og friður sem einkenndi far bæði ömmu og afa. Mín dvöl á Halldórsstöðum er mér meira virði en orð fá lýst og er enn sú mynd í mínum huga að fara „heim“ í Halldórsstaði. Það er stórt skarð húsfreyjunnar á Halldórsstöðum og sjáum við vel á því hvað mikið við höfum misst, en sá dýrmæti sjóður minninga sem við öll eigum er áttum því láni að fagna að kynnast ömmu er okkur mikill styrkur í söknuðinum. Elsku afi, þú hefur mikið misst, þar sem þið voruð ætíð eitt en hin óhagganlega ró og styrkur og þín einstaka trú á líflð og dauðann er mikil huggun. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka ástkærri ömmu alla umhyggjuna, gæðin og allar yndis- legu stundirnar sem við áttum saman. Að lokum kveð ég ömmu með orðunum sem hún ávalt kvaddi mig með að lokinni sumardvöl. „Hjartans þakkir fyrir allt og allt." Guðrún Halldóra, Þorvaldsdóttir, Vatni Helga Friðbjarnar- dóttir Minning Fædd 7. desember 1892 Dáin 20. april 1986 Í dag, laugardag 26. apríl, verður til moldar borin amma mín Helga Friðbjamardóttir, Staðarbjörgum Hofsósi. Mig langar til að segja nokkur fátækleg orð um ömmu okkar og langömmu sem við elskuðum og virtum, þessa yndislegu litlu gömlu konu, sem okkur þótti þó ekki gömul, því hjartað var alltaf síungt. Mikið hljótum við að sakna þess að koma í Skagafjörðinn og hún amma skuli ekki vera í litla húsinu á Hofsósi, sem þó var stórt því alltaf var þar nóg hjartarými. Þar sat hún á sumrin hjá blómunum sínum hress og kát þegar einhver kom. Alltaf var hún með eitthvað gott í munninn handa smáum og stórum. Við bamabömin og bama- bamabömin sóttum til hennar og hún vafði okkur sínum hlýju örm- um, kærleikurinn og lífsorkan ljóm- aði af henni alla tíð. Nú þegar hún er horfin af sjónarsviði þessa heims söknum við hennar en minnumst jafnframt þeirrar gæfu að hafa átt slíka ömmu. í hugum okkar lifir hún ætíð. Blessuð sé minning hennar. Farþú ífriði. Friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði. Guðþérnú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Dýrleif Frímannsdóttir Sunnudagsmorguninn 20. apríl 1986 var hringt og sagt að hún amma mín, Helga Friðbjamardótt- ir, væri dáin, rúmlega 93ja ára. Hún hafði verið veik og legið rúm- fost rúma 2 mánuði. Það er svo skrýtið að hún skuli vera horfín, þessi lífsglaða og hógværa kona, sem alltaf tók á móti öllum af svo mikilli rauns og myndarskap, að maður hefur sjaldan kynnst öðru eins. Alltaf var jafn gott og gaman að koma til ömmu og afa bæði sem bam og fullorðin. Margar góðar minningar koma upp í hugann frá heimsóknum að Litlu-Brekku, en þangað komum við systkinin flest sumur og alltaf var jafn gaman að koma í sveitina. Síðar fluttu þau hjón niður í Hofsós að Staðabjörg- um, litla húsið hennar ömmu var það oftast kallað af drengjunum mínum. Amma var ein af þeim konum sem alltaf gat fundið sér eitthvað að gera og var dugleg við alla handavinnu, hún las mikið á meðan hún gat, og ekki má gleyma að tala um brauðið hennar góða og þá helst ástarpungana og kleinum- ar sem öllum krökkunum þótti svo gott. Þá hafði hún mjög gaman að spjalla og hún var svo fróð um margt og þegar hún var að sýna okkur gamlar myndir mundi hún eftir öllum og vissi deili á þeim. Ég ætla ekki hér að rekja ættir ömmu minnar, en hún giftist Þórhalli Ást- valdssyni 10. september 1915. Þau áttu 11 mannvænleg böm sem öll eru á lífl og munu afkomendur þeirra vera nætti 150 talsins. Ég vil að lokum þakka sérstaklega vel syni hennar, Friðbimi, og konu hans, Svanhildi, fyrir allt sem þau hafa gert fyrir hana á liðnum árum. Ég og fjölskylda mín þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þessari merkiskonu. Helga S. Bjarnadóttir og fjölskylda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.