Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986 Sjónvarpið sýnir 29 leiki frá HM ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gaer að sjónvarpið sýni 29 leiki frá Heimsmeistarakeppninni í Mexíkó í júní. Hreinn kostnað- arauki sjónvarpsins vegna þessara útsendinga er áætlaður um þijár milljónir króna. Greidd voru atkvæði á útvarpsráðs- fundinum um þessar útsendingar og voru 5 fulltrúar samþykkir, Inga Jóna Þórðardóttir, Magnús Erlends- son, Eiður Guðnason, Markús A. Einarsson og Ámi Bjömsson. Har- aldur Blöndal sat hjá en Ingibjörg Hafstað, fulltrúi kvennalistans, greiddi atkvæði á móti. Taldi Ingi- björg það hneyksli að sýna svona Þorlákshöfn: 265 hestar f luttir út með gripaflutn- ingaskipi Gripaflutningaskip á veg- nm búnaðardeildar SÍS fór á föstudag frá Þorlákshöfn með 265 hross; 215 reiðhesta og 50 sláturhross. Skipið fer með reiðhestana á hafnir í Noregi, Danmörku og Belg- íu, en afsláttarhrossin fara öll í sláturhús í Belgiu. Búnaðardeildin vinnur að þessu máli eins og öðmm hrossamálum í góðri samvinnu við Hagsmunafé- lag hrossabænda, eins og Magnús G. Friðgeirsson, framkvæmda- stjóri deildarinnar, orðaði það í samtali við Morgunblaðið. SÍS er ekki útflytjandi á reiðhestunum, er eingöngu verktaki við flutning- inn og selur seljendum eða kaup- endum hrossanna ýmsa aðra þjón- ustu. Sláturhrossin voru notuð til að fylla skipið eftir að búið var að smala saman öllum reiðhestunum. Bændur fá um 12 þúsund krónur fyrir hvert sláturhross. Útflutn- ingsbætur eru greiddar og nema þær um 60% af verðinu. marga knattspymuleiki. Alls verða 22 leikir sýndir í beinni útsendingu, en sjö verða teknir upp og sendir út skömmu seinna, oftast samdægurs. Leikimir verða yfirleitt sýndir kl. 18 og kl. 22. Þrettán leikir úr riðlakeppni verða sýndir, þar á meðal þrír leikir danska lands- liðsins, allir átta leikimir í 16 liða úrslitum, allir fyórir leikimir í átta liða úrslitum, báðir undanúrslita- leikimir, leikurinn um þriðja sætið og að lokum sjálfur úrslitaleikurinn, sunnudaginn 29. júní kl. 18.00. Hljóðvarpið mun ekki gera keppn- inni nein sérstök skil, önnur en í fréttum. Beinn kostnaður vegna útsend- inganna verður 4,1 milljón króna, en spamaður á öðru efni er metinn til frádráttar á 1,2 milljónir. Meðal- kostnaður á leik er áætlaður tæpar 140 þúsund krónur. Sjá frétt á bls. 55 - veisla“. .Knattspymu- V estmannaeyjar: Frá slysstad við Herkastalann. •Morgunblaðid/Júlíus Reykjavík: Ovenju margir árekstrar í gær — Hjóireiðamaður í slysadeild FULLORÐINN maður á reið- hjóli varð fyrir strætisvagni við Herkastalann, á mótum Aðal- strætis og Túngötu, um klukk- an 16.00 í gær. Maðurinn var fluttur í slysadeild, en meiðsli hans reyndust minni en á horfð- ist í fyrstu. Mikil og þung umferð var í Reylq'avík í gær og um klukkan 18.00 höfðu orðið 30 árekstrar frá því um morguninn, sem er óvenju mikið miðað við árstíma, enda svipað því sem verst gerist á vetuma í fljúgandi hálku. Ekki var vitað um önnur slys á fólki en því er hjólreiðamaðurinn lenti í. Hugmyndir um finnskt íslenskt listamannahús NOKKRAR líkur eru á því að reistur verði finnsk-íslenskur lista- mannabústaður í Vestmannaeyjum áður en langt um líður, í samvinnu Finna, Vestmannaeyjakaupstaðar og hugsanlega fleiri aðiia. Bæjar- stjóm Vestmannaeyja hefur fyrir sitt leyti samþykkt að gefa lóð undir bústaðinn, og Finnar hafa sýnt áhuga á að styrkja bygging- una, en ekki gefið endanlegt svar þar um, né með hvaða hætti það yrði. Jóhanna Bogadóttir listamaður, sem ættuð er frá Vestmannaeyjum,. er upphafsmaður þessarar hug- myndar og hefur unnið ötullega að því að reyna að hrinda henni í framkvæmd. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að upphaflega hefði verið hugmyndin að byggja lítið hús, sem gæti verið aðsetur og vinnustaður fínnskra og ís- lenskra listamanna til skiptis. „En þeir fínnsku aðilar sem sýnt hafa málinu áhuga vilja frekar reisa hús með tveimur íbúðum, svo þar gætu búið samtímis finnskir og íslenskir listamenn. Það er enn betra og vonandi líður ekki á löngu þar til Finnar gefa endanlegt svar, svo þessi hugmynd geti orðið að veru- leika," sagði Jóhanna. Það mun fyrst og fremst vera Finnlandsdeild Norræna hússins sem sýnt hefur áhuga á að styðja málefnið. Finnski sendiherrann, Anders Hulden, sagði blaðamanni Morgunblaðsins, að hann hefði leit- að til fínnskra menntamálayfírvalda og biði eftir svörum þeirra. Hann hefur einnig rætt við Sverri Her- mannsson menntamálaráðherra, og sagði hann að Sverri hefði litist vel á hugmyndina og væri hugsanlega tilbúinn til að leggja henni lið. Ólafur Elísson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði að bæjar- stjóm hefði samþykkt samdægurs og erindið barst henni, að veita lóð undir húsið og veita málinu aðra þá fyrirgreiðslu, sem í valdi bæjar- ins væri. Lífsblómið vökvað tsafirði. SUMARIÐ er komið og grund- imar gróa. Guðimir vökva út- hagann með volgri rigning- arskúr en efstu bekkingar í Menntaskólanum á ísafirði dimittera í gær við lok skóla- kennslu. Þau fóm syngjandi um bæinn á palli vömbUs frá einni rækjuverksmiðjunni og vökvuðu lifsblómið með suð- rænum veigum. Framundan er uppskerutíminn hjá æskunni og gróandinn í náttúmnni. Morgunbladið/Úlfar Stefnt að öflun 95 milljóna króna hlutafjár á 2—3 vikum. Mynda þarf breiðfylkingu til að koma Amarflugi í loftið — segir Helgi Jóhannsson „Við litum svo á að hlutverki „níu mannahópsins" svokallaða sé lokið sem slíku og nú sé tíma- bært að mynda breiða samfylk- ingu um að koma Amarflugi í loftið. Það verður unnið að því af kappi að reyna að afla loforða fyrir 95 milljóna króna hluta- fjáraukningu á næstu tveimur til þremur vikum,“ sagði Helgi Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Sam vinnuf erða/Landsýnar f samtali við Morgunblaðið. í gær ákváðu þeir aðilar sem að undanfömu hafa haft til athugunar að beita sér fyrir hlutafjáraukningu Amarflugs, að hefjast handa við að safna hlutafjárloforðum upp á a.m.k. 95 milljónir króna. Sú hluta- fíáraukning er lagalegt skilyrði þess að ríkið gangi í ábyrgð fyrir 2,5 milljóna dollara láni til Amarflugs. Helgi sagði að „níumenningam- ir“, auk Ferðaskrifstofunnar Terra og Helga Þórs Jónssonar verktaka, myndu leita til ýmissa áhugasamra aðila annarra um þátttöku í hluta- fjáraukningunni. Helgi sagði að nú þegar ríkisábyrgðin væri f höfn og fyrir lægi samþykki meirihluta hlutafjáreigenda Amarflugs um að færa niður hlutafé sitt í 10% af nafnverði, væri næsta skrefíð að reyna að ná viðunandi samningum við helstu lánardrottna Amarflugs. Sagðist hann ekki sjá ástæðu til að ætla annað en að slíkir samning- ar tækjust. Verulegar breytingar gerðar á Margréti EA í Noregi Akureyri. MARGRÉT EA 710, togarinn sem Samheiji hf. á Akureyri keypti af Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og hét áður Maí, siglir til Bergen í Noregi á morgun, sunnudag, þar sem honum verður breytt mikið. Margrét er nú 300 tonn, 46 metrar að lengd — „en verður lengd mikið,“ sagði Þorsteinn Vilhelms- son, skipstjóri, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Auk lengingarinnar verður skipt um vél í skipinu og einnig skrúfubúnað. Að sögn Þorsteins verða sett frystitæki í skipið „sem verða notuð til að frysta rækju“. Hann sagði að skipið myndi veiða upp í þorsk- kvóta en stunda einnig rækjuveiðar. Breytingamar taka langan tíma að sögn Þorsteins, hann reiknaði með að skipið yrði tilbúið til veiða á ný í september eða október. Samheiji hf. á ffystitogarann Akureyrina auk Margrétar. Þá er fyrirtækið eignaaraðili að Oddeyri hf., sem stofnað var um rekstur raðsmíðaskipsins sem keypt var af Slippstöðinni hf., og skv. heimildum Morgunblaðsins mun Samheiji sjá um rekstur þess skips.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.